Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JUNI 1991 47 Vegna þessa og aukinna skattaá- lagna hafi stofnunin minna svigr- úm til að endurnýja námsefni og svara kröfum tímans. Námsgagnastofnun er fjöregg sem þarf að hlúa að og tekur undir- ritaður heilshugar undir hvatningu formanns Kennarasambands Is- lands, Svanhildar Kaaber, þar að lútandi í grein hennar í Mbl. 20. september sl. Hins vegar verður að horfast í augu við að núverandi kerfi getur leitt námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla í öngstræti. Hugmyndir um leiðir til úrbóta Hér verða settar fram nokkrar hugmyndir um leiðir til að leysa þann vanda sem steðjar að náms- efnisútgáfu fyrir grunnskóla á ís- landi. Vandinn er þó margþættur og einhlítar lausnir vandfundnar. 1) Efla þarf innkaupaþátt Námsgagnastofnunar og jafnframt auka fjái-veitingar til stofnunarinn- ar. Ríkisvaldið hlutist til um að skilgreina hlutverk Námsgagna- stofnunar sem innkaupastofnunar upp á nýtt. Til dæmis gæti það falist í því að stofnuninni verði heimilt (eða skylt) að veija tilteknu hlutfalli (25-30% eða meiru) af veltu sinni eða fjárveitingum til kaupa á efni frá almennum útgef- endum eða kennurum. Þessu efni geti stofnunin síðan úthlutað ókeypis til skólanna samkvæmt pöntunum þeirra. í stöðunni eins og hún lítur út í dag getur þessi tillaga þýtt um 20-50% aukningu á fjárveitingum til stofnunarinnar. Námsgagnastofnun ætti engu að síður að halda uppi öflugri útgáfu- starfsemi. Viðbótarfjármagn nýtt- ist almennt til aukinnar útgáfu og Námsgagnastofnun gæti betur sinnt undirbúnings- og rannsóknar- störfum. 2) Aukinn stuðningur við þá sem vilja vinna að námsgagnagerð. Almennir útgefendur og kennarar geti sótt um styrki eða lán til þess að vinna að tilteknum verkefnum í námsefnisgerð. Samdar verði reglur sem kveði á um gæðamat sem tryggi að aðeins efni sem hljóti viðurkenningu verði notað sem námsefni í grunnskólum. 3) Meira frelsi skóla við val á námsefni. Grunnskólum verði gefið rýmra svigrúm til að nýta kvóta sinn til kaupa á hvers kyns náms- efni, án tillits til hver útgefandi efnisins er. Viðurkenningarnefnd fjalli um það efni sem nota skal sem grunnnámsefni. Annað efni eins og hliðarefni og myndbönd verði á ábyrgð hvers skóla fyrir sig. 4) Skólarnir verði íjárhagslega sjálfstæðir. Þá er hugsanlegt að ganga enn lengra og veita fjár- magni beint til skólanna og láta Námsgagnastofnun og aðra útgef- endur „selja“ þeim efni. Skólarnir gætu síðan ákveðið í samræmi við námsmarkmið sín hvaðan þeir fengju námsefni, frá Námsgagna- stofnun, frá almennum útgefend- um eða notuðu heimatilbúið efni. 5) Fleiri aðilar en Námsgagna- stofnun verði hvattir til námsefnis- útgáfu. Liðir 1-4 gætu allir verkað hvetjandi á ýmsa aðila í þjóðfélag- inu til að snúa sér að námsefnisút- gáfu fyrir grunnskóla. Hyggilegast væri að byrja á því að beina al- mennum útgefendum að útgáfu á hliðar- og ýtarefni en láta Náms- gagnastofnun um viðameiri verk- efni, grunnnámsefni og raðútgáfur. Kennarar gætu síðan að eigin frumkvæði eða að beiðni Náms- gagnastofnunar séð um að semja verkefni og kennsluleiðbeiningar. 6) Útboð. Þá kemur til greina að Námsgagnastofnun „bjóði út“ námsgagnagerð. Stofnunin gæfi út námsmarkmið og verklýsingar, tilgreindi kvaðir og óskaði eftir verðtilboðum. Mat á námsefni verði í höndum Námsgagnastofnunar eða viðurkenningarnefndar. Allar þessar hugmyndir miðast að því að nemendur í grunnskóla- námi eigi kost á góðu og nútíma- legu námsefni. Námsgagnastofnun þarf á stuðningi að halda. Með því að dreifa námsgagnaframleiðslunni í landinu gæti Námsgagnastofnun smám saman beint kröftum sínum í auknum mæli að tilteknum verk- efnum sem hingað til hafa heldur setið á hakanum: * Greiningu og rannsóknum á þörfum grunnskóla fyrir náms- efni. * Undirbúningsvinnu vegna námsefnislýsinga. * Skipulagningu á úthlutun og dreifingu námsefnis — innkaup frá almennum útgefendum. * Tilraunakennslu og mati á náms- efni. Menn hljóta að viðurkenna að það sýnist heldur öfugsnúið að bókaþjóðin mikla geti ekki haldið uppi öflugri námsbókaútgáfu fyrir grunnskólanemendur, hvorki hjá ríkinu né almennum útgefendum. Við íslendingar verðum að taka á þessum málum. Þetta er ekki aðeins spumingin um hvort við vilj- um hafa betri skóla — þetta er miklu alvarlegra en það: Við hrein- lega verðum að auka veg menntun- ar hér á landi til að geta keppt við nágrannaþjóðir okkar á ýmsum sviðum í síbreytilegum heimi. í grunnskólanum hefst skólagangan og þar er mikilvægt að vel sé að verki staðið. Við verðum að bjóða börnum okkar upp á betri skóla. Vönduð námsgögn eru mikilvægur liður í skólastarfi. Þau auðvelda góðum kennara að halda uppi góðri kennslu. Höfundur er grunnskólakennari og námsefnishöfundur. t 'Jríiim/ili VORLINAN Embfa STRANDGÖTU 29, HAFNARFIRÐI pJtrgmwð ” Meira en þú getur ímyndad þér! HREINT GÓLF HREINAR HEND' búnaður þýðir að: Ö Aldrei þarf að dýfa hendi í gólíþvottavatnið. Ó Aldrei þarf að snerta blauta eða óhreina moppu. U Moppan dregur betur í sig og skolast betur en áður þekktist. U Moppuplatan gefur jafnari þrýsting á gólf og þrífur betur en plötulausar moppur. H Moppuvindan er úr ryðfríu stáli. Moppan er ekki tekin af plötunni til að vinda hana. Hún vindur alltaf jafn vel, óháð hæð og kröftum þess sem notar hana. B JANI-JACK ræstivagninn er settur saman úr einingum. Fjölmargar tegundir mismunandi búnaðar er hægt að fá. Sameiginlegt öllum Jani-Jack vögnum frá okkur eru stór hjól úr efni sem ekki skilur eftir sig för á gólfi, jafnvel þó sterkar sápublöndur séu á því. Þrátt fyrir alla þessa fullkomnun kostar búnaðurinn ekki meira en annar IBESTAI NÝBÝLAVEGI 18. KÓPAVOGI. sími 641988 HAFNARGÖTU 61. KEFLAVÍK sími 92-14313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.