Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 32
, ,MPRGUNBLAf)IÐ MIÐYIKUDAGUK. 3., APRÍL. 1991 , ,32 Leiðtogi Kúrda í írak: Biður vestræn ríki um að afstýra þjóðarmorði Nikósíu, Daniaskus, Kairó. Reuter. MASOUD Barazani, einn af leiðtogum Kúrda í írak, hvatti Banda- ríkjamenn, Breta og Frakka til þess í gær að bjarga þjóð sinni frá þjóðarmorði og pyntingum. Hann sagði að þrjár milljónir óbreyttra borgara hefðu flúið heimkynni sín í norðurhluta Iraks undanfarna daga vegna sóknar iraska stjórnarhersins gegn upp- reisnarmönnum Kúrda. Fólkið hefði flúið til fjalla þar sem þess biði erfið vist undir berum himni í brunagaddi og matarskortur. Hvatti hann vestræn ríki til að koma fólkinu til hjálpar og senda því matvæli, lyf og Ijöld. Leiðtogar Kúrda hafa sakað hersveitir Saddams Husseins ír- aksforseta um að hafa myrt gífur- legan en óþekktan fjölda óbreytta borgara í bardögum um olíuborg- ina Kirkuk og í sókninni gegn uppreisnarmönnum víðs vegar í norðúrhluta landsins. Persaflóaríki hætta stuðningi við PLO Amman. Reuter. JORDONSK stjórnvöld hafa forðast að tjá sig um þá ákvörðun Samstarfsráðs Persaflóaríkjanna síðastliðinn laugardag að hætta fjárstuðningi við Jórdani og Frelsishreyfingu Palestínu (PLO) vegna stuðnings þeirra við Saddam Hussein Iraksforseta í kjölfar innrásar íraka í Kúveit. Talsmaður ríkisstjómarinnar í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sagði að engra yfirlýsinga væri að vænta um ákvörðun Persaflóa- ríkjanna og embættismenn sögðu yfirvöld vilja bregðast við af var- færni til þess að skaða ekki þær pólitísku tilraunir sem nú ættu sér stað og miðuðu að því að um heilt greri með Jórdönum og Flóaríkj- unum annars vegár og vestrænum ríkjum hins vegar. Jórdanskir sérfræðingar í mál- efnum arabaríkjanna sögðust hins vegar telja ákvörðun Persaflóa- ríkjanna skammsýna og það yrði í þágu friðar að henni yrði breytt. Framkvæmdastjóri Samstarfsráðs Persaflóaríkjanna, Abdullah Bes- hara, vildi ekki segja af hversu hárri fjárhæð Jórdanir og PLO yrðu en talið er að samtals nemi ísrael: Hernum heimilað að beita auk- inni hörku Jerúsalem. Reuter. EHUD Olmert, heilbrigðismála- ráðherra ísraels, sagði í gær að stjórn landsins hefði heimilað ísra- elskum öryggissveitum að beita aukinni hörku til að kveða niður uppreisn Palestínumanna á hern- umdu svæðunum. Vamarmálaráð stjórnarinnar efndi til fundar á sunnudag og var ráðherrunum bannað að skýra frá gangi hans. Olmert staðfesti þó að hemum hefði verið veitt heimild til að beita harðari aðgerðum en áður þar sem ísraelar ættu í stríði við Palestínumenn, sem hefði kostað sjö Israela lífíð á undanfömum fimm vikum. Hann viðurkenndi einnig að líklegt væri að Bandaríkjastjóm legð- ist gegn aðgerðunum. Fjöimiðlar í ísrael hafa skýrt frá því að stjómin hefði samþykkt að reka meinta forsprakka uppreisnar Palestínumanna úr landi, eyðileggja heimili þeirra og takmarka frekar ferðir Palestínumanna á hernumdu svæðunum til israels. Utvarpið í Israel hafði eftir Yitz- hak Shamir, forsætisráðherra lands- ins, að viðbrögð Bandaríkjastjórnar hefðu verið fljótfæmisleg og byggð á ónákvæmum fréttaflutningi fjöl- miðla. hún milljörðum dollara á ári. Bes- hara var ómyrkur í máli eftir fund ráðsins sl. laugardag og sagði að Jórdönum og PLO yrði ekki fyrir- gefinn stuðningurinn við íraka og honum yrði ekki gleymt. Flóttamenn hafa skýrt frá grimmdarverkum stjórnarher- manna og matarskorti, bæði á svæðum Kúrda í norðurhluta landsins og i suðurhlutanum. „Lík- in liggja eins og hráviði á götum Basra og óþefurinn er mikill. Sjálf- ur brenndi ég 12 lík,“ sagði egypskur flóttamaður, sem búið hafði í Basra. Hann sagðist hafa séð fjölda líka fljóta niður Shatt al-Arab fljótið er hann hefði farið niður að því til að sækja vatn. íraska fréttastofan INA sagði í gær að stjórnarherinn hefði endur- heimt nyrstu borg Kúrdistans, Zahko, úr höndum uppreisnar- manna. Borgin er skammt sunnan tyrknesku landamæranna. Kúrda- leiðtogi í Sýrlandi vísaði frétt INA á bug og sagði bardaga um borg- ina halda áfram. Fréttastofan sagði að stjórnarherinn hefði