Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐlÐ MIIDJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991
Eru
þeir að
fá 'ann
?
Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka:
Á ekki von á frekari breyt-
ingum á vöxtum í sumar
VALUR Valsson, bankastjóri íslandsbanka og formaður Sambands
viðskiptabankanna, segist ekki eiga von á frekari breytingum á
vöxtum í sumar en kjarasamningum í haust fylgi mikil óvissa um
verðlagsþróunina. Við vaxtaákvarðanirnar 1. júní miðaði Islands-
banki við 8% hækkun lánskjaravísitölunnar yfir allt árið. „Ymsilegt
bendir til að það sé of varfærið níat,“ segir hann en telur þó að sú
viðmiðun muni standast í sumar. Valur segir einnig að þróunin undan-
farna mánuði sýni, að bankarnir ráði ekki raunvöxtum á peninga-
markaði og að ef markmið ríkisins um að draga úr framboði á hús-
bréfum og auka sparnað gangi eftir eigi ríkið ekki að þurfa að
grípa til frekari vaxtahækkana í kjölfar vaxtahækkana bankanna.
Við vaxtaákvörðun sína 1. júní
gerði íslandsbanki ráð fyrir að yfir
árið í heild gæti lánskjaravísitalan
hækkað um 8%. Valur segir að
ýmislegt bendi til að þetta sé of
varfærið mat. „Það er ekki hægt
að ásaka okkur fyrir að ofmeta
verðbólguna," segir hann.
Valur segir að bankarnir hafi að
undanfömu reynt að líta til lengri
tíma en áður við vaxtaákvarðanir
og í febrúar sl. hafi verið miðað við
spá um 7 - 8% verðbólgu fyrstu 6
mánuðina en hækkun lánskjaravísi-
tölunnar hafi verið nálægt 10%.
„Við vanmátum verðbólguna,“
sagði hann.
Óvissa í haust
Valur sagði að óvissan við vaxta-
ákvörðun bankanna hefði að hluta
falist í að menn vissu ekki hvernig
6.300 króna launahækkunin kæmi
inn í vísitöluna. „Mesta óvissan nú
felst í því að í haust eru samningar
lausir og þess vegna þarf að búa
til ákveðnar forsendur til að spá
fram yfir kjarasamninga, sem geta
kollvarpáð öllum áætlunum.
Valur kvaðst telja líklegt að vext-
ir héldust stöðugir yfir sumarmán-
uðina. „Ég sé ekki neinar stórar
breytingar nema ef skyndilegar
breytingar verða á viðskiptakjörum
gagnvart útlöndum. Ég á því von
á að menn haldi sig við þessa við-
miðun fram á haustið,“ sagði hann.
Bankarnir ráða ekki
raunvöxtum
Valur sagði að vaxtahækkanir
bankanna skýrðust af tvennu. „Nú
hefur það verið staðfest, sem við
höfum haldið fram nokkuð lengi,
að bankarnir ráða ekki raunvöxtum
á íslandi. Það eru markaðsaðstæður
og umsvifamikil skuldabréfaútgáfa
ríkisins sem ráða raunvextum
Bankarnir lækkuðu raunvexti 1.
febrúar. Það hafði greinilega engin
áhrif á aðra hluta markaðarins, þar
héldu vextir áfram að hækka og
við vorum einfaldlega að leiðrétta
vextina vegna þessa. Eðli málsins
samkvæmt getum við heldur ekki
verið að lána á vöxtum sem eru
lægri en spariskírteini ríkissjóðs eru
seld á. Það gat ekki gengið að ein-
staklingar og fyrirtæki gætu hagn-
ast á því að taka lán í banka og
kaupa fyrir það spariskírteini ríkis-
sjóðs. Fyrir þessa vaxtabreytingu
voru til dæmis kjörvextir á verð-
tryggðum lánum 6,5%. Viðskipta-
veiði hjá okkur og athygli vekur
að laxinn er furðu dreifður miðað
við hvað við er að búast í upp-
hafi veiðitímans. Kirkjustrengur
er að vísu sterkastur að vanda,
en það hefur veiðst furðu víða, á
Gilsbakkasvæðinu, í Gljúfrunum,
í Kaðalstaðastrengjum svo eitt-
hvað sé nefnt. Þetta eru yfirleitt
9 til 12 punda fiskar og sá stærsti
vó 14 pund. Óheppnin hefur elt
suma, ein stöngin hefur misst sjö
laxa,“ sagði Jón-Ólafsson í sam-
tali við Morgunblaðið, en hann
hafði sjálfur ásamt Sigurborgu
Valdimarsdóttur dregið 6 laxa.
