Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 19 Siglufjarðarpistill eftir Öla J. Blöndal Sumarið og bjartsýnin Sumarið er nú smámsaman að þoka Vetri konungi til hliðar, þó enn megi sjá snjóbreiður í fjöllum. En veturinn er á undanhaldi, það er augljóst. Frostið er á brott, birt- an að aukast, glaðvær fuglasöngur kveður við og græni liturinn er óð- um að ná yfirhöndinni. Lækir farn- ir að renna glaðhlakkalega niður fjallshlíðarnar. Mannfólkið hendir af sér vetrarflíkunum í ofvæni og klæðist léttum og iitríkum sumar- klæðnaði og jafnframt bjartsýni á lífið og tilveruna. Bílarnir, sem stundu undan keðjunum og nagl- reknu dekkjunum, renna nú ljúflega eftir vegunum, lausir við þennan ófögnuð. Og börnin, arftakar landsins, fagna sumarkomunni og aldraðir þakka guði fyrir að fá enn einu sinni að upplifa þessi undur náttúrunnar. Með sumrinu kemur funinn, fijáls- ræðið og stórhugurinn. Siglfirðing- ar, sem og aðrir landsmenn, horfa með tilhlökkun til þessara árstíða- skipta. Þó þeir vissulega þekki öll tilbrigði hins íslenska veðurfars og vita að dag skal að kveldi lofa. Atvinnuleysisvofan En það er ekki nóg að veðurfar sé ákjósanlegt. Þess verður ekki notið nema að menn séu heilbrigðir á sál og líkama. Það er því sárt tii þess að vita þegar heilbrigður mað- ur horfir hugsjúkur fram á veginn og kemur ekki auga á dásemdir náttúrunnar. Hversvegna? Jú, það er vegna þess að atvinnuleysisvofan hefir læst krumlum sínum í hann og fjölda annarra manna hér á Si- glufirði. Þessir menn standa ráðala- usir og hnípnir eigi þeir að vera hér um kyrrt og lepja dauðann úr skel. Selja hús sín, hverfa nauðugir á brott með fjölskyldur sínar frá vin- um og vandamönnum. Það er vissu- lega erfítt að taka slíka ákvörðun en hvernig hefir þetta borið að? Það er kannski eðlilegt að menn spyrjí svona. Voru ekki velflestir þessara „Við höfum bæði ódýrt íveru- og iðnaðarhús- næði. Einnig lóðir fyrir hverskonar iðnað. Við höfum mjög góðar flugsamgöngur til Reykjavíkur og Akur- eyrar. Hér er ein besta höfn á Islandi og liggur hvað best við fiskimið- um norðanlands. Hér eru og velþekkt þjón- ustufyrirtæki fyrir út- gerð og iðnað, skipuð þrautþjálfuðu fólki og þjónustulipru. Verslan- ir af ótal gerðum. Hér er Sparisjóður og Is- landsbanki. Þá er öll opinber þjónusta við bæjarbúa með ágæt- um.“ manna í starfi hjá Síldarverksmiðju ríkisins, sem stofnsettar voru 1930 og hafa starfað hér æ síðan? Hvem- ig má það vera að þetta fyrirtæki skuli þurfa að grípa til slíkra ör- þrifaráða þó að hráefni fáist ekki í eitt ár, að segja upp helftinni af starfsmönnum sínum? Já, hver hefði trúað slíku. Þetta fyrirtæki, sem menn í bjartsýni sinni héldu að aldr: ei myndi grípa til slíkra úrræða. í þeirra augum var SR eitthvað var- anlegt, eitthvað óumbreytanlegt eins og gangur himintunglanna. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ríkið getur ekki frekar en ein- staklingur rekið fyrirtæki með tapi, er sagt. Við treystum á síldina á sínum tíma, síðan treystum við á ríkisvald- ið, en nú vitum við að á hvorugt er að treysta. Við höfum verið und- anfarna áratugi að saga þær grein- ar er við sitjum á. Pelabörn ríkisins Það er augljóst að við verðum að hætta að vera pelabörn ríkisins, þar er enga vætu að fá. Reyna heldur að standa á okkar eigin fót- um eins og forverar okkar gerðu. Við þurfum ekki að halda að ráða- menn landsins renni rauðum dregli undir fætur okkar í hvert skipti er við komum til þeirra með bónar- væl. Við verðum að treysta á okkur sjálf. Vissulega eru til menn, sem ekk- ert sjá nema ríkisforsjá í einhverri mynd. Þetta viðhorf er að sjálfsögðu þeirra mál og óþarfi að reyna að uppræta slík sjónarmið, þau eru dæmd til sjálfseyðingar þegar fram líða stundir. Hitt er annað mál að ríkisvaldinu ber að liðsinna því byggðarlagi er verður fyrir skakka- föllum af völdum náttúruafla eða annarra hliðstæðra áfalla, saman- ber SR-verksmiðjurnar. Pólitískur andapollur Við Siglfirðingar höfum verið að svamla í pólitískum andapolli, sem hefir verið að drekkja allri sjálfs- bjargarviðleitni okkar undanfama