einn- ig náð borgunum Kirkuk, Irbil og Dahuk á sitt vald. Reynist það rétt er Sulaimaniya skammt frá landamærum írans eina stórborg- in í norðurhluta íraks sem upp- reisnarmenn halda ennþá. Þá full- yrtu flóttamenn að stjómarherinn hefði brotið uppreisn shíta-skæru- liða á bak aftur í suðurhluta lands- ins og hefði bæi og borgir þar á valdi sínu. Reuter Bessmertnykh á Kínamúrnum Alexander Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hélt til Moskvu í gær eftir tveggja daga heimsókn til Kína. Þar skoðaði hann meðal annars Kínamúrinn og á myndinni sést hann gægjast út fyrir múrinn. Hann ræddi við helstu leiðtoga Kína og sagði að viðræðum um landamæri ríkjanna væri um það bil að ljúka og sam- komulag ætti að nást bráðlega. Stefnt væri að því að ljúka viðræðun- um áður en Jiang Zemin, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, fer til Moskvu um miðjan næsta mánuð. Litlu munaði að stríð brytist út milli ríkjanna á sjöunda áratugnum vegna deilna um landamærin. Rússneska þingið hafnar til- lögu um vantraust á Jeltsín Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið hafnaði í gær tillögu um vantraust á Borís Jeltsín, forseta þingsins, eftir að leiðtogi rússneska kommúnista- flokksins, ívan Polozkov, hafði sagt að ekki væri tímabært að skipta um þingforseta. Jeltsín virtist hins vegar ekki hafa tekist að tryggja að stofnað yrði embætti forseta lýðveldisins, sem kjörinn yrði í beinum kosningum. Tillagan var felld með 767 at- kvæðum gegn 121. Þingið var sett á fimmtudag og talið var að harðlínukommúnistar myndu sam- einast um að koma Jeltsín úr embætti þingforseta. Á laugardag var þó orðið ljóst að ekki yrði af því og talið er að verkfall kolanám- amanna, sem styðja Jeltsín, og fjölmenn götumótmæli stuðnings- manna þingforsetans í Moskvu hafi ráðið þar mestu. Fámennur hópur þingfulltrúa lagði þó fram tillögu um vantraust á Jeltsín. Pozkov, sem hefur lagst gegn bar- áttu Jeltsíns fyrir aukinni sjálf- stjóm Rússlands, hafnaði hins vegar tillögunni og sagði ekki tímabært að skipta um þingfor- seta. Jeltsín vann annan sigur á þing- inu í gær er 176 kommúnistar á meðal fulltrúanna ákváðu að stofna nýja stjórnmálahreyfingu, sem myndi styðja þingforsetann í baráttu hans gegn harðlínumönn- um undir forystu Polozkovs. Kommúnistum á þingpnu tókst á mánudag að koma í veg fyrir umræður um hvort stofna ætti embætti forseta Rússlands, sem kjörinn yrði í beinum kosningum og fengi framkvæmdavald. 70% kjósenda í lýðveldinu kváðust hlynntir slíkri breytingu í þjóðarat- kvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Róttækir umbótasinnar sögðust þó í gær staðráðnir í að beijast fyrir því að þing yrði rofið og boð- að til nýrra kosninga ef ekki yrði ákveðið að stofna embætti forseta Rússlands. Talið er að kommúnist- ar myndu tapa mörgum þingsæt- um ef boðað yrði til þingkosninga. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, og stuðningsmenn hans í sovéska kommúnistaflokkn- um gerðu harða hríð að róttækum umbótasinnum um helgina og sök- uðu þá um að svífast einskis til að auka völd sín. Gorbatsjov sagði á fundi með herforingjum að rót- tækir umbótasinnar kyntu undir ólgunni í landinu og stefndu að því að leggja allt sjórnkerfi Sov- étríkjanna í rúst. Forsætisnefnd flokksin.s, undir forystu Gor- batsjovs, fordæmdi einnig umbóta- öflin og sagði þau reyna að grafa undan sovésku stjóminni með lyg- um og áróðri fyrir verkfallsaðgerð- um. Nefndin sagði einnig að „ákveðnar erlendar stofnanir" reyndu að hafa áhrif á almenn- ingsálitið í Sovétríkjunum og yfir- maður öryggislögreglunnar KGB sakaði vestræna stjórnarerind- reka, blaða- og ferðamenn um að hafa aukið á óreiðuna í landinu. Reuter Sovéskir lögreglumenn loka Púshkín-torgi í Moskvu á fimmtudag er róttækir umbótasinnar efndu til útifundar til stuðnings Borís Jeltsín, forseta rússneska þingsins, þrátt fyrir bann sovésku stjórnarinnar við mótmælafundum í borginni. Ræðumenn kröfðust þess meðal annars að Míkhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, segði af sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.