Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR.4. JÚNÍ 1991-
Femuiismálin í EES/EB
eftirKjartan
Norðdahl
í leiðara DV 13. maí sl. kemst
fyrrverandi alþingismaður og annar
ritstjóri blaðsins, sá góði drengur,
Ellert B. Schram, svo að orði:
„Meginmáli skiptir að hver og
einn þingmaður fínni til ábyrgðar
sinnar og muni það fyrst og síð-
ast að hann er ekki til að drottna
og deila. Þingmenn eru þjónar
almennings og hafa skyldum að
gegna gagnvart kjósendum. Það
er undir þeim sjálfum komið hvort
íslenska þjóðin ber virðingu fyrir
löggjafarsamkundunni og því
fólki sem þar situr." (Leturbr.
mín, KN.)
Hver stjórnmálamaðurinn á fætur
öðrum hefur á undanförnum mánuð-
um og vikum lýst því yfir, að samn-
ingar okkar og annarra EFTA-þjóða
við Evrópubandalagið (EB) um evr-
ópskt efnahagssvæði (EES) séu eitt-
hvert þýðingarmesta utanríkismál
íslendinga frá stofnun lýðveldisins.
Maður skyldi því ætla að alþingis-
menn, ráðherrar jafnt sem aðrir,
fyndu til ábyrgðar sinnar og myndu
eftir skyldu sinni til að upplýsa al-
menning á íslandi, kjósendur, um
alla þýðingarmestu þætti þessa
viðmikla máls. Ég fullyrði samt hér,
að þessari skyldu sinni hafa stjórn-
málamennirnir brugðist að því er
varðar þau mál EES/EB, er ég leyfi
mér að kalla feimnismálin, vegna
þess hve sáralítið er um þau fjallað
í allri umræðunni, og sem er í engu
samræmi við mikilvægi þeirra — hér
á ég við ijórfrelsið svonefnda, en það
nær yfir frjálsa flutninga á vörum,
þjónustu, fólki og fjármagni.
Nær allir þeir, er ég hef spurt
hvað þeir viti um EES, svara eitt-
hvað á þá leið, að það séu samning-
ar um tolla. Ef spurt er um fjórfrel-
sið hrista menn höfuðið og sýna
vantrú ef útlistað er fyrir þeim hvað
í því felist.
Alvarleg íhugunarefni
Fjórfrelsið er aðalatriði í EES/EB,
en ekki aukaatriði, eins og maður
gæti haldið miðað við hvernig stjórn-
málamenn á íslandi tala um málið,
því þeir tala nánast um ekkert ann-
að en fiskinn.
Fyrir kjósendur sína setja þeir
dæmið svona upp: Við viljum fá að
selja tollfrjálsan fisk á innri mörkuð-
um EB og í staðinn ætlum við ekki
að leyfa þeim að veiða fiskinn okkar!
Segið svo að þeir séu ekki klárir
í samningum, strákarnir okkar. Þeir
eru að semja við harðjaxlana í EB
um að við íslendingar fáum eitthvað
fyrir ekki neitt! Eða hvar og hvað
er þetta sem við eigum að láta í
staðinn? Af hverju þessi feluleikur
og læðupokaháttur með það sem við
eigum að láta í staðinn? Ef hagsmun-
ir okkar af því að fá tollaívilnanir
með fiskinn okkar hjá þeim í EB eru
jafn þýðingarmiklir og látið er í veðri
vaka, hvernig dettur þá nokkrum
manni í hug, að eigi þurfi að greiða
fyrir með a.m.k. jafnþýðingarmikl-
um hagsmunum?
Auðvitað er þetta hrein móðgun
við dómgreind almennings. Auðvitað
veit hann, að í þessum, harða heimi
er ekki unnt að fá neitt fyrir ekki
neitt. Og þá spyr ég — eftir hveiju
gætu útlendingar verið að slægjast
hér á landi, ef þeir mega ekki veiða
fiskinn okkar? Hvað höfum við að
bjóða ef ekki fiskinn? Svari hver
fyrir sig.
