Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991
Sr. Lárus Þ. Guðmundsson sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn;
Islendingar rækja
vel söfnuð sinn hér
Eftir aldarfjórðung sem sóknarprestur Önfirðinga og prófastur í
Isafjarðarsýslum í ellefu ár með aðsetur að Holti tók séra Lárus
Þorvaldur Guðmundsson sig upp ásamt konu sinni, Sigurveigu Ge-
orgsdóttur, og flutti til Kaupmannahafnar. Þar hefur hann gegnt
starfi sendiráðsprests í tvö ár en árið áður var hann í leyfi sem
hann notaði til fræðistarfa. — Komdu fagnandi og blessaður, segir
hann eins og ævinlega þegar hann heilsar gestum sinum en sendi-
ráðspresti er búin aðstaða ásamt fjölskyldu í Jónshúsi við Öster-
voldgade í Kaupmannahöfn. En það er langur vegur frá Holti til
Kaupmannahafnar — eða hvað?
Hjónin séra Lárus Þ. Guðmundsson og Sigurveig Georgsdóttir hjúkr-
unarfræðingur. Hún starfar ekki við hjúkrun í bili enda segist hún
hafa næg verkefni tengd starfi Lárusar.
— Já, það er langur vegur og
margt ólíkt að sjálfsögðu og það
er alltaf eitthvað sem maður saknar
en það kemur líka eitthvað annað
í staðinn. Það hefur verið mér sér-
stök ánægja að starfa hér, segir
séra Lárus þegar blaðamaður tekur
að rekja úr honum garnirnar.
— Þetta er gefandi starf og til-
breytingarríkt og íslenski söfnuður-
inn er starfssamur og áhugasamur.
Sem dæmi get ég nefnt að á aðal-
safnaðarfundi síðast buðu mun
fleiri sig fram til embætta en þurfti
svo þeir voru bara gerðir að með-
stjórnendum!
Lárus segir að um fjögur þúsund
íslendingar dvelji í Danmörku við
nám eða hafi þar fasta búsetu og
eru flestir í Kaupmannahöfn. Um
fimm þúsund eru í Svíþjóð og raun-
ar segir hann mun fleiri íslendinga
búsetta á Norðurlöndum en skráðir
séu.
Félagsleg hjálp
— Margir komu hingað fyrir
mörgum árum og sumir eru orðnir
miklir einstæðingar, háaldrað fólk
sem á engan að og hef ég reýnt
að sinna þessu fólki. Þetta er í raun
miklu meira vandamál en ég gerði
mér í hugarlund og stundum hefur
mér tekist að ná sambandi við ætt-
ingja heima og ein og einn hefur
komist heim. Menn eru miklu meiri
einstæðingar hér í stórborginni
heldur en á elliheimili heima. Hér
gleymast menn og það hefur komið
fyrir að húsverðir eða nágrannar
hafa þurft að brjótast inn eða kalla
til lögreglu þegar ólykt var tekin
að berast um húsið.
Ekki segist Lárus oft þurfa að
hafa afskipti af íslendingum sem
lent hafa í kiandri en einmitt þegar
blaðamaður leit til hans á sunnu-
dagssíðdegi voru staddir hjá honum
tveir piltar sem rændir höfðu verið
peningum og skilríkjum. Þeir voru
nýlega komnir út og voru að leita
eftir atvinnu í Málmey en ákváðu
að skella sér í fjörið hinum megin
við sundið. A öldurshúsi vörpuðu
þeir af sér jökkum og tóku til við
dansinn og þegar þeir sneru til
sæta sinna voru þeir horfnir og
veskin með. Lárus stakk þá að þeim
farmiðum með flugbátunum og
sænskum hundraðkalli og útvegaði
þeim gistingu í Málmey og síðan
ætluðu þeir að sjá til hvort þeir
héldu heim eða þraukuðu áfram úti.
— Mjög lítill hluti starfsins fer í
að sinna slíkum málum. Það heyrir
til undantekninga en auðvitað kem-
ur það fyrir og sum málin eru tímaf-
rek. Stundum hafa menn verið
rændir og standa uppi slyppir og
snauðir og þá hjálpum við þeim að
komast heim og þessi mál vinn ég
oft í samráði við sendiráðið.
Og þó að presturinn hafi lánað
piltunum sænska hundraðkallinn og
oftlega lagt út fyrir ýmsum kostn-
aði í slíkum tilvikum segist hann
sjaldnast hafa fengið slík lán endur-
greidd og hann hefur heldur engan
möguleika á að láta slíkan kostnað
falla á embættið. Og Lárus nefndi
hér að framan einstæðingana sem
hann segir að þyrfti að koma meira
til hjálpar:
— Já, þetta er vandamál og mjög
nauðsynlegt að sinna þessu starfi
betur. Ósk mín er sú að fá sérstaka
fjárveitingu til að geta ráðið mann
í hálft starf sem myndi sinna þessu
með mér. Ég hef reyndar haft mikla
hjálparhellu, Hrund Vernharðsdótt-
ur, og hefur hún annast heimsóknir
til sjúklinga sem eru oft sendir hing-
að að heiman og til þeirra íslend-
inga sem hafa hér fasta búsetu og
þurfa á hjálp að halda.
