Morgunblaðið - 17.05.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 17.05.1991, Síða 20
20 i"1 IAM tl * •' M! TEOrl 3IQ/uiaMU05I0M MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 Minning: Aldís Schram Ég sá hana fyrst í marsmánuði haustið 1956. Ég var sautján ára unglingur, á biðilsbuxunum eftir dóttur hennar. Hún var fulltíða kona, í blóma lífsins. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Við Bryndís vorum að koma af árshátíð Framtíðarinnar, málfundafélags lærða skólans. Ég hafði tekið þátt í einhverri mælskukeppni. Bryndís heillaði okkur með kankvísu dansat- riði. Við leiddumst hönd í hönd í fyrsta sinn heim til hennar, þetta kvöld. Það var líka í fyrsta sinn sem ég hafði stigið fæti inn fyrir dymar í Sörlaskjóli 1 — aðalbækistöð stór- fjölskyldunnar, sem ég átti eftir að tengjast böndum síðar. Allt í einu birtust húsráðendur, Aldís og Björgvin, hún skartklædd og hann veislubúinn, nýkominn úr mannfagnaði. Myndin sem við mér blasti hverfur ekki úr huga mér. Hún birtist mér sem sú kona, sem leggur heiminn að fótum sér, fyrir- hafnarlaust, án samanburðar eða mannjafnaðar. Með því einu að vera til. Hann var ímynd karlmennsk- unnar, betur íþróttum búinn en aðrir menn, svipmikill og stæltur, stoltur af því að eiga þessa gersemi fyrir konu. í 35 ár hélt hún okkur, vinum sínum, venslafólki og aðdáendum, samfeílda veislu. Gestirnir komu og fóru, en veislan hélt áfram. Nú er þessari veislu lokið. Hin stórlynda og örláta kona, sem brá birtu yfir líf okkar allra, hefur skyndilega verið kölluð brott. Eftir sitjum við veislugestir, hljóðlátir og áttavilltir, og kveðjum gestgjafa okkar hinstu kveðju í dag. Það er mikill sjónar- sviptir þegar slík prímadonna hverf- ur af sviðinu i seinasta sinn. Frá því ég sá hana fyrst liðu þijú ár, þangað til ég gekk að eiga dóttur þeirra Aldísar og Björgvins, Bryndísi. Það sem heillaði mig var það sama og heillaði tengdaföður minn forðum: Tiginborið fasið, þessi ólgandi lífsorka og þessi óræða blendni stolts og stórlyndis, örlynd- is og örlætis. Og hið alþýðlega hjartalag í barmi eðalborinna kvenna. Þetta er erfðavísar kvenna af þessu kyni. Þeirri þjóð getur ekki verið alls varnað, sem fóstrar slíkar dætur. Aldís Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 23. mars árið 1917. For- eldrar hennar voru Margrét Magn- úsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi og Brynjólfur Jónsson, bóndi á Hvoli í sömu sveit, síðar togarasjómaður í Reykjavík. Bæði voru þau sunn- lenskrar ættar. Þessar ættir má rekja aftur til Skálholtsbiskupa og valdamanna fyrr á tíð, ef menn vilja. En seinustu ættliðir þessa sunnlenska kyns lifðu á landsins gæðum, í hinu milda landslagi Suð- urlands. En Margrét og Brynjólfur námu ekki staðfestu í sveitinni. í upphafi nýrrar aldar héldu þau fótgangandi til Reykjavíkur með aleiguna á bak- inu og elstu börnin í eftirdragi. Skyldi þeim hafa boðið í grun, þar sem þau gengu í fyrsta sinn um holótta malarstíga þessa óhijálega grótaþorps, að fyrir þeim lægi að byggja heimsborg? Sem þau stóðu þarna með tvær hendur tómar og áttu hvergi höfði sínu að halla? Attu ekkert nema hvort annað og ástina og bjartsýnina sem ungu atgervisfólki er í blóð borið. Fyrsti kolatogarinn var að sigla inn sundin blá. Það varð hlutskipti Brynjólfs, föður Aldísar, að fylla flokk þess einvalaliðs íslenskra karl- manna, sem mannaði togaraflotann á árunum fyrir fyrri heimsstyijöld og fram í heimskreppu. Brynjólfur var fallinn í valinn þegar ég kynntist þeim mæðgum fyrst. Af myndum að dæma var hann þrekmaður, bjartur yfírlitum og fríður sýnum. Um föður sinn sagði Aldís einu sinni við mig: „Hann hafði fallegustu karlmanns- hendur sem ég hef séð, stórar og sterkar, lúnar af vosbúð langrar sjómannsævi — en svo traustar og hlýar.