Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 63
reej inui .1 íiuoAaui.öw<i aiuÁjaviuoíoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 63 Reykjavík: Skemmtisigling um sund- in blá í biíðskaparveðri HÁTÍÐARHÖLD á sj'ómannadaginn hófust í Reykjavík með því að fánar voru dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn kl. 8 um morguninn, en kl. 11 var haldin minningarguðsþjónusta í Dómkirkj- unni þar sem sr. Hjalti Guðmundsson minntist drukknaðra sjó- manna og þjónaði fyrir altari. Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn hófust svo kl. 13. Hátíðarhöldin við höfnina hófust með því að almenningi var boðið til skemmtisiglingar með skipum Hafrannsóknarstofnunar um sund- in við Reykjavík, og gafst fólki þar kostur á að fylgjast með störfum vísindamanna. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika sjó- mannalög kl. 13.30, og kl. 14 var samkoman sett, en það gerði Har- ald Holsvik, framkvæmdastjóri Öldunnar, sem jafnframt var þulur og kynnir dagsins. Fyrstur flutti ávarp Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, fyrir hönd ríkis- stjómarinnar. Þá fluttu ávörp þeir Eiríkur Ólafsson, framkvæmda- stjóri frá Fáskrúðsfirði, fulltrúi útgerðarmanna, og Hilmar Snorra- son, skipstjóri, fulltrúi sjómanna. Að því loknu heiðraði Guðmundur Hallvarðsson, starfandi formaður Sjómannadagsráðs, aldraða sjó- menn með heiðursmerki dagsins. Kappróður hófst á Reykjavíkur- höfn kl. 15, og var keppt bæði í karla- og kvennasveitum. Vél- smiðjan Formax sigraði í karlariðli en dömurnar frá Granda í sínum riðli. Félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík vora með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn í samvinnu við áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunna, og sýndu meðal annars björgunar- útbúnað, kappsund í flotgöllum og fleira. Félagar úr sportbátaklúbb- num Snarfara voru með báta sína í Reykjavíkurhöfn á meðan á hát- íðarhöldunum stóð. Frá kappróðrinum á laugardeginum. Morgunbiaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstaður: Sjómennirnir sem heiðraðir voru af Sjómannadagsráði frá vinstri: Bjarni Jónsson vélstjóri, Bogi Ólafs- son skipstjóri, Haraldur Ágústsson skipstjóri, Jón Eiríksson loftskeytamaður, Jón Kjartansson sjómaður og Stefán Ólafsson sjómaður. Hátíðahöld í blíðviðri í Eyjum Vestmannaeyjum. FJÖLMENNI tók þátt í hátíðar- höldum sjómannadagsins um helgina. Dagskrá var í Friðar- höfn á laugardag og á sunnudag var dagskrá við Landakirkju og á Stakkagerðistúni. Hátíðarhöldin hófust í Friðar- höfn eftir hádegi á laugardag. Þar var keppt í kappróðri, koddaslag, kararóðri, netabætingu og fleiru. Á laugardagskvöld voru síðan dansleikir á fimm stöðum og var allsstaðar fullt hús. Hátíðarhöld sunnudagsins hófust með sjó- mannamessu í Landakirkju. Að henni lokinni var athöfn við minn- isvarðann við Landakirkju. Þar minntist Einar J. Gíslason, þeirra sem drukknað hafa, farist hafa í flugslysum og hrapað í björgum. Hátíðardagskrá var síðan á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, flutti ræðu dagsins, og viðurkenningar voru veittar. Bræð- urnir, Ingólfur, Sveinn og Óskar Matthíassynir ásamt Garðari Ás- björnssyni voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu sjómannastétt- arinnar. Áhöfnin á Klakki VE var heiðruð fyrir að bjarga Unnari Víðissyni