Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JÚNÍ 1991
Minning‘:
Sigurgeir Sigurðs-
sonf Akureyri
Fæddur 10. október 1908
Dáinn 26. maí 1991
Það er undarlegt hve dauðinn
kemur sífellt á óvart. Samt er hann
óaðskiljanlegur hluti lífsins, það
eina sem fyrirfram er vitað að
muni bera að höndum okkar. En
lífið kemur líka á óvart. Gamall
maður kveður lífið, tekinn að þreyt-
ast á langri ævi og í sömu and-
ránni fæðist lítill drengur. Agnar-
smár langafastrákur sem flýtti för
sinni í heiminn. Dálítill sólargeisli
þann dapurlega dag. Þannig end-
urnýjast lífið og hratt flýgur stund.
Því er mikilvægt að gæta að veg-
ferð sinni og samskiptum við sam-
ferðafólkið. Og það var einmitt það
sem öðru fremur éinkenndi tengda-
föður minn. Framkoma hans var
róleg og yfii-veguð og hann var
orðvar. Leiðir okkar lágu saman
fyrir tuttugu og þremur árum.
Hann var þá um sextugt en ég inn-
an við tvítugt og á biðilsbuxum
eftir yngstu dótturinni. Við urðum
fljótt vinir og sú vinátta dýpkaði
og styrktist eftir því sem árin liðu.
Sigurgeir Sigurðsson fæddist á
Öngulstöðum í Eyjafirði 10. október
1908. Hann var elsta barn hjónanna
Emilíu Baldvinsdóttur og Sigurðar
Sigurgeirssonar, bónda og smiðs.
Systkini hans voru fjögur, Anna,
fædd 1909, býr á Akureyri, Snorri,
fæddur 1914, býr í Eyjafirði, Ragn-
ar, fæddur 1916, býr á Akureyri
og Baldur, sem er látinn. Hann var
fæddur 1919 og bjó í Eyjafirði.
Sigurgeir var enn á barnsaldri
þegar foreldrar hans keyptu hálfa
jörðina Syðri-Hól í Eyjafirði og þar
ólust systkinin upp. Efni voru ekki
mikil. Jörðin gaf ekki færi á stórbú-
skap og öðruvísi var umhorfs á
þessum slóðum en nú er. Stórþýfi
var á túnum og úthagar kostarýrir.
Sigurður faðir Sigurgeirs hafði lært
smíðar og hafði viðurværi að
nokkru leyti af iðn sinni. Hann
byggði fjölda húsa í Eyjafirði og
var því oft langdvölum að heiman.
Þá kom það í hlut barnanna að sinna
um búsmalann ásamt móður sinni.
Sigurgeir gekk að sveitastörfunum
og tók að nokkru leyti ábyrgð á
búinu ásamt Önnu systur sinni þar
til bræður þeirra höfðu vaxið úr
grasi. Meðfram bústörfum vann
hann við vegagerð í Vaðlaheiði, þar
sem notast var við hestvagna til
efnisflutninga og um skeið var hann
við mjólkurflutninga og ók þá opn-
um pallbíl. Menntunarkostir voru
fáir á þessum árum. Til viðbótar
venjulegu skólanámi þess tíma fór
Sigurgeir einn vetur í Héraðsskól-
ann að Laugum í Reykjadal og
ökupróf tók hann 1931 og lagði
þannig grunninn að ævistarfinu.
Um miðjan fjórða áratuginn
fluttist Sigurgeir til Akureyrar og
þar átti hann heima alla tíð síðan.
Þar starfaði hann við leigubílaakst-
ur í fimmtíu og þijú ár, fyrst á
Bifreiðastöð Akureyrar hjá Kristj-
áni Kristjánssyni en fljótlega eftir
að Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, var
stofnuð hóf hann rekstur eigin bif-
reiðar. Lengi var hann forystumað-
ur bifreiðastjóranna og í tólf ár var
hann framkvæmdastjóri Bifreiða-
stöðvar Oddeyrar. Þótti hann lipur
í því starfi og farsæll. Bílar voru
ekki almenningseign um miðja öld-
ina. Leigubílar voru teknir í lang-
ferðir og túrarnir gátu staðið dög-
um saman. Þetta var krefjandi starf
og vinnudagurinn oft langur. Tóm-
stundir voru því fáar framan af.
En Sigurgeir hafði gaman af lax-
veiðum og spilaði brids á veturna
með vinnufélögum. Árum saman
söng hann líka með karlakórnum
Geysi.
Tengdamóður minni, Margréti
Tryggvadóttur, kynntist Sigurgeir
árið 1939. Þau giftu sig 1941 og
settu saman heimili á Brekkugötu
23 á Akureyri. Tíu árum síðar fluttu
þau í Austurbyggð 8 og þar var
heimili þeirra fram á síðustu ár.
Þau eignuðust þijár dætur; Önnu
Maríu, sem fædd er 1942 og er
gift Svavari B. Magnússyni, Katr-
ínu, sem fædd er 1944 og er gift
Sigurgeir Magnússyni, og Margr-
éti, sem fædd er 1951 og er gift
Sigurði Björnssyni. Þau Margrét og
Sigurgeir ólu einnig upp bróðurson
Margrétar, Tryggva Karlesson, sem
fæddur er 1949 en hann er giftur
Bergþóru Bergkvistsdóttur. Allar
búa dæturnar á Ólafsfirði en
Tryggvi á Fáskrúðsfirði. Allan bú-
skap þeirra Margrétar og Sigur-
geirs átti frænka Margrétar heimili
með þeim. Hún hét Margrét Ant-
onsdóttir og er nýlátin í hárri elli.
Á heimili tengdaforeldra minna
var umhyggjan í fyrirrúmi. Þau
Margrét og Sigurgeir voru sam-
Btómastifr niðjinm Suðuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar vlð öll tllefni. Gjafavörur. ** Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og vai legsteina.
©jö H ■ KS.HELGASONHF IISTEINSMIÐJA ■■ SKEMMUVEGI48. SIMI76677
A
51
hent, dæturnar voru þeim afar
kærar og fóstursonurinn ekki síður.
Okkur tengdabörnunum tóku þau
opnum örmum og öll áttum við
okkar annað heimili í Aústurbyggð-
inni. Barnabörnin komu eitt af öðru
og þau eignuðust öruggt athvarf
hjá afa og ömmu. Fordæmi þeirra
kenndi þeim heiðarleika og þau
munu lengi búa að þeirri hlýju sem
afi og amma sýndu þeim. Missir
okkar allra er mikill. Mest_ hefur
þó tengdamóðir mín misst. í hálfa
öld gengu þau saman gegnum lífið,
Margrét og Sigurgeir, svo nákomin
hvort öðru. Nú er hann farinn í
ferðina löngu. Megi Guð geyma
hann í eilífðinni og gefa Margréti
styrk.
Sigurður Björnsson
20% afsláttur af öllum sumarleikföngum. Mikið úrval af tómstundavörum,
viðlegubúnaði, módelum og öllum tegundum leikfanga. Berið saman verð.
TOmSTlinDflHUSID HF
Laugavegi 164, sími 21901