Það átti við Þverá eins og Norð-
urá, að megnið af laxinum var
grálúsugt og engin netaför að sjá,
en það er nýlunda.
Ásarnir byrja þokkalega
Það veiddust fimm laxar fyrsta
daginn í Laxá á Asum. „Þetta kom
bara á fyrstu mínútunum og svo
búið,“ sagði Árni Baldursson sem
var þarna að veiðum og dró ásamt
Bolla Kristinssyni 3 þessara laxa.
Þetta voru 10 til 12 punda laxar
og allir nýrunnir. Dulsarnir voru
drýgsti veiðistaðurinn. Árni sagði
fáa laxa sjáanlega, en greinilegt
að fiskur væri að ganga.
Annars staðar
Tilraunaveiðisvæðið í Hvítá í
Borgarfirði gaf engan lax fyrsta
Morgunblaðið/gg
Sigurborg Valdimarsdóttir og Jón Ólafsson með fimm stórlaxa
úr Þverá 1. júní. Kirkjan í Norðtungu í baksýn.
veiðidaginn, en þar veit enginn
enn um hugsanlega tökustaði.
Tíminn mun skera úr um hvort
þetta reynist gott stangaveiði-
svæði. í Hvítá eystri hafa nokkrir
laxar komið á silungastangir, t.d.
í landi Kiðjabergs og víðar. Sumir
þeirra veiddust upp úr miðjum
maí. I Ytri Rangá fóru einnig að
koma stöku laxar á öngla silungs-
veiðimanna upp úr miðjum maí.
Þá hefur lax fyrir þó nokkru sést
á göngu fram Laxá í Kjós, Laxá
í Aðaldal og Elliðaárnar, en í þeim
öllum hefst veiði 10. júní. í morg-
un hófst veiði í Kjarrá sem er
efri hluti Þverár í Borgarfirði.
-gg
vinir okkar sem tóku lán á þessum
kjörum gátu ávaxtað þá í húsbréf-
um eða spariskírteinum fyrir allt
upp í 8,8%. Það var því óhjákvæmi-
legt fyrir okkur að hækka kjör-
vexti á verðtryggðum lánum um
það sama og þessi raunvextir höfðu
verið að hækka um á markaðinum."
Markmiðið að skapa jafnvægi
Valur var spurður hvort ekki
skapaðist hækkunarskrúfa þegar
ríkið hefði nú ákveðið að láta vexti
á ríkisbréfum fylgja markaðsþróun.
Hann sagði að vaxtahækkun ríkis-
ins miðaði að því að draga úr fram-
boði á húsbréfum og auka sparnað,
sem myndi skapa jafnvægi. „Ef það
gengur eftir ætti ríkið ekki að þurfa
að grípa til frekari vaxtahækkana
vegna vaxtahækkana bankanna því
raunvaxtahækkun bankanna hefur
engin áhrif á þessum markaði. Við
völdum ekki raunvöxtunum," sagði
Valur.
Engar fastar reglur
Ólafur Örn Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri Sambands viðskipta-
bankanna segir að við gerð þjóðar-
sáttarsamninganna hafi bankarnir
fallist á að taka mið af sþám um
verðlagsþróun lengra fram í tímann
við ákvarðanir í vaxtamálum þegar
verðbólga væri á niðurleið. „Núna
reyna bankarnir að hafa jafnvægi
Valur Valsson
á milli nafnvaxta og ávöxtunar
verðtryggðra lána. Það er ekki fylgt
föstum reglum en bankarnir hafa
reynt að horfa allt að 6 mánuði
fram í tímann. Spár í febrúar stóð-
ust hins vegar ekki og hækkunin
var nálægt 10% á fyrri hluta ársins
og nú horfum við fram á 9-10%
hækkun á næstu mánuðum," sagði
hann.
Þrumubyrjun í Norðurá
Veiðin hefur byijað mjög vel í
Norðurá og lofar góðu fyrir fram-
haldið. Stjórn SVFR veiddi 45
laxa sem er besta opnun síðan
stórveiðisumarið 1978, en þá
veiddist óhemjuvel, ekki einungis
í Norðurá heldur um land allt og
er síðan jafnan talað um „stór-
veiðisumarið 1978“. Jón G. Bald-
vinsson sagði í samtali við Morg-
unblaðið að á óvart hefði komið
hversu dreifður laxinn væri á
mið- og efri hluta veiðisvæðisins,
en fremur lítið hefði veiðst neðar-
lega þar sem oft er besta veiðin
þegar árferði er svalara. „Þetta
er trúlega vegna þess að áin er
hlýrri en venjulega á þessum tíma
og mjög hæfileg að vatnsmagni
og því gengur laxinn hraðar
fram,“ sagði Jón.