Feimnismálin, þessi mál sem al-
þingismennirnir vilja sem minnst
tala um, snúast m.a. um það, hvað
við íslendingar ætlum að gera, eða
getum gert, ef hingað fara að flytj-
ast útlendingar í stórum stíl til þess
að setjast hérna að, því að nóg er
plássið og lítið atvinnuleysi, og hvað
við ætlum að gera, eða getum gert,
ef erlendir auðkýfingar frá EES-
svæðinu sjá sér hag í því að fjár-
festa hér á landi í stórum stíl, og
hvað við ætlum að gera, eða getum
gert, þegar ágreiningi um þessi mál
verður skotið til erlends dómstóls,
sem stjórnmálamenn (og fræði-
menn) virðast ekki vita hvort hafi
vald eða ekki til þess að kveða upp
bindandi úrskurð fyrir okkur íslend-
inga.
Ætli menn myndu ekki aldeilis
sperra eyrun og lyfta brúnum, ef
þeir heyrðu í útvarpinu eða sæju í
blöðunum eða sjónvarpinu að verið
væri að selja útlendingum stóra
parta af landinu, fyrirtæki og fast-
eignir, eða ef sagt væri frá því að
hingað væru að flytjast búferlum
svona 100 þúsund manns frá Suður-
Evrópu?
Það er fullkomlega óþolandi — og
óveijandi, að ekki skuli vera meira
fjallað á almennum vettvangi um
þessi atriði væntanlegs samnings en
raun ber vitni. Það er alls ekki nóg
að ræða aðeins um fisk og fiskimið,
þótt það séu auðvitað geipiþýðingar-
mikil mál fyrir íslendinga — eða
dettur nokkrum heilvita manni í hug
eitt augnablik, að það sé ekki einnig
þýðingarmikið að ræða um það,
hvernig hin litla íslenzka þjóð, sem
Um óréttmæta viðskipta-
hætti, auglýsingaæði og of-
stjórn í landbúnaðarmálum
eftir Þórð E.
Halldórsson
í lögum nr. 56 frá 1978 um verð-
lag og samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti, segir svo í 27.
grein: „Óheimilt er að veita rangar,
ófullnægjandi eða villandi upplýs-
ingar í auglýsingum eða með öðr-
um hætti, eða- beita öðrum slíkum
viðskiptaaðferðum, sem sama marki
eru brenndar, enda séu upplýsingar
þessar og viðskiptaaðferðir fallnar
til að hafa áhrif á eftirspurn eða
framboð vara, fasteigna, þjónustu
eða annars þess, sem haft er á boð-
stólum í atvinnustarfsemi, sem lög
þessi taka til, sbr. 2. grein.“
Fyrir nokkrum vikum var farið
af stað með sölu og dreifingu á svo-
kölluðu snyrtu og jafnframt ódýru
dilkakjöti, að því er sagt var í auglýs-
ingum frá söluaðilum. Auk auglýs-
inga í útvarpi og blöðum kom sér-
stök auglýsing í sjónvarpi um þetta
snyrta kjöt. Tel ég auglýsingu þessa
tvímælalaust bijóta í bága við lögin,
sem tilgreind eru hér að framan.
Vi! ég hér með finna þeim orðum
mínum stað.
Sjónvarpsauglýsingin sýnir kót-
elettur - á steikarpönnu. Þær eru
snyrtar á þann hátt að allt er hreins-
að af rifbeininu í kótelettunni, og
aðeins skilinn eftir vöðvabitinn í
henni miðri. Tveir kjötbitar eru í
sömu auglýsingu settir inn í ísskáp.
Á þeim er ekki að sjá nokkra fituögn.
Kaupirðu poka með þessu
„snyrta" kjöti, kemur í ljós að aðeins
er fjarlægt af skrokknum slögin og
bringan. Ekki ein einasta kóteletta
er snyrt á þann hátt sem sýnt er í
sjónvarpsauglýsingunni. Verðmunur
á þessu „snyrta“ kjöti er 60 kr. á
kíló, miðað við kjöt í heilum skrokk-
um, sem selt er á 426 kr. pr. kg en
það snyrta er á 486 kr. pr. kg.
