Morgunblaðið - 17.05.1991, Side 1

Morgunblaðið - 17.05.1991, Side 1
72 SIÐUR B/C/D 109. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins NÝR ráðherralisti frönsku ríkisstjórnarinnar var kynntur í gær. Það kom á óvart að fáar breytingar voru gerðar á fyrri stjórn. Edith Cresson, nýskipaður forsætisráðherra Frakklands, itrekaði fyrri andstöðu sína við viðskiptastefnu Japana. Þeir nytu hvarvetna góðs af lágum innflutningstollum en dyrnar að Japansmarkaði væru eftir sem áður harðlæstar. Tvær nýjar konur fá ráðherra- stöðu í stjórninni auk forsætisráð- herrans. Þær eru Martine Aubry atvinnumálaráðherra og Frederique Bredin, ráðherra æskulýðs- og íþróttamála. Aubry er dóttir Jacqu- es Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópubandalágsins. Sam- tals verma konur séx ráðherrastóla af ?9. Jean-Louis Bianco, skrifstofu- stjóri forsetaembættisins frá því Francois Mittérrand tók við 1981, verður félagsmálaráðherra. Annars kom ráðherralistinn ekki á óvart, Pierre Beregovoy verður áfram fjár- málaráðherra, Roland Dumas ut- anríkisráðherra og . Pierre Joxe varnarmálaráðherra. Enginn kommúnisti er í nýju stjórninni en miðjumaðurinn Jean-Pierre Soisson fékk ráðherraembætti. Stjórnmálaskýrendur túlkuðu ráðherralistann svo að Mitterrand hefði nú meiri tök á ríkisstjórninni en fyrr. Cresson gat sér orð fyrir and- stöðu við Japani er hún gegndi embætti Evrópumálaráðherra í rík- isstjórn Michels Rocards. í gær réðst hún harkalega á viðskipta- stefnu Japana er hún kom í fyrsta sinn fram í nýju stöðunni. Viðbrögð í Japan voru blandin nokkurri tor- tryggni. „Við vonum að munur sé á henni sem forsætisráðherra og Evrópumálaráðherra," sagði tals- maður japanska utanríkisráðuneyt- isins. Toshiki Kaifu forsætisráð- herra lagði traust sitt á Mitterrand: „Forsetinn hefur slík völd og gagn- kvæmur skilningur hefur aukist svo mjög að jafnvel þótt skipt sé um forsætisráðherra verður engin breyting [á samskiptum Frakklands og Japans].“ Cresson sagði ennfremur í gær að hún liti á atvinnuleysið sem helsta vanda franskra stjórnmála en 9,3% vinnufærra eru nú án at- vinnu. Bleikuráný Fimmtán tékkneskir þingmenn kasta mæðinni eftir að hafa málað sovéska skriðdrekann í baksýn bleikan. Opinberlega er um að ræða tákn fyrir inn- reið Rauða hersins í Prag í maí 1945 en margir Tékkar tengja minnismerkið við inn- rásina árið 1968. Þingmennirn- ir vildu með þessu sýna náms- manninum Davíð Cerny sam- hug en hann var sektaður um 30.000 tékkneskar krónur (60.000 ÍSK) fyrir að mála skriðdrekann í þeim hinum sama lit 28. apríl síðastliðinn. Upphæð sektarinnar var miðuð við kostnaðinn við að mála skriðdrekann grænan á ný. Þingmennirnir sögðu það kald- hæðnislegt að stúdentinn væri sakfelldur fyrir svo sakleysis- legan verknað en gamlir kommúnistar slyppu við refs- ingu. FINNSKA ríkisstjórnin styður sjónarmið Islendinga í deilunm um sjávarútvegsmálin og hvetur önnur EFTA-ríki til að standa með þeim þar til viðunandi samningar nást. