Morgunblaðið - 03.04.1991, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 03.04.1991, Qupperneq 61
MÖ'RGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 61' Minning: Guðmundur Jónasson frá, Bjarteyjarsan di Fæddur 16. maí 1903 Dáinn þann 25. mars 1991 Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, minn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Með þessu versi viljum við kveðja okkar ástkæra afa sem lést 25. mars síðastliðinn eftir erfiða sjúk- dómslegu. Hann afi okkar, Guðmundur Jón- asson, var borinn og barnfæddur 16. maí 1903 á Bjarteyjarsandi í Hval- fjarðarstrandarhreppi, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru þau Guðfinna Jósepsdóttir og Jónas Jó- hannesson, bóndi þar á bæ. Ungur að árum fór afi Guðmundur til náms að bændaskólanum á Hvanneyri og mun það hafa verið árið 1927-1928.' Og að því námi loknu tók hann við búinu á Bjarteyjarsandi, æskuheim- ili sínu, ásamt elsku ömmu okkar, Guðbjörgu Guðjónsdóttur sem ættuð er frá bænum Vatnsdal í Fljótshlíð. Og syrgir nú með trega fráfall maka síns. Þau afi og amma gengu í hjóna- band 2. júní árið 1934. Þau eignuð- ust 5 syni, auk þess sem þau tóku að sér á unga aldri dótturina Guð- björgu-Dúfu Stefánsdóttur og gengu henni í foreldrastað. Elsta son sinn, Guðjón, misstu þau af slysförum 7. júní 1973 og var það sár harmur. En öll eru þau börn afa og ömmu gift og barnabörnin orðin mörg auk langafabamanna og í dag er þetta orðinn stór og mikill hópur, enda afkomendurnir margir. Ekki vomm við systkinin há í loft- inu er við fómm að dvelja í sveitinni hjá afa og ömmu tíma og tíma yfir sumarmánuðina og eru þeir tímar okkur systkinunum ógleymanlegir, því við vorum svo lánsöm að eiga þess kost að vera súmar eftir sumar hjá þeim afa og ömmu í sveitinni okkar, eins og við nefnum hana enn í dag og munum ávallt gera. Ennfremur eigum við okkar hug- ljúfu minningar frá þeim árum sem við vorum samvistum afa og ömmu og þær minningar munum við systk- inin varðveita í hjörtum okkar um ókomin ár. Það var fyrir um það bil 1 'k ári að þau fluttust svo búferlum úr sveit- inni vegna þess hve hann elsku afi okkar var orðinn lasburða og settust þau hjónin þá að á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. En þau afi og amma löguðu sig strax að þeim breyttu aðstæðum sem því fylgja að yfirgefa hina fögru og fallegu sveit sem Hvalfjörðurinn er og setjast að á Akranesi. En eigi að síður var allt- af jafn yndislegt að koma í heimsókn til þeirra afa og ömmu, ávallt sama góða hlýjan og umhyggjan sem ein- kenndi þau. Þar var ástúðin, hlýjan og kær- leikurinn í fyrirrúmi. Umhyggjan var þeirra leiðarljós í gegnum lífið. Að leiðarlokum viljum við þakka elsku afa og langafa fyrir alla ástúð- ina sem við áttum kost á að vera aðnjótandi með honum í gegnum árin, og þér, elsku ammaf biðjum við að góður Guð gefi styrk og kraft í þeirri miklu sorg sem fylgir frá- falli góðs maka. Og sendum við þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin ef nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Blessuð sé minning hans. Gyða Laufey, Guðjón, Jóna Björk og Sóley Ósk Óttars- börn og litla langafastúlk- an, hún Anna Kolbrún. Þann 25. mars 1991 lést að morgni dags í Sjúkrahúsi Akraness Guðmundur Jónasson, fæddur á Bjarteyjarsandi í Hvalíjarðarstrand- arhreppi, eftir fárra vikna legu þar. Guðmundur var heilsuhraustur maður til hann gekkst undir hjarta- aðgerð úti í Englandi fyrir all nokkr- um árum. Þó sú aðgerð tækist von- um