Miðað við það sem fjarlægt er úr
Þórður E. Halldórsson
„Allan kostnað við
snyrtinguna, auk aug-
lýsinganna í útvarpi,
sjónvarpi og blöðum,
fær svo notandinn að
greiða í langtum hærra
vöruverði."
kjötinu við snyrtingu, borgar sig
fyrir neytandann að kaupa skrokk-
inn heilan og þótt hann hentil rusla-
fötuna slögum og bringu, sem ekki
er gert á sæmilegum heimilum, held-
ur notað í rúllupylsu eða kæfu,
mundi hann spara sér allgóða upp-
hæð.
Allan kostnað við snyrtinguna,
auk auglýsinganna í útvarpi, sjón-
varpi og blöðum, fær svo notandinn
að greiða í langtum hærra vöruverði.
Eg kem þá að mjólkurvörunum.
Mér ofbýður það fáranlega aug-
lýsingaflóð sem þar er á ferðinni.
Þú flettir naumast svo dagblaði,
hlustar á útvarp, horfir á sjónvarp
án þess að lesa, hlusta eða sjá aug-
lýsingu um landbúnaðarvörur undir
kjörorðinu „Mjólk er góð.“
Frumverð auglýsinga í sjónvarpi
er á ódýrasta til dýrasta auglýsinga-
tíma frá 3.000 kr. til 10.000 kr. auk
528 kr. til 1.200 pr. sekúndu. Heil-
síðuauglýsing { lit í Morgunblaðinu
kostar 288.840 kr., tvöhundruðátta-
tíuogáttaþúsundáttahundruðogfjör-
utíu krónur. Jafnveþflugvél hins víð-
förla fréttamanns Ómars Ragnars-
sonar er á mjög áberandi hátt
skreytt slagorðinu „Mjólk er góð“.
Það fer naumast framhjá neinum
neytanda, að allt auglýsingaflóðið
kostar milljónatugi eða milljóna-
hundruð yfir árið. Hver borgar? Þú,
neytandi góður. Hvað þýða auglýs-
ingar um mjólk? Hvert einasta heim-
ili í landinu kaupir og notar mjólk á
hveijum degi. Notar það meiri eða
minni mjólk, hvort sem hún er aug-
lýst eða ekki?
Um það leyti sem samkeppnin um
fegurðardrottningu íslands stóð sem
hæst birtist í Morgunblaðinu auglýs-
ing í lit neðst yfir þvera opnu blaðs-
ins. Litmyndir af keppendunum með
yfirskriftinni „Mjólk er góð“. Vel
mátti láta sér detta í hug að þarna
hefði fundist aukabúgrein í mjólkur-
framleiðslú.
Vel væri þegið ef landbúnaðarráð-
uneytið sæi sér fært að huga frekar
að þessum málum og léti okkur neyt-
endum í té upplýsingar um hvað við
greiðum í auglýsingakostnað af þeim
daglegu neysluvörum sem hér um
ræðir. Það væri neytendum og
bændum, sem ekki virðast ofhaldnir
af sínu, mikið þakkarefni.
Auk þeirra kostnaðarliða sem hér
hafa verið nefndir, kemur svo allur
annar kostnaður, dreifing, smásölu-
álagning og síðast en ekki síst niður-
greiðslurnar. Það er mál að neytand-
inn setjist niður og hugsi.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
telur um 250 þús. manns, geti verið
örugg um, að þessi samningur, sem
felur í sér algerlega fijálsa för
manna til íslands af svæði, sem tel-
ur 350 milljón! manns, verði ekki til
þess að þjóðin þurrkist út? Hvernig
voga þessir póiitíkusar sér að láta
við íslenzkan almenning eins og að
þetta sé ekki neitt til þess að hafa
áhyggjur af? Hvers vegna skýra
þessir menn, sem standa í forsvari
fyrir samningunum af okkar hálfu,
ekki nákvæmlega frá þessu, eins og
þeim ber skylda til, svo að almenn-
ingur geti áttað sig á þessum málum
og gert upp við sig hvar hann stend-
ur? Og hvaða óskiljanlega sinnuleysi
er þetta í fjölmiðlamönnum að koma
ekki skilmerkilegum upplýsingum
um einmitt þessi mál á framfæri svo
að allir geti vegið þau og metið?
