Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 52
MOIiGL’NBLAÐÍÐ'ÞRIÐJUÖA!GUR'4'..I0Nííé9,í 52 Minning: Guðlaug U. Þorláks- dóttirfrá Veiðileysu Fædd 11. desember 1919 Dáin 29. maí 1991 Nú er hún Laua mín farin til Guðs, farin og kemur aldrei aftur. Þetta eru sár sannindi. En þó að hún hafi yfirgefið hið jarðneska líf þá mun hún halda áfram að lifa. Laua mun lifa í huga mínum og hjarta svo lengi sem ég lifi. Ég mun ætíð minnast hennar með hlýju, því að Laua var einstaklega góð kona, reyndist mér sem besta amma. Það skarð sem hún Laua mín skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Laua var svo góð, hún hafði mikla manngæsku til að bera, stundum of mikla. Hún hugsaði ætíð um þarfir annarra áður en hún hugsaði um sínar eigin. Laua vildi að öllum liði sem best í kringum hana og vann hún ötulega að því. Ég veit að margir eiga henni þakkir að gjalda, en Laua var ekki að leita að þakklæti hjá fólki, annarra án- ægja var hennar. Eg veit að elsku Lauu líður vel núna, laus við þær þjáningar er sem hijáðu hana síðustu mánuði ævinn- ar. Það er huggun. En þrátt fyrir það mun ég sakna hennar sárt. Alda Mæt kona er fallin frá eftir erf- iða og þjáningarfulla legu. Mikill er missir okkar sem eftir sitjum. Guðlaug Una Þorláksdóttir fædd- ist í Veiðileysu á Ströndum 11. desember 1919. Hún var dóttir hjónanna Þorláks Guðbrandssonar og Olafar Sveinsdóttur, sem bæði eru látin, en þau eignuðust níu börn og var Laua, eins og hún var ávallt kölluð, næst elst, en elstur er Ann- es, þá Guðbrandur, Marteinn, sem er látinn, Borghildur, Þórir, Þórdís, Kristján og Bjarni. Laua ólst upp í Veiðileysu en þegar móðir hennar lést árið 1952 tók hún við húsmóðurhlutverkinu og hélt heimili fyrir föður sinn og þau systkini sem ekki voru farin að heiman. Upp úr 1960 fluttu þau til Djúpuvíkur og bjuggu þar til ársins 1966, en þá fluttust þau suður til Hafnarfjarðar þar sem var heimili þeirra síðan og hélt Laua heimili fyrir föður sinn fram á hans dánardægur, en það var árið 1977. Hún fór fljótlega að vinna í ÍSAL eftir að hún fluttist suður og starf- aði þar til ársins 1989, er heilsan fór að gefa sig. Atorkusemin var henni í blóð borin, því sjaldan eða aldrei kom hún í heimsókn nema með pijónana sína með sér. Laua giftist aidrei og eignaðist engin börn, en systkinabörnin henn- ar fengu stóran skerf af þeirri ástúð og umhyggju sem hún átti og hún bar jafnan þeirra hag fyrir bijósti eins og um eigin börn væri að ræða. Ekki hugsaði hún minna um barna- börn systkina sinna, sem hún gaf jólagjafir ár hvert og gleymdi eng- um, þó að hópurinn væri orðin æði stór. En svona var Laua, hugsaði um alla aðra, meira en sjálfa sig og ekkert var of gott fyrir hennar fólk. Laua var snyrtimanneskja hin mesta, heimilið hennar bar þess merki og ekki síður garðurinn hjá henni, hún undi sér löngum þar við að nostra við tré og blóm. Ekki var áhuginn minni hjá henni við að prýða og laga húsið í Veiðileysu, en það hefur verið notað sem sum- arhús, og eigum við margar góðar minningar þaðan með henni. Laua var okkur meira en venju- lega frænka, synir okkar litu á hana sem ömmu, hún var okkur mjög kær. Sannkristin og trúuð manneskja fór þar, er hlustaði á guðsorð og fór eft.ir því. Við kveðjum okkar ástkæru Lauu, hafi hún þakkir fyrir samveruna hér á jörð. Ari, Inga, synir og tengdadóttir Dáin, horfin, harmafregn. Andlát Guðlaugar