Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 16. MAÍ 1991
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
„Ölfusárbrú“ vígð
Selfossi.
Árdagar heitir sýning sem nemendur Barnaskólans á Selfossi
opna klukkan 15 í dag. Sýningin er lok á þemadögum sem stað-
ið hafa yfir að undanfömu. Eitt af verkefnum nemenda var
bygging veglegs líkans af Ölfusárbrú, sem er 100 ára. Sýningin
stendur til klukkan 10 í kvöld. Á meðfylgjandi mynd eru nokkr-
ir glaðbeittir brúarsmiðir ásamt kennurum.
Minnihlutinn í borgarsljórn Reykjavíkur:
Skorað á Davíð Odds-
son að biðjast lausnar
FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur
fluttu tillögu á fundi borgarstjórnar í gær, þar sem skorað var á
Davíð Oddsson að biðjast lausnar frá embætti borgarstjóra og að
staðan yrði auglýst laus til umsóknar. Meirihluti sjálfstæðismanna
felldi tillöguna og í bókun, sem Davíð Oddsson lagði fram, segir
að ekkert sé athugavert við, að meirihlutinn taki sér eðlilegan tíma
til að velja mann af sinni hálfu til að vera í kjöri til embættisins.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna utan dagskrár á fundinum í gær.
Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, sagði þá með-
al annars, að nú þegar kjörinn
borgarstjóri hefði hætt störfum
væri það skylda borgarstjórnar að
taka ákvörðun um það hvernig ráð-
ið yrði í embættið, Valdabarátta
og óeining innan borgarstjómar-
flokks sjálfstæðismanna væri svo
mikil að þeir gætu ekki komið sér
saman um eftirmann Davíðs, og
þess vegna blasti nú við að um
margra vikna skeið yrði forsætis-
hófu umræður um val borgarstjóra
Borgarritari
gegnir emb-
ættisskyldum
borgarsljóra
JÓN G. Tómasson, borgarritari,
mun gegna embættisskyldum
borgarstjóra í Reykjavík fram
til 1. júlí næstkomandi meðan
Davíð Oddsson er í leyfi frá
störfum.
Jón G. Tómasson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
ekki væri um það að ræða, að
hann tæki við embætti borgar-
stjóra. Davíð Oddsson situr í því
embætti þar til hann hefur beðist
lausnar og nýr maður verið kjörinn
í hans stað. Hins vegar er það
embættisskylda borgarritara að
vera staðgengill borgarstjóra í for-
föllum hans.
Birgir R. Jónsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna:
Eimskíp aðeins fylgjandi
frjálsri verðmyndun í orði
BIRGIR R. Jónsson, formaður Félags islenskra stórkaupmanna, seg-
ir að Eimskip sé aðeins fylgjandi fijálsri verðmyndun í orði en alls
ekki á borði. Hann segir einnig að Verslunarráðið hafi ekki unnið
ötullega að afnámi verðlagsákvæða.
„Það er ekki rétt hjá Þórði Sverr-
issyni, framkvæmdastjóra hjá Eim-
skip, að þeir séu fylgjandi ftjálsri
verðmyndun. Við köllum afstöðu
Eimskips að vera fylgjandi fijálsri
verðmyndun í orði en ekki á borði.
Þegar eitthvað á að gera í þessum
málum þá gerist aldrei neitt,“ segir
Birgir.
„Við höfum mikinn áhuga á að
sjá útreikninga Verðlagsráðs fyrir
fraktflutningana. Það stangast
nefnilega dálítið á hjá Ómari Jó-
hannssyni, framkvæmdastjóra
Samskipa, þegar hann talar um
hámarkstaxta sem þeir noti aldrei.
Hvemig getur Verðlagsráð þá sam-
þykkt útreikninga fyrir farmgjöld-
um, nema sýnt sé í útreikningunum
að um afslátt sé að ræða, þegar
hámarkstaxtar eru aldrei notaðir?
Maður áttar sig ekki á þeim leik,
að skipafélögin skyldu fá 3% hækk-
un í nóvember vegna þess að olía
var að hækka og nú fá þau 4%
hækkun á sama tíma og olían er
að lækka. Við sjáum að farmgjöldin
hækka mest á flutningsmestu hafn-
imar eins og Rotterdam og Ham-
borg. .Svona pukur í einhveijum
nefndum vekur tortryggni.
