Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Dauði á Þingvöllum kalla skúrræfil, var klætt dökk- brúnni viðarklæðningu. Stólar og borð í matsalnum sýndust mér vera í stíl. Fyrir endaveggnum eru tvær hát- alarasúlur og úr þeim streymdi bresk og bandarísk dægurlagatón- list frá sjötta og sjöunda áratugnum. Þegar maður gerir upp reikninginn á þessum stað þarf maður að standa beint fyrir framan aðra hátalarasúl- una. í mínu tilfelli var það, ef ég man rétt, James Brown sem kvaddi mig í gegnum þessa súlu með orðun- um: I Feel Nice/ Sugar and Spice, yeah, hnuh . . . Ég gekk út á stéttina, horfði yfir til Lögbergs þar sem forfeður mínir stofnuðu elsta þing í heimi, réðu ráðum sínum, felldu dóma. Þar sem landsmenn tóku út sína hegningu, þar sem Egill burðaðist með silfrið, þar sem heiðnum sið var kastað og nýr tekinn upp I Feel Nice/ Sugar and Spice, yeah, hnuh . . . Spölkom frá skúrræflinum er hýsir kaffi/matsal Hótel Valhallar er annar skúrræfill, minni en áþekk- ur útlits. (Trúlega sami arkitekt að þeim báðum.) Þar er sjoppa. Bíla- stæðið fyrir framan hótelið kom óvenju vel undan vetri, aðeins þrír til fjórir drullupollar, einstaka hola hér og þar. (Þess ber að geta að Með samningi við GRAM verksmiðjurnar um sérstakt tímabundið verð ó fjórum vinsælum gerðum, getum við nú um sinn boðið * STORLÆKKAÐ YERÐ eftir Friðrik Erlingsson Sunnudaginn 26. maí síðastliðinn brá ég mér til Þingvalla til þess að skoða mig um, drekka kaffi og gæða mér á kræsingum af hlaðborð- inu í Hótel Valhöll. Salurinn við hótelið var næstum þéttsetinn því ferðaveður var gott; skýjað með sólarglennu inn á milli. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég kem til Þingvalla eða fæ mér kaffi á Hótel Valhöll, en af einhveijum ástæðum varð mér starsýnna en áður á um- hverfið, aðkomu og þann heildarsvip sem yfir hinum forna þingstað hvílir. Ég byrjaði á að líta í kringum mig í matsalnum sem er í viðbygg- ingu við hótelið. Það fyrsta sem ég tók eftir þar inni eru risastór mál- verk á veggjum. En það er ekki vegna þess hvað myndefnið er hríf- andi heldur fyrir það að maður sér alls ekki hvað er á myndunum. Inni í þessum sal er hálfrökkvað og eng- in sérstök lýsing er á þessum feiki- lega stóru myndum. Úr loftinu hanga að sönnu ljósakrónur en þær eru af því tagi sem aldrei kemst aftur í tísku, þó hafi þótt fínar upp úr 1964. Anddyrið á þessari við- byggingu, sem mér liggur við að GRAM KF-265 199 llr. kælir + 63 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 146,5 cm (óður kr. 63.300) nú aðeins 55.700 GRAM KF-355 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166,5 - 175,0 (stillonleg) óður kr. 78.620) nú aðeins 69.400 GRAM KF-250 172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126,5 - 135,0 (stillonleg) (áður kr. 62.740) nú aðeins 55.200 GRAM KF-344 195 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166,5 - 175,0 ( stillonoleg) (áður kr. 86.350) nú aðeins 75.700 (slgr. 71.910) Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO, og SAMK0RT raðgreiðslur til allt að 12 mánaða, án útborgunar. V. /?an\x HATUNI 6A SIMI (91) 24420 J öll þjónusta og veitingar voru með ágætum og hvorutveggja lofað í hástert af samferðafólki mínu.) Ég ók frá hótelinu í áttina að uppgöngunni í Almannagjá, gekk upp á brúna yfir Öxará og leit ofan í Drekkingarhyl. Eða var það