Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 22
 MORÖOKBLAÖIÐ ÞREÖJtJDAGUR 4. JÚNÍ 199J Sæl vertu Þórsmörk Sæluhús Þegar stytti upp sótti vindurinn í sig veðrið og þaut undir upsir Sæluhús velgjan frá maskínunni eftirFinn Torfa Hjörleifsson Klukkan um tíu um morguninn er ég lagður af stað upp Skóga- heiðina. Nú skyldi vetrardraumur minn um sumarlandið rætast. Eg stefni skemmstu leið í Þórsmörk, yfir Fimmvörðuháls. Allan vetur- inn hefur minning liðins sumars um þetta land andstæðnanna ekki vikið frá mér. Myndir um hrikaleg gljúfur og mjúka skógarása brut- ust upp í hugann þegar hlé varð á erli. Hijóðlátt gróðurmagn, eyð- andi fok og beljandi straumur blön- duðust við drauma mína. Nú er ég á leið þangað. Það er 16 maí, laugardagur fyrir hvítasunnu, vo- rið góða 1964. Strekkingur norðan, þó ekki mjög kaldur. Bætir heldur í hann þegar ofar dregur. Upp undir Kambsfjöllum kem ég í snjó. Það er brotafærð, skel efst sem brýtur niður út í öðru eða þriðja hveiju spori. Gamli bakpokinn með þrí- hyrningsgrind sígur í. Ég slaga_ á móti vindinum og hallanum. Ég velti fyrir mér að snúa við. En Merkurþráin er sterk, og ég veit af kofanum uppi á hálsi, og hann er ekki svo dimmur yfír. Kofanum næ ég. Kemst inn eft- ir klakahögg. Hvílist, et af nesti mínu. Þetta var þung ganga, en nú er þrautin unnin. Að vísu er rokhvasst hér uppi í 1100 metra hæð, vindurinn rífur upp skarann. En snjórinn er hér harðari og held- ur vel. Áfram, áfram niður í vorbl- íðuna. Stormurinn í fangið, en þetta er samt léttara, það fer að halla undan. Einhverju verður vindurinn að fagna. Hann rífur af mér húfuna, ég sé hana skoppa suður Lágjökulinn, lægðina milli Eyjafjallajökuls og Myrdalsjökuls. Vonlaust að elta. Enginn farartálmi er mér Brattafönn né Heljarkambur. Á Morinsheiðinni er hann mun hæg- ari. Ég geri stans á Heiðarhorni að virða fyrir mér vetrardrauminn. Það er sólarbjarmi yfir Mörkinni og Goðalandi. Komin græn sum- arslikja á þetta grófa jarðarflos sem Islendingar kalla skóg. Þessi kápa landsins er naumt skorin og víða af henni numið. Upp úr standa holdgrönn fjöll og flakandi moldir. Þama niðri í Þórsmörkinni handan Krossár átti ég heima í fyrrasum- ar. Vinur minn, Jón Böðvarsson, var ráðinn vörður í sæluhúsi Ferða- félags íslands, Skagfjörðsskála í Langadal. Hann bað mig að verða sér til aðstoðar. Við ætluðum að verða þama í sumar líka. Nu var þama enginn maður. Ósnortið land, nýtt sumarland. Ég er líka nýr og hlýtt sumar framundan. í Básum æi ég. Óbyggð, ég er hér einn manna í kliði fugla og niði lækjar. Kjarrið að verða al- laufgað. Víst hefur vorað vel. Ég gef mér tíma til að njóta fótabaðs- „Stórskorið þetta land víða og óárenni- legt. Gil djúp og hamraveggir háir, sumir gneypir, aðrir fláir. Klettanef, snag- ar og hyrnur. Brattar skriður. Hömrótt land og hvasst. Er það þess vegna sem hálsarnir í Þórsmörk vafðir loðkápum eru svona áþreifanlega mjúkir ásýndum?“ leitar til ijáfurs og þakviðimir skrafa saman innilega Gott er að láta sér síga í bijóst um það bil sem mál skála vinds og manna verður ekki lengur greint frá suðinu í eldavélinni Hveiju skipta mig vindar hús og menn úr því að allt þetta skolast saman í einn farveg draums Ljósmynd/Helga Garðarsdóttir Stórskorið Iand og víða óárennilegt. Hömrótt land og hvasst. ins í köldum og tærum læknum. Gangan er orðin löng, 9 tímar. Ekkert liggur samt á. Hér er ég á mínum stað í mínu landi. Allt gleð- ur hér líkama og sál. Einskis að sakna, engu er ofaukið. Veit ég þó að gaman verður að hitta Ferða- félagshópinn á eftir. Rútan fer að koma. Ég ætla að ijúka dagsferð minni á því að heilsa Krossá með því að vaða hana berfættur. Vera heima í sæluhúsi þegar fólkið kem- ur. Þannig var ganga mín inn í sum- arið góða 1964. Hingað í Þórsmörk kom ég fyrst seint í júní 1963. Nattúra þessa lands var mér ókunn. Fyrstu dag- ana var ég glaður óviti í sumar- dýrðinni meðan andstæður hennar voru að móta vitund mína. Uns þær höfðu náð þar jafnvægi og ég var orðinn einn partur umhverfis- ins. Þá leið mér vel. Af hveiju leið mér svona vel? Olli því árstraumurinn