Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1991 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. V axtahækkanir bankanna Norrænir lýðháskólanemar 1 heimsókn á íslandi: Plöntuðu 150 til 200 þús- und trjáplöntum á Islandi Eins og við mátti búast hafa viðskiptabankar og spari- sjóðir fylgt í kjölfar ríkissjóðs og hækkað vexti, bæði innláns- vexti og útlánsvexti. Vaxta- hækkun þessi er óhjákvæmileg, eins og þróunin hefur verið á fjármagnsmarkaði undanfarna mánuði. Hins vegar er ljóst, að skiptar skoðanir eru um, hversu mikil þessi hækkun átti að vera og jafnframt hvort eðlilegt var, að vaxtamunur yrði aukinn. Þegar Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, tilkynnti vaxtahækkun á spariskírteinum í upphafi valdaferils núverandi ríkisstjórnar varaði hann bank- ana sérstaklega við að nota tækifærið til þess að auka vaxtamun frá því, sem verið hefur. Jafnframt lýsti fjármála- ráðherra því yfir í síðustu viku, að hann teldi vaxtahækkun bankanna nú og aukinn vaxta- mun stafa af stórfelldum tap- rekstri, sem væri afleiðing rangra ákvarðana, sem bank- arnir hefðu tekið í upphafi árs. Valur Valsson, formaður banka- stjórnar íslandsbanka sagði í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að bankarnir hefðu vanmetið verðbólguna við vaxtaákvarðanir i upphafi árs- ins. Það fer ekki á milli mála, að vaxtahækkun banka og spari- sjóða er býsna mikil. Vegna lágs verðbólgustigs og stöðugleika í efnahagsmálum undanfarin misseri hafa landsmenn betri tilfinningu fyrir því, hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa á lífskjör fólks pg afkomu atvinnuveg- anna. í nálægum löndum, sem búa við svipað verðbólgustig og við gerum nú, þykir það tíðind- um sæta, þegar vextir eru hækkaðir um hálft prósent. Mesta hækkun nafnvaxta nú er 3,5%. Fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins, að þörf við- skiptabankanna fyrir aukinn vaxtamun er misjöfn. Talsmenn Búnaðarbankans hafa lýst því yfir, að bankinn þurfi ekki á auknum vaxtamun að halda. Talsmenn Landsbanka og ís- landsbanka hafa sagt hið gagn- stæða, að þeirra bankar þyrftu að auka mun á milli innláns- vaxta og útlánsvaxta. Mismun- andi rekstrarafkoma þessara banka endurspeglast augljós- lega í mismunandi afstöðu til þessa máls. Nú er augljóst, að Landsbanki íslands hefur borið þungar byrð- ar vegna atvinnulífsins á undan- förnum árum og sjálfsagt verður bankinn að taka á sig verulegt tap vegna fiskeldisfyrirtækja og annarra fyrirtækja, sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. í mörgum tilvikum eru þessi útlán til komin vegna óska og nánast kröfu stjórnmála- manna. Þá fer ekkert á milli mála, að verulegur kostnaður er samfara því að sameina fjóra banka í einn eins og gert var með stofnun íslandsbanka og ekki við því að búast, að full hagræðing náist á einu ári held- ur tekur það væntanlega nokkur ár. Að þessu leyti hljóta menn að hafa vissan skilning á þörf þessara banka fyrir aukinn vaxtamun. Um leið er auðvitað vel hugsanlegt, að betri staða Búnaðarbankans að þessu leyti endurspegli einfaldlega meiri árangur þess banka í hagræð- ingu í rekstri. Hitt fer ekki á milli mála, að viðskiptabankarnir starfa í gjör- breyttu umhverfi frá því, sem áður var. Nú eru gerðar til þeirra harðari kröfur um sparnað og hagræðingu og ákvarðanir þeirra eru ekki jafn óumdeildar og í eina tíð. Yfirlýsingar Frið- riks Sophussonar, fjármálaráð- herra, endurspegla þetta breytta umhverfi bankanna. Að sumu leyti má segja, að fjármálaráð- herra sé með þessum yfirlýsing- um að gera sömu kröfur til bankanna og þeir hafa um lang- an tíma gert til viðskiptavina sinna. Þeir verða að mæta kröf- um samfélagsins um sparnað og hagræðingu. Þá er á það að líta, að verði