ekki örugglega Drekkingarhylur? Ég sá engar merkingar, en á brúnni var myndarlegur björgunarhringur frá Slysavamafélagi íslands. Lengra uppeftir gjánni grillti í fornar búðir; grasi gróin hrúgöld. (Það heita forn- leifar og er víst friðað.) Á búðargólf- inu eru steinar áþekkir legsteinum í kirkjugörðum. Á þá er meitlað nafn og titill fyrrverandi notanda búðarinnar. Þessi steinskrift er nú nánast með öllu ólæsileg. Þegar gengið er lengra er komið að tveim- ur skiltum. A öðru stendur: Kross- skarð, á hinu: Lögberg. Skiltin benda í átt að trébrú sem lögð hef- ur verið yfir fyrrnefnt Krossskarð. Sé gengið yfir trébrúna er komið að palli þar sem gert er ráð fyrir að fólk setjist niður, njóti útsýnis og mauli jafnvel nesti. Pallurinn stendur yfir þeim hluta brekkunnar sem heitir Lögberg. Síðan er hægt að ganga áfram eftir brúnni aftur inn í Almannagjá og er þá farið framhjá skilti sem stendur upp úr búðartóftum. Á því skilti stendur: Snorrabúð. Þarna er hún þá komin sú Snorrabúð sem um getur í kvæð- inu. Nú er hún Snorrabúð stekk- ur .. . o.s.frv. Eftir þennan rúnt um trébrúna gekk ég aftur að bílnum og ók af stað í bæinn. I hjarta mínu fann ég ekki til þjóðarstolts. Engin sérstök ánægja yfir því að vera Islendingur og eiga elsta þing í heimi, engin tilfinning fyrir því að hér væri sögustaður umfram aðra staði á landinu. Að sjálfsögðu hrífst maður ævinlega af náttúrufegurð Þingvalla, annað væri ekki hægt. En allur umbúnað- ur, mannvirki og annað það sem á að laða fólk að staðnum, gera heim- sóknina skemmtilega, fróðlega og eftirminnilega er máttlaust, ömur- legt og lífvana. Ég var varla kominn út fyrir þjóð- garðsmörkin þegar stórskorinn karl- maður klæddur að hætti fornaldar steig í veg fyrir bílinn. Ég steig á bremsurnar, skrúfaði niður rúðuna og hallaði mér út. Hvað get ég gert fyrir þig, góði? spurði ég. Þegjandi rétti hann mér kálfsskinnsbút inn um bíigluggann. Þegar ég rýndi í krotið á skinninu tókst mér að lesa eftirfarandi texta: Við viljum leiki og líf á Þingvöllum. Við viljum hlát- ur og gleði, hopp og hí. Alþingi sögualdar aftur á Þingvelli. Stofnum Söguleikana á Þingvöllum. Kær kveðja, Egill Skallagrímsson, form- aður Félags fornkappa. Þegar ég leit upp og skyggndist um eftir manninum var hann horf- inn. En á leiðinni í bæinn velti ég þessu fyrir mér fram og til baka. Alþingi Sögualdar endurreist á Þingvöllum! Þegar heim kom reyndi ég að átta mig á því hvernig þetta væri framkvæmanlegt. Eftir stund- arlegu undir feldi varð þetta útkom- an: Söguleikar á Þingvöllum Söguleikarnir á Þingvöllum yrðu árlegur viðburður haldnir um hveija helgi á tímabilinu júní—ágúst. Við skulum nú koma okkur fyrir í hópi ferðamanna, innlendra og erlendra, sem stendur á hlaðinu fyrir framan Hótel Valhöll og býður eftir að hin formlega athöfn hefjist. Það er laug- ardagur, klukkan tólf á hádegi. Utan af Þingvallavatni kemur langskip fyrir fullum seglum. Þegar það nálgast landið eru seglin felld, árum er skotið út og skipinu róið upp að bryggju. Upp úr skipinu stíga glaðbeittir kaupmenn og -konur í allskyns klæðnaði svo sem tíðkaðist á söguöld. Þau bera með sér vörur og slá upp sölutjöldum í kringum lítið markaðstorg. Vörurnar eru af ýmsu tagi, s.s. útskorin víkingaskip, drykkjarhorn úr beini, loðkragar úr minka- og refaskinnum, útskornir askar, kistlar o.fl., Þórslíkneski úr járni, nælur úr silfri og ýmislegt skart, „ekta“ Vínlandskort, ullar- Friðrik Erlingsson „Við viljum leiki og líf á Þingvöllum. Við vilj- um hlátur og gleði, hopp og hí. Alþingi sögualdar aftur á Þing- velli. Stofnum Sögu- leikana á Þingvöllum.