Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1991
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss:
Tillaga um virð-
isaukaskatt felld
Þykir til marks um að Svisslendingar
séu á varðbergi gagnvart EB
Zurich. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SVISSLENDINGAR felldu tillögu um breytingar á skattakerfinu í
þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina með 54,3% atkvæða gegn 45,7%.
Breytingarnar hefðu meðal annars leitt til virðisaukaskatts í landinu
eins og tíðkast í aðildarríkjum Evrópubandalagsins (EB) og auðveldað
Sviss að aðlagast nágrannaríkjum sínum. Ottast er að svissneskar
vörur og þjónusta verði ekki samkeppnisfærar á Evrópumarkaði vegna
afstöðu þjóðarinnar en ibúar helstu viðskiptasvæða landsins, Zurich
og Basel, samþykktu tillöguna. Aðeins 32,3% þjóðarinnar tóku þátt í
atkvæðagreiðslunni.
Svissneska þingið, ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir fjórir studdu til-
löguna. Hún var nauðsynleg til að
tryggja alríkisstjórninni í Bern fram-
tíðartekjur en reglur um núverandi
skattatekjur hennar renna út 1994.
Hún fól meðal annars í sér að bein-
ir skattar myndu haldast en sölu-
skattur yrði felldur niður og virð-
isaukaskattur tekinn upp í staðinn.
Samtök vinnuveitenda og atvinnu-
rekenda voru á móti tillögunni og
sögðu að hún myndi aðeins hafa
hærri skatta í för með sér.
Otto Stich fjármálaráðherra sagði
að atkvæðagreiðslunni lokinni að
beint lýðræði svissnesku þjóðarinnar
hefði beðið ósigur eins og aðstand-
endur tillögunnar vegna dræmrar
þátttöku. Hann sagði að hún sýndi
að almenningur væri ekki tilbúinn
að setja sig inn í flókin málefni eins
og skattamál. Aðrir telja hins vegar
að tillagan hafi ekki verið nógu skýr
og skorinorð og þess vegna ekki
vakið áhuga fólks sem skyldi.
Svisslendingar hafa tvívegis áður
fellt tillögu um virðisaukaskatt. í
þetta sinn var áróðurinn fyrir honum
tengdur nauðsyn þess að Sviss sam-
lagaðist Evrópu. Niðurstaða kosn-
inganna þykir til marks um að Sviss-
lendingar séu á varðbergi gagnvart
þróuninni í Evrópu og ekki reiðubún-
ir að taka upp starfshætti aðild-
arríkja EB nema þeir séu sannfærð-
ir um að þeir henti sér. Niðurstaða
kosninganna nú boðar ekki gott fyr-
ir þjóðaratkvæðagreiðslu um samn-
inginn um Evrópskt efnahagssvæði
(EES) en svissneska ríkisstjórnin
verður að leggja hann fyrir þjóðina
ef hún ákveður að vera aðili að hon-
Samkvæmt nýlegri skoðanakönn-
un þá er þjóðin klofin í tvennt í af-
stöðu sinni til EB. 24% vilja að Sviss
gangi beint í EB og 25% að EES-
samningurinn verði notaður sem
stökkpallur inn í EB en 17% vilja
að EES-samningurinn verði látinn
nægja og 35% að Sviss verði sér á
báti í Evrópu, hvorki aðili að EES
né EB.
Páfi í fjórðu Póllandsförinni
Reuter
Jóhannes Páll páfi annar kom um helgina í sína
fjórðu heimsókn til Póllands frá því hann tók við
páfadómi. í Póllandi hefur páfi, sem er pólskur, átt
fundi með leiðtogum kaþólsku kirkjunnar í Sovétlýð-
veldinu Úkraínu. Við útimessu í landamæraborginni
Lubaczow í austurhluta Póllands í gær sagðist hann
álíta að kirkjan væri í mikilli sókn í Sovétríkjunum.
„Þjóðirnar hér austan við okkur munu hlýða kalli
krists og þær munu ekki líða þær þjáningar í fram-
tíðinni sem að undanförnu," sagði páfi sem óspart
hefur gagmýnt stjómvöld í kommúnistaríkjum fyrir
ofsóknir á hendur kirkjunni.
