Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 4

Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991 Borgarsljóraskipti 1959 og 1972: Tillögur um nýja borgar- stjóra samþykktar einróma FYRIR borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar hafa tvívegis átt sér stað borgarstjóraskipti af þeirri ástæðu, að fráfarandi borgarstjórar ákváðu að láta af störfum til að einbeita sér að landsstjórnmálum. Árið 1959 óskaði Gunnar Thoroddsen, borgarsljóri, eftir leyfi frá störfum borgar- stjóra 20. nóvember 1959, þegar hann tók sæti ráðherra i Viðreisnar- stjórninni, sem mynduð var sama dag. Geir Hallgrímsson baðst lausnar 31. október árið 1972 en starfaði til 1. desember, þegar Birgir ísleifur Gunnarsson tók við borgarstjórastarfinu. í báðum tilfellum voru bom- ar fram tillögur um nýja borgarstjóra, sem samþykktar vora einróma af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Borgarstjóraskiptin árið 1959 bar að með þeim hætti að Gunnar Thor- oddsen kvaddi sér hljóðs í lok borgar- stjómarfundar og óskaði eftir leyfi frá borgarstjórastörfum fyrst um sinn, þar eð fyrirhugað væri að hann tæki sæti í ríkisstjóm. Var tillagan samþykkt samhljóða. Borgarstjóri bar einnig upp tillögu um að skipta borgarstjóraembættinu og að settir yrðu tveir borgarstjórar fyrst um sinn, annars vegar borgarstjóri fjár- mála og verklegra framkvæmda og hins vegar borgarstjóri menntamála, heilbrigðismála og félagsmála. Þegar kom að kosningu borgarstjóra vom samþykkt afbrigði með samhljóða VEÐUR atkvæðum og vora Geir Hallgríms- son og Auður Auðuns tilnefnd borg- arstjórar án atkvæðagreiðslu. Fór svo fram kosning forseta og varafor- seta og var Gunnar Thoroddsen kjör- inn forseti borgarstjómar. Geir Hallgrímsson ritaði borgar- stjórn bréf 31. október 1972 og baðst lausnar frá starfí borgarstjóra frá og með 1. desember. Gat hann þess í bréfinu að hann hefði tekið sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ennfremur verið kjörinn varaformað- ur flokksins vorið 1971. Því næst sagði Geir m.a. í bréfinu: „Þótt ég hafi ekki haft í huga annað við síðustu borgarstjómarkosningar en gegna starfi borgarstjóra á þessu kjörtímabili, þá geri ég mér ljóst, að slíkt hið sama get ég ekki sagt með góðri samvisku við næstu borgar- stjómarkosningar af fyrrgreindum ástæðum, og því tel ég skylt að segja bæði borgarstjórn og borgarbúum það í tíma. Hins vegar tel ég það skyldu borgarstjóra í Reykjavík og borgarstjómarmeirihluta að tilnefpa með nokkram fyrirvara fyrir næstu almennu borgarstjómarkosningar, ef um borgarstjóraskipti er að ræða, nýjan borgarstjóra, svo að borgarbú- ar megi kynnast honum í því starfí, áður en þeir ganga að kjörborðinu næst.“ Á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins var einróma samþykkt að leggja til við borgarstjóm, að Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi, yrði kjörinn borgarstjóri í stað Geirs. Á fundi borgarstjómar 2. nóvember var Birgir ísleifur svo kjörinn borgar- stjóri með 8 atkvæðum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins en borgar- fulltrúar minnihlutaflokkanna ski- luðu auðu. VEÐURHORFUR I DAG, 17. MAI YFIRLIT: Við strönd Grænlands fyrír vestan land er 998 mb lægðog hreyfist hlutí hennar norðaustur. Suðvestur af írlandi er 1038 mb hæð. SPÁ: Suðvestlæg hátt, víðast gola eða kaldi. Skúrir verða um vest- anvert landið en bjart veður að mestu austanlands, þó gætu orðið smáskúrir á Norðurlandi austanverðu. Hiti vfðast 7-12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðlæg eða suðvest- læg átt. Ýmist rigning eða skúraveður um sunnan- og vestanvert landið en lengst af þurrt norðaustanlands. Fremur svalt í veðri. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: V Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -j Q° Hhastig: 10 gráður á Ceisíus SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður r£ > i / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísL tíma hitf veður Akureyri 16 aiskýjað Reykjavik 10 rigning Bergen 11 léttskýjað Kelsinki 13 láttskýjað Kaupmannahöfn 12 hálfskýjað Narssarssuaq 2 snjóél Nuuk 0 snjókoma Oslö 11 skýjað Stokkhólmur 8 skur Þórshófn 9 rigning Algarve 17 þokumóða Amsterdam 11 skýjað Barceiona 17 místur Berlín 11 skýjað Chlcago vantar Feneyjer 14 skýjað Frankfurt 10 skýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 13 hálfskýjað Las Palmas vantar London 10 rignlng LosAngeles 14 helðskírt Lúxemborg 9 skýjað Madrfd 22 léttskýjað Malaga 22 rykmistur Mallorca 20 alskýjað Montreal 19 alskýjað NewYork vantar Orlando vantar París 12 þrumuveður Róm 14 skýjað Vín 13 alskýjað Washington vantar Winnipeg 10 léttskýjað KIRKJA HJAUASÓKN Útlitsteikning af kirkju Hjallasóknar. Ný kirkja og safnaðar- heimili byggð í Hjallasókn Á HVÍTASUNNUDAG, 19. mai, mun dr. Sigurbjöra Einarsson biskup taka fyrstu skóflustungu að nýrri kirkju og safnaðarheim- ili í Hjallasókn í Kópavogi. