Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991
flcutAfin
Ást er...
. . . að bjóða henni í leik-
hús.
TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved
° 1991 Los AngelesTimesSyndicate
Settu þig í mín spor: Kom-
inn að húsinu og í ljós kem-
ur að þú ert ekki með lykil-
inn...?
Atvinnuöryggi og atvinmiöryggi
Mikið hefur verið fjallað um
uppsagnir hjá Þjóðleikhúsinu og
þykir mörgum illa farið með leik-
arana þar sem missa vinnuna. Því
miður er það nú svo að flest fólk
hér á landi þarf að búa við heldur
lítið atvinnuöryggi, og ekki þykir
sæta tíðindum þó starfsfólki
frystihúsa sé sagt upp tugum sam-
an þegar þurfa þykir. Verkafólki
er hægt að segja upp með viku
fyrirvara og það þótt það hafi
unnið árum saman í sama starfi.
Það hefur lengi tíðkast hjá frysti-
húsum að segja upp öllu starfs-
fólki í vertíðarlok en endurráða svo
þegar fiskur fer að berast á ný.
Þess vegna er samúðin kannski
dálítið blendin með þessum leikur-
um sem þó hafa meira en sex
mánaða uppsagnarfrest, því það
eru forréttindi sem fæstir njóta.
Verkamanninum og verkakonunni
þætti áreiðanlega gott að njóta
slíkra kjara.
Það verður að segjast eins og
er að stéttafélög verkafólks hafa
verið heldur slöpp að ná fram rétt-
indum fyrir sitt félagsfólk. Verka-
fólk ætti að hafa skikkanlegan
uppsagnarfrest rétt eins og „fína-
fólkið“, - og láta ekki bjóða sér
neitt minna. Það er furðulegt hvað
verkafólk lætur troða á sér í þessu
þjóðfélagi sem við köllum velferð-
arþjóðfélag.
Fyrrv. puðari
Dauðari en
nokkur
dauður
Það var á útmánuðum, að ég
var við athöfn í Dómkirkjunni.
Gamall maður var kvaddur eftir
merkan starfsferil. Hann var orð-
lagður fyrir skyldurækni í starfi
og oft áhyggjufullur. Eigi að síður
hóf hann gjarna söng í samkvæm-
um og hélt áfram, þótt flestir sætu
að skrafi. Eg sá vel yfir og held
ekki, að neinn hafi tekið undir með
kórnum í kirkjunni. Mér fannst
þéttsetin kirkjan skipuð fólki sem
væri dauðara en sá sem kvaddur
var.
Það hlýtur að vera raun fyrir
prestana, sem jarðsyngja, sumir
dag eftir dag, að kirkjugestir taki
þátt í því, sem fram fer. Sum lög
við jarðarfarir eru að vísu ekki við
hæfi almennings, heldur ætluð
kórnum einum, en oftast er endað
á sálmi, sem flestir geta sungið.
Hluttekning í jarðarför hressir þá
sem eftir lifa og þá ekki síst söng-
urinn.
Björn S. Stefánsson
Algjörlega út í hött
Þann 15. maí skrifaði Richardt
Ryel grein í Velvakanda sem bar
heitið „Hvaða mál talaði Kristur"
og svaraði undirritaður þeirri grein
og fjarstæðukenndum staðhæfing-
um hans í grein sem birtist á sama
stað þann 17. maí. En Richardt
er ekki hættur. Hann skrifaði grein
undir fyrirsögninni „Var Kristur
læs“ og birtist hún 30. maí.
Sú grein er í raun og veru mik-
ið vitlausari en hin fyrri og skal
ég nefna hversvegna í örfáum orð-
Richardt Ryel tekur beina til-
vitnun upp úr „Der Spiegel" frá
V-Þýskalandi, sem kom út þann
1. apríl og hljóðuðu síðustu orðin
á þessa leið: „ .. .konnte gar nicht
schreiben“.
í fyrsta lagi var 1. aprílhefti
1991 af Der Spiegel gefið út í
Þýskalandi, þar sem V-Þýskaland
er ekki lengur til. í öðru lagi er
það í fleiri löndum en á íslandi sem
látið er hlaupa apríl og virðist Ric-
hardt hafa látið gabbast, hvort sem
greinin var aprílgabb eður ei. í
þriðja lagi þá þýðir þýska sögnin
„schreiben" ekki að lesa eins og
R.R. heldur fram, heldur að skrifa.
Richardt svarar hvergi í grein
sinni þeim rökum sem undirritaður
gaf í gi-ein sinni. Hann svarar
hvergi því að börn gyðinga voru
látin læra að lesa í barnæsku.
Einnig er það fáránlegt hjá honum
að segja að „menn verða ekki trú-
aðir af að lesa Biblíuna, heldur
lesa menn Biblíuna af því að þeir
eru trúaðir", sem svar við því að
Biblían tali um að Jesús hafí lesið.
Margir hafa komist til kristinnar
trúar af því að lesa Biblíuna, t.d.
fyrir starf Gídeonmanna.