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, lýsti þessu yfir á fjölmennri ráðstefnu, sem finnsku at- vinnurekendasamtökin héldu í Helsinki í gær, en þar gerði hann að umtalsefni þátttöku Finna í alþjóðlegu samstarfi með sérstöku tilliti til viðræðna EFTA, Fríverslunarbandalags Evrópu, og EB, Evrópu- bandalagsins, um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Kom þetta fram í samtali, sem Morgunblaðið átti við Hákon Branders, sendiherra Finnlands á íslandi. en hann er nú staddur í Helsinki. í erindi sínu lagði Aho áherslu á, að í samningunum um EES yrði að vera tryggt, að jafnvægi ríkti milli ríkja hvað varðaði réttindi og skyldur og taldi hann, að því mark- miði yrði náð að því er Finna snerti. Öðru máli gegndi hins vegar um íslendinga. Ef ekki fyndist viðun- andi lausn á deilunni um sjávarút- veginn og kröfu þeirra um tollfrjáls- an aðgang sjávarafurða að Evrópu- markaðnum væri þessu jafnvægi ekki til að dreifa fyrir þá. Sagði Aho, að í_þessu máli ætluðu Finnar að veita Islendingum fuilan stuðn- ing og hann hvatti önnur EFTA- ríki til að standa með þeim þar til málið leystist. í umræðum, sem á eftir fylgdu, kvaðst Esko Aho for- sætisráðherra ekki telja ólíklegt, að sjávarútvegsdeiluna mætti leysa með samningum um framlög í þró- unarsjóðinn fyrir suðurríkin í EB. Esko Aho ræddi einnig um þátt- töku Finna í alþjóðlegu samstarfi og samtökum fyrr og síðar og sagði rangt, sem stundum væri haldið fram, að þeir vildu ekki taka þátt í þeirri þróun, sem hefði átt sér stað og væri að eiga sér stað. Taldi hann allt benda til, að Evrópska efnahagssvæðið yrði að veruleika og sagði, að það væri eini möguleik- Reuter inn fyrir EFTA-ríkin til að geta orðið þátttakendur í innri markaði EB-ríkjanna allt frá byijun. Málefni íslands bar á góma í umræðum um EES í sænska þing- inu í gær að sögn sænsku frétta- stofunnar TTB. Anita Gradin ut- anríkisviðskiptaráðherra skýrði þar gang viðræðnanna. Par Gahrton, þingmaður græningja, sakaði sænsku stjórnina um að hafa fórnað hagsmunum íslendinga í viðræðun- um. Gradin neitaði því og sagði að Svíar og aðrar EFTA-þjóðir styddu við bakið á íslendingum. Sjá fréttir af málefnum EB og EFTA á miðopnu. ------*-*-*---- Austurlönd nær; Baker ekki vonsvikinn Tel Aviv. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær alls ekki óánægður me,ð fjórðu friðarferð sína til Austurlanda nær á skömmum tíma. Þokast hefði í samkomulagsátt í deilunni um ráðstefnu um málefni Austur- landa nær. ísraelskir leiðtogar sögðu einnig að för Bakers hefði borið árangur. Baker sagði jákvætt að sam- komulag væri á fleiri sviðum heldur en ósætti en upplýsti annars fátt um viðræður þær sem hann hefur átt undanfarna fimm daga við leið- toga í Sýrlandi, Egyptalandi, Jórd- aníu og ísrael. Yossi Ben-Aharon, einn helsti aðstoðarmaður Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, sagðist telja að Baker hefði orðið ágengt. Hann sagðist þó litla grein gera sér fyrir afstöðu araba og gat sér þess til að bandaríski utanríkis- ráðherrann hefði af ráðnum hug leynt deiluaðila því hver afstaða hvorra um sig væri. Einkum er deilt um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í ráðstefnu um Miðausturlönd og hversu formlegur slíkur fundur skuli vera. Sýrlending- ar ætla Sameinuðu þjóðunum mik- inn - hlut. ísraelar síður og segja stofnunina hlutdræga í afstöðunni til Palestínumálsins. Fulltrúar araba vilja að nokkrir fundir verði haldnir innan ramma ráðstefnunnar en ísra- elar hallast að hátíðlegri upphafsat- höfn en síðan kæmu milliliðalausar viðræður þeirra við Palestínumenn. Reuter Michel Rocard og Edith Cresson heilsast að frönskum sið á Hotel Matignon er sú síðarnefnda tók form- lega við embætti forsætisráðherra í gær. Ráðherralisti Edith Cresson kynntur; Finnar styðja Is- lendinga í sjávar- útvegsmálunum Hvetja önnur EFTA-ríki til að standa með þeim þar til lausn finnst Litlar breytingar á frönsku stjóminni París. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.