betur varð heilsan aldrei góð eftir það. Foreldrar hans voru Jónas Jó- hannesson og Guðfinna Jósepsdótt- ir. Jónas var sonur Jóhannesar Helgasonar og konu hans, Sigríðar Guðmundsdóttur, búandi fólk á Narfastöðum í Melasveit. Jónas var fæddur á Narfastöðum, en bóndi á Bjarteyjarsandi frá 1887, til dánar- dags 5. febrúar 1929. Fyrri kona Jónasar var Guðríður Daníelsdóttir. Þeirra börn voru fimm, Stefán, Sigríður, Jóhannes, Guðgeir og Engilbert. Seinni kona Jónasar var Guðfinna Jósepsdóttir, Jóseps Sig- urðssonar bónda á Hávarsstöðum og þriðju konu hans, Vigdísar Þ. Vigfúsdóttur. Þetta er margt þekkt borgfirskt bændafólk, dugmikið og mannkostum búið, svo sem kunnugt er. Guðmundur mun hafa lifað 86 sinna æviára á Bjarteyjarsandi, svo þar átti hans ættjarðarást og djúpar rætur. Hann elst upp við hin hefð- bundnu bústörf og verður ungur þátttakandi í þeim. Að föður hans látnum vorið 1929 tekur hann við jörðinni, verður eigandi að henni og kemur sér upp búi. Uppboð var haldið á Bjarteyjarsandi þetta vor, einnig á Miðsandi, því Ólafur Uluga- son, bóndi þar, lést einnig um þess- ar mundir. Ég man föður minn Ingimundur Guð- mundsson - Kveðja Kveðja til afa frá barna- börnum I dag er til moldar borinn afi okk- ar, Ingimundur Guðmundsson, Hringbraut 1 í Hafnarfirði, afi á Hringbraut eins og við kölljuðum daglega. Á þessum tímamótum er margs að minnast og samverustund- irnar með afa efstar í huga. Við þökkum honum þær af alhug. Afi var kvæntur ömmu, Sigríði Sigurðardóttur frá Ási, en hún féll frá 30. október 1978. Söknuður afa var mikill þegar Sigríður amma an- daðist. Nú eru þau saman á ný og við biðjum góðan Guð að varðveita þau um leið og við þökkum góðvild og hlýhug sem ávallt fylgdi þeim hér í þessu lífi. „Það sem gróðursett er á réttan hátt verður ekki rifið upp. Það verður aldrei á braut borið sem vel er varð- veitt. Það vekur virðingu niðjanna" (Lao Tse) kaupa nokkrar kindur á þessum uppboðum. Þar í var falleg vet- urgömul flekkótt gimbur sem ég hlaut að gjöf, því ég hafði misst mína kind. Þetta var mikil uppáhald- sær og þessar kindur frá Bjart- eyjarsandi reyndust vel og báru þess vitni að vel hafi verið vandað til bústofns. Ég heyrði ungur að Jónas á Bjarteyjarsandi væri vel bjargálna bóndi með sinn stóra barnahóp en það þótti góður vitnis- burður í þá daga, þegar fátæktin heijaði svo víða á fólk. Jónas og Guðfínna áttu sex börn, Ragnheiði, f. 1895, gifta Magnúsi Magnússyni, Guðmund, sem hér er minnst, Onnu, fædda 1904, Vigdísi, fædda 1905, Valgeir, fæddan 1908, bóndi á Neðra-Skarði, kvæntur Ingi- björgu Sigurðardóttur, og Sigurð, fæddan 1910, látinn, var skógar- vörður í Varmahlíð, kvæntur Sigr- únu Jóhannsdóttur. Vorið 1931 fluttu austan úr Vatnsdal í Fljótshlíð að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sæmdarfólk, hjónin Guðjón Jönsson bóndi og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Þijú börn þeirra fylgdu þeim, Sigur- jón nýútskrifaður úr prestaskóian- um, sem vígðist nú prestur að Saurbæ og systurnar Guðbjörg og Halla, sem nú er látin fyrir nokkrum árum. Sigutjón þjónaði sem prestur og prófastur við miklar vinsældir á þessum sögufræga stað í hálfan íjórða áratug. En Guðbjörg systir hans gekk að eiga efnisbóndann Guðmund á Bjarteyjarsandi og átti eftir að una hag sínum vel við fjörð- inn fagra á því sóma býli. Börn þeirra Guðbjargar og Guð- mundar eru hér talin í aldursröð: Guðjón sjómaður, fæddur 1939, nú látinn; Jónas fæddur 1944, verk- taki, býr á