Richardt Ryel sagðist lesa
íslensku og gutla í einum 8-9 öðr-
um tungumálum til viðbótar. Ég
dreg þýskukunnáttu hans í efa,
þar sem sögnin „schreiben" er eitt
af 'fyrstu orðunum sem eru kennd
í þýskukennslu. í bókinni „Kveðja
frá Akureyri" eftir Richardt nokk-
urn Ryel segir höfundur: „Hör-
mung„“ Hvernig átti ég, sem aldr-
ei hafði lesið stakt orð í þýsku, að
vita að þátíðin af að drepa á þýsku
var „tötete“. Ég stóð alveg á ga-
ti!“ (bls. 49). Það er ljóst að þýsku-
kunnáttu Ryels hefur ekki farið
mikið fram síðan!
En um efnið. Samkvæmt „En-
cyclopaedia Judaica“ og „The Jew-
ish Universal Encyclopaedia" var
Jesús vel menntaður og vel læs.
Það má teljast góð viðurkenning,
því að greinar þessara rita um
Jesú eru skrifaðar með það í huga
að Jesús hafi verið falsspámaður.
í bókinni „History and Destiny of
the Jews“ sem er viðurkennd bók
um sögu gyðinga er heill kafli um
Jesús frá Nasaret. Þar kemur fram
hið gyðinglega álit á Jesú en eigi
að siður stendur skrifað: „Jesús, á
yngri árum, var vel kunnugur bók-
menntum þjóðar sinnar. Hann var
eins vel að sér í lögmálinu og
margir Farísear. Hann þekkti líka
spámennina, sálmana, Daníelsbók
og jafnvel Enoksbók“ (bls. 149).
Að lokum. Þetta tuð Richardts
er byggt á misþýddri grein úr
„Der Spiegel“ og er því algjörlega
út í hött. Undirritaður sér því enga
ástæðu til að falla frá þeirri fullyrð-
ingu sem haldið var fram síðast:
Heimskinginn getur jafnvel talist
vitur ef hann þegir.
S. Guðjón Bergsson
HÖGNI HREKKVfSI
Víkverji skrifar
etta sumar byijar vel og þá er
ekki átt við vikurnar, sem
liðnar eru frá sumardeginum fyrsta,
því vikum saman eftir þann dag var
mjög kalt, heldur síðustu tvær vikur
eða svo. Gróðurinn hefur tekið ótrú-
lega vel við sér og er snemma á
ferðinni og veðrið um síðustu helgi
var eins og það getur bezt orðið í
þessu landi. Fallegt sumarveður á
Islandi er fallegra, og loftið hreinna
en nokkurs staðar, þar sem Víkveiji
hefur komið.
Það er alltaf dálítið skemmtilegt
að fylgjast með íslendingum skríða
út úr kofunum sínum í sumarbyij-
un. Góða veðrið hefur áreiðanlega
haft sömu áhrif á fólk um allar ald-
ir íslandsbyggðar, hvort sem fólk
var að skríða út úr moldarkofunum
fram á þessa öld eða út úr glæsihöll-
um nútímans. Þetta er dálítið líkl
því, þegar kýrnar eru settar út á
vorin!
Umferð á Kringlusvæðinu var
gífurleg um helgina, ekki sízt
á laugardag, þegar Borgarkringlan
opnaði. Var aðsókn að þessu nýja
verzlunarhúsnæði margfallt meiri
en verzlunareigendur höfðu búizt
við en jafnframt er sagt, að umferð
hafi ekki verið minni en áður í
Kringlunni.
Það þarf mikla dirfsku til að
leggja út í framkvæmd á borð við
Borgarkringluna en jafnframt vek-
ur sú framkvæmd upp spurningar
um, hvort ekki þurfi meiri dirfsku
og nýjungagirni til þess að vekja
gamla miðbæinn upp frá dauðum.
Þar stendur nú verzlunarhúsnæði
og skrifstofuhúsnæði ónotað.
Hversu lengi halda þær verzlanir
áfram, sem enn eru opnar í gamla
miðbænum? Eymundsson hefur
opnað stóra bókaverzlun í Borgar-
kringlunni. Hversu lengi hafa þeir
opið, 1 Austurstræti? Það er orðið
tímabært að hugsa þetta mál upp
á nýtt. Það dugar ekki, að þeir einu,
sem gangi rösklega til verks í gamla
miðbænum séu stöðumælaverðir,
sem eru komnir á staðinn, þótt bíll
standi ekki nema í eina til tvær
mínútur í stæði án þess að borga
fyrir það 50 krónur!
XXX
Annars sá Víkveiji í fréttum
Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið
athyglisvert tæki, sem gerir bif-
reiðaeigendum kleyft að kaupa
plastkort og borga fyrir bílastæði
með því að vera með tækið í bíl
sinum. Það er að vísu nokkuð mik-
ið fyrir hinn almenna bíleiganda að
borga tíu þúsund krónur fyrir slíkt
tæki en á móti kemur, að 50 krón-
urnar safnast saman og þá ekki
síður stöðumælasektirnir, sem oft
fylgja á.eftir.