af samningum um evrópskt efnahagssvæði með þátttöku íslands, sem verulegar líkur eru á, geta bankarnir búizt við harð- ari samkeppni frá erlendum bönkum, sem munu fá leyfi til þess að starfa hér á landi. Þeim mun meiri þörf er á því fyrir bankana að koma rekstri sínum í það horf, að þeir geti staðizt slíka samkeppni erlendis frá. Bankarnir komast frá þessari vaxtahækkun nú. En sá pólitíski mótvindur, sem mætti Islands- ■ bankamönnum sl. haust vegna vaxtaákvarðana þeirra þá og sá þungi, sem hefur verið í mál- flutningi fjármálaráðherra að undanförnu í þeirra garð er vísbending um, að það verður æ erfiðara fyrir bankana að taka ákvarðanir um vaxtahækkanir, sem menn telja ekki fyllstu efn- isleg rök fyrir. Þess vegna eru viðbrögð við vaxtahækkunum nú meira umhugsunarefni fyrir forráðamenn banka og spari- sjóða en nokkru sinni fyrr. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Islands, tók við fjárupphæð að verðmæti 80.000 norskra króna (uin 720.000 ísl. kr.) frá norræn- um lýðháskólum við hátíðlega athöfn í Vinaskógi í landi Kára- staða við Þingvelli í gær. Sjóðn- um er ætlað að styrkja unga Norðurlandabúa til náms í nor- rænum lýðháskólum. Fulltrúar 53 lýðháskólanema, sem staddir eru hér á landi, færðu Vigdísi grafíkmynd og svokallað Vinatré sem er gjöf frá Norska Skóg- ræktarfélaginu. Nemarnir hafa dvalið fimm daga á Islandi og plantað á milli 150 til 200 þúsund birki og lerkiplöntum. Arne Husan, aðalritari Norsku lýðháskólasamtakanna, flutti stutt ávarp við athöfnina þar sem hann sagði að rekja mætti hugmyndina að heimsókninni til Norðmannsins Haralds Hope sem var_ prestur í Vestur-Noregi og mikill íslandsvin- ur. Hann átti stóran þátt í því að. Skálholtskirkja var endurreist og komið á fót lýðháskóla á staðnum. Þá var hann mikill áhugamaður um tijárækt og átti Hákon Bjarnason, fyrrum skógræktarstjóra, að einka- vin. í ávarpinu kom fram að tilgangur fararinnar væri þríþættur. I fyrsta lagi að leggja hönd á plóginn á norrænu umhverfisverndarári 1990 til 1991.1 öðru lagi að styrkja tengsl milli Norðurlandanna, og þá sér- staklega á milli íslands og Noregs, og í þriðja lagi að vekja athyg-li á norrænum lýðháskólum. í hópnum eru 53 lýðháskólanemar. 37 eru frá Noregi, 4 frá Finnlandi, 5 frá Sví- þjóð og 6 frá Danmörku og sagði Husan að ástæðan fyrir því að Norð- menn væru í meirihluta væri sú að hugmyndin hefði fæðst í Noregi en til þess að hópurinn fengi styrk frá Norrænu ráðherranefndinni varð hópurinn að vera norrænn. Eftir að hafa tekið við peninga- upphæð frá norrænum lýðháskólum til styrktar ungum Norðurlandabú- um sem hyggja nám í lýðháskólum á Norðurlöndunum, grafíkmynd til Torunn Langbráten og Synnove merkis um vinnáttu Norðurland- anna og svokölluðu Vinatré frá Norska skógrækatarfélaginu tók Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, til máls og sagði meðai ann- ars að íslendingar kynnu vel að meta þegar þeir fyndu að nágranna- þjóðirnar stæðu með þeim í að klæða landið gróðri. Hún sagði að þrátt fyrir fjarlægðina frá íslandi til hinna Norðurlandanna fyndu íslendingar til samkenndar með öðrum Norður- landabúum, ísland væri ekki langt Olsen. í burtu en „dýrt“ í burtu sagði for- setinn. Eftir athöfnina gróðursetti hópurinn nokkrartijáplöntu'r. í Vin- askógi. í stuttu samtali við Arne Husan kom fram að heimsóknin hefði tek- ist einstaklega vel. Hópnum var skipt í níu smærri hópa sem unnu sjálfstætt en samtals gróðursetti hópurjnn 150 til 200 þúsund birki og lerkiplöntur víðs vegar um landið. Husan sagði að hóparnir hefðu fengið einstaklega góðar Hafist handa við gróðursetningu í móttökur hjá íslendingum sem gist var hjá og benti á að veðrið hefði yfirleitt verið með eindæmum gott. Hann sagði að ef til vill