Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 64
NÝTTÁ ÍSLANDI
MATVÆLI
ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
SYKURLAUSTWflC
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Stýrimenn lásu úr ritningunni
Á sjómannadaginn var haldin sjómannamessa í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Prestur var Hjalti Guðmundsson. Fjölmenni var í kirkj-
unni og þar á meðal margir forsvarsmenn sjómanna. Þrír sjómenn
frá Landhelgisgæslunni lásu ritningarorð. Á myndinni eru Ásgrímur
Ásgrímsson og Halldór Nellett, báðir stýrimenn. Á bls. 62-63 er
sagt frá sjómannadeginum víða um land.
Reykjafjörður á Hornströndum:
Hrinasmá-
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Vextir ríkisvíxla hækka
en ekki á spariskírteinum
skjálfta
við Heklu
HRINU lítilla jarðskjálftíi með
upptök við Heklu varð vart síðdeg-
is á laugardag. Hrinan stóð frá
klukkan fimm og til klukkan tvö
um nóttina. Flestir skjálftíirnir
voru mjög litlir, nálægt núlli á
Richters-kvarða að styrkleika, en
sá stærsti liklega um tvö stig.
Skjálftar af þessari stærðargráðu
finnast varla, en koma fram á
jarðskjálftamælum.
Að sögn Bryndísar Brandsdóttur,
jarðfræðinjgs á Raunvísindastofnun
Háskóla Islands, er óvanalegt að
jarðskjálftahrinur af þessu tagi verði
við Heklu. Jarðfræðingar voru því á
varðbergi fram eftir aðfaranótt
sunnudags og ástæða þótti til að
láta Almannavarnir ríkisins vita af
skjálftunum. Austur við Heklu var
hins vegar allt með kyrrum kjörum
og heimamenn á Keldum sáu ekkert
óvenjulegt til fjallsins.
Bryndís sagði að jarðfræðingar
hefðu enga haldbæra skýringu á
skjálftunum.
Ursögn rædd
í ríkisstjórn
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra gerir ríkisstjórn-
inni grein fyrir hvalamálinu í
heild á fundi í dag. Hann kveðst
frekar eiga von á að Island segi
sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Úrsögn þarf að tilkynna um ára-
mót og tæki hún fyrst gildi 1. júlí
á næsta ári. Þorsteinn sagði að
stofnun samtaka með öðrum hval-
veiðiþjóðum væri eitt af því sem
menn þyrftu að taka til athugunar.
Sjá einnig á miðopnu.
bankanna nú fyrir helgi hefði ver-
ið það mikil, að hún yrði til þess
að sala spariskírteina ríkissjóðs
ykist ekki í þeim mæli sem að var
stefnt: „Það getur vel farið svo.
Sala á spariskírteinum hefði mátt
vera meiri. Reyndar þurfum við
að skoða það nánar, því markaður-
inn þarf nokkurn tíma til þess að
taka við sér. Þessi mánuður verður
að fá að líða, áður en við getum
séð það. Við þurftum í dag að
hækka vextina af rikisvíxlum úr
14,5% upp í 17%. Ríkisvíxlarnir
verða náttúrlega að vera markaðs-
hæfir. En það er ekki ætlunin að
hækka vextina á spariskírteinum
ríkissjóðs. Eg tel að það sé engin
ástæða nú til þess að taka slíka
ákvörðun og raunar er það von
mín að vextir af spariskírteinum
geti lækkað þegar kemur fram á
haustið," sagði Friðrik.
Algengasta ávöxtunarkrafa
spariskíi'teina á Verðbréfaþingi
íslands lækkaði í gær úr 8,65% í
8,55%. Ávöxtunarkrafan hækkaði
í sl. viku úr 8,15% í 8,65.
frekar en orðið er og hann gerði
sér vonir um að þeir myndu
lækka á nýjan leik með haust-
inu. Útistandandi ríkisvíxlar
hafa numið 7-9 milljörðum
króna að undanförnu og stefnt
er að þvi að halda að minnsta
kosti svipaðri stöðu og var um
áramót, um 8 milljörðum.
Ávöxtunarkrafa spariskírteina
á Verðbréfaþingi Islands lækk-
aði í gær sem nam 0,1%.
„Þær ákvarðanir sem bankarnir
tóku í janúar og febrúar, byggðar
að þein-a sögn á verðbólguspám,
voru auðvitað teknar vegna þrýst-
ings sem kom frá ráðherrum í
fyrri ríkisstjórn. Þar með voru
teknar þessar vitlausu ákvarðanir,
sem urðu þess valdandi að bank-
arnir voru reknir með bullandi
tapi,“ sagði fjármálaráðherra.
Friðrik sagðist ekki vilja dæma
um það, hvort sú vaxtahækkun
sem bankarnir ákváðu nú væri of
mikil.
