Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 2
letíi IMUl
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991
Tillögur um aðgerðir vegna fiskeldis:
Stofnlán fryst og rík-
ið veiti rekstrarlán
Rekstur í greininni verði bættur
SKYRSLA um ástand fiskeldis verður lögð fyrir ríkisstjórnarfund í
dag, ásamt tillögum um hvernig skuli bregðast við vanda þessarar
atvinnugreinar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins felst meðal
annars í tillögunum að stofnlánin verði fryst og síðan verði næstu
tvö ár veitt rekstrarlán frá ríkinu, sem þeir aðilar sem mest hafa
lánað til fiskeldis ráðstafi. Ekki fengust upplýsingar um til hvaða
fyrirtækja eða hve margra þessar aðgerðir eiga að ná.
Tiilögurnar munu einkum vera
rökstuddar með því, að nú sé fjár-
hagsstaða fiskeldisins mjög erfið
og ef ekki komi tii hvatning frá
hinu opinbera sé ólíklegt að þessi
rekstur geti haldið áfram, of mikið
hafí þegar verið lagt undir í þess-
ari atvinnugrein til þess að réttlæt-
anlegt sé að gefast upp að svo
komnu.
Ætlunin er, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins, að ríkið veiti
lán á tveim árum. Sérstökum
starfshópi skipuðum fulltrúum
þeirra, sem mest hafa lagt í hættu
vegna lána til fiskeldisfyrirtækja,
verði falið að ráðstafa þessu fé
með hliðsjón af rekstrarstöðu fyrir-
tækja og möguleikum þeirra til
þess að standa undir arðbærum
rekstri. Við þá ráðstöfun beri með-
al annars að taka tillit til þess,
hvernig fyrirtækin eru sett varð-
andi náttúruleg skilyrði til fiskeld-
is.
Þá mun einnig felast í tillögun-
um, að reynt verði að nýta þá þekk-
ingu sem hefur aflast innan þessar-
ar atvinnugreinar til þess að ná
niður rekstrarkostnaði, fá meira
öryggi í eldið og meiri vöxt fisks-
ins, ennfremur að ná betri tökum
á markaðnum og meðferð físksins.
Crista Wilde og Elísabet Jónsdóttir við sumarblómakassa sem
komu til þeirra frá framleiðanda sem ekki hefur hætt viðskiptum
við verslunina.
Árbæjarblóm:
Reynt að loka fyr-
ir sumarblómasölu
ÞRIR sumarblómaframleiðend- blómabúðarinnar Arbæjar-
ur sem selt hafa sumarblóm til blóma sögðu upp viðskiptum
sínum við verslunina eftir að
frétt birtist í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins þar sem skýrt
er frá því að blómabúðin selji
sumarblóm á heildsöluverði eða
35 krónur stykkið.
„Ég veit ekki hvort þeir hafa
tekið sig saman um að loka á
okkur eða ekki. Að minnsta kosti
hef ég fengið skilaboð um að ég
fái ekki meiri blóm ef ég haldi
áfram að selja þau á 35 krónur
stykkið," sagði Élísabet Jónsdótt-
ir, eigandi verslunarinnar, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hún
sagði að 500 til 600 sumarblóm
hefðu runnið út eftir að fréttin
birtist í blaðinu á sunnudaginn
en sagðist eiga von á fleiri blóm-
um frá nýjum framleiðanda síð-
degis í gær. „Ég veit svo ekki
hvað hann gerir þegar hann sér
skiltið í glugganum sem segir að
við seljum blómin á 35 krónur,“
bætti Elísabet við en seinna um
daginn fengust þær upplýsingar
í versluninni að þar fengjust næg
sumarblóm.
Hjá gróðrastöðvunum eru
blómin yfírleitt seld á 40 krónur
stykkið. Nokkrar verslanir selja
sumarblóm á 35 krónur.
Tillögur Enskilda Securities um þróun hlutabréfmarkaðarins:
Lykilatriði að efla starf-
semi Verðbréfaþingsins
RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ En-
skilda Securities telur ýmsa
ágalla vera á núverandi fyrir-
komulagi í viðskiptum með hluta-
bréf hér á landi. Þetta kemur
fram í niðurstöðum úr nýrri út-
tekt fyrirtækisins á íslenska
hlutabréfamarkaðnum sem
kynntar voru í gær á ársfundi
Iðnþróunarsjóðs. Ráðgjafar fyr-
irtækisins benda m.a. á að mjög
skorti á að viðskiptakerfið á
hlutabréfamarkaðnum geti talist
Karl J. Sighvatsson
Lést eftir bílveltu
við Hveradali
KARL J. Sighvatsson, hljómlistarmaður, lést í Borgarspítalanum í
fyrrakvöld af völdum áverka sem hann hlaut í bílveltu á Suður-
Iandsvegi við Hveradali síðdegis á sunnudag.