Það er ekki rétt hjá Vilhjálmi
Egilssyni, framkvæmdastjóra
Verslunarráðsins, að þeir hafi unnið
ötullega að afnámi verðlagsákvæða.
Þetta á ekki við um fraktmálin. Það
getur vel verið að þeir hafi barist
innan Verðlagsráðs, en það er eng-
inn til frásagnar af því. Ef þeir vilja
vinna ötullega að þessu þá ættu
þeir vera með einhveijar tillögur,
en þeir virðast ekki þora að gera
neitt.
Niðurstaðan er sú að það eru
opinberu embættismennimir í Verð-
lagsráði sem eiga að vinna tillög-
umar. Verslunarráðið kemur af sér
þessum þrýstingi yfír á embættis-
mennina. Afstaða VSÍ er miklu
skýrari, þeir eru tilbúnir að taka á
þessum málum,“ sagði Birgir.
Hann sagði það rétt að viðræður
hefðu verið í gangi milli Samskipa
og Félags íslenskra stórkaup-
manna. „Viðræðumar strönduðu á
því, að það eina sem þeir vom fáan-
legir til að gera var að fækka töxt-
um nokkuð, en meira var ekki hægt
að fá.
Við höfum boðið samskipsa'-
mönnum til viðræðna og til stóð að
hitta þá í þessari viku en því var
frestað. Við erum tilbúnir í viðræð-
ur um farmgjöld hvenær sem er,“
sagði Birgir.
Hektor hlut-
skarpastur
HEKTOR frá Akureyri varð
hlutskarpastur, hlaut 9,14 í
einkunn, í B-flokki gæðinga
á Hvítasunnumóti Fáks í
gærkvöldi.
Keppnin var mjög jöfn og
einkunnir með miklum ágætum.
Hektor varð hlutskarpastur
með 9,14 í einkunn, en eigandi
pg knapi var Gunnar Amarson.
ísak frá Litla-Dal og Kraki frá
Helgastöðum komu á hæla
Hektors með einkunnina 8,98.
Gunnar var knapi á ísak en
Sigurbjöm Bárðarson sat
Kraka.
í fjórða sæti varð Salvador
með 8,71 og Vignir varð í
fímmta sæti með einkunnina
8,67. Það vom 34 hestar skráð-
ir til leiks en 32 mættu til
keppni.
Mót þetta er liður í Hvíta-
sunnumóti Fáks og um leið úr-
tökumót fyrir fjórðungsmót
hestamanna sem fram fer á
Hellu í sumar. Alls fara þrettán
hestar úr þessum flokki á mótið
og til merkis um hversu keppn-
in var jöfn í gær má nefna að
13. og 14. hestur fengu báðir
einkunnina 8,49.
í dag verður forkeppni í A-
flokki gæðinga og hefst hún
klukkan 16. Þareru 54 gæðing-
ar skráðir til leiks.
ráðherra landsins jafnframt borg-
arstjóri. Það væri með öllu óeðlilegt
og því væri skorað á borgarstjóra
að biðjast þegar lausnar og starf
hans yrði síðan auglýst laust til
umsóknar. Undir þetta sjónarmið
tóku aðrir fulltrúar minnihlutans,
þær Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum
vettvangi, Sigrún Magnúsdóttir,
Framsóknarflokki, og Elín G. Ól-
afsdótti, Kvennalista.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagðist undrast málflutning minni-
hlutans, enda hefði ekkert annað
gerst formlega, en að hann hefði
ákveðið að nýta sér rétt sinn til
sumarleyfis í þriðja sinn frá því
hann tók við embætti borgarstjóra
fyrir níu árum. Hann sagði ekkert
athugavert við að meirihluti
borgarstjórnar tæki sér eðlilegan
tíma til að velja mann af sinni
hálfu til að vera í kjöri til embætt-
is borgarstjóra. Árið 1978 hefði
þáverandi vinstri meirihluti þurft
tæpa 3 mánuði til að leggja fram
tillögu sína um borgarstjóra, en
núverandi meirihluti myndi ekki
taka svo langan tíma til verksins.