Safnaðarstarfið
En í hvetju er þjónustan við söfn-
uðinn einkum fólgin?
— Ég messa mánáðarlega i
Sankti Pálskirkjunni hérna rétt hjá
og laugardaginn áður höfum við
kirkjuskóla og þá koma foreldrarnir
oft með. Síðan hef ég fjárveitingu
til að messa tvisvar á ári í Osló,
Gautaborg, Lundi, Málmey, Óð-
insvéum, Alaborg og Árósum. Þess-
ar messuferðir lenda gjarnan kring-
um jól og páska og um leið er mik-
ið um skírnir og nokkur böm eru
ferm á hveiju vori. Síðan er alltaf
talsvert um giftingar en þær eru
flestar í Danmörku og fara oft fram
í minningarstofu Jóns Sigurðssonar
hérna niðri.
Vikulega fær Lárus íslensku
börnin í Kaupmannahöfn til spurn-
inga og á hveijum föstudegi fer
hann til Málmeyjar sömu erinda og
spyr þá íslensku börnin í Suður-Sví-
þjóð. íslendingafélagið í Málmey
hefur íbúð á leigu og þar er ágæt
aðstaða til félagsstarfsins. Eru Is-
lendingar í Kaupmannahöfn kirkju-
ræknir?
— Þeir rækja vel þennan söfnuð
sinn, messurnar sækja oft um 50
manns og fer upp í 200 þegar mest
er. Eftir messu koma kirkjugestir
yfir í Jónshús og þá fáum við oft-
ast fræðimanninn sem þá dvelur í
húsinu til að flytja okkur' stuttan
fyrirlestur. Já, mér er óhætt að
segja að íslendingar hér séu kirkju-
ræknir — þetta er góður kjarni og
margt hefur þetta fólk ekki sótt
kirkju heima. Það byijar á að koma
með þeim formerkjum að geta hitt
landa sína, vini og kunningja og
verður fljótt fullgildir þátttakendur
í starfinu. Hver veit nema kirkju-
sóknin haldi áfram eftir að menn
flytja heim og ég lít því á messurn-
ar og raunar starfið allt sem ákveð-
ið kristniboð.
Um fjárhaginn segir Lárus að
árlegur höfuðverkur safnaðar-
stjórnar sé að láta enda ná saman.
Nýlega fékk söfnuðurinn 8 þúsund
króna (danskar) styrk frá svonefnd-
um Carlsberg sjóði. Var hann not-
aður til að kaupa hökla til að nota
í Pálskirkjunni. Samstarfið við for-
ráðamenn kirkjunnar segir Lárus
hafa verið með miklum ágætum og
gaman sé að geta sýnt ofuriítið
þakklæti með því að leyfa dönsku
prestum hennar afnot af þessum
gripum.
Nafnamálið
Eitt mál segir Lárus hafa flækst
svolítið fyrir Dönum en það er nafn-
amálið og hefur Lárus rekið sig
nokkuð á það.
— Nafnalöggjöfin hér segir að
börnin verði að kenna sig við annað
hvort foreldrið, þ.e. eftirnafn þess.
íslendingar hafa ekki viljað sætta
Björn Jónasson er formaður sóknarnefndarinnar og hér situr hann á fundi með sr. Lárusi og Hrund
Vernharðsdóttur.
> _____
Ekki Olafs Ragnars að fyrirgefa
eftir Bolla
Valgarðsson
Eftir kosningarnar fór mikill
taugatitringur um herbúðir stjórn-
málaflokkanna, sérstaklega Fram-
sóknarflokks og Alþýðubandalags,
vegna fyrirhugaðra stjómarmynd-
unarviðræðna. Sú staða var komin
upp að Alþýðuflokkurinn var í odda-
aðstöðu um stjórnarmyndun. Al-
þýðubandalag og Framsóknarflokk-
ur áttu sér þann draum æðstan að
halda stjórnarsamstarfínu áfram
óbreyttu eftir kosningar. Fram-
sóknarflokkurinn talaði um mikil-
vægi þess að „féjagshyggjustjórn-
in“ héldi velli og Ólafur Ragnar um
mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri settur endanlega til hlið-
ar í íslenskum stjórnmálum. En við
„baldinn fola“ var að eiga, sem var
Alþýðuflokkur, og brugðið gat til
beggja vona að hveijum hann kysi
að snúa sér eftir kosningarnar. I
Alþýðuflokknum takast á sterk
hægri öfl og hefðbundin jafnaðar-
mennska. Hægri öflin í flokknum,
nú með Jón Sigurðsson í broddi
fylkingar, hafa lengi viljað endur-
reisa viðreisn sálugu og sá draumur
hefur einnig blundað lengi með
formanni flokksins eins og allir vita.