kom ekki á óvart, það átti fremur stuttan, en erfiðan að- draganda og sjálf vissi hún að hverju stefndi og tók því með æðru- leysi, enda trúuð og treysti guði sínum, og bað hann í bænum sínum að taka sig til sín og leysa sig þraut- um frá. En við sem eftir lifum sitj- um hnípin með söknuð og trega; og minningarnar hrannast upp. Guðlaug var einstök kona í mín- um augum, sem lét velferð annarra sitja í fyrirrúmi, fórnaði lífi sínu fyrir foreldra sína og systkini, og annaðist að nokkru leyti uppeldi yngsta bróður síns, Bjarna, sem kvæntur er undirritaðri, og leit ég á hana fremur sem tengdamóður en mágkonu. Guðlaug fæddist á Veiðileysu í Árneshreppi á Ströndum. Foreldrar hennar voru Ólöf Sveinsdóttir frá Kirkjubóli í Staðardal og Þorlákur Guðbrandsson frá Veiðileysu. Hún var næstelst af níu systkinum, stóra systir sem fann til ábyrgðar gagn- vart þeim yngri, var hægri hönd móður sinnar og aðstoðaði eftir því sem henni óx fiskur um hrygg, kom það sér vel því heimilið var mann- margt og mikill gestagangur. Eftir að móðir hennar átti yngsta barnið fór heilsu hennar hrakandi og dó hún sftir langvarandi veikindi 1952. Hvíldu þá húsmóðurstörfin í hönd- um Guðlaugar sem ætíð var hin trausta stoð heimilisins. Systkinin tíndust að heiman og stofnuðu heimili og er þeirra börn stálpuðust komu þau í sveitina til afa og Guðlaugar, sem og börn vandalausra og var algengt að um og yfir 20 manns væru í heimili yfir sumartímann, svo oft hefur verið langur vinnudagurinn. Guðlaug var mikil handavinnu- kona, pijónaði mikið bæði í vél og í höndum, margar eru lopapeysurn- ar frá henni, hún saumaði kjóla og jakkaföt og margt fleira. Útsaumi hafði hún gaman af, og ber heimili hennar þess glöggt merki. Tímarnir breytast og 1966 hætta þau búskap og flytjast til Hafnaljarðar. Guð- laug kaupir íbúð í Köldukinn 30 og hafði föður sinn í heimili og annað- ist hann þar til hann lést 1977, 84 ára. Einnig bjó Bjarni bróðir hennar hjá henni í nokkur ár, og synir hans, Ólafur og Ingi, dáðu hana mjög og litu á hana sem ömmu. Það væri svo margt sem ég gæti sagt af okkar samskiptum, hún var traust vinkona mín, það var alitaf eins og sólargeisli kæmi inn til mín þegar hún kom. Ég á svo margar Ijúfar minningar um Guðlaugu sem ekkert skyggir á, sem ég geymi. Ég trúi að látinn lifi, það er huggun harmi gegn. Þökk fyrir allt og allt. Hulda I dag verður til moldar borin heiðurskonan Guðlaug Una Þor- láksdóttir frá Veiðileysu á Strönd- um. Það er hún Lauja okkar eða Una eins og margir vina hennar kölluðu hana. Hún lést í Borgarspít- alanum aðfaranótt 29. maí eftir vetrarlangt veikindastríð. Lauja fæddist 11. desember 1919 í Veiðileysu, dóttir Þorláks Guð- brandssonar bónda þar og konu hans, Ólafar Sveinsdóttur. Hún var næsteist tíu systkina sem öll ólust upp þar, og er það næsta víst að oft hefur verið þröngt í búi og mik- ið að gera á svo stóru heimili. Ekki hafði fólkið þá svo mikið milli hand- anna á tímum kreppu og heims- styijaldar. Framan af hefur það ekki síst bitnað á elstu systkinun- um, sem stóðu fyrir sínu. Éftir fráfall móður sinnar 1952 stýrði Lauja búi í Veiðileysu fyrir föður sinn og systkini og fórst það vel úr hendi eins og allt sem hún gerði. Mér er ofarlega í huga hvað hún sýndi okkur sumarbörnunum sínum mikla umhyggju og hlýju, þó að óskyld værum. Og mér er til efs að mörg börn úr bæjum hafi hlotið betra