Alþjóðleg friðarráðstefna um málefni Austurlanda nær:
Bush hvetur leiðtoga í Mið-
Austurlöndum til að sættast
Washington, Jerúsalem, Kairó. Reuter.
GEORGE Bush Bandarikjaforseti hefur sent leiðtogum í Mið-Aust-
urlöndum persónuleg bréf þar sem hann hvetur þá til að nýta þau
tækifæri til friðar sem skapast hafi í kjölfar ferða James Bakers,
utanríkisráðherra, til Mið-Austurlanda að undanförnu. Skýrði Marl-
in Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, frá þessu í gær.
Fitzwater víldi ekki tjá sig nánar
um innihald bréfa forsetans en ta-
lið er að í þeim sé að finna mála-
miðlunartillögur í þeim tveimur
málum sem erfiðlegast hefur geng-
ið að ná samkomulagi um: Hlut
Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri
friðarráðstefnu og hversu lengi sh'k
ráðstefna ætti að standa. ísraels-
menn vilja ekki að Sameinuðu þjóð-
irnar eigi aðild að slíkri ráðstefnu
og einnig vilja þeir að ráðstefnan
verði einungis haldin einu sinni en
þróist síðan yfir í tvíhliða viðræður
milli deiluaðila.
Yithzak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sagði í gær að Banda-
ríkjaforseti hefði hvatt hann til að
gefa eftir og fallast á sjónarmið
Bandaríkjastjórnar hvað varðar
friðarviðræður í Mið-Austurlönd-
um. Féllu þessi ummæli forsætis-
ráðherrans að loknum lokuðum
fundi utanríkis- og varnarmála-
nefndar ísraelska þingsins. Einn
þeirra er sat þann fund sagði
Shamir hafa skýrt þingnefndunum
frá því að Baker hefði í síðustu
ísraelsheimsókn sinni krafist þess
að Sameinuðu þjóðirnar ættu aðild
að alþjóðlegri friðarráðstefnu. í
fyrri heimsóknum sínum hefði
bandaríski utanríkisráðherrann
aftur á móti ekki lagt áherslu á
það atriði.
Dick Cheney, varnarmálaráð-
Jafnaðarmenn vinna signr í
þingkosningnm í Hamborg
Helmut Kohl spáir því að næstu árin
verði kristilegum demókrötum erfið
Bonn. Reuter.
Jafnaðarmenn unnu sigur í kosningum til þings þýska sambandsríkis-
ins Hamborgar í gær og hafa að likindum tryggt sér hreinan meiri-
hluta á þingi borgarinnar. Þetta er þriðji kosningasigur jafnaðar-
manna á árinu. „Ef okkur telst að halda þessu áfram...þá verður flokk-
urinn ósigrandi þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Björn Engholm,
nýkjörinn formaður flokksins.
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð-
um fær Jafnaðarmannaflokkurinn
(SPD) 61 þingsæti af 121. Flokkur-
inn fékk 48% atkvæða en hafði 45%
í síðustu kosningum. Undanfarin
fjögur ár hefur flokkurinn stjórnað
í borginni ásamt frjálsum demókröt-
um. Kristilegir demókratar fengu
35,1% atkvæða en höfðu 40,5%.
Græningjar fengu 7,2% atkvæða en
höfðu 7%. Frjálsir demókratar fengu
5,4% atkvæða en höfðu 6,5%. Aðrir
flokkar fengu minna. Kjörsókn var
66,1% en var 79,5% árið 1987.
Fyrir kosningarnar voru jafnaðar-
menn einir við stjórnvölinn í fimm
af 16 sambandsríkjum Þýskalands.
í öðrum fjórum eru þeir í stjórn með
ftjálsum demókrötum eða græningj-
um. Flokkurinn hefur því meirihluta
í Sambandsráðinu, efri deild þýska
þingsins, og getur stöðvað lagasetn-
ingu á vissum sviðum. Engholm
sagði í kjölfar sigursins í Hamborg
að SPD myndi notfæra sér þennan
rétt í auknum mæli.