yrði farið í sams konar heimsókn á næsta ári og ekki væri ólíklegt að ferðir sem þessar yrðu að föstum lið í skóia- starfinu. Vinkonurnar Synnove Olsen, 20 ára, Torunn Langbráten, 20 ára, frá Bakketun lýðháskólanum í Noregi sögðu að Islandsferðin hefði ekki geta tekist betur. „Ferðin hefur verið alveg frábær," sagði Synneve við blaðamann. „Veðrið hefur verið miklu betra en ég reiknaði með, aðeins rigning fyrsta daginn en eft- ir það sól og hiti, og fóikið tekur okkur mjög vel. Til dæmis hefur fólkið, sem við gistum hjá á ís- landi, tekið okkur afar vel og verið boðið og búið til að sýna okkur allt Vinaskógi. það markverðasta í grennd við heimili þeirra.“ Vinkona hennar tók undir þetta og sagði aðspurð að það sem hefði komið henni mest á óvart á íslandi hefði verið hversu Jandi var bert og lítið af tijám. „Ég er alveg staðráðin í að koma hingað aftur til að sjá hvað plönturnar hafa stækkað," sagði Torunn en hún var við gróðursetningu í nágrenni Hvolvsvöll. Synnove var í hópi sem gróðursetti tijáplöntur á ísafirði. Einnig voru gróðursettar plöntur í Þórsmörk, á Höfn í Hornafirði, í Djúpavogi, á Egilsstöðum, á Sauð- árkróki og Tálknafirði. Plönturnar sem nemarnir plöntuðu voru rækt- aðar fyrir Landgræðsluátak 1991. Forsvarsmenn hópsins vildu koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem tóku á móti hópnum og skipulögðu ferðalagið. Reykjavík: Einn versti maímánuður frá því mælingar hófust Rigndi heldur meira 1989 og sólarstundir voru færri 1951 NÝLIÐINN maímánuður er einn sá vætusamasti og dimmasti frá því- reglulegar veðurathuganir hófust í Reykjavík. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings var úrkoma í Reykjavík í maí síð- astliðnum 120 millimetrar, þre- föld á við meðalúrkomu í maímán- uði sem er 40 mm. Sólarstundir voru 109. Aðeins í maí 1951 voru sólar- stundir í Reykjavík færri en þetta árið, 102 í það sinnið. Fyrir tveimur árum var svo vætusamasti maímán- uður í Reykjavík frá því mælingar hófust, en þá var úrkoman 126 milli- metrar. í maímánuði síðastliðnum var hiti að meðaltali 6,8 gráður, sem er nálægt meðalhita. Magnús Jónsson veðurfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að Veðurstofan spáði svipuðu veðri næstu daga. Blíðviðrið'stafaði af hæð vestan við landið, sem ylli norðaust- anátt. Búast mætti við björtu og hægu veðri um allt land, en þó yrði Þetta unga par sólaði sig í Bláa lóninu í gær. Morgunbiaðið/Þorkeii líkast til kalt á annesjum aust- anlands og norðan. Bjartviðrið væri tryggara sunnanlands og vestan. Reykvíkingar nutu veðurblíðunnar í gær og nýttu útivistarsvæði og sundlaugar. 1 sundlaugarnar í Laug- ardal komu 3.500 manns og hafa ekki komið fleiri í vor. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Þótt flestir njóti sólarinnar bezt þegar hún er hátt á lofti, er sólarlag- ið ekki síður fallegt. Hér er horft ofan úr Breiðholti á laugardags- kvöldið á sólsetrið yfir Akranesi. Fundur íslenskra og norskra ráðherra: Hvorug þjóðin með haldi EB fram kröfu um veiðiheimildir segir Davíð Oddsson forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra áttu fund með Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs og fleiri norskum ráðamönnum í Osló laugardaginn 1. júní, þar sem ráðherrarnir höfðu samráð vegna viðræðnanna við Evrópubandalagið um tollfrjálsan að- gang sjávarafurða að evrópskum mörkuðum. Niðurstaða fundarins varð sú að reynt verður að halda áfram samfloti með öðrum EFTA-lönd- um. „En það getur því aðeins tekist til loka, að einstök aðildarríki önnur, 18 talsins, séu þá reiðubúin að kosta nokkru til, ef þörf krefur, til þess að slík samstaða haldist,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð Oddsson sagðist telja að hvorki Island né