Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? I Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda n'skra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111 202 Kópavogi - Sími 91-641923 á kvöldin - Sími 91-642319. Lifsvon lýðræðis í Austur-Evrópu eftir Margréti Haraldsdóttur Vikuna 21. apríl til 26. apríl var haldin ráðstefna í London um „Fram- tíð Evrópu“. Ráðstefna þessi var haldin á vegum BAGYP (The British Atlantic group of young politicians) og sátum við Davíð Stefánsson, formaður SUS, ráðstefnuna á vegum Varðbergs. Þarna voru samankomnir stjórnmálamenn frá 27 löndum víðs- vegar úr Evrópu, USA og Kanada, til að ræða framtíð Evrópu með til- liti til breyttra aðstæðna. Kastljósinu var sérstaklega beint að samskiptum yesturlanda við Austur-Evrópuríkin. Ymsir þekktir stjórnmálaleiðtogar ávörpuðu þingið, s.s. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, Lech Walesa, forseti Póllands, og Edward Heath, fyrrv. forsætisráðherra, og hluti hópsins fór í heimsókn í Rothsc- hild & sons, þar sem Tony Alt, fram- kvæmdastjóri, lýsti vandamálum sem fylgja einkavæðingu í Austur-Evr- ópu. Þrennt var athyglisverðast sem fram kom á þinginu. Það var í fyrsta lagi umræðan um uppbyggingu efna- hagskerfis Austur-Evrópu og þau vandamál sem þessar þjóðir eiga við að etja. í öðru lagi framtíð NATO og fyrirkomulag varna í Evrópu. í þriðja lagi það sem snertir okkur mest, en það er staða Islands á al- þjóðavéttvangi og ákall Austur-Evr- ópuríkjanna um hjálp og samvinnu. Það er Ijóst að efnahagur Austur- Evrópuríkjanna er í molum. Þetta fólk sem hefur brotist undan járn- greip kommúnismans og er að feta sig í átt til lýðræðis þarf að takast á við gífurlega efnahagserfiðleika. Iðnaður og viðskipti eru lífæð hverr- ar þjóðar og tækifæri til að ræða þessi málfni geta verið mikilvæg aðstoð við að þróa nýtt efnahag- skerfi. Því þarf að örva skoðana- skipti milli þessara landa um við- skipti, efnahag og félagsleg málefni. Við erum fyrsta kynslóðin í Evrópu sem ekki hefur háð stríð sín á milli. Okkar verkefni er að viðhalda friðn- um og þróa samskipti á milli landa með það í huga að Evrópa geti virk- að sem ein heild í samfélagi þjóð- anna. Uppbygging efnahagskerfis Austur-Evrópu Þróunin í Austur-Evrópu er líkleg- ast eitthvert mesta breytingarskeið sem mín kynslóð mun lifa að sjá. Þau vandamál sem Austur-Evrópu- ríkin eru að kljást við núna eru í stuttu máli þessi: 1. Hin nýju stjómvöld taka við stjómkerfi sem hreinlega virkar ekki. Embættisstofnanir em staðnaðar, alla skilvirkni vantar og sérfræðingar eru fáir. Bankakerfið virkar ekki af sömu ástæðum og peningamarkaður er ekki til. Menn geta tekið skynsam- legar ákvarðanir á þingi, en fram- kvæmdin stoppar í kerfinu. Stjóm- sýslan er tóm skel, sbr. Sovétríkin og Rúmeníu. 