skipverja af Klakki er hann féll útbyrðis síðastliðinn vet- ur. Valgarð Jónsson var einnig heiðraður fyrir björgunarafrek, en hann bjargaði skipsfélaga sínum Kristni Óskarssyni, sem tók út af Sigurbáru VE fyrir skömmu. Björgvin Siguijónsson, hönnuð- ur Björgvinsbeltisins, fékk sér- staka viðurkenningu frá Sjó- mannadagsráði og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir störf að öryggismálum sjómanna. Siglingamálastofnun veitti áhöfn Sindra VE viðurkenningu fyrir góða umgengni um skip og örygg- isbúnað þess. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir sigra í keppni laugardagsins og loks var slegið á létta strengi með barnagamni og hljómlist. Eykyndilskonur voru með árlega kaffísölu í Alþýðuhúsinu og fjöl- menntu Eyjamenn í kaffi til þeirra. Sjómenn dönsuðu síðan daginn út í Samkomuhúsinu fram á mánu- dagsmorgun. Mikil þátttaka var í hátíðarhöld- unum að þessu sinni enda einmuna veðurblíða á sunnudaginn. Sól og blíða enda voru Eyjamenn létt- klæddir og léttir i lund á sjómanna- daginn. Að vanda gaf sjómannadagsráð út myndarlegt Sjómannadagsblað sem Sigurgeir Jónsson ritstýrði. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson Keppt var í netabætingum á sjómannadaginn. Þeir hraustustu héldu upp á annan í sjómannadegi Neskaupstað. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins hér á staðnum hófust strax á föstudagsmorgun með sjóstangaveiðimóti og um kl. 9 um morgun- inn voru fánar dregnir að húni og bærinn skreyttur, opnaður útimarkaður, tónleikar haldnir fyrir yngstu kynslóðina og dansleik- ur um kvöldið. Á laugardag var dagurinn einn- ig tekinn snemma og fóru þá hin hefðbundnu hátíðahöld að koma inní dagskrána, björgunaræfing, kappróður ásamt lokum sjóstanga- veiðimótsins. Síðan á sjálfan sjó- mannadaginn var hin ómissandi hópsigling þar sem að segja má að helmingur bæjarbúa skreppi í sjóferð, jafnt ungir sem aldnir. Þá var messa og blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Ræðu- maður dagsins var Bjarni Bjarna- son (Bassi í Garði en undir því nafni þekkja Norðfirðingar hann best). Áldraðir sjómenn voru heiðr- aðir og að þessu sinni voru það Þórarinn Sveinsson og Flosi Bjarnason. Þegar að kvöldi var komið héldu Norðfirðingar á dans- leik og skemmtu sér langt fram á nótt og þeir hraustustu héldu síðaif upp á annan í sjómannadegi eins og það er kallað hér. Mjög mikið af brottfluttum Norðfirðingum kemur heim um þessa helgi og tekur þátt í þessari einni mestu hátíðarhelgi ársins hér á staðnum. Veður var ágætt yfir helgina þó svo að ekki væru nein suðurhafshlýindi eins og verið hafa undanfarnar vikur. - Ágúst. Pallhús hladin lúxus Vorum ab hefja innflutninq amerískra pallhúsa (truck campers) frá ninum þekkta framlei&anda SHADOW CRUISER Inc. Þau vekja alls stabar athygli fyrir skemmtilega hönnun og einstakan frágang. Eigum fyrirliggjandi örfá 8 og 1 O feta hús meb ýmsum sérpöntu&um aukabúna&i. □ Vi&arinnréttingar. □ Springdýna í hjónarúmi. □ ísskápur fyrir gas eba 12v. □ Ni&urfeflanlegur toppur. . □ Rafdrifin vatnsdæla. □ 10 feta húsiönefur ^ □ Sjálfvirk mibstöb fyrir gas eba aflokab salerni og fataskáp 12v sem blæs inn heitu lofti. meb slá og hillum. □ 3ja gashellu eldavél. Sýningarhús vi6 Bifreiða byggingar, Ármúla 34. Upplýsingar í síma 37730 og 10450 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.