Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 HATIÐAHOLD A SJOMANNADAGINN Vígsla færeyska sjómannaheimilisins: Var gefið nafnið Sjó- mannaheimilið Örkin FÆREYSKA sjómannaheimilið var vígft sl. sunnudag og hlaut það nafnið Sjómannaheimilið Örkin. 150 géstir, íslendingar og Færey- ingar, voru við vígsluathöfnina og kom 20 manna hópur frá Færeyj- um í þeim erindagjörðum. Jákup Kass, sóknarprestur í Nessókn í Færeyjum, vígði kirkjuna, en hann er jafnframt formaður sjómanna- trúboðsins í Færeyjum. Fyrir framan Sjómannaheimilið í Skipholti blöktu fánar Færeyja og Islands við hún. Athöfnin hófst með því að færeyskir sálmar voru sungn- ir og flutti Johann Olsen sjómanna- trúboði ræðu, en hann er sá sem veitt hefur heimilinu forstöðu og verið aðaldriffjöðurin í langri bygg- ingarsögu heimilisins. Hann lætur nú af störfum við heimilið en við tekur Símin Hansen og kona hans Elín, en þau eru frá Skopun. Um kvöldið var opið hús í Örkinni og kom þangað margt fólk. Johann Olsen sagði í samtali við Morgun- blaðið að nafn heimilisins væri sótt til Gamla testamentisins, þar sem Ljósmynd/Kristinn Martein Petersen. Fánar blöktu við Sjómannaheim- ilið Örkina í Skipholti. segði frá Örkinni hans Nóa. Sjó- mannaheimilið væri eins og Örkin hans Nóa að því leyti að hún var ekki smíðuð fyrir neina sérstaka dýrategund. Eins er Sjómannaheim- ilið Örkin fyrir alla sjómenn frá öllum löndum. Við vígsluathöfnina færði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasam- bandsins kveðjur þess og peninga- gjöf. Hann benti á að vígsla heimilis- ins bæri upp á fejómannadaginn og árnaði heimilinu og forráðamönnum þess heilla í starfi. Smábátahöfn vígð í Vogum MIKIL þátttaka var við hátíðar- höld sjómannadagsins í Vogum, sem fram fóru í hátíðarveðri, hægum vindi og steikjandi hita. Hátíðarhöldin hófust á skemmti- siglingu um Stakksfjörð á Þuríði Halldórsdóttur GK í boði útgerðar- innar og áhafnar skipsins. Flotbryggjur fyrir smábáta voru formlega teknar í notkun. Við það tækifæri flutti Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri ávarp, og lýsti fram- kvæmdum og Guðmundur í. Ágústs- son formaður félags smábátaeigenda tók til máls og þakkaði fyrir framtak- ið. Séra Bragi Friðriksson sóknar- prestur vígði síðan höfnina og flutti blessunarorð. Flotbryggjumar við smábátahöfnina í þessum áfanga eru alls 13. Höfninni hefur verið gefið nafnið Jónsvör eftir Jóni H. Kristj- ánssyni heitnum, fyrrum formanni félags smábátaeigenda. sem var aðal baráttumaðurinn fyrir gerð smábáta- hafnarinnar. Guðmundur í. Ágútsson klippti á borða til merkis um það að smábáta- höfnin Jónsvör væri formlega tekin í notkun. - E.G. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Séra Bragi Friðriksson blessar smábátahöfnina Jónsvör í Vogum. Verð með ísetningu 60 AH kr. 4.800,- • EINHOLTI 6 •SÍMI 618401 Stykkishólmur: Góð þátttaka í hátíðarhöldunum Stykkishólmur. Fimmtugasti sjómannadagur- inn sem hér hefur verið haldinn var hátíðlegur í Stykkishólmi síðastliðinn sunnudag og öll þessi ár hefur ekki einn einasti fallið úr. Sama formið að mestu leyti allan tímann og góð þátt- taka og aldrei betri en nú, enda verið að minnast merks áfanga og þá var nú veður ekki ama- legt. Formaður sjómannadags- ins í Stykkishólmi var Viðar Björnsson skipstjóri og hafði duglegan herskara með sér. Hátíðahöldin hófust með göngu í kirkju kl. .11 þar sem sr. Gísli Kolbeins prédikaði og kór kirkj- unnar söng. Eftir hádegi fóru svo fram há- tíðahöld á íþróttavellinum og þar safnaðist að múgur og margmenni og mikið hlaupið og keppt. Þaðan var svo gengið í skrúðgöngu til hafnarinnar með Lúðrasveit Stykkishólms í broddi fylkingar en stjórnandi hennar nú er Daði Þór. Landhelgisgæslan og olíuskipið Kyndill heiðruðu sjómenn með næveru skipa sinna og var það ánægjuauki dagsins. Þegar að höfninni kom var stefnt að smá- bátahöfninni, sem er ein ágætasta sinnar tegundar og þar voru ýmis- konar þrautir og sund. Fánar blöktu við hún um alla höfn og allan bæ og setti það mik- inn svip á. Um kvöldið var há- tíðinni haldið áfram á hótelinu og félagsheimilinu, með borðhaldi, gamanvísum og fleiri atriðum og svo auðvitað dansi á eftir. Að allra dómi var þetta ein mesta þátttaka sem verið hefur hingað tiL - Arni. Morgunblaðið/Árni Helgason Mikið var um að vera við höfnina í Stykkishólmi á sjómannadaginn. Margir Suðurnesjamenn lögðu leið sína niður að höfn á sunnudaginn. Blíðuveður og góð aðsókn Keflavík. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Keflavík venju samkvæmt, en að þessu sinni var veður óvenju gott miðað við síðustu ár. Hátíðar- höldin hófust við minnismerki sjómanna þar sem íslenski fáninn var dreginn að húni og síðan var haldin sjómanna- messa í Keflavíkurkirkju. Eftir hádegi var farið i skemmtisigl- ingu með börn og að því Ioknu fóru fram hin hefðbundnu hát- íðarhöld við höfnina. Hátíðarræðuna flutti Snorri Gestsson formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis og minntist hann sérstaklega Kristj- áns Ingibergssonar skipstjóra, fyrrum formanns félagsins, sem lést í fyrra. Snorri sagði að stofn- aður hefði verið minningarsjóður í nafni Kristjáns sem hefði látið björgunarmál mikið til sín taka og væri hlutverk sjóðsins að styrkja björgunar- og slysavarnir. Um hagsmunamál sjómanna sagði Snorri að afnema þyrfti olíu- skattinn og koma þyrfti í veg fyr- ir brask með kvóta eins og nú ætti sér stað í miklum mæli. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þeir komu hnífjafnir í mark í stakkasundinu eftir mikla og skemmtilega keppni. Svanur H. Árnason til vinstri og Jóhann Öm Ingason til hægri, en óvenju góð þátttaka var í greininni að þessu sinni. Keppt hefur verið um bikarinn sem Jóhann Örn heldur á síðan 1933. Jón Rúnar Árnason formaður Vélstjórafélags Suðurnesja heiðr- aði þijá aldraða sjómenn, Her- mann Helgason, Jóhann Dalberg Sigurðsson og Sigurð Finnboga- son. Þá fór fram kappróður, reip- tog, tunnuhlaup, stakkasund og koddaslagur. Einnig kom þyrla frá vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli og sýndi björgun úr sjó. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.