2. Hagkerfið þarf að breytast. Koma þarf á einkavæðingu. Tony Alt. framkvæmdastjóri Rothschild & sons, sagði að einkavæðing í Austur- Evrópu myndi taka mun lengri tíma, en upphaflega var áætlað. Það þyrfti að byggja upp ákveðinn grundvöll fyrst, s.s. skilvirkt embættiskerfi, bankakerfí, fjármagnsmarkað og þjálfa fólk. Ekkert af þessu er fyrir hendi. Vonbrigði fólksins eru mikil, því að menn höfðu ímyndað sér að einkavæðingin tæki 3-5 ár. Þetta er þyrnum stráð braut um táradal, t.d. kostar þessi breyting mikið atvinnuleysi. Við fall kommúnismans hefur komið í ljós að Austur-Evrópa á langt í land með að ná Vesturlöndum í iðnþróun, hagvexti og viðskiptum. Fijáls verslun verður ekki komið á án þess að blóðtaka verði einhvers staðar. Það tekur tíma að ná jafn- vægi á markaði. Það þarf að skapa viðunandi skilyrði fyrir fyrirtækin svo menn fáist til að fjárfesta og flytja inn fjármagn. 3. Menningarsamfélagið, s.s. frjálsir fjölmiðlar, kirkjan, þrýstihóp- ar o.s.frv. það þarf að byggja upp að nýju. Þetta er t.d. óleyst vanda- mál í Rúmeníu og mun valda pólitísk- um óstöðugleika í langan tíma. Á meðan Austur-Evrópuríkin lutu alræði kommúnismans var unnið kerfísbundið að því að brjóta niður menningarsamfélag þessara ríkja. Mörg ár mun taka að vinna upp aft-. ur það sem tapast hefur. 4. Fall kommúnismans veldur tómarúmi sem erfítt er að fylla. „Sviknum brann í brjósti hatur, bauðst oss kannski skjól og matur.“ Menn verða að hafa í huga að stund- um voru menn að mótmæla fram- kvæmd kommúnismans en ekki hug- sjóninni sjálfri. Tilhneiging er til að fylla þetta tómarúm með öfga- kenndri þjóðerniskennd, kirkjuríki eða ofurtrú á lausnum Vesturlanda. Dæmi um þetta er að til eru þeir sem halda að öll vandamál megi leysa með kenningum Hayeks og Fried- mans. Þetta er hættulegt því að ef vel á að vera þarf að skoða aðstæður á hveijum stað og vinna út frá þeim möguleikum sem til eru hverju sinni, t.d. er ekki hægt að einkavæða í einu vettvangi landbúnað sem er á frum- stigi hvað varðar framleiðslu og tækni. Þegar V-Evrópa var í rúst eftir seinni heimsstyijöldina fengum við aðstoð til að verða bjargálna (Mars- hall-áætlun eftirstríðsáranna). Hið sama þarf nú að gera fyrir A-Evrópu ef ríkin eiga að komast í gegn. Lönd eins og Rúmenía og Pólland hafa auðlindir, eru auðug af landgæðum og eiga að hafa möguleika á að ná sér á strik og ná sömu efnahagslegu festu og Vesturlönd, þ.e. ef þau fá aðstoð til að komast yfír byijunarerf- iðleikana. Varnir Evrópu og framtíðarhlutverk NATO Þegar menn eru að velta fyrir sér öryggiskerfí í Evrópu eru það tvær spurningar sem brenna á mönnum. 1. Spurning um öryggi hvers lands fyrir sig. 2. Spurning um öryggi Vestur- landa og hefðbundna samvinnu þeirra á milli. Æskilegast væri ef hægt er að þróa samvinnu sem nær til allra Evrópulanda. Vert er að hafa í huga að efnahagsleg uppbygging er for- senda fyrir jafnvægi í alþjóðasam- skiptum. Douglas Hurd sagði að stóra spumingin væri hvernig ætti að skip- uleggja vamir Evrópu. Svarið væri að á þessu þyrfti að taka með sam- vinnu allra hlutaðeigandi aðila, ræða málið og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir gætu sætt sig við. Mikilvægur þáttur í öryggismál- um væri efnahagsleg samvinna á Nú gefur VISA greldslukorfid þitf f/opnað" þér dlyr I bókstaflegri merkingu orösins Fáðu þér AMDI aðgangskerfi og þú getur notað VISA greiðslukortið þitt sem lykil. Sjón er sögu ríkari, hafðu samband við sölumenn VARA og fáðu nánari upplýsingar. VISA OG VARI - PÆGINDIOG ÖRYGGI VARI •S 91-29399 ALHLIÐA ÖRYGGISÞJÓNUSTA SlDAN 1969 Vinningstölur laugardaginn 1. júní 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 2.065.233 2. 