Jón sagði að 25 laxar hefðu
veiðst á Laxfosssvæðinu, 15 laxar
á miðsvæðunum, en aðeins 5 lax-
ar á neðstu veiðistöðum. Þá má
geta þess, að tveir laxar veiddust
á Munaðarnessvæðinu fyrsta
veiðidaginn. Laxinn var í smærri
kantinum miðað við opnun, yfir-
leitt 7 til 9 pund, en sá stærsti
12 punda. Yfirleitt er meðalvigtin
um 10-11 pund. 33 laxar veiddust
á flugu og 12 á maðk.
Þverá líka lífleg
„Þetta hefur verið jöfn og góð
Þj ó ðhagsstofnun:
Spáir 7,8% hækkun fram-
færsluvísitölunnar á árinu
Verðbólga getur farið í 11-12% á næstu þremur mánuðum
í SPÁ Þjóðhagsstofnunar frá 28.
maí er reiknað með að fram-
færsluvísitalan muni hækka um
7,8% frá upphafi til loka ársins.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að spá-
in geri ráð fyrir að laun hækki
lítillega á siðari hluta ársins til
að viðhalda núverandi kaup-
mætti. Segir hann að verðbólga
á næstu þremur mánuðum verði
ívið meiri en áætlanir hafi gert
ráð fyrir eða um 11-12% en muni
svo fara lækkandi aftur með
haustinu ef ekkert sérstakt komi
uppá sem raski jafnvæginu. Þá
segir hann engan vafa leika á
að raunvaxtahækkun hafi áhrif
á verðbólguna og fyrir hveija
1% aukningu þeirra hækki fram-
færsluísitalan um 0,3% fyrst í
stað.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar sagði að í spá
stofnunarinnar frá 28. maí væri
gert ráð fyrir að vísitala fram-
færslukosntaðar hækki um 7,8% frá
upphafi til loka ársins. Sagði hann
að viðmiðun bankanna um 8%
hækkun lánskjaravísitölunnar yfir
árið, sem gert var ráð fyrir við
vaxtaákvarðanir 1. júní, stæðist
nokkurn vegin samkvæmt þessu en
framfærsluvísitalan vegur 1/3 í lán-
skjaravísitölunni.
Þórður sagði að spá Þjóðhags-
stofnunar gerði ráð fyrir að laun
hækkuðu lítillega á síðari hluta árs-
ins, eða nægilega til að viðhalda
kaupmætti. „Það er gert ráð fyrir
nokkurri hækkun launa á síðari
hluta ársins til að halda uppi kaup-
mættinum," sagði hann.
Þórður var spurður um áhrif
vaxtahækkana á verðbólguna og
sagði hann að áhrifin væru þau,
að hvert 1% í hækkun raunvaxta
ylli 0,3% hækkun á vísitölu fram-
færslukosntaðar. „Þetta eru þau
áhrif sem koma fram í byijun en
þegar lengra líður frá geta áhrifin
snúist við og orðið til lækkunar þar
sem vaxtahækkunin á að slá á þau
þenslueinkenni sem hafa komið
fram. Það er þó enginn vafi á að
fyrstu áhrifín eru til hækkunar á
vísitölu framfærslukostnaðar,"
sagði hann.
Þórður sagði að sér virtust vaxta-
hækkanir bankanna vera ívið meiri
en Þjóðhagsstofnun reiknaði með í
sinni spá 28. maí og gæti það vald-
ið einhverri hækkun umfram spána
fyrst í stað.
Þórður var spurður hvort stofn-
unin reiknaði með að stöðugleiki
héldist fram á haustið eða þar til
kjarasamningar renna út. „Það eru
engar vísbendingar sjáanlegar núna
sem gefa tilefni til að hafa áhyggj-
ur og það er engin ástæða til að
gefa sér fyrirfram að hlutirnir fari
úr böndum með haustinu. Þó er ljóst
að á næstu mánuðum verður verð-
bólgan ívið meiri en fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir. Gert er ráð fyrir
að þriggja mánaða hækkun vísi-
tölunnar verði á bilinu 11 - 12% en
hún fari svo lækkandi með haustinu
ef ekkert sérstakt verður til að
raska jafnvæginu á ný,“ sagði Þórð-
ur.