“ Þessi orð lýsa ástríki föður og dóttur vel. Þau Margrét og Brynjólfur eign- uðust níu börn 5 dætur og 4 syni. Þijú barnanna dóu í frumbernsku. Þessi fríði og mannvænlegi barna- hópur var snemma innritaður í hinn stranga skóla lífsins. Öll fengu börnin að kynnast óvæginni lífsbar- áttu alþýðufólks á þessum árum. Þegar strákarnir stálpuðust gerðust þeir sjálfir togarasjómenn á ungum aldri. Þar með höfðu þeir til þess burði, vart af barnsaldri, að létta undir með fjölskyldunni. Framtíðin blasti við þeim, þegar skyndilega dró sorgarský fyrir sólu. Það urðu örlög tveggja bræðranna, þeirra Magnúsar og Ólafs, að gista hina votu gröf, þegar togarinn Leifur heppni fórst með allri áhöfn í mannskaðaveðrinu mikla, Hala- veðrinu 1925. Mynd þessara táp- miklu drengja skipar heiðurssess með fjölskyldu þeirra alla tíð síðan. En söknuðurinn og sorgin settist að í hjarta þeirra, sem eftir lifðu. í þingræðu, sem Héðinn Valdi- marsson flutti með frumvarpi sínu til laga um byggingu verkamanna- bústaða í Reykjavík, lýsir hann að- búnaði þeirra erfíðismanna og fjöl- skyldna þeirra, sem breyttu Reykjavík úr gijótaþorpi í heims- borg, þrátt fyrir heimskreppur og heimsstyijaldir, markaðshrun, verðfall og síldarbrest. Þeim var vísað með fjölskyldur sínar til vistar í saggafullum kjöllurum eða á vind- börðum hanabjálkum þessa út- kjálkaþorps. Fjölskylda Margrétar og Brynj- ólfs var þar engin undantekning. Oft var enga vinnu að fá, þótt reyndur sjómaður ætti í hlut. Þau hröktust úr einni leiguíbúðinni í aðra. I tvígang elti ólánið þau á röndum, þegar brann ofan af ljöl- skyldunni. Þá tók Margrét til sinna ráða og hélt með dætur sínar í síldarvinnu norður í land til þess að koma aftur fótunum undir fjöl- skylduna. En aldrei lét hún baslið bugá sig. Og aldrei var hún svo úrræðalaus að dætur hennar dáfagrar gætu ekki haldið til jafns við stöllur sinar í klæðaburði. Það var alveg sama hvort þær bjuggu í hreysi eða í höll: Þetta voru eðalbornar konur og héldu sig sem slíkar. Seinustu árin sem Margrét lifði áttum við Bryndís því láni að fagna að hún bjó hjá okkur skamma hríð. Áður hafði hún gengið úr íbúðinni sinni björtu í verkamannabústöðun- um fyrir okkur í heilan vetur. Uppi á vegg í herbergi sínu hafði hún myndir af tveimur mönnum, sem hún hafði mætur á: Sr. Haraldi Níelssyni og Ólafí Friðrikssyni. Ég innti hana eftir því, hvert erindi þessir menn ættu í hennar hús. Af orðum hennar mátti ráða að hún taldi þá góða fulltrúa tveggja afla, sem mótað höfðu líf hennar sjálfr- ar. Annars vegar djúp og einlæg trúrækni, sem var henni huggun harmi gegn eftir sonamissinn. Hins vegar hugsjón jafnaðarstefnunnar og baráttu Ólafs og hans manna fyrir mannréttindum og mannlegri reisn alþýðufólks. Það var engin hending að synir Margrétar gerðust ungir sveinar sjálfboðaliðar við að veija heimili Ólafs Friðrikssonar, þegar hann sætti ofsóknum og ofbeldi ranglátra manna vegna rússneska gyðinga- drengsins munaðarlausa, Natans Friedmans, sem Ólafur hafði tekið að sér í Rússlandsheimsókn og vildi koma undir læknishendur. Þegar Ólafur Brynjólfsson var yfírheyrður af lögreglu, eftir að ófriðaöldur vegna þessara atburða hafði lægt, var drengurinn spurður: „Vissi hún móðir þín af því að þú gekkst í lið með Ólafí Friðrikssyni?“ Svarið lýsir báðum vel, móður og syni: „Hún mamma — hún sendi mig.