áratugi. Ég tel að nú séu tímamót og nú þurfi að heijast handa og snúa bökum saman. Láta pólitíkina lönd og leið, hún á enga samleið með atvinnulífinu. Við þurfum sjálf- ir að skapa okkur atvinnutækifæri. Mér sýnist sem betur fer að nú séu að koma hér fram menn, sem vilja atvinnulega séð treysta á mátt sinn og megin og er það vel og vonandi á það sjónarmið eftir að festa rætur í siglfirsku atvinnulífí. „Vilji er allt sem þarf“ sagði þekktur stjórn- málamaður og það á við í mörgum tilfellum. Kjarkur og vilji eru mikils- verðir eiginleikar í öllu athafnalífí en fyrirhyggjan verður þó að fylgja með. Hvað er til ráða? Við eigum að sjálfsögðu að aug- lýsa Siglufjörð og telja upp hveijum kostum hann er búinn umfram Óli J. Blöndal marga aðra staði. Við eigum að hvetja duglega menn að setjast hér að, alvöru athafnamenn. Menn sem kunna að meta þá aðstöðu, sem hér er í boði. Við höfum bæði ódýrt íveru- og iðnaðarhúsnæði. Einnig lóðir fyrir hverskonar iðnað. Við höfum mjög góðar flugsamgöngur til Reykjavík- ur og Akureyrar. Hér er ein besta höfn á íslandi og liggur hvað best við fískimiðum norðanlands. Hér eru og velþekkt þjónustufyrirtæki fyrir útgerð og iðnað, skipuð þraut- þjálfuðu fólki og þjónustulipru. Verslanir af ótal gerðum. Hér er Sparisjóður og Islandshanki. Þá er Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Agæt þátttaka var í Sumarbrids sl. fimmtudag. 30 pör mættu til leiks. Spilað var í 2 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör); A). Gróa Guðnadóttir — Þráinn Sigurðsson 259 Cecil Haraldsson — Jón Stefánsson 259 Jens Jensson—Jón Andrésson 252 Dröfn Guðmundsdóttir — Guðlaug Jónsd. 233 Grimur Guðmundss. — Pétur Matthíass. 231 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 225 öll opinber þjónusta við bæjarbúa með ágætum. Mikið félagslíf er hér á vetrum. Hér eru óteljandi möguleikar fyrir bæjarmenn sem og ferðamenn að iðka inni- sem útiíþróttir. Skíða- svæði sem stundum hefír verið kail- að „siglfirsku alparnir“, golfvöllur, fótboltavellir, íþróttahús og sund- laug og heitur pottur. Sjóstanga- veiði, silungsveiði og svona mætti lengi telja. Að þessari mjög svo ófullkomnu upptalningu lokinni, má sjá að svona staður hefír upp á margt að bjóða og á að vera mjög ákjósan- legt fyrir duglega menn að setjast hér að með fjölskyldur og fyrir- tæki. Bæjaryfírvöld munu vissulega fagna hveijum þeim er hingað koma en ekki viljum við neina bónbjargar- menn, heldur þá er vilja efla bæinn okkar með hverskonar starfsemi, sem gæti gert þennan bæ eftirsótt- an og áhugaverðan. Bæjaryfírvöld geta með ýsmu móti hlúð að slíkum fyrirtækjum, þeim sem hér eru fyrir og þeim sem hugsanlega kæmu hingað án þess þó að vera þátttakandi í rekstri þeirra. Ef þessar hugleiðingar mínar ganga eftir sem ég vissulega vona þá mun þessi bær verða skemmtilegur bær, bær framfara og iðjusemi. Bær þar sem mannlífið er ekki eintómt nöldur, öfund og óánægja heldur séu hinar jákvæðu hliðar allsráðandi. Þá verður þetta bær framtíðarinnar. Höfundur er bókavörður við bókasafnið íSiglufirði. B) Sveinn Sigurgeirsson - Þórður Sigfússon 190 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 187 Erla Siguijónsdóttir— Óskar Karlsson 179 Rúnar Lárusson — Vaidimar Elíasson 171 Albert Þorsteinss. — Kristófer Magnúss. 170 Sumarbrids verður framhaldið í Sigtúni í næstu viku; mánudaga kl. 18.30, þriðjudaga kl. 18.30, miðviku- daga fyrir byijendur og fimmtudaga, húsið opnað kl. 17. Allt spilaáhuga: fólk velkomið. Uppl. á skrifstofu BSÍ í síma 689360. Kvennalistakonur Kvennalistakonur spila brids á mánudagskvöldum kl. 20.30 á Laugavegi 17, annarri hæð. OV1070 NISSAN KING CAB 4WD Með aukavinning sem kemur að notum Við bjóðum þér upp á aukavinning á nokkrum Nissan Kong Cab 2,4 4WD Þú færð, án aukagjalds, sterkt og fallegt plasthús á pallinn og plastklæðningu innan á allann pallinn að auki. Allt á einungis kr. 1.386.000,- stgr. Sýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1T'00 Helgason hl S. nvaf holða 2 ritmi hl (,/.)()()o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.