4a“# 6 108.940 3. 4af5 172 6.555 4. 3af 5 6.922 380 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.607.159 kr. I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Margrét Haraldsdóttir „íslendingar hafa áunn- ið sér virðingu á al- þjóðavettvangi þó smá- ir séu og eins og einn Bretinn orðaði það: „Vel skipulagður rök- stuðningur með góðu máli kemur málefni í gegn hvort sem það kemur frá stórþjóð eða smáríki.“ milli landa og heimshluta. Talið er að ríki Austur-Evrópu muni ganga í EB um leið og þau hafa náð þeim efnahagslega árangri sem til þarf. Sýna þarf minnihlutahópum skiln- ing og virða sjálfstæði og menningar- arfleið þeirra. Ekki síst sérstöðu hvers um sig. Þjóðirnar verða að skiptast á hugmyndum um gildi, sið- ferði og síðast en ekki síst hugmynd- um um réttlæti. Þarna ber að hafa í huga ólík viðhorf til mannréttinda- brota. Lokaniðurstaða ráðstefnunnar var sú að NATO myndi halda áfram að gegna ákveðnu hlutverki í framtíð- inni. Staða íslands og aðstoð okkar við A-Evrópu íslendingar með Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, í broddi fylkingar hafa verið leiðandi í samningaviðræðunum á milli EFTA og EB um evrópska efnahagssvæðið. Þó vonir manna hafí minnkað um að þeir samningar náist eru menn almennt sammála um að samninga- viðræðurnar hafi verið gagnlegar á báða bóga. Þær hafí eflt skilning og samvinnu milli þeirra ríkja sem standa að samningunum. Skýr afstaða okkar íslendinga og bein afskipti Jóns Baldvins af Eystra- saltsmálinu hafa vakið gífurlega at- hygli, ekki síst í A-Evrópu. Islendingar hafa áunnið sér virð- ingu á alþjóðavettvangi þó smáir séu og eins og einn Bretinn orðaði það: „Vel skipulagður rökstuðningur með góðu máli kemur málefni í gegn hvort sem það kemur frá stórþjóð eða smáríki." íslendingar eru með háar þjóðartekjur á mann, ómengað land, hafa aldrei staðið í stríði, en tekið hiklaust afstöðu með réttlætis- málum á alþjóðavettvangi. Þessar staðreyndir valda því að A-Evrópu- ríkin líta til okkar í von um upplýs- ingaráðgjöf og stuðning. Þeir vonast til að við kynnum okkur vandamál þeirra og leggjum þeim lið á alþjóða- vettvangi. Islendingar hafa ekki möguleika á að veita beina efnahags- aðstoð, en við getum stutt málflutn- ing þeiiTa og barist fyrir því að þeir fái efnahagsaðstoð. Einnig að Vest- urlöndin opni markaði sína meira fyrir þeim. Svo má hafa skipti á sendinefndum á milli landa og kynna hvernig við leysum okkar vandamál og sjá hvað þeir eru að beijast við. Ef við aðstoðum þessi lönd þá höfum við um leið eignast öfluga bandamenn á alþjóðavettvangi. Svo getur farið að við neyðumst til að ganga í EB og talið er líklegt að A-Evrópuríkin muni ganga í EB hvert á fætur öðru. Pólland hefur þegar sótt um aukaaðild. Þá er lífs- nauðsyn fyrir okkur að eiga bandá- menn sem skilja sérstöðu okkar og bera virðingu og traust til íslendinga. Höfundur erkennnri \ið Menntaskólnnn við Sund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.