Bjarteyjarsandi, kvæntur Guðrúnu Samsonardóttur; Hall- grímur fæddur 1945, kvæntur Re- bekku Gunnarsdóttur, hann er húsa- smiður; Óttar vélstjóri, fæddur 1947, kvæntur og býr fyrir sunnan eins og Hallgrímur. Yngstur er Sig- urjón fæddur 1948, bóndi á Bjart- eyjarsandi, kvæntur Kolbrúnu Eiríksdóttur. Þeim búnaðist vel Guð- mundi og Guðbjörgu á Bjarteyjars- andi og bjuggu við barnalán. Ekki taldist þessi jörð til stórbýla eða landkostajarða, frekar þótti jörðin lítil og kostarýr. Þarna sannaðist að ekki er sama hver situr jarðirn- ar. Guðmundur var mikill dugnaðar- og framkvæmdabóndi. Hann rækt- aði stórt og gott tún og byggði öll hús jarðarinnar upp með myndar- brag. Hann lifði eitt mesta framfar- atímabil í landbúnaði, allt frá fátæk- legum amboðum handaflsins og alls- leysis í tæknilegu tilliti til stórrar vélvæðingar þessarar áhugaverðu undirstöðu atvinnugreinar, sem brauðfætt hefur íslendinga frá upp- hafi vega. Guðmundur og Guðbjörg voru samhent og áhugasöm hjón fyrir sínu búi, fyrir velferð barna sinna og ég vil segja sveitarinnar í heild. Þetta var alþekkt mannkosta fólk sem var sómi sinnar stéttar og höfðingjar sinnar sveitar. Guðmund- ur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sína heimabyggð, hrepps- nefndarmaður í mörg ár, sýslu- nefndarmaður einnig í mörg ár og fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann af áhuga og skyldurækni, þó ekki verði tíunduð hér. Guðmundur var heilsteyptur persónuleiki, ákveðinn, áhugasamur, duglegur, skapríkur, ábyggilegur og vildi ekki vamm sitt vita. Sáttfús maður og friðsæll, maður sem hægt var að fyrirgefa af heilum hug því hann sannaði sinn drengskap eftir því betur sem kynn- in urðu lengri og nánari. Fyrir þeirr- ar gerðar fólki hljótum við að bera virðingu. Við höfðum þekkst lengi, við Guðmundur, og mat ég hann traust- an vin. Guðbjörg kona hans var honum mikill og góður förunautur sem sólargeisli inn í líf hans, eins og góðar konur eru okkur ævinlega. Það gladdi mig hve ánægð þau voru hér á Höfða, en þau fluttu hér á Dvalarheimili aldraðra haustið 1989. Vissulega voru mikil viðbrigði að flytja frá sínu ættarsetri eftir svo langa búsetu en þetta er vel gefið fólk og skildi hvað hentaði best. Þau kunnu líka vel að meta þá góðu aðhlynningu sem veitt er á Höfða og það hlýja viðmót sem þar ríkir hjá forstöðu- og starfsfólki. Þarna leið þeirn vel og kunnu svo sannar- lega að meta það og þakka. Guðmundur var alltaf virðulegur maður, hlýr og viðmótshýr í við- móti. Það er sjónarsviptir af slíku fólki og margir sem sakna þess við leiðarlok. Minningin um Guðmund á Bjarteyjarsandi geymist mörgum kær. Fyrir löng og góð kynni flyt ég honum bestu þakkir við þessi þáttaskil. Ég vissi að sæll og hug- fanginn léti hann ævinlega yfir sveitina sína fögru við fjörðinn bláa. Vonandi má hugur hans sveima þar áfram yfir vötnum um ómunatíð. Blessuð sé minning hans. Alúðar samúðarkveðjur frá ijölskyldunni á Eystra-Miðfelli. Valgarður L. Jóiisson TÖKUM ALFR'EÐI HOKDUM SAMAK Tökum höndum saman, leggjum grunn að framtíð fermingarbarnsins. Gefum því íslensku alfræðiorðabókina — háskóla heimilanna, bók sem byggjandi er á. Hugmynd n ii fermingargjöf ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11 Sínii 84866 VNNVTIWI3H I10XSVM • NIMOSWOMOIOyHJIV VMSN31SI VNNVHWI3H I10MS VH - NIMOBVOHOIOSfHJIV VMSN21S|llr HÁSKOU HEIIMILANNA ISLENSKA ALFRÆÐIORDABÓKIN - llf ISLENSKA ALFRÆOIORÐAÐÓKIN HÁSKÓLI MEIMILANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.