“ Þetta tilsvar hefur alltaf minnt mig á fleyg orð spartverskrar móður, þegar sonur hennar kvart- aði við hana undan fátæklegum vopnum og veijum. „Ef sverð þitt er stutt — gakktu þá feti framar." Bræður Aldísar áttu ófá dags- verk í sjálfboðavinnu þegar verka- menn í Reykjavík reistu eigin hönd- um höll yfir sinn unga flokk — Alþýðuhúsið í Reykjavík. Seinna gerðist einn bræðranna, Jón Brynj- ólfsson, um skeið bæjarstjóri Isa- fjarðarkrata í Rauða bænum, Isafirði. Og þaðan átti tengdamóðir mín bjartar minningar frá heitum sumrum bernskunnar við skjólsæl- an Skutlusljörðinn. Svona liggja sporin víða saman. Eftir að ég var genginn til liðs við Alþýðuflokkinn bar það til tíðinda, að Jón Brynjólfs- son, bróðir tengdamóður minnar og endurskoðandi flokksins, varð bráð- kvaddur í ræðustól á flokksstjómar- fundi. Það var ekkert að villast, þetta fólk. Margréti Magnúsdóttur brá því ekkert við þau tíðindi að dótturdótt- ir hennar væri í tygjum við son Hannibals. Hún ræddi að sönnu ekki mikið um stjómmál á efri ámm, enda stóðu önnur og háleit- ari málefni hjarta hennar nær, þeg- ar þar var komið sögu. En sannfær- ing hennar var óbilandi. Og mikið var hún stolt af íbúðinni sinni björtu í verkamannabústöðunum á Há- teigsvegi. Loksins hafði fjölskyldan eignast öruggt þak yfír höfuðið, eftir alla hrakningana og eftir ára- tuga þrotlaust strit fjölskyldumeð- limanna við að reisa ísland úr ör- birgð til allsnægta. Eftir að hafa kynnst þessari sögu af vömm ömmu og móður Bryndís- ar gat það varla komið mér í opna skjöldu þegar tengdamóðir mín sagði við mig formálalaust fýrir tæpum aldarfjórðungi: „Þið feðgar eruð á rangri braut. Þið eigið heima í Alþýðuflokknum — og hvergi ann- ars staðar.“ Innst inni vissi ég að hún hafði lög að mæla. Það tók mig hins vegar áratug að manna mig upp í að fara að ráðum henn- ar. Það var ekki í fyrsta sinn og ekki það seinasta, sem ég hlustaði eftir hennar ráðum, ef mér þótti nokkurs við þurfa. Hver var hún sjálf þessi örláta kona, sem átti með vem sinni og verkum svo stóran hlut í lífí svo margra? Fegurðardrottning? Já, vissulega, sem gat vafíð okkur öll- um um fingur sér. En um leið dótt- ir alþýðunnar, sem sómdi sér betur en aðrar konur, skartklædd í veislu- sölum. MÓðir sjö barna en um leið ættmóðir stórfjölskyldu, sem leit á hana sem sameiningartákn. Hún var kona, sem hélt öllum þráðum í hendi sér. Kona sem við leituðum til, þegar á bjátaði og hélt okkur veislu, þegar tilefni var til mann- fagnaðar. ^jálf sagði hún í blaðavið- tali fyrir ári, orð sem lýsa henni vel: „Karlmenn hafa borið mig á höndum sér allt mitt líf.“ Það var satt. Hún var kona, sem skáldin vilja lofsyngja og lyfta á stall, okk- ur öllum til yndisauka. Við vildum allir sitja og standa eins og hún vildi. Þannig ríkti hún og réði, án þess við vissum eiginlega af því. Oú est la femme? — spyija Fi-akk- ar. Þeir vita sínu viti um lífsgát- una, að ekki er allt sem sýnist. En var hún þá ekki hin dæmi- gerða fómfúsa eiginkona sinnar kynslóðar? Var hún ekki konan, sem fórnaði meðfæddum hæfileikum og auðsóttum frama fyrir aðra, svo að þeir fengju að njóta sín? Var hún ekki konan, sem varð að hverfa frá menntaskólanámi vegna þess að efnahagur foreldranna leyfði ekki slíkan munað? Satt að segja hefur það aldrei hvarflað að mér að þessi viljasterka kona hefði látið svo lítilfjörlegt mál sem peningaleysi aftra sér frá því að stunda það nám, sem hugur hennar stþð til, ef það hefði verið henni brennandi metnaðarmál. Ég held henni hafí sjálfri fundist tími til kominn að innritast í lífsins skóla. Slík kona sem hún var skynj- aði að fleira gat verið eftirsóknar- vert í lífínu en sá fróðleikur, sem numinn verður af skólabókum. 