sumardvalarheimili en við fengum hjá Lauju og afa. En þann- ig var Lauja, hún vildi allt fyrir öll börn gera hvort sem þau væru skyld eða óskyld. En allt hennar líf var vinna og aftur vinna þar til loks fyrir tveim- ur árum að hún settist í helgan stein, búin að skila sínu og vel það, búin að koma sér upp góðu heim- ili, litlu og hlýju, og hafði loks tíma til að rækta vináttu sína með vinum og ættingjum. En þá kom kallið stóra. Núna er eins og maður muni allt í einu eftir því hve margar stundir átti eftir að þakka, hve margt átti eftir að segja og gera, hve margar ánægjustundirnar voru og hve þær hefðu getað orðið miklu fleiri. En nú er lífi Lauju lokið hér á jörðu og ég er viss um að hún er nú á þeim sælustað sem hún trúði svo innilega að væri til. Við vottum öllum systkinum hennar, ættingjum og öllum þeim öðrum sem Lauju syrgja okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Magga, Þórir og fjölskylda Nú er Lauja okkar dáin. Alltaf kemur dauðinn okkur jafn mikið á óvart þó að flestir vissu að hveiju stefndi. Lauja var okkur öllum mjög góð og margar góðar minnningar eiga barnabörn systkina hennar í Veiðileysu á sumrin. Lauja kvartaði aldrei hversu sárþáð sem hún var og bar hún veikindi sín með hetju- skap. Aldrei liðu þau jól að börnin í fjölskyldunni fengju ekki jólagjafír fra Lauju sem hún hafði pijónað. Lauja var mjög trúuð og hjálpaði það henni mikið í veikindum henn- ar. Fjölskyldan, Álfaskeiði 30, á margar góða minningar um góða systur mágkonu og frænku. Sér- stakar þakkir færum við Huldu sem reyndist Lauju svo vel í veikindum hennar. Við kveðjum Lauju með söknuði og minnumst hennar með þessum ljóðlínum. Far þú friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyriri allt og allt. (V.Briem) Fjölskyldurnar Álfa- bergi 14 og Álfaskeiði 30 Leiðrétting í minningargrein í sunnudags- blaði eftir Ásgeir Sigurðsson um Jóel B. Jacobson féll niður lína í málsgrein sem við það brenglaðist. Þannig átti hún að vera: „Húmor- isti var hann mikill og naut sín vel í fjölmenni. Sérstakt dálæti hafði Jóel á ljóðalestri og voru Hávamál honum hugleikin.“ Beðist er velvirð- ingar á mistökunum um leið og leið- rétt eru. SIEMENS W Uppbvottavélar í miklu úrvaií! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóölátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 59.600,- kr. SMÍTU&NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 KALT VAX NÚTÍMA HÁREYÐING Kalt vax fjarlægir óæskileg líkamshár. Eitt handtak og öll hárin hverfa. Allt sem til þarf er tilbúið á einum renningi. Ekkert sull, engin fyrirhöfn, aðeins eitt handtak. Tværstæðrðir: 1) Fyrir fótleggi og bikinilínu. 2) Fyrirandlit. Utsölustaðir: Stella, Bankastræti, Topptískan, Aðalstræti, Hygea, Austur- stræti og Kringlunni, Ingólfsapótek, Kringlunni, Libia, Laugavegi, Brá, Laugavegi, Breiðholtsapótek, Mjódd, Kaupfélag Skagfriðinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Hilma, Husavík, Rangárapótek, Hellu, Vestmannaeyjaapótek, Stykkishólmsapótek. v. Barmvemdursjóður Knud Knudsen sjóðurinn auglýsir hér með eftir um- sóknum um styrk úr sjóðnum, þ.á m. til kynningar- útgáfu, gerð á myndefni eða annað, sem hefur vernd barna og ungmenna að markmiði. Umsóknir, ásamt verklýsingu, sendist á skrifstofu Barnaverndarráðs, Laugavegi 36, 101 Reykjavík, fyr- ir 1. september 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.