Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 27
MÖRGtJNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JUNÍ 1991 27 utanríkisráðherra). í opnu-grein í Morgunblaðinu þann 24. maí sl. fullyrðir aftur á móti Jóhann Þórð- arson, hæstaréttarlögmaður, blákalt, að ákvæði í E_ES-samn- ingum skerði fullveldi íslands. Erlend íhlutun Þetta er nú ekki beisið, eða hvað finnst ykkur? Verið er að ganga frá þýðingarmestu utanríkisviðskipta- samningum okkar frá lýðveldisstofn- un og helztu ráðamennirnir og fræði- mennirnir okkar eru ekki klárir á, hvort einhver erlend stofnun sé yfir- þjóðleg eða ekki, og þeir eru heldur ekki klárir á hvort erlendur dóm- stóll á að hafa hér eitthvert vald eða ekki. En efist einhver um afstöðu íslendinga til erlendrar afskiptasemi af okkar málum þarf ekki annað en minnast á hvalveiðimálið. Rólynd- asta.fólk hefur orðið hálf-galið af reiði yfir því, sem það kaltar erlenda íhlutun um okkar einkamál, og halda menn að íslendingar tækju því með þegjandi þögninni, ef einhveijir herr- amenn í Brussel eða annars staðar færu að segja okkur, hvað við mætt- um hér gera eða ekki gera. Má hér til gamans, þótt hér sé vissulega ekkert gamanmál á ferð- inni, geta þess, að er framkvæmda- stjórn EB í Brussel ákvað að banna framleiðslu Breta á ákveðinni teg- und kartöfluflagna, sem Bretar halda mikið uppá, varð einum af þingmönnum brezka íhaldsflokksins að orði: „Hver er tilgangurinn með því að kjósa í kosningum ef einhver mannfýla í Brussel tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á líf manns og það sem hann ákveður kann að velta á því hvað hann fékk sér í morgun- mat?“. Áskorun Og nú spyr ég ykkur, sem hafið e.t.v. nennt að lesa svona langt: Hvar er íslenzkur dugur og íslenzkt þor? Menn þusa yfir því þótt einhver ráðherra kaupi sér jeppa og menn hneykslast á því að hæstaréttardóm- ari kaupi sér brennivín og menn hálfsturlast yfir því að fá ekki að veiða hvali, en þegar kemur að því, að stjómmálarefir leika sér að fjö- reggi þjóðarinnar, sjálfu fullveldinu, þá þegja þessir sömu nöldurseggir þunnu hljóði. Hvar eru þið núna ís- lenzku þrasarar? Ætlið þið að horfa þegjandi uppá að íslenzku þjóðerni, landinu okkar, tungunni og öllu öðru sem við unnum hér, sé stefnt í voða af misvitrum framapoturum? Kreíjist þess, eins og ég geri nú, að íslenzkir stjórnmálamenn, sér- staklega auðvitað þeir, sem fara með völdin, upplýsi undanbragðalaust, hvernig fjórfelsið, sem ég hef kallað feimnismálin vegna þess hversu dult er farið með þau, komi við okkur íslendinga, ef við „göngum í“ EES, og hveijir eigi lokaorðið, komi til ágreinings — Hæstiréttur íslands eða dómstóll EES. Og takið nú eftir, íslenzku kjós- endur, hvort nokkru verður svarað, og ef svo fer, hvert verður vísað til, svo að lesandinn geti sannreynt sannleiksgildi svarsins. Höfunclur er flugstjóri og lögfræðingur. MARG-VAL SUBESl ► ► /J t • r ^4 \ |V| T IBM RISC SYSTEM/6000 AFKÖSTIN Alltað: 72.2 SPECmarks 25.2 MFLOPS TPC-A 16.400 $ /TPS TPC-B 2.600 $ /TPS 1.73 Specmarks /MHZ ÞJÓNUSTAN Samkvæmt skoðanakönnun eru 93.2% viðskiptavina IBM ánægðir með þjónustu IBM á íslandi. Hún er til staðar allan sólarhringinn ► ► ► GÆÐIN Valin “Best product of the year 1990” af tímaritunum: BYTE UNIX WORLD BUSINESS WEEK o.fl. ► DISKARNIR Hraði 11.4 millisek. Flutningsgeta 3 MB/sek. HÖGUNIN - 64 eða 128 bita tölvur - Keyra samhliða margar aðgerðir (Margföld afköst) - 400 MB/sek innri gagnabraut VERÐIÐ •Verð á þessum óviðjafnanlegu tölvum er ótrúlegt. ► ► ► STÆKKUNAR- MÖGULEIKARNIR Diskar allt að 22.2 GB Minni, allt að 512 MB AIX UNIX framtíðarinnar - Skrifað frá grunni - Öflug gagnameðhöndlun (Virtual filesystem) - Öflugir þýðendur - Einföld kerfisumsjón HUGBÚNAÐURINN Eftirtalin hugbúnaðarfyrirtæki hafa RISC SYSTEM /6000: Hugbúnaður hf Kerfisverkfræðistofan hf Strengur hf TÍR hf Tölvumiðlun hf VKS hf Þróun hf Leitið frekari upplýsinga hjá söludeild IBM, sími 697700 eða hjá Tölvumiðlun hf, sími 688517. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SlMI 697700 Stokkhóknur Flug og btlltfjórtán tUtga 39500 7 sinnum í viku. FLUGLEIDIR Upplýsingar í síma'690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um landallt og ferðaskrifstofum; *Stgr. á manninn m.v. 4 í bfl í b-flokki (2 fuflorðna og 2 böm, 2-11 ára). 3E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.