Stjórnmál
Ég geri engan greinarmun á nú-
verandi stjórn og stjórnarandstöðu,
hvað þetta snertir (að undanskildum
Kvennalistanum, sem er með sér-
skoðun á málinu). Ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar og stuðnings-
menn hennar á Alþingi voru með
sömu Evrópuglýjuna í augunum og
núverandi ríkisstjórn. Hvorugir virð-
ast geta staðist hið gríðarlega að-
dráttarafl sem hið búrókratíska
skrímsli í EB virðist hafa á allar
embættismannasálir. Aðal-stjórnar-
andstöðuflokkarnir nú minntust ekk-
ert á fjórfrelsið þegar þeir voru við
völd og því er ekki baun að marka
þá umhyggju, sem þeir núna þykjast
bera fyrir þessum málaflokkum,
enda mótmæli þeirra bæði máttlaus
og þannig löguð að þau gera aðeins
illt mál verra. Bezt væri ef þeir
þegðu. Þeir áttu sitt tækifæri sem
ekki var notað. Þó er gremjulegast
að sjá framgöngu sjálfstæðismanna
í þessu máli. Löngu fyrir kosningar,
og því meira sem nær þeim dró,
klifuðu þeir á því, að samninga-
nefndin ætti að hafa umboð frá Al-
þingi (þ.e. þjóðinni, sbr. sem áður
segir að þingmenn eru þjónar al-
mennings) en ekki aðeins frá sitj-
andi ríkisstjórn,_ og þeir margítrek-
uðu einnig, að íslendingar ættu að
hefja tvíhliða viðræður við EB. En
hvað gerðist svo, eftir að þeir kom-
ust til valda? Þeir byijuðu á því að
veita utanríkisráðherra enn víðtæk-
ara umboð til samninga en hann
áður hafði, án þess að Alþingi stæði
þar heilshugar að baki, og enginn
þeirra minnist lengur á tvíhliða við-
ræður. Og ekki nóg með það. Heldur
eru það einmitt þeir, sem segjast
nú ekki sjá neina ástæðu til þess
að setja sem skilyrði fyrir samþykkt
samningsins, að aukinn meirihluti
(* 2 3/i) Alþingis samþykki hann. Maður
sér það í erlendum blöðum, og for-
sætisráðherra Noregs nefndi það i
sjónvarpinu nú um daginn, að samn-
ingur EFTA við EB jafngilti nokk-
urn veginn 60% inngöngu í EB. Við
þurfum að fella inn í okkar lagasafn
I. 400 lagabálka EB eða samtals
II. 000 bls.! Við þurfum að sam-
þykja algerlega óheftan flutning á
fólki og ijármagni milli landa í EES
og við þurfum að lúta erlendri fram-
kvæmdastjórn EES og dómstól EES
í sumum málum. Samt er sagt —
hafið engar áhyggjur, innganga í
EB er ekki á dagskrá!
Yfirlit
Ef við lítum þá á nokkrar stað-
reyndir í þessum málum, eins og þær
blasa við í dag þá er þetta svona:
1) Það á ekki að upplýsa almenn-
ing um feimnismálin. Það á ekki
að taka af skarið um hvaða dóm-
• stól við skulum lúta varðandi þau
mál. Það á ekki að byggja á sam-
þykki aukins meirihluta Alþingis.