“ sjöl, gærujakkar, ker, skálar og kútar úr brenndum leir o.fl. o.fl. Ferðamenn ganga inn á markað- storgið og lífleg verslun hefst að hætti sögualdar. (Vörurnar eru handgerðar af hagleiksmönnum og -konum vítt og breitt um landið sem stjórn þjóðgarðsins/Söguleikanna hefur gert samning við. Áhöfn skipsins eru starfsmenn þjóðgarðs- ins, 6—10 manneskjur.) Um klukkan tvö heyrist bjöllu- hljómur úr fjarlægð. Okkur verður litið til Lögbergs og þar sjáum við nokkum mannsöfnuð. Inn á mark- aðstorgið gengur kallari og tilkynn- ir að þing sé að hefjast. Ferðamenn tínast af stað, við fylgjum á eftir og staðnæmumst undir Lögbergi. Upp í brekkunni eru goðar, lögsögu- menn og höfðingjar að koma sér fyrir. Þetta er fríður hópur 20—30 manna. Dýrðleg litklæðin bærast í golunni. (Hér gæti orðið spennandi að fylgjast með umræðum um raun- veruleg þing- og ágreiningsmál sem hafa verið tekin fyrir á Alþingi til foma og við höfum heimildir um úr íslendingasögum. í brekkunni má ef til vill greina þá Snorra goða eða Hrafnkel freysgoða.) Eftir kannski 45 mínútur er gert hlé á þinginu. Við lítum niður á völlinn fyrir neðan Lögberg þar sem ýmsir knáir sögualdarkappar eru að koma sér fyrir. Hér eru hinir raunverulegu Söguleikar að hefjast. Hér má sjá fornmenn keppa í spjót- kasti, bogfimi, glímu, hnútukasti, ótemjureið, að stökkva hæð sína í herklæðum, mysukappdrykkju úr horni, skylmingum, einvígi. Og hér gefst ferðamönnum kostur að taka þátt í leikunum. Þeir geta valið að keppa hver við annan eða við sögu- fræga hetju. Sjáðu í anda japanska ferðamanninn sem kemur heim til Tókýó með ljósmynd af sér og Gretti Ásmundarsyni í fangbrögðum. Þegar ferðamenn hafa fengið sig fullsadda af því að glíma við Gretti eða keppa við hann Gunnar í her- klæðastökki, geta þeir gengið sem leið liggur upp í Almannagjá. Þá taka menn fljótt eftir því að orðið hafa aldaskipti. Hér má líta tjöld og búðir danskra landshöfðingja, fangatjöld og búðir sýslumanna. Á stórum hlóðum eru kerlingar að sjóða kjöt og hita öl. Höfðingjar, sveinar og sýslumenn standa gleiðir með hatt og parruk og staupa sig kampakátir. Fangar og brotamenn hírast í hlekkjum. Við fylgjumst með þegar lesnir eru upp dómar, kölluð fram vitni o.s.frv. (Hér gæti ferðamönnum jafnvel staðið til boða að rökræða við sýslumenn og reyna að fá dómum breytt. Þannig gæfíst innsýn inn í aldarfar og hugsunar- hátt.) í Almannagjá er líflegt um að litast og margt skrýtið og sér- kennilegt ber fyrir augu. Úr Söng- helli ómar kvintsöngur sveina, upp við hamravegginn er verið að brenn- imerkja þjóf en inn í búðum sitja fyrirmenn að tafli. Lengra frá okkur tökum við kannski eftir einum manni með mikið svart skegg og hvítar tennur. Hann kveður Pont- usrímur eldri svo undir tekur í hamraveggnum. Hér er kominn Jón Hreggviðsson sjálfur. Böðullinn er að hnýta upp á svipuólarnar. Þegar komið er niður úr Al- mannagjá er markaðstorgið enn í gangi. Enn hafa menn tök á að kaupa sér minjagripi um ferðina til Þingvalla. Ljóslifandi persónur og atburðir úr íslandssögunni hafa birst ferðamönnum. Eins og ósýni- legir gestir höfum