Hann var einn í bíl sem ekið var fertugur, fæddur 8. september
áleiðis til Reykjavíkur. Bíllinn lenti 1950. Hann var til heimilis í Reykj-
í Iausamöl í vegarkanti og valt. amörk 2b í Hveragerði og lætur
Karl Jóhann Sighvatsson var eftir sig ungan son.
Kólumbísk kona beið
bana í slysi á Jökuldal
viðunandi og viðskiptin séu því
ekki sýnileg, þ.e. ekki eru birtar
upplýsingar um verð síðustu við-
skipta.og veltu. Telja þeir lykilat-
riði að efla starfsemi Verðbréfa-
þings íslands m.a. þannig að full-
trúar fjárfesta, Verslunarráðs og
fyrirtækja taki sæti í stjórn
þingsins. Þá þurfi að þróa eitt
viðskiptakerfi fyrir öll skráð
hlutabréf.
Ráðgjafar Enskilda, Roger Gif-
ford og David Watson, fjölluðu í
stuttu máli um helstu niðurstöður
úr athugun sinni á íslenska hluta-
bréfamarkaðnum á fundi Iðnþró-
unarsjóðs. Mikilvægustu þættir
skýrslunnar varða hlutverk Verð-
bréfaþings á hlutabréfamarkaði,
markaðsskráningu hlutabréfa, til-
lögur um þróun viðskiptakerfis og
hluthafaskráningu.
Þeir Gifford og Watson benda á
að íslensk fyrirtæki séu að jafnaði
of skuldsett og því þurfi virkan
hlutabréfamarkað þar sem þau geti
aflað eigin fjár. Þá sé þörf á virkum
eftirmarkaði fyrir hlutabréf og
hlutabréfamarkaður sé einnig nauð-
synleg forsenda vegna einkavæð-
ingar ríkisfyrirtækja. Loks þurfi
hlutabréfamarkaður að vera til
staðar vegna innstreymis erlends
áhættufjármagns hingað til lands.
Ráðgjafarnir mæla með að
skráning fyrirtækja verði í tvennu
lagi á Verðbréfaþinginu, þ.e.
stærstu fyrirtækin verði undir beinu
eftirliti stjómar þingsins en önnur
fyrirtæki verði skráð í sama kerfí
í umsjá verðbréfafyrirtækjanna. Á
síðarnefnda markaðnum eiga engin
skilyrði að gilda um lágmarksstærð
fyrirtækja en til þess að hljóta
skráningu þarf stuðning verðbréfa-
fyrirtækis. Þannig telja ráðgjafarn-
ir að unnt sé að skapa umhverfí
þar sem fjárfesiar hafi aðgang að
upplýsingum um fyrirtækin og
þeirra hagsmunir yrðu tryggðir.
Einnig fengjust þannig upplýsingar
um veltu í viðskiptum og raunveru-
legt verð í hlutabréfaviðskiptum.
í skýrslunni er núgildandi fyrir-
komulag á skráningu hlutabréfa
gagnrýnt. Mælt er með að tekin
verði upp tilboðsskráning í við-
skiptakerfinu þar sem skráð gengi
byggðist á kaup- og sölutilboðum.
Öll viðskiptin færu í gegnum kerfið
á hlutabréfum sem þar yrðu skráð.
Loks er í skýrslu Enskilda að fínna
tillögur um setningu reglna um inn-
heijaviðskipti og yfírtökutilboð en
einnig er þar fjallað um fjárfesting-
ar lífeyrissjóða í hlutabréfum.
Ráðgjafarnir Gifford og Watson
hafa unnið að gerð skýrslunnar frá
því í febrúar sl. og átt fjöldamarga
fundi með forráðamönnum fyrir-
tækja, lífeyrissjóðum og sérfræð-
ingum, sem tengjast íslenska hluta-
bréfamarkaðnum. Ráðgert er að
endanleg útgáfa skýrslunnar verði
tilbúin innan tveggja vikna.