harði á gráum aurum? Fremur þó hljóðlátt gróðurmagnið í skógargiljum. Ekki var það fokið á moldunum hér uppi á hæðunum. Heldur nýgræð- ingur bjarka á uppblásnum mel. Kannski eilífðarbláminn yfir jöklin- um í suðri? Líklega þó ekki síður dýragrasið smáa og meyjarauga og fj'órskipt hljómkviða þúfutittl- ingsins héma upp í Slyppugilinu. Aldrei veit ég fyrir víst hvernig áhrifin margvísleg rákust á og sættust í vitund og undirvitund og sumarhlátrar fólksins sem kom hingað að lifa með landinu og hvert öðru. Vinátta þróaðist, kviknaði ást til lands og manna. Mynd úr Þórsmörk Ljóð um hvítan jökul hreinan öllu ijær Nær veitir unað dimmur klettur draumur um nakið hörund Á milli auðnin aurar svartir iðandi fljót í leynum Ljósmynd/Guðrún Þórðardóttir Ljóð um hvítan jökul... iðandi fljót í leynum. Stórskorið þetta land víða og óárennilegt. Gil djúp og hamra- veggir háir, sumir gneypir, aðrir fláir. Klettanef, snagar og hymur. Brattar skriður. Hömrótt land og hvasst. Er það þess vegna sem hálsamir í Þórsmörk vafðir loðkáp- um era svona áþreifanlega mjúkir ásýndum? Og kvöldkyrrðin í litlum dal verður svo altæk að húmið þéttist af niði árinnar? í mörg ár, eftir að ég var farinn héðan til að eiga heima í borginni, langaði mig í engan stað að fara nema þennan. Oft var ég hér í tjaldi að hlusta á kyrrðina. skálaverðir á kreik að hjálpa tjald- búum. Herða á stögum, beija niður hæla. Sulur brotnuðu, tjöld féllu. Fyrir marga varð ekkert gert ann- að en bjóða þeim vist í sæluhúsi. Skálinn troðfylltist. Allir sem þurftu fengu skjól. Kannski ekki sæluvist, og þó. Við slíkar aðstæð- ur gleður það menn hvað samhjálp og samúð eru smitandi. Hver smuga í húsinu var fyllt. Undir morgun komu ung hjón með tvö börn á jeppa yfir Krossá. Þeim hlekktist á, farangur blotnaði, þ. á m. svefnpokar. Þá var hvergi lengur legupláss nema rúm varð- anna. Úti fyrir tjaldinu Úti fyrir tjaldinu sé ég húmið læðast í dalinn Útlínur skógarhomsins kögraðar milda ijarskann Löngun mín nemur þar staðar kyrrist sígur með rökkrinu í dalinn rennur með læknum til fljótsins Alveg makalaust hvað fólk getur orðið samrýnt í þrengslunum. Þeg- ar rigningunni slotaði á sunnudegi varð vindurinn tilbrigði við marg- raddað líf sæluhússins. Sumarið góða 1964. Löngu lið- inn timi, en sækir þó oft á huga minn, einkum á vorin. Þorsmörkin er nú önnur, hefur látið á sjá af þeirri ógnvænlegu tilhneigingu manna að gera náttúrana sér und- irgefna. Krossá fær ekki lengur að þjóna þeirri lund auravatnsins að veltast í nýjan farveg þegar það hefur borið undir sig aur og leðju í þeim gamla. Ýtt hefur verið upp görðum til að halda henni í skefj- - AUSTURVER - GLÆSIBÆR ■ LAUGAVEGUR Z < 1 73 O z C£ Tvær r m Ljósmynd/Kolbrún Jónsdóttir Skagfjörðsskáli haustið 1963. Blátær lækur sem aldrei bregst flæðir fram á gráan aurinn. Skagfjörðsskála f Langadal mátti kalla sæluhús. Fáeinar sum- arhelgar var hann þó bara ætlaður fólki á vegum Ferðafélags íslands. Margt kom hingað í helgarferðir, þó nokkrir í sumarfrí, gistu í skála, en sumir í tjöldum. Var hér viku, einstaka maður lengur. Helgar- fólkinu kynnumst við skálaverðir lítið. En vikudvalarfólkið varð oft sem ein stór og samhent fjöl- skylda. Hjálpaðist að utan húss og innan. Fór saman í gönguferðir. Leiðbeindi hvert öðru, einn þekkti grös, annar steina, þriðji vissi hvar Systurnar sjö héldu sig. Það kom saman til að segja sögur og syngja. Það var aldrei mjög margt í viku- dvöl, ekki þá. Sæluhúsið tók engan grúa. Mig minnir að 50 manns gætu gist þar með góðu móti. Skálinn var aldrei fullur í þá daga, nema um verslunarmannahelgi. í Þórsmörk eru veður blíð, oft sólskin. Regnskjól í sunnanátt og austan af Eyjafjallajökli og Mýr- dalsjökli. Norðanáttin þurr landátt. Hér getur þó gert leiðindaveður, jafnvel um hásumar. Ég minnist aðfaranóttar sunnudags. Helgar- fólkið komið, margt fólk í skála og tjöldum. Brast á seint um kvöld- ið með hávaðaroki norðaustan og rigningu. Upp úr miðnætti fóru h- C£ oo <. z < m nyjar verslanir ■< i o z komnar á kortið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.