Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JÚNÍ 1991
21
Gimnar Kvaran á fyrstu
þriðjudagstónleikum
Listasafns Sigurjóns
Eitthvað vefst það fyrir þeim
er þetta ritar hvers vegna heil-
brigðisráðherra tók þá stefnu,
varla búinn að ná áttum í nýju
embætti, að beija þessar fáheyrðu
flokkunarreglur í gegn með illu.
Eg hygg að hann hefði betur eytt
meiri tíma í að kynna sér þetta
mál, að ekki sé minnst á þá sjálf-
sögðu vinnureglu að ræða við aðila
báðum megin borðsins áður en
ákvörðun var tekin um að stöðva
endurgreiðslur vegna tannrétt-
inga. Þeir málsmetandi aðilar í í
heilbrigðiskerfinu eru nefnilega
ófáir, sem látið hafa í ljósi efa-
semdir um að lög um flokkun tann-
réttingasjúklinga og reglugerðin
sem sett var til að framfylgja þeim
muni leiða til þess sparnaðar sem
þeim var upphaflega ætlað.
Lánleysi þeirra embættismanna,
sem upphaflega stóðu að téðum
flokkunarlögum og undirbjuggu
samþykkt þeirra á Alþingi í lok
árs 1989, tneð upplýsingum sem
flestar eða allar reyndust vera
rangar, er fáheyrt. Þar áttu sér
stað mistök, sem hafa verið dýru
verði keypt af fórnarlömbum deil-
unnar, þeim ört vaxandi hópi tann-
réttingasjúklinga sem ekki fær
lögboðna aðstoð sjúkratrygginga.
Þessir sjúklingar voru gabbaðir
með auglýsingu frá TR í janúar
1990 til að fresta því að fara í
tannréttingar. Þeir sem hlýddu
sitja enn með sárt ennið og skakk-
ar tennur og bíða eftir lausn deil-
unnar. Hinir, sem óhlýðnuðust,
voru verðlaunaðir í febrúar sl. þeg-
ar allur kostnaður vegna tannrétt-
inga á árinu 1990 var greiddur til
hálfs eftir eldri reglum. Þannig
hafa heilbrigðisyfirvöld bætt gráu
ofan á svart með því að draga
skjólstæðinga sína á asnaeyrunum
í þessu máli.
Höfundur er tannlæknir og hefur
lokið sémámi í tannréttingum.
FYRSTU tónleikarnir í sumar-
tónleikaröð Listasafns Siguijóns
Ólafssonar verða í dag þriðju-
daginn 4. júní nk. og hefjast þeir
kl. 20.30. Þá mun Gunnar Kvaran
sellóleikari leika tvær einleiks-
svítur eftir Johann Sebastian
Bach, nr. 1 í G-dúr og nr. 5 í
c-moll og jafnframt rabba um
verkin.
Gunnar Kvaran nam hér heima
hjá Heinz Edelstein og Einari Vig-
fússyni. Framhaldsnám stundaði
hann hjá Erlingi Blöndal Bengtsson
í Kaupmannahöfn og Reine Flachot
í Basel.
Hann hefur komið fram sem ein-
leikari og í kammertónlist á öllum
Norðurlöndunum, Þýskalandi,_ Hol-
landi, Frakklandi, Belgíu og Ítalíu,
auk Bandaríkjanna, þar sem hann
hefur starfað á þekktum tónlistar-
hátíðum í Vermont-fylki bæði sem
kennari og flytjandi.
Gunnar starfar nú sem deildar-
stjóri strengjadeildar Tónlistarskól-
ans í Reykjavík og kennir þar selló-
leik og kammertónlist.
Tónleikarnir standa í um það bil
Gunnar Kvaran, sellóleikari.
klukkutíma og að þeim loknum
geta gestir að venjú notið veitinga
í kaffístofu safnsins.
(Fréttatilkynning)
Bíldudalur:
Landsbankahlaupið á Bíldudal
Bíldudal.
EINS OG venja er var Lands-
bankahlaupið haldið á Bíldudal
laugardaginn 25. maí. Keppend-
ur voru 20 talsins og var keppt
í tveimur flokkum pilta og
stúlkna.
Þá kepptu fjórir grænlenskir
grunnskólanemar sem gestir í
lilaupinu. Að hlaupinu loknu af-
henti Kjartan Haraldsson útibús-
stjóri Landsbankans á Bíldudal
keppendum verðlaun og viðurkenn-
ingar fyrir þátttökuna. Úrslit birt-
ust í Morgunblaðinu þriðjudaginn
28. maí.
R. Schmidt
- Hárlos
- Kláði
- Flasa
- Litun
- Permanent
MAIMEX
vítamín
sérstaklega fyrir
hár, húð og neglur.
JónaBjörk
Grétarsdóttir:
Ég missti megnið af hár-
inu 1987 vegna veikinda.
Árið 1989 byrjaði hárið
fyrst að vaxa aftur, en
það var mjög lélegt; það
var svo þurrt og dautt
og vildi detta af.
Síðan kynntist ég Manex
hársnyrtilínunni og það
urðu mjög snögg um-
skipti á hári mínu til hins
betra. Eftir 3ja mánaða
notkun á Manex prótein-
inu, vítamíninu og
sjampóinu er hár mitt
orðið gott og enn í dag
finn ég nýtt hár vera að
vaxa.
Fæst í flestum apótekum
hárgreiðslu- og rakara-
stofum um land allt.
MANEXsjampó
MANEX næring
Dreifing:
S. 680630.
rosia
am
RÆKTAÐU HUGANN
— en gleymdu ekki undirstöðunni!
g gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.
MJÓLKURDAGSNEFND
lUiúOI (Ii.iUJVIv, .O (Ju'uIJIj jjMl.oU lv IIUII .ivUlliú| Uc. IIIUj^U.i OI \
lUUll
HVÍTA HÚSIÐ /SÍA