KONA beið bana er bíll valt í
Lönguhlíð skammt frá bænum
Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síð-
degis á laugardag. Ökumaður
bílsins slasaðist alvarlega og var
fluttur með þyrlu á sjúkrahús í
Eldur í potti
ELDUR kom upp í potti í húsi
við Drápuhlíð í gær og fóru tveir
slökkviliðsbílar á vettvang. Einn
íbúi hússins var fluttur á slysa-
deild til athugunar.
Eldurinn var í kjallara hússins
og var mikill reykur í íbúðinni þeg-
ar slökkvilið kom á vettvang. Greið-
lega gekk að slökkva eldinn.
Þá var slökkviliðið kvatt út til
að slökkva eld í mosa við Leið-
hamra í Grafarvogi.
Reykjavík. Kona og barn sem
einnig voru i bilnum sluppu
ómeidd að kalla.
Bíllinn var á leið að norðan og
valt eina veltu eftir veginum í
krappri beygju. Konan sem lést sat
í aftursæti og kastaðist út úr bílnum
og var látin þegar að var komið.
Barn, sem sat í farangursgeymslu
bílsins, sem var skutbifreið, kastað-
ist einnig út en sakaði ekki. Kona
sem sat í framsæti í bílbelti meidd-
ist ekki alvarlega en ökumaðurinn,
sem einnig var í öryggisbelti, var
talinn hálsbrotinn og var fluttur með
þyrlu fyrst til Akureyrar og síðan
til Reykjavíkur á sjúkrahús.
Konan sem lést var frá Kólumbíu
og var ferðamaður hér á landi. Hún
hét Alejandrina Mateus Ariza, 55
ára gömul. Ökumaðurinn var einnig
frá Kólumbíu og hefur verið búsettur
hér um hríð.
Fáfnir VE sökk vestur af Eyjum:
Mikið högg kom á bát-
inn og leki kom að honum
- segir Kjartan Már ívarsson skipverji
Vestmannaeyjum.
FÁFNIR VE 181, átta tonna plastbátur, sökk vestan við Vest-
mannaeyjar í gærmorgun. Einn maður var á bátnum og var
honum bjargað um borð í Gauja gamla.
„Ég var á siglingu suður af
Eyjum á Ieið til að leggja línuna.
Ég fór út í morgun og ætlaði
austur en sneri síðan við og hélt
hérna suður eftir. Ég held að ég
hafi siglt á rekadrumb því að það
kom mikið högg á bátinn og
mikill leki kom strax að honum
að framanverðu,“ sagði Kjartan
Már ívarsson, skipveiji á Fáfni.
„Þetta var laust fyrir klukkan
átta og ég hafði strax samband
við Vestmannaeyjaradíó og ósk-
aði' eftir aðstoð því að ég sá að
dælurnar höfðu engan veginn
undan. Bátar voru þarna nærri
og Gaui gamli kom til mín fljót-
lega og tók bátinn í tog en ég
fór yfir í Gauja gamla. Björgun-
arbáturinn Kristinn Sigurðsson
kom skömmu síðar og tók Fáfni
í tog en lekinn var það mikill að
hann sökk um níuleytið. Ég var
aldrei i hættu held ég því það
var ágætt veður og bátar voru
þama skammt undan,“ sagði
Kjartan.
Grímur Guðnason, skipveiji á
Kristni Sigurðssyni, sagði að þeir
hefðu verið ræstir út laust fyrir
klukkan átta. Þeir hefðu strax
lagt úr höfn og verið komnir til
Fáfnis um hálftíma síðar. „Gaui
gamli var þá með hann í togi en
báturinn var orðinn mjög siginn
að framan enda lúkarinn orðinn
fullur af sjó. Við fórum um borð
og tókum smávegis af drasli frá
borði. Taugin í Gauja gamla slitn-
aði svo skömmu síðar og þá tók-
um við bátinn í tog. Settum taug-
ina í afturendann á honum og
reyndum að draga hann þannig.
Við ætluðum að freista þess að
draga hann upp í Klaufina en
það tókst því miður ekki. Bátur-
inn var orðinn mjög þungur og
þrátt fyrir fullt afl á vélum hjá
okkur gekk ferðin seint og við
urðum að sleppa honum suðvest-
an við Suðureyna þar sem hann
sökk eins og steinn um leið og
við stoppuðum," sagði Grímur.
Grímur