Helmut Kohl kanslari skýrði ósig-
urinn svo að kristilegum demókröt-
um hefði ekki tekist að höfða til kjós-
enda. Hann viðurkenndi einnig að
ágreiningur innan flokksins hefði
komið sér illa. Kohl spáði því að erfið-
leikarnir ættu eftir að vaxa enn á
næstu árum vegna ástandsins í aust-
urhluta Þýskalands. Þar er atvinnu-
leysi mikið og efnahagsástandið slíkt
að ríkisstjórnin sá sig knúna fyrr á
árinu til að bijóta
kosningaloforð um að hækka ekki
skatta á Vestur-Þjóðveija til að
standa straum kostnaði við samein-
inguna.
Þótt vart hafi orðið aukinnar
spennu í samsteypustjórn kristilegra
Helmut Kohl kanslari Þýskalands (t.v.) ásamt Hartmut Perschau
leiðtoga kristilegra demókrata í Hamborg.
demókrata og frjálsra demókrata og
vangaveltur séu um að hinir síðar-
nefndu skipti um samstarfsaðila er
meirihluti Kohls kanslara svo að
segja gulltryggður fram til ársins
1994 er haldnar verða kosningar
næst. Skýringin er sú að ekki er
hægt að fella meírihlutastjórn í
Þýskalandi nema geta boðið upp á
starfhæfan meirihluta í staðinn. Það
geta jafnaðarmenn og fijálsir demó-
kratar ekki nema með því að ijúfa
heit sitt um að vinna aldrei með
PDS, flokknum sem reistur var á
rústum austur-þýska kommúnista-
flokksins.
herra Bandaríkjanna, sagði á föstu-
dag í Israel, að bandarísk stjórn-
völd ætluðu að koma þar fyrir mikl-
um vopnabirgðum, sem hægt væri
að grípa til ef ný styijöld brytist út
í Miðausturlöndum. Lýsti hann yfir
eindregnum stuðningi við ísraels-
stjórn og réttlætti þá ákvörðun að
gefa henni 10 orrustuþotur og einn-
ig að mestu leyti njdt Arrow-gagn-
eldflaugakerfi.
Cheney sagði, að verið væri að
ganga frá samkomulagi við ísraels-
stjórn um að Bandaríkjaher fengi
að geyma í landinu mikið af vopn-
um og búnaði, sem unnt yrði að
grípa til ef stríð brytist út, en
vopnageymslurnar sjálfar voru
byggðar fyrir nokkru. Af pólitísk-
um ástæðum þótti hins vegar ekki
á það hættandi fyrr en nú að taka
þær í notkun. I síðasta mánuði
ræddi Cheney við stjórnvöld í ara-
baríkjunum víð Persaflóa um sams
konar vopnageymslur og náði um
þær samkomulagi í aðalatriðum.
Arabaríkin eru aftur á móti ekki á
einu máli um hvert eigi að vera
hernaðarlegt hlutverk Bandaríkja-
manna í Miðausturlöndum.
A fimmtudag var frá því skýrt,
að Bandaríkjastjórn ætlaði að gefa
ísraelum 10 orrustuþotur og greiða
að 72% fyrir nýtt Arrow-gagneld-
flaugakerfi og gerist þetta á sama
tíma og George Bush Bandaríkja-
forseti er að kynna tillögur um að
draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu
í Miðausturlöndum. Cheney sagði
þó, að vopnagjöfin stangaðist ekki
á við tillögur Bush vegna þess, að
í þeim væri gert ráð fyrir, að ríkin
réðu yfir nauðsynlegum varnar-
vopnum. í tillögum Bush er einnig
kveðið á um bann við kjarnorku-
vopnum en talið er víst, að Israelar
eigi þau. Þegar Cheney var um
þetta spurður fór hann undan í
flæmingi og sagði aðeins, að ísrael-
ar viðurkenndu ekki, að þeir réðu
yfir kjarnorkuvopnum.
Heimildir Eeuíers-fréttastofunn-
ar herma að Bandaríkjamenn séu
einnig að setja upp vopnabúr í
Saudí-Arabíu, Kúveit og Samein-
uðu arabísku furstadæmunum. Þar
að auki væri áætlað að setja upp
stjórnstöðvar í Óman og Bahrain.