Noregur yrðu með ef EB heldur kröfunni um veiðiheimildir fyrir markaðsaðgang til streitu. „Markmiðið með þessum fundi var að samræma okkar sjónarmið og bera saman bækur vegna þess að við og Norðmenn höfum sömu kröfur uppi um að það komi ekki til greina að versla með fiskveiðiheimildir fyrir aðgang. að markaði,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Davíð sagði að þetta væri sameiginleg krafa EFTA-landanna og langmikilvægast væri fyrir Island að löndin stæðu saman að þessari kröfu, ekki síst EFTA-löndin á Norðurlöndum. „Á hinn bóginn er það Ijóst, að aðstaða okkar í þessum efnum er allt önnur en Norðmanna. Við erum með um 80% af okkar útflutningi tengdan sjávarútvegi en Norðmenn með um 5%, þannig að þótt afstaða þjóðanna tveggja í þessum efnum sé hin sama, þá eru aðstæður ólíkar. Ég er þeirrar skoðunar eftir þennan fund í Noregi á laugardag, að ef Evrópubandalagið ætlar að fylgja því fram sem endanlegri kröfu að fyrir aðgang að markaði verði að koma veiðiheimildir, þá verði hvorki við né Norðmenn inni í þessum samtökum. Það er auðvitað afskaplega sterkt fyrir okkur að við skulum eiga svo ríka samleið um þetta prinsipmál," sagði Davíð. „Næsta skrefið í þessu máli er að okkar aðalsamningamenn, sem voru báðir á þessum fundi, nái saman næstu vikurnar og við verðum í sam- bandi áfram einkum í gegnum þá,“ sagði forsætisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í gær að fundurinn í Noregi hefði verið haldinn að ósk norska forsætisráðherrans Gro Harl- em Brundtland og hefði í eðli sínu verið samráðsfundur til þess að ganga úr skugga um að enginn mis- skilningur væri á milli landanna, nú þegar kemur að lokastigi samning- anna um evrópskt efnahagssvæði. Lífshagsmunir íslands, jaðarhagsmunir Noregs „EFTA hefur sameiginlega samn- ingsstöðu í sjávarútvegsmálum, ís- land og Noregur þar með talin. Sú samningsstaða hefur verið mótuð af okkur Islendingum. Við viljum hindr- unarlausan aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir okkar sjávarafurðir. Við höfnum gagnkröfu EB um veiði- heimildir. Á meðan samningsstaðan er þessi, þá er hún sameiginleg öllum EFTA-ríkjunum,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði jafn- framt: „Evrópubandalagið hefur ekki lagt fram neitt samningstilboð, en þess má vænta, nánast á hverri stundu. Eini árangurinn sem enn hefur náðst á þessu sviði, er formúla að samningsniðurstöðu í 15. grein sameiginlegra niðurstaðna eftir fundinn í Brussel 13. maí sl.: Meta verði jafnvægið á milli ávinnings og taps, skuldbindinga og óhagræðis fyrir hvert land um sig, út frá niður- stöðum samningsins í heild. Þar kem- ur upp sú staða að á sjávarútvegs- sviðinu erum við að tala um lífshags- muni íslands, en jaðarhagsmuni Nor- egs.“ ísland getur ekkert látið af hendi Jón Baldvin sagði að þau lönd sem hefðu meiri ávinning af samningnum eins og hann væri, eins og til dæmis Noregur, hlytu að láta rneira af mörkum, til þess að fá óhindraðan markaðsaðgang. Þar væri um þrennt að ræða: Framlög í sjóð; opnun á landbúnaði og hugsanlega, miðað við kröfur EB, veiðiheimiidir. „Spurning- in á þessum fundi var þessi: Hvað er það sem Noregur er titbúinn til „Við urðum fyrir miklum vonbrigð- um með niðurstöðu Alþjóðahvalveiði- ráðsins og teljum að vísindalegum rökum hafi verið sýnd lítilsvirðing enn einu sinni og af þeim sökum lagði sendinefnd Islands til að ísland segði sig úr ráðinu," sagði Þorsteinn Pálsson um niðurstöður fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins. „í framhaidi af því munum við und- irbúa okkar ákvörðun á næstu mánuð- um. Ég geri frekar ráð fyrir því að við segjum okkur úr ráðinu. En öll áframhaldandi stefnumótun krefst Gummer sagði að fyrirætlan íslend- inga sýndi að