Fjármálaráðherra var spurður
hvort hann teldi að vaxtahækkun
Lítilli einkaflugvél
hlekktist á í flugtaki
LÍTILLI einkaflugvél, TF-SWP, af gerðinni Piper Tripacer, hlekkt-
ist á í flugtaki í gærkvöldi í Reykjafirði nyrðri á Hornströndum.
Flugvélin rak hjól í lækjarbakka og stakkst þá til jarðar og á hvolf.
Tveir menn voru í vélinni og sakaði þá ekki.
Að sögn Magnúsar Magnússon-
ar, sem flaug vélinni, hafði hann
verið í útsýnisflugi um Hornstrand-
ir við annan mann og lenti vélinni
á grasbala í Reykjafirði. Þegar hann
var að hefja vélina til flugs aftur
rakst lendingarhjól hennar í lækjar-
bakka, sem var ivið hærri en bal-
inn. Vélin fór þá að vagga, hitt
>hjólið rakst niður, síðan stakkst
nefhjólið í jörðina og vélin skall þá
niður og lenti á hvolfi.
„Við sluppum ómeiddir, en vélin
er mikið skemmd. Við bröltum bara
út og kenndum okkur ekki rneins,"
sagði Magnús í samtali við Morgun-
blaðið. Sumarbústaðir eru í ná-
grenni slysstaðarins og komust
mennirnir þar í síma. Þeir voru enn
í Reykjafirði í gærkvöldi, en voru
að athuga leiðir til að komast til
Ilólmavíkur. Enginn vegur er í
Reykjafjörð.
Besta byijun í Norðurá
síðan sumarið 1978
VEXTIR af ríkisvíxlum hækk-
uðu í gær úr 14,5% í 17%, eða
um 2,5%. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
þessi vaxtahækkun væri til þess
að gera ríkisvíxlana markaðs-
hæfa. Ilann sagði á hinn bóginn
að ekki stæði til að hækka vexti
af spariskirteinum ríkissjóðs
Rætt við EB um sjávar-
útveg og* orkusamstarf
TVÍHLIÐA viðræður EB og ís-
lands um sjávarútveg áttu að
■*tiefjast í gær, en þeim var frest-
að til dagsins í dag.
Auk viðræðna um sjávarútvegs-
mál í dag verður fundur með full-
tráum iðnaðarráðuneytisins og
framkvæmdastjórnar EB um
hugsanlegt samstarf á sviði orku-
mála. Samkvæmt upplýsingum frá
Brussel snýst sá fundur um sam.-
vinnu á sviði framleiðslu og nýt-
ingu umhverfisvænnar orku sem
hægt er að framleiða hér á landi.
Meðal þess sem nefnt hefur verið
er framleiðsla á vetni með raf-
greiningu og flutningur á raforku
um kapal til Skotlands frá íslandi.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að þær viðræður sem
fyrirhugaðar væru milli íslands og
Evrópubandalagsins um- sjávai'út-
veg væru í formi óformlegra þreif-
inga. „Vandamálið i þessum efn-
um hefur verið það að það hefur
ekki komið fram neitt raunveru-
legt tilboð ennþá frá Evrópu-
bandalaginu. Ég geri ráð fyrir því
að Evrópubandalagið eins og við,
átti sig á því að það er tilgangs-
lítið að fara í slíkar viðræður,
nema eitthvað eigi þar að koma
fram sem báðir aðilar geta skoð-
að;“ sagði forsætisráðherra.
„ÞETTA er besta Norðuráropnun síðan veiðisumarið mikla 1978,
það komu 45 laxar á land á tveimur og hálfum degi og það kom
'Okkur á óvart hvað laxinn hafði dreift sér um svæðið. Lítið veiddist
neðst á svæðinu, en algengt er að mikill hluti veiðinnar á þessum
tíma sumars veiðist einmitt þar. Ovenjugóð veiði var miðsvæðis og
Fossasvæðið var gott að vanda,“ sagði Jón G. Baldvinsson, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Byijunin lofar góðu, um miðjan
dag í gær höfðu veiðst rúmlega 30
laxar í Þverá í Borgarfirði og það
fréttist af fimm löxum fyrsta dag-
inn norður í Húnaþingi, í Laxá á
Ásum. í Þverá og Laxá voru laxarn-
iryfirleitt 10 til 12 pund, en smærri
í Norðurá, yfirleitt 7 til 9 pund og
einn 12 og annar 11 punda voru
stærstir. Tilraunaveiðisvæðið í
Hvítá, þar sem netin Iágu áður, gaf
ekki lax fyrsta daginn, en síðan
hafa ekki fréttir borist þaðan.
Sjá nánar „Eru þeir að fá
’ann?“ blaðsíðu 28.