Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 19„ Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: NÝTT LÍF Flestir v'ita, hvað það er að byrja nýtt líf. Nógai mikið er talað og skrifað um það. Eitthvað stórkost- legt þarf að gerast tii þess að fólk geti hafið nýtt líf. Sumir, sem átt hafa við afengisvandamál að stríða, byija nýtt líf, þegar þeir hætta óreglunni. Aðrir öðlast trú, og með henni nýtt líf. Enn aðrir telja sig hafa byrjað nýtt líf, þegar-þeir náðu sér í góðan maka. Hérna í henni Ameríku er ekki óalgengt, að fólk byrji nýtt líf, og það þarf ekki endilega neitt stór- kostlegt að gerast í lífi einstakl- ingsins. Það er ekki þar með sagt, að nýja lífið endist alltaf, því oft lendir allt í sama farinu. Það er oftast, þegar fólk er komið á miðj- an aldur, að það fær löngun til að venda kvæði sínu í kross og hefja nýtt líf. Segja skilið við eins mikið af því gamla og hægt er, og byrja uppá nýtt. Hér vestra er sagt, að til þess að byija nýtt líf, þurfi að uppfylla þijú meginskilyrði: Segja upp vinnunni, flytja búferlum og skilja við makann. Sjálfur fékk ég svona „miðald- urs-kláða,“ þegar ég komst af létt- asta skeiði og fór örh'tið að þrosk- ast. Þá sagði ég upp góðri vinnu, flutti frá Pennsylvaníu í óvissuna í Flórída, en hélt í eiginkonuna. Segja má því, að ég hafi byijað nýtt hf að 2/3 hlutum. Mjög marga karla hittir maður hér, sem upp- fyllt hafa öll skilyrðin þijú fyrir flutninginn hingað. í tilefni þess láta sumir líka hressa upp á útlitið; fá sér andlitslyftingu, hárlitun og permanent, hárkollu eða a.m.k. gullkeðju um hálsinn. Það er um að gera að líta sem unglegastur út, því það verður að ná sér í kvon- fang, sem er a.m.k. 10 árum yngra en maður sjálfur. Þá fyrst er al- mennilega hægt að byija nýja lífið. Það er náttúrulega erfitt hjá ykkur á Fróni að ráða við skilyrðin þijú, því aðal galdurinn er að flytja í burtu, þangað, sem enginn þekk- ir mann. Eins og segir í vísunni góðu: „Þar sem enginn þekkir mann,/ þar er gott að vera./ Því að allan andskotann/ er þar hægt að gera.“ Þið getið sagt uppp vinn- unni, skilið við ektamakann og flutt til Krummavíkur, en allt landið kemur til með að vita af því, og þess vegna verður frekar erfitt með nýja lífið. Flest verðið þið því bara að kúldrast í því gamla. Flórída og Kalifornía eru uppá- haldsríki þeirra, sem vilja byija nýtt líf. Hjá sumum er mjög brýn nauðsyn að flytja á brott, og þeir passa mjög vel upp á það, að eng- inn viti, hvert þeir hafa flutt, sér í lagi lögreglan. Sumir í þessum hópi hafa dregið sér fé, svindlað á náunganum eða framið einhvern annan, og kannski verri glæp. Læknar, sem sviptir hafa verið lækningaleyfi í einu ríki, flytja ein- faldlega í annað og taka þar upp þráðinn. Sama getur gilt um lög- fræðinga. Yfírvöld reyna, í sumum ríkjunum, að koma í veg fyrir slíkt. Margir svona læknar og lögfræð- ingar eru taldir hafa flutt til Flórída og byijað hér nýtt líf. Ekki fer hjá því, að maður kom- ist í kynni við eitthvað af þessu „nýja-lífs-fólki“. Einu sinni hittum við hjú frá Texas, og var maðurinn rúmlega fimmtugur, en konan virt- ist ekki vera meira en rúmlega þrítug. Hann hafði átt og rekið stóra blikksmiðju í Dallas. Þegar hann fékk kláðann fyrrnefnda, arf- leiddi hann syni sína tvo að fyrir- tækinu, skildi við konuna, giftist einkaritaranum og flutti