við gengið um þingstaðinn forna, orðið vitni að einu og öðru úr sögu landsins, kynnst fortíð þess á lifandi hátt og att kappi við fornar hetjur. í stór- kostlegu náttúrumhverfí Þingvalla hafa ferðamenn, innlendir og er- lendir, upplifað eitthvað alveg sér- stakt. Skýjaborgir? I borginni Siena á Italíu eru ár- lega haldnar kappreiðar sem byggja á fornri hefð og menningu borgar- innar. Þangað koma þúsundir ferða- manna ár hvert. í Skotlandi eru Hálanda-leikarnir, sem byggðir eru upp á sérstöðu skota og þeirra forna menningararfi. Þangað koma þús- undir ferðamanna árlega að fylgjast með. í Jórvík á Englandi var reist sögualdarþorp þar sem fjöldi ferða- manna kemur árlega. í Danmörku var einnig reist sögualdarþorp er byggði á fornleifarannsóknum. Yfír sumartímann býr fólk í þessu þorpi að hætti fornmanna. Einnig þangað koma ferðamenn í stríðum straum- um. Sumarið 1987 setti hópur atvinn- uleikara upp leiksýningu í Rauðhól- um rétt fyrir utan borgarmörkin. Þar var Brennu-Njáls saga flutt undir opnum himni við mikla aðsókn og frábærar viðtökur. Því miður var sú sýning ekki gerð að árlegum við- burði enda varla hægt að ætlast til þess að fámennt einkaframtak standi eitt og sér undir viðburðum af þessu tagi án stuðnings frá ríki og sveitarfélögum. Söguleikarnir á Þingvöllum gætu orðið samstarfsverkefni nokkurra hópa, t.d. Félags íslenskra leikara, áhugaleikhópa, Ferðamálaráðs, stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum, íþróttafélaga, Útflutningsráðs, Náttúruverndarráðs, fyrirtækja í ferðaþjónustu, o.fl. o.fl. Mynduð yrði stjóm Söguleikanna er saman stæði af yfirmanni þjóðgarðsins, leikstjóra, leikmynda- og búninga- hönnuði, yfírsmiði, fulltrúa frá Nátt- úruverndarráði, fulltrúa frá Ferða- málaráði og síðast en ekki síst þarf í stjórnina mann sem hefur víðtæka þekkingu á sögu landsins og ekki síst sögu Þingvalla, t.d. Björn Th. Björnsson. Það er heldur ekkert því til fyrir- stöðu að setja upp Söguleika af þessu tagi hvar sem er á landinu. Það er varla til sú þúfa, hóll eða blettur sem ekki á sér einhveija merka sögu úr fornöld. Söguleikarn- ir gætu jafnvel orðið landfjórðungs- legt fyrirbæri yfir sumartímann. Eina krafan væri sú að gera það af metnaði og fyrirhyggju svo til fyrirmyndar mætti telja. Ég hika ekki við að fullyrða að ef Söguleikunum yrði hrint í fram- kvæmd af þeim metnaði og dugr.aði sem þjóðin er þekkt fyrir yrðu þeir á örfáum árum álíka ómissandi ferð- amönnum og Gullfoss eða Geysir. Ég er þess líka fullviss að böm og unglingar hefðu ólíkt meira gaman af að koma til Þingvalla og uupplifa Söguleikana í stað þess að hanga þar inni í sjoppu og þamba gos eða fikta í tölvuspilum. Én börnin læra nú það sem fyrir þeim er haft. Og ef menningu okkar er ekki haldið að þeim á þann hátt að hún veki áhuga þeirra, þá sækja þau menn- ingu sína einfaldlega eitthvað ann- að, t.d. út á videóleigu. í lokin verð ég að geta þess að kálfsskinnsbúturinn sem Egill rétti mér inn um bílgluggann sunnudag- inn 26. maí síðastliðinn, varð að dufti í höndum mér um Íeið og ég hafði lesið það sem á honum stóð. Þess vegna hef ég engar sannanir fyrir fundi okkar Egils. En hugmynd þeirra í Félagi fornkappa er hér með komið á framfæri til fijálsra afnota hveijum þeim er vill nýta sér hana. Höfundur fæsl við ritstörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.