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, flytur blessunarorð og helgar staðinn. Athöfninni lýkur með því að sunginn verður sálm- ur. Skólahljómsveit Kópavogs, undir stjóm Jónasar Bjömssonar, annast hljóðfæraleik, ásamt org- anistanum Elíasi Davíðssyni, sem jafnframt stjómar kór Hjallasókn- ar. Að athöfn lokinni er öllum við- stöddum boðið til kaffidrykkju í salarkynnum Digranesskóla, segir í fréttatilkynningu sóknamefndar. Athöfnin hefst kl. 14 með hát- íðarguðsþjónustu í messusal Hjall- asóknar. Áð lokinni blessun, verð- ur gengið frá messusalnum til kirkjulóðar á Álfaheiði 17. Þar mun formaður sóknamefndar, Hilmar Björgvinsson, flytja ávarp og sunginn verður lokasálmur guðsþjónustunnar. Að því loknu mun dr. Sigurbjöm flytja ritningarorð og bæn og taka fyrstu skóflustunguna að hinni nýju kirkju og safnaðarheimili. Kirkjubygging Digranessafnaðar: Sýnist að meirihluti sé fyrir þessu í bæjarstjóm - segir Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi SKIPTAR skoðanir eru á meðal bæjarfulltrúa í Kópavogi um hugsan- lega kirkjubyggingu Digranessóknar við Víghól. Sigpurður Geirdal bæjarstjóri hefur lýst þvi yfir að hann muni beita sér fyrir því að niðurstaða fáist í málinu innan bæjarstjórnar. íbúar í nágrenni við fyrirhugað svæði undir kirkj ubygginguna hafa lýst sig andsnúna bygg- ingu hennar. Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, telur að meirihluti sé fyrir fyrrgreindri staðsetningu innan bæjar- sH'órnar. Sigríður Einarsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, kveðst andvíg byggingu kirkju við Víghól, þar sem af því hlytist mikil skerðing á ein- stæðu útivistarsvæði. „Ég var for- maður Náttúruvemdamefndar þeg- ar umræður hófust um byggingu kirkju á Víghólasvæðinu og ég lýsti mig mjög andvíga þessari hugmynd. Ég tel þetta svæði hafa mikið gildi sem útivistarsvæði því þama er eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að virða fyrir sér allan fjallahringinn. Það er aðalástæða þess að mér er ekki vel við að kirkj- an verði reist á þessum stað. Ég hélt það ætti eftir að fjalla um mót- mæli íbúanna sem hafa komið fram. Við höfum ekki fjallað um þau á bæjarstjómarfundi. Ég reikna samt sem áður með því að þetta mál nái í gegn innan bæjarstjómarinnar. Ég hefði viljað hafa kirkjuna á öðrum stað, til dæmis í Digraneshlíðunum,“ sagði Sigríður. Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, vildi ekki gefa upp afstöðu sína til þessa máls en sagði: „Það er verið að vinna að þessu máli og það á eftir að fara fyrir skipulagsnefnd og bæjar- stjórn,“ sagði Guðni. Hann sagði að það hafi frekar verið reiknað með því að kirkjan yrði byggð á þessu svæði. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins lýsti sig algjör- lega andvigan byggingu kirkju á þessum stað, og kvaðst hann ekki eiga nægilega sterk orð til að lýsa undrun sinni á því að rætt skuli vera um það að byggja kirkjuna á þessum stað, um 300 metrum frá kirkju Hjallasóknar. „Tillaga að þessum stað kom fram á miðju síðasta kjörtímabili. Þá var málið skoðað og það fór fyrir um- hverfisráð, skipulagsnefnd og íþrótt- aráð. Þessu var allsstaðar synjað. Bæjarstjóm og bæjarráð synjaði þessum hugmyndum á síðastliðnu kjörtímabili. Ég tel að það sé hægt að nýta þetta svæði sem opið útivist- arsvæði. Mér finnst hrein firra að byggja tvær kirkjur, hvora um sig varla undir 150 milljónum kr., með 400 metra millibili. Því miður sýnist mér margt benda til þess að það sé meirihluti fyrir þessu í bæjarstjóm Kópavogs," sagði Valþór. Morgunblaðið/Júlíus • 1 • Breskt herskip í kurteisisheimsókn Breska herskipið HMS YORK lagðist upp að bryggju í Sundahöfn í gær, en skipið verður í kurteisisheimsókn hér á landi til mánudags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.