þeir væi’u ekki tilbúnir til að bregðast við eða bíða eftir niður- stöðum vísindarannsókna á afleiðing- um hvalveiða. „Afstaða þeirra til hval- veiða er óviðunandi eins og staða mála er í heiminum í dag og ég vona að þeir endurskoði hana strax. Ég vil að Islendingar geti talist til siðmennt- aðra þjóða, verði ekki utan raða þeirra,“ sagði hann. Ýmsir þingmenn tóku undir gagn- rýni Gummers og kröfðust þess að Islendingar yrðu beittir þrýstingi. Nokkrir sögðu að koma ætti í veg þess að láta af hendi í staðinn, því þess er ekkj að vænta að Island geti látið neitt af hendi, vegna þess að okkar mínus í samningnum eins og hann er, er það mikill. Þetta var rætt ýtarlega, en er á trúnaðarstigi, eins og nú er statt með samninga." Utanríkisráðherra sagði þó: „Norðmenn lýstu þeim sjónarmiðum að þeir vildu mikið á sig leggja til þess að EFTA-löndin gætu haft sam- flot til loka.“ í framhaldi þessa sagði Jón Bald- vin að spurning vaknaði um það hvernig Island ætti að bregðast við ef Evrópubandalagið gæfi kost á lausn sem væri sérstök fyrir ísland. „Því er ekki hægt að svara fyrr en slíkt tilboð lægi fyrir, en innan EFTA-samflotsins er ólíklegt að EB korni með tilboð sem byggir beinlínis á því að við fáum mismunandi greið- an markaðsaðgang. Líklegra er að munurinn verði í því fólginn hvað hvert og eitt samningslandanna þurfi að láta í staðinn. Niðurstaða fundar- ins varð einfaldlega sú að á þessu stigi máls, reynum við að halda sam- flotinu, en það getur því aðeins tek- ist til loka, að einstök aðildarríki önnur, 18 talsins, séu þá reiðubúin að kosta nokkru til, ef þörf krefur, til þess að slík samstaða haldist,“ sagði utanríkisráðherra. mikillar undirbúningsvinnu og við höf- um tíma fram til áramóta til þess að móta þá afstöðu,“ sagði Þorsteinn. Úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu er tilkynnt um áramót og kemur til framkvæmda í fyrsta lagi 1. júlí á næsta ári samkvæmt reglum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þorsteinn sagði al- veg Ijóst að engar hvalveiðar yrðu fram að þeim tíma, en að stofnun samtaka, með öðrum hvalveiðiþjóðum, væri eitt af því sem menn þyrftu að athuga í framhaidi af þessu. fyrir inngöngu íslendinga í Evrópu- bandalagið ef þeir breyttu ekki af- stöðu sinni til hvalveiða og aðrir kröfð- ust þess að íslensk framleiðsla yrði sniðgengin. Dr. David Clark, talsmaður Verka- mannaflokksins um landbúnaðarmál, sagðist vera mjög vonsvikinn með nið- urstöður fundar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Hann sagði að raunin væri sú að hrefnuveiðar myndu heijast á næsta ári „og ég harma það mjög að afstaða bresku ríkisstjórnarinnar skyldi ekki vera afdráttarlausari gegn hvalveiðum“. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: A frekar von á úrsögn úr Alþj óðahvalveiðiráðinu Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kveðst frekar gera ráð fyrir því að Islendingar segi sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu í ljósi niðurstaðna ráðsins á fundunum sem lauk í Reykjavík fyrir helgi. Hann segir að stofn- un annarra samtaka sé eitt af því sem þurfi að skoða. Þorsteinn gerir ríkisstjórninni grein fyrir málinu í heild á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhuguð úrsögn úr hvalveiðiráðinu: Islendingar gagnrýnd- ir í breska þinginu Lundúnum. The Daily Telegraph. JOHN Gummer, landbúnaðarráðherra Bretlands, gagnrýndi mjög harð- lega fyrirætlan íslendinga að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu á fundi í neðri deild breska þingsins í gær og sagði afstöðu Islendinga „óviðun- andi“. Gummer sagðist vera „sorgbitinn" yfir afstöðu íslendinga og von- ast til að þeir myndu endurskoða hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.