í burtu. Hann keypti svo seglskútu, líklega 10-12 metra langa, og þau sigldu svo til Flórída. Voru þau búin að þvælast þar um í rúmt ár. Þaðan sétluðu þau út í Karabía-hafið, en fara svo, eftir eitt eða tvö ár, í gegnum Panama-skurðinn og inn í Kyrrahafið. Áætlanir þeirra náðu ekki lengra en það. Þau ljómuðu af rómantík og ást, og virtust án- ægð með byijunina á sínu nýja lífi. Sól, sandur og sjór hafa mikið aðdráttarafl fyrir fólk, sem ætlar að hefja nýtt líf, sér í lagi ef tekið er með í reikninginn, að nýtt ástar- líf virðist svo oft eitt aðalatriðið. Báta- eða skútulíf er mjög vinsælt hjá mörgu af þessu fólki, eins og dæmið um Texas-parið sýnir. Fjöldann allan af þessum fleytum sér maður, og virðist svo algengt að sjá miðaldra mann við stýrið, en sundbolaðan kvenmann, sem gæti verið dóttir stýrimanns, flat- maga þar skammt frá. Á mörgum skútunum er heldur lítið pláss, eins og gefur að skilja, og eru káetumar oft all þröngar. Skútu-ástin endist ekki alltaf lengi, sérstaklega hjá konunni, enda hef- ir það oftast verið karlinn, sem gengið hefur með skútu-drauminn í maganum í árafjöld. Maður heyr- ir stundum um ungar konur, sem orðið hafa þreyttar á þrengslum og baðleysi. Þær fá fljótt leið á öldugjálfri, sjávarseltu, sólsetrum og mávagargi. Taka þær þá pokann sinn og hverfa á braut án þess að kveðja kóng eða prest. Skútu-karl- ar, sem lenda í slíku, hefí ég heyrt, raka sig þá, fara í land og ná sér í annan kvenmann, því alltaf virð- ist nóg af kvenpeningi, sem tilbúinn er að bíta á skútu-agnið. Svo er bara hægt að byrja nýtt, nýtt líf! Þið megið alls ekki halda, að ég sé eitthvað að gera lítið úr þeim, sem hefja nýtt líf. Hjá mörgum tekst þetta allt vel, og þeir lifa hamingjusamir í sínu nýja um- hverfi, í nýrri vinnu og með nýjum maka. Heldur megið þið ekki stimpla mig Rarlrembusvín vegna þess, að ég hefi svo til eingöngu ijallað um karla og þeirra nýja líf. Konur geta auðvitað gert það sama, þótt þær eigi skiljanlega oft erfiðara um vik vegna barnanna. Samt heyrist öðru hveiju um harðsvíraðar kvensur, sem skilja króana eftir hjá kallinum, en hverfa á braut og byija nýtt líf. Aðrar bíða þar til krakkamir eru komnir á legg og út í lífið. Þá skilja þær við eiginmanninn, og reyna jafnvel að yngja upp hjá sér. Tekst þeim oft að ná sér í yngri mann, sér í lagi ef þær eiga eitthvað af dollur- um í handraðanum. Hitt hefi ég nokkra menn frá íslandi, sem komið hafa til Flórída til að hefja nýtt líf. Þeir hafa upp- fyllt skilyrðin þijú heima á Fróni, en þeim hefir gengið misjafnlega að finna hamingjuna. Sé einhver lesenda minna með nýlífís-áform og skútudrauma, gæti ég ef til vill hjálpað. Ég gæti bent á leiðir til þess að komast yfír skútu, en kven- manninn verður hann að skaffa sjálfur. ff Mér líkar best við þá ungu og spræku Villtustu draumar þínir um bíla geta ræst hjá Flugleiðum Hertz bílaleigu. í flotanum eru eingöngu nýir bílar, nánast allir af árgerð 1990 eða yngri. Þú getur valið um ýmsar stærðir af kraftmiklum og liprum Toyotum, sem reynst hafa frábærlega vel við íslenskar aðstæður. Strangar kröfur Hertz um þjónustu, eftirlit og viðhald tryggja þér fulikomið áhyggjuleysi, -svo aksturinn verður líkastur ljúfum draumi. Síminn er 690 500 og fax 690 458, —og það er opið allar helgar. Bílaleiga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.