Sjá einnig frétt bls. 4.
--------*-*-*-------
Raufarhöfn:
SRtílkynnt
um lokun
rafmagns
Raufarhöfn.
Verksmiðjusljóra Síldarverk-
smiðju ríkisins á Raufarhöfn hef-
ur verið tilkynnt að lokað verði
fyrir rafmagn til verksmiðjunnar
eftir næstu helgi verði ekki stað-
ið við greiðslur. Ekki kemur í
ljós fyrr en eftir hvítasunnu
hvort tekst að semja um raforku-
skuldina því peningar eru ekki
til til að greiða hana að fullu.
Skuldin nemur einhveijum millj-
ónum króna.
Mikil fjárþröng hefur verið hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins eftir að
loðnuveiðarnar brugðust að mestu,
og lokið var við byggingu á nýrri
loðnuvinnslu á Seyðisfírði, og nú
er svo komið að erfítt er hjá SR
að greiða starfsfólkinu laun.
Helgi
Yfirlýsing ráðherrafundar EFTA og EB:
Ekkert stangast á við upplýs-
ingamar frá því í desember
segir Bjöm Bjamason um undrun fyrrverandi ráðherra
BÆÐI Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lýstu á Al-
þingi í gær miklum efasemdum um yfirlýsingu ráðherrafundar
EFTA og Evrópubandalagsins um samninga um evrópskt efnahags-
svæði. Þeir töldu meðal annars að í yfirlýsingunni gæti falist að
íslendingar væru að afsala valdi til stofnana á efnahagssvæðinu.
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að ekkert
í yfirlýsingunni stangaðist á við þær upplýsingar, sem hefðu komið
fram í yfirlýsingu ráðherrafundar í desember 1990.
Steingrímur Hermannsson lýsti
efasemdum um marga liði í yfírlýs-
ingu sameiginlegs ráðherrafundar
EB og EFTA, sem haldinn var síð-
astliðinn mánudag. Hann sagði að
alls ekki yrði horfíð frá því að Al-
þingi yrði að taka mikilvægar
ákvarðanir í mörgum mikilvægum
málum, sem vörðuðu samstarf á
evrópsku efnahagssvæði. Hann
lýsti síðan efasemdum um að þátt-
taka í því samstarfi væri eins hag-
kvæm og talið hefði verið, óráðlegt
væri að setja öll eggin í sömu körfu,
og ekki mætti draga úr möguleikum
á viðskiptasamböndum í Bandaríkj-
unum og Asíu.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
að vega þyrfti og meta hvort sú
fullyrðing Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra stæðist, að
Islendingar væru ekki á neinn hátt
með samningum um efnahagssvæð-
ið að afhenda vald í hendur stofn-
ana í Evrópu. Hann benti meðal
annars á að í yfírlýsingunni væri
gert ráð fyrir framkvæmdastofnun
EFTA, sem ætti að hafa svipað
vald og framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins. Hann sagði að utan-
ríkismálanefnd Alþingis þyrfti að
hefja strax vinnu við að meta þetta
og kálla til sérfræðinga bæði inn-
lenda og erlenda.
Bjöm Bjamason sagði að það
hefði komið honum á óvart að heyra
ræður Steingríms og Ólafs Ragn-
ars. Það hefði verið fráfarandi ríkis-
stjórn, sem tekið hefði ákvarðanir
um samninga um efnahagssvæðið,
og innan hennar hefði stefna í við-
ræðunum verið mótuð. Þá hefði
ýmislegt það, sem fyrrverandi ráð-
herrar gerðu nú athugasemdir við,
komið fram í yfirlýsingu sameigin-
legs ráðherrafundar EFTA og EB
f desember síðastliðnum, og verið
birt í skýrslu utanríkisráðherra á
Alþingi í mars síðastliðnum. Þar
hefði meðal annars verið lýst sam-
komulagi um eftirlitsstofnun
EFTA-ríkjanna, sem ætti að hafa
svipað hlutverk og framkvæmda-
stjórn EB.
Sjáþingsíðu, bls. 30.