0g það er ekki eins og hún hafí lagt nám á hilluna þegar hún bytj- aði ung í lífsins skóla. Lengi bjó hún að þeim metnaði bræðra sinna að hafa sótt besta bama- og ungl- ingaskóla landsins á Landakoti. Og hún var að Iæra allt sitt líf. Hún talaði dönsku eins og innfædd. Hun var jafnvíg á ensku og þýsku, las frönsku með Bryndísi til stúdents- prófs og hélt áfram síðar, sjálfri sér til ánægju. EUert sonur hennar seg- Ný frímerki í tilefni Nordia 91 og Norðurlandafrímerki gOIMN fSlMMMílASfWIWl! SMfcMVlii it «1IMWI IÖ« VtmO fcll í|S ________Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir stuttu sendi Póst- og síma- málastofnunin út þriðju tilkynningu sína á þessu ári um ný frímerki. Fimmtudaginn 23. maí nk. gefur hún út tvær nýjar útgáfur. Fyrri útgáfan kemur út í tilefni norrænu frímerkjasýningarinnar NORDIA 91, sem hefst í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 27. júní nk. og stend- ur til sunnudagskvölds 30. júní. Verður þetta þriðja og síðasta smá- örkin, sem gefín verður út í tilefni þessa merka atburðar í sögu ís- lenzkra frímerkjasamtaka. I þessari örk er síðasta myndefnið, sem sótt hefur verið úr landabréfí (Carta Marina) af Norðurlöndum eftir Olaus Magnus, sem út kom 1539. Á þessari örk birtist nú mynd af íslandi, eins og kortagerðamenn 16. aldar ímynduðu sér, að land okkar liti út. Þijú frímerki eru í örkinni, hvert að verðgildi 50 kr. Hins vegar er örkin með yfírverði, 65 krónum, svo að söluverð hennar er 215 kr. Þröstur Magnússon hefur hannað þessa smáörk eins og hinar fyrri, en sjálfur Slania séð um myndgröft- inn. Þessi örk er prentuð hjá Joh. Enschedé en Zonen í Hollandi. Rétt er að benda hér á það, sem tekið er sérstaklega fram í tilkynn- ingu póststjórnarinnar, að örkin verður einungis til sölu til 30. júní 1991, þ.e. til síðasta dags NORDIU 91. Er því vissara fyrir þá, sem hug hafa á, að tryggja sér eintök í tíma. En hér má vissulega spyija. Hvers vegna mátti þessi örk ekki vera til sölu eitthvað fram á haustið, t.d. fram að Degi frímerkisins 9. okt. nk.? Ekki er víst, að allir geri sér grein fyrir þessum stutta sölutíma. Enn fremur gæti hér einnig orðið um þó nokkra fjármuni að tefla fyrir Frímerkja- og póstsögusjóð- inn. Ekki mun honum af veita, og nægir þar að vitna til eftirfarandi ummæla í tilkynningu póststjórnar- innar: „Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu. Ennfremur hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins og hér má lesa, eru ærin verkefni fram undan fyrir þennan sjóð. Hvers vegna þá ekki að nýta einu tekju- lind hans sem bezt? Þá vil ég benda lesendum þessa þáttar á einblöðung, sem Póstmála- stofnunin sendi út með tilkynningu sinni. Þar segir m.a., að ákveðið hafí verið, að smáörkin, sem út kom 9. okt. 1990 verði höfð til sölu til 1. júní 1991, hafi hún þá ekki selzt. upp áður. Ekki veit ég heldur, hver hefur tekið ákvörðun um þetta. Mér segir hins vegar svo hugur um, að enn sé það mikið óselt af þeirri örk, að skynsamlegt hefði getað verið að leyfa sölu hennar a.m.k. til loká NORDIU 91 og grynna þannig á upplagi hennar. Um leið hefði Póstsögusjóðurinn að sjálf- sögðu hagnazt eitthvað í leiðinni. Norðurlandafrímerki 1991 Sama dag og NORDIU-örkin kemur út, gefur póststjórn okkar út Norðurlandafrímerki 1991. Er þetta í sjötta sinnið, sem póststjórn- ir Norðurlanda gefa út frímerki með sameiginlegu þema. Eru það áfangastaðir ferðamanna að þessu sinni. Nú gerist það hins vegar í fyrsta skipti, að Grænland, Færeyj- ar og Álandseyjar bætast í hópinn, svo að póststjórnirnar eru átta um þessa Norðurlandaútgáfu. Tekið er fram í tilkynningu póststjórnarinn- ar, að þessar átta útgáfur megi panta hjá öllum póststjómum land-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.