Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Menning og óskhyggja eftir Hallgrím Helgason Háskaleg tilhneiging nútímans birtist í því að flýja frá veruleikan- um, falsa virkileikann. Þetta er til dæmis ein aðalorsök þess fíkniefna- vandamáls, sem nú spennir hel- greipar sínar um heiminn. Fölsun er það líka, þegar hugtök eru notuð, án þess að rétt merking- arleg innistæða búi þeim að baki. Orðið tón-LIST ern ú jöfnum hönd- um haft um symfóníur Beethovens eða Tea for Two eða Man in the Mirror. Þá er og orðið menning iðu- lega notað, án þess að það vísi til þeirrar þýðingar, sem felst í orðinu kúltúr. Hvert er eiginlega innihaldið í íslenzkum kúltúr? Oft má skilja það svo, að í honum felist bara bækur og handrit. Og sannleikurinn reyn- ist sá. Ekki inniheldur hann mynd- list, músík, arkítektúr, heimspeki eða vísindi. Allar þessar greinar menningar eru svo ungar, að þar hefir enn engin hefð getað skapazt. Þetta er söguleg afleiðing af samfé- lagsháttum í einangruðu, jarðfræði- lega ungu og frekar harðbýlu, nær því hijóstrugu eldfjallalandi. Þessar staðreyndir ættu þeir að skilja og viðurkenna, sem láta sér annt um íslenzk menningarmál. Menning verður aldrei sköpuð af neinum opinberum stofnunum. Hún er sköpuð af fólkinu, handa fólkinu. Það nýtur hennar og blessar hana, fagnar henni og býður hana vel- komna, — en þá fyrst, er land þess gefur þeim nóga atvinnumöguleika og hindrunum náttúrunnar hefir verið rutt úr vegi með góðu sam- göngukerfi. Menning rís þá fyrst á traustum stoðum, er fólkið sjálft á hlutdeild að henni, ber hana fyrir bijósti, skilur hana, metur og elskar. En frumskilyrði þess er efnahagur, at- vinna og samgöngur. Án þess verð- ur þjóðarmenning að skýjabólstr- aðri draumsýn, utan við blákaldan, nakinn veruleika; því að fólkið, sér- staklega úti á landsbyggðinni, hefir allt aðrar áhyggjur en að veita fé til menningar, sem það kannske hefir aldrei komizt í kynni við. Landskosningar nýafstaðnar báru því vitni, að menningarmál komast ekki inn í opinbera um- ræðu. Þar fer langmest fyrir at- Hallgrímur Helgason „Yið verðum að læra að búa í okkar landi við þær aðstæður, sem náttúran hefir fyrir lagt. Oskhyggja og órökstudd bjartsýni bjarga engu, aðeins raunsæi og rökhyggja.“ vinnuvanda og samgöngunauðsyn. Þessi veruleiki blasir hvarvetna við; vinnan og vegurinn; og sé honum ekki sinnt sem algjöru forgangs- verkefni, verður fátt um efndir á upp-skulu-rísandi blómaskeiði byij- andi menningar. Að flýja ekki veruleikann er öll- um fyrir beztu. Spurningin er ein- faldlega sú: Hvað þolir smáþjóð, dreifð um háskalega stórt land- svæði, mikið álag ýmissa menning- argreinastofnana áður en fullnægt hefir verið biýnustu þörfum mann- legrar tilveru, svo að landið í sínu stijálbýli geti talizt fullkomlega byggilegt? Við verðum að læra að búa í okkar landi við þær aðstæð- ur, sem náttúran hefir fyrir lagt. Óskhyggja og órökstudd bjartsýni bjarga engu, aðeins raunsæi og rökhyggja. Höfundur er tónskáld. Icefox reiðhjólin hafa slegið í gegn. Þau eru falleg, kröftug, þrælsterk og sórhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Icefox reíðhjól í sórflokki ó verði í sérflokki. Gerið gæða- og verðsamanburð. Opið frá kl. 10 - 4 á laugardðgum. Sláttuvéla- & Hjólamarkaður Hvellur Smiðjuvegi 30, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658 -10 km HLAUP Skógarhlið - Vatnsmýrarvegur - Hríngbraut - Kaplaskjólsvegur sfrostaskjól - Keilugrandi - Eiðsgrandi - Ánanaust - Mýrargata - Tryggvagata - Kalkofnsvegur - Skúlagata - Rauðarárstigur - “ Miklabraut - Langahlið - Skógarhlið braut - Vati Flugvallarvx lilllli “ M HLAUP - 'S^FIugvallarbraú vegtir- Skógarhli KRABBAMEi „Taktu þér tak“ eftir Ölaf Þorsteinsson Krabbameinsfélag íslands hefur í júnímánuði allt frá árinu 1988 staðið fyrir almenningshlaupi í Reykjavík undir kjörorðinu „Betri heilsa“. Hér er á ferðinni hefðbund- ið götuhlaup þar sem hlaupnir hafa verið 4 og 10 km. Hlaupið héfur hafist við hús félagsins í Skóg- arhlíð 8 og lokið þar. Á síðasta ári var svo efnt til sams konar hlaups um miðbæinn á Akureyri. Þátttaka í hlaupinu hefur farið vaxandi (1988 voru 400 manns, 1989 um 500 manns og 1990 um 600 manns). Félagið hefur ævinlega notið ómælds stuðnings frá ýmsum aðilum. Ég nefni sérstaklega Fijáls- íþróttasamband íslands, lögregl- una, Hjálparsveit skáta, Rás 2 Ríkisútvarpsins, bæjarfélög - og síðast en ekki síst styrktaraðila. „Heilbrigði allra árið 2000“ er markmið Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar. Krabbameinsfélagið er þeirra skoðunar að almennings- hlaup sé gott innlegg í baráttuna fyrir því markmiði og fer raunar ágætlega saman við aðra starf- semi, sem félagið sinnir. Hlaupið er ekki hugsað sem ný ijáröflun fyrir félagið, heldur til að hvetja almenning til bættra lifnað- arhátta. Má því segja að hér sé um að ræða enn einn nýjan þátt í þjón- ustu félagsins við landsmenn. Að þessu sinni fer hlaupið fram laugardaginn 8. júní nk. og hefst kl. 12 á hádegi. Hlaupið er á þrem- ur stöðum á landinu, þ.e. í Reykjavík, Akureyri og í fyrsta skipti á Egilsstöðum. I desember síðastliðinn kom Ólympíunefnd íslands að máli við Krabbameinsfélagið og skýrði frá því að Alþjóða Ólympíunefndin stæði fyrir Ölympíuhlaupi 1991 í fimmta sinn í samvinnu við Alþjóða fijálsíþróttasambandið og áhuga- mannasamtök, en þau standa fyrir hlaupinu hvert í sínu landi. íslenska nefndin leitaði eftir samstarfi við Krabbameinsfélagið og í framhaldi af því var ákveðið að sameina þessi tvö hlaup. Þá verður íþróttadagur haldinn í Reykjavík og á Akureyri þennan dag. Aðalstyrktaraðili hlaupsins í ár er Alþjóða líftryggingarfélagið í Reykjavík sem vill stuðla að frekari þróun hlaupsins og að enn víðtæk- ari þátttöku en hingað til. Þess vegna er bætt við nýrri vegalengd, um það bil 2 km, en hún hentar byijendum vel. Hér fylgir kort af fyrirhugaðri hlaupleið í Reykjavík. Það er aldrei of seint að taka sér tak og byija að hreyfa sig. Aðalat- riðið er að fara hægt af stað og ofgera sér ekki. Almenn vellíðan og starfsþrek eykst. Reynslan sýnir að erfiðast er að fá fólk til að halda áfram að hreyfa sig. Þá er gott að hafa eitthvert markmið til að keppa að. Tveggja kílómetra vegalengdin í heilsuhlaupinu í júni er kjörið markmið fyrir þá sem eru nýbyijað- ir á heilsurækt. Og síðan má halda sér við efnið með því að stefna að fjórum eða tíu kílómetrum næsta ár. Ég vil hvetja landsmenn til þess að koma, skokka og vera með Krabbameinsfélaginu á laugardag- inn. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags íslands. Er vetnið valkostur? eftir Jóhannes G. Jóhannesson Vetni heyrist nú æ oftar nefnt sem valkostur í stóriðjumálum. Vetni er framleitt úr vatni sem klof- ið er í frumeindir sínar, vetni og súrefni, með rafgreiningu. Fram- leiðsla vetnis er orkufrek og dýr. Ef það er brennt í hreinu súrefni þá er afgasið hreint vatn; vatns- gufa. En súrefnið er dýrt og því er vetnið oftast brennt í andrúms- lofti, sem inniheldur 21% súrefni og 79% köfnunarefni. Ef loftnotk- unin er nákvæmlega sú sem til brennslunnar þarf verður afgasið hreint köfnunarefni en örlítil viðbót þess er engin vá. Því ætti vetnisframleiðsla að vera kjörinn stóriðjuvalkostur á móti ammóníakframleiðslu Áburðar- verksmiðjunnar og eiturgufum ál- vera. En hangir þá eitthvað óhreint á spýtunni við gerð og notkun vetnis- véla? Ef loftskortur er við brennsluna verður afgasið vetni+köfnunarefni. Þessi efni mynda sjaldan varanlegt eiturgas. En ef brennsluloft er umfram þarfir; loftauki, sem oftast er raun- in í venjulegum vélum, verður afgasið köfnunarefni+súrefni. „Mercedes-Bens kveður mengunina af vetnisvél síst minni heldur en af góðri bensínsvél, auk þess sé ekki ennþá fundin nein handhæg geymsluaðferð fyrir vetnið; það sé sprengi- hætt og í raun hættu- legt eldsneyti. Því er vandséð að vetni sé stóriðjuvalkostur líðandi stundar.“ Efnahvörfun og þar með nýtni elds- neytis í vél er oftast þeim mun betri sem hitastig brennslunnar er hærra og þrýstingurinn meiri. Við þær aðstæður myndast í afgasinu köfnunarefnisoxíð, sem er vel þekkt hér sunnanlands, guli reykurinn frá Áburðarverksmiðjunni; varanlega eitraðar lofttegundir. Þjóðveijar tala um að „heija til- raunir“ með brennslu vetnis í bif- reiðum og strætisvögnum, en til þess að af almennri notkun verði þarf vetnisvélin að skila mun hreinna afgasi heldur en bensínvél- arnar. Jóhannes G. Jóhannesson Mercedes-Bens kveður mengun- ina af vetnisvél síst minni heldur en af góðri bensínsvél, auk þess sé ekki ennþá fundin nein handhæg geymsluaðferð fyrir vetnið; það sé sprengihætt og í raun hættulegt eldsneyti. Því er vandséð að vetni sé stór- iðjuvalkostur líðandi stundar. Höfundur er tæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.