Það á ekki að blanda almenningi
of mikið í afgreiðslu þessara mála,
enda hefir hann ekkert vit á þeim
hvort eð er. Sem dæmi um það,
sem okkur lesendum blaðanna er
boðið uppá, má vísa til eftirfar-
andi klausu úr Morgunblaðsgrein
Bjöms Bjarnasonar, alþingis-
manns, frá 23. maí sl., en þar
segir: „Vilji menn að Island gerist
aðili að EES þurfa þeir að vera
til þess búnir að fella saman stór-
Kjartan Norðdahl
„Hvar eruð þið núna
íslenzku þrasarar? Ætl-
ið þið að horfa þegjandi
uppá að íslenzku þjóð-
erni, landinu okkar,
tungunni og öllu öðru
sem við unnum hér, sé
stefnt í voða af misvitr-
um framapoturum?“
pólitíska hagsmuni, er lúta að
framtíðarsessi okkar í samfélagi
þjóðanna og úrlausn vegna sér-
greindra málefna." Segið svo að
þið séuð ekki miklu nær um það
hvað við erum að ganga út í! Þetta
er þeim mun athyglisverðari
klausa er þess er gætt, að Björn
Bjarnason er einmitt sá úr hópi
stjórnmálamannanna, sem hvað
samvizkusamlegast hefir þó reynt
að fræða lesendur um EB-mál.
2) Það er hvergi unnt að fá það
á hreint hjá þessum mönnum,
nákvæmlega hvernig við getum
tryggt okkur gegn því að erlend
öfl nái undirtökum hér á landi í
formi fólks- og fjármagnsflutn-
inga, en þetta þurfum við að vita,
— hafa alveg á kristaltæru.
3) Stjórnmálamennirnir og fræði-
mennirnir okkar virðast ekki vita,
hvort þátttaka okkar í EES feli í
sér eitthvert afsal á fullveldi, ein-
hveija skerðingu á sjálfstæði okk-
ar. Þannig segir Jón Baldvin, ut-
anríkisráðherra, að allt tal um
afsal á fullveldi styðjist ekki við
rök, sbr. DV 17. maí sl., en í
Morgunblaðinu 18. maí sl. segir
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, hins vegar um sjálf-
stæða EFTA-stofnun, sem hafa
ætti samsvarandi umboð og hlut-
verk og framkvæmdastjórn Evr-
ópubandalagsins, að: .....fram-
hjá því yrði ekki litið að slík stofn-
un hefði ákveðið yfirþjóðlegt
vald“.
Lítið mark er takandi á yfirlýs-
ingum fyrrv. ráðherrra eins og
t.d. Steingríms og Ólafs, því að
þeir minntust ekkert á afsal full-
veldis fyrr en þeir voru sjálfir
búnir að missa völdin, en alvar-
legra er að sjá niðurstöður virtra
fræðimanna eins og t.d. próf.
Gunnars G. Schram, en hann seg-
ir í grein í Mogunblaðinu þ. 22.
maí sl.: „Ekki virðist nauðsyn á
að breyta íslensku stjórnarskránni
þótt við gerumst aðilar að evr-
ópska efnahagssvæðinu þar sem
ekki sýnist þar gert ráð fyrir
framsali íslensks ríþisvalds í hend-
ur yfirþjóðlegra stofnana í þeim
mæli að það skerði sjálfsforræði
landsins" (sbr. hins vegar Þorstein
Pálsson hér að framan).
í Morgunblaðinu 26. maí sl. er
viðtal við próf. Stefán Má Stefáns-
son um bók hans Evrópurétt, sem
er nýkomin út, en aðspurður um
EES-dómstólinn segir hann: „Allt
sem núna er vitað um hann bygg-
ist á yfirlýsingum ráðherrafundar
sem haldinn var í Brussel 13. maí
síðastliðinn. Satt best að segja eru
ýmis atriði enn óljós og óleyst
þrátt fyrir þá yfirlýsingu, þannig
að maður veit ekki almennilega
hvernig dómstólnum er ætlað að
starfa, eða hvaða vald hann á að
háfa í einstökum atriðum" (berið
nú þetta saman við yfirlýsingar