Það var því mikið í húfi fyrir kosn-
ingar að vel tækist til í kosninga-
baráttu samstarfsflokkanna ef
halda átti velli eftir kosningar. Stilla
hefði átt saman strengi. En hvað
gerðist? Það ótrúlegasta af öllu;
Framsókn og Alþýðubandalag kusu
að snúa bökum saman gegn Al-
þýðuflokknum í kosningabaráttunni
og gera hann að óvini númer eitt,
tvö og þijú. Sökuðu hann jafnvel
um landráð. Eftir að skriðan fór
af stað varð ekki aftur snúið og
Ólafur og Steingrímur misstu al-
gera stjórn á atburðarásinni og réðu
ekki neitt við neitt en urðu að fylgja
straumnum. En hveijir mörkuðu
línurnar? Þeir sjálfir. Þegar Ólafur
Ragnar byijaði á fyrsta fundi sínum
„Hvernig gat því Ólafi
Ragnari og Steingrími
dottið í hug að Alþýðu-
flokkurinn hefði áhuga
á að ganga til samstarfs
við þá eftir kosningar
eftir þá útreið sem
hann fékk hjá þeim?“
með kjósendum að gera eins lítið
og honum var framast unnt úr
framgangi Jóns Sigurðssonar iðn-
aðarráðherra í álversviðræðunum
og sakaði hann um að hafa klúðrað
því máli öllu eins og það lagði_ sig.
Þungamiðja kosningabaráttu Ólafs
Ragnars lá nær eingöngu í þessum
farvegi. Og Framsókn sá um Jón
Baldvin með EB-draugnum á svo
eftirminnilegar. hátt að seint mun
gleymast. Það var engu líkara en
Alþýðuflokkurinn hefði verið í
stjórnarandstöðu allt kjöitímabilið.
Hvernig gat því Ólafi Ragnari og
Steingrími dottið í hug að Alþýðu-
flokkurinn hefði áhuga á að ganga
til samstarfs við þá eftir kosningar
eftir þá útreið sem hann fékk hjá
þeim? Sannleikurinn er nefnilega
sá að strax í upphafi kosningabar-
áttúnnar mátti öllum vera ljóst að
í uppsiglingu var meiriháttar pólit-
ískt slys, sem stöðva hefði átt strax
þó seint væri.
Ólafur Ragnar talar nú um það
að Jón Baldvin sé búinn að svíkja
sameiginlegan draum jafnaðar-
manna um einn stóran jal'naðar-
mannaflokk. Það er rangt. í fyrsta
lagi virðist sem tími Jafnaðarmann-
afiokks íslands sé ekki runninn upp
og muni ekki gera það, fyrst og
fremst vegna andstöðu ýmissa leið-
indamanna í Alþýðubandalaginu.
Það kom í ljós í síðustu borgar-
stjórnarkosningum. í öðru lagi, hafi
einhveijir kippt grundvellinum und-
an því að fráfarandi ríkisstjórn
sæti áfram eftir kosningar eru það
alþýðubandalags- og framsóknar-
menn og engir aðrir. Það þýðir þess
vegna lítið fyrir Ólaf Ragnar að
koma fram í sjónvarpi núna og saka
Alþýðuflokkinn um svik við mál-
staðinn, það er ekki hans að .jfyrir-
gefa“ eitt né neitt, það eru Ólafur
Ragnar Grímsson og Steingrímur
Hermannsson sem þurfa á fyrir-
gefningu syndanna að halda en
ekki Jón Baldvin Hannibalsson.
Að lokum þetta: Atkvæði í kosn-
ingunum röðuðust þannig að hæpið
er að fráfarandi ríkisstjórn hefði
orðið langlíf þó svo að samkomulag
hefði tekist með flokkunum um
áframhaldandi samstarf. Það er
staðreynd og þýðir ekkert að horfa
fram hjá því. Fjögurra flokka stjórn
með þátttöku Kvennalistans enn
síður. Það var því eins og málum
var komið lang happasælast fýrir
þjóðina að Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur tækju höndum saman
um stjórnarsamstarf. Sú ríkisstjórn
verður sterk og er vei í stakk búin
til að koma mörgum góðum málum
áleiðis eða í höfn í framtíðinni.
Höfundur er ncmi í Háskóla
íslands.