Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 54
--54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 j__i_e_l__u_:__u_j_iii . _uu__i_uj_ --- > Ingibjörg Arna- dóttir, Miðhúsum Fædd 5. nóvember 1897 Dáin 30. maí 1991 Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Árni Gunnlaugsson og Kristín Hall- varðsdóttir, er bjuggu lengst á Kollabúðum en síðast á Hofsstöð- um. Systkini hennar voru 8, en þau voru þessi: Anna, d. 1957, gift Eyjólfi Guðmundssyni í Reykjavík; Finnboga, d. 1941, gift Oddi Jóns- 'syni lækni á Miðhúsum; Guðmuncú ur, d. 1972, kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur í Naustvík; Ragn- heiður, d. 1982, gift Daníel Ólafs- syni í Tröllatungu; Þórarinn, d. 1929, kvæntur Steinunni Hjálmars- dóttur á Miðhúsum; Halldóra, d. 1968, gift Ólafi Jónssyni í Arn- kötludal; Hallvarður, d. 1969, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur í Reykjavík; Brandís, d. 1973, gift Ólafi Bjarnleifssyni, Reykjavík. Faðir hennar lést er hún var á áttunda árinu. Móðir hennar brá þá búi og var börnunum komið fyr- ir hjá ættingjum og vinum þeirra hjóna. Oft leiddi slík upplausn heim- - Aia og sundrung fjölskyldna til bág- inda og biturleika. Þá eins og síðar var fjölskyldan og systkinin sam- hent og samtengd á þessari örlaga- stundu. Sæmdarhjónin Ólína Snæ- bjarnardóttir og sr. Jón Þorvaldsson á Stað buðu fram aðstoð og þar fékk Ingibjörg framtíðarvist á því rausnar- og menningarheimili. Ein- ig vildi móðirin tryggja sársaukalít- inn viðskilnað gagnvart næst yngsta barninu, því elsta dóttirin Anna, þá um tvítugt, og Þórarinn vistuðust einnig hjá þeim prests- hjónunum. Sterk og góð tengsl og vinátta myndaðist milli Ingibjargar og fóstru hennar á Stað. Enda lét Ingibjörg einkadóttur sína, Ólínu Kristínu, heita í höfuðið á henni. Auk almennra sveitastarfa og um- hirðu á hlunnindajörð nam Ingi- björg mikið í hinum þekkta „hann- yrðaskóla" frúarinnar á Stað og mótaðist hún af mannkostum þeirra góðu húsbænda. Hún naut ævilangt áhrifa af þeim menningarblæ er ríkti á heimilinu á Stað. Hún stund- aði nám á Húsmæðraskólanum á ísafírði 1917-1918, lærði vefnað og fatasaum í Reykjavík og garðyrkju nam hún í Gróðrarstöðinni í Reykja- vík. Þá var hún matráðskona í 2 ár á skólabúinu á Hólum í Hjaltadal, er Þórarinn bróðir hennar stóð fyr- ir. Síðan var hún ráðskona á búi Thors Jensens að Lágafelli í Mos- fellssveit og síðustu ár hennar hennar í Reykjavík rak hún eigin matsölu. Ingibjörg og maður hennar, Jón Daðason, fluttust að Miðhúsum 1939 og þar hefur hún búið síðan. Jón lést 1977. Hann var sonur Daða Daníelssonar og Maríu Andr- ésdóttur. Systur hennar voru skáld- konurnar Herdís og Ólína. Ingibjörg var á margan hátt eft- irminnileg persóna. Hún var stál- minnug fram til síðasta dags. Hún studdi vel okkur frændsystkinin í ættfræðiáhuganum og var sjálf- kjörinn heiðursfélagi okkar á ættar- mótunum, enda naut hún þess fróð- leiks sem þar var dreginn saman. er látinn. KARLJ. SIGHVATSSON tónlistarmaður, Vandamenn og vinir. t Dóttir okkar og systir, HULDA BIRGISDÓTTIR, verður jarðsungin í Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. júní kl. 15.00.* Sæunn Grendal Magnúsdóttir, Birgir Traustason, Hrönn Birgisdóttir. ( + Útför JÓNU ÞORBJARNARDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 13.30. Guðsveinn Þorbjörnsson, Hallgrímur Pétursson, Sigriður Pétursdóttir, Þorbjörn Pétursson, Jón Egilsson, Hulda Björgvinsdóttir, Kornelíus Jónsson, Erla Guðmundsdóttir. . + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurkoti, Vatnsleysuströnd, lóst í Sjúkrahúsi Keflavíkur 1. júní. Útförin auglýst síðar. Björg Einarsdóttir, Erla Helgadóttir, Valberg Helgason, Steinar Rafnsson, Hörður Rafnsson, Símon Rafnsson, Bryndís Rafnsdóttir, Guðmunur Rafnsson, Rafn Símonarson, Birkir Jónsson, Ríta Helgason, Karólína Ingvarsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Edda Friðþjófsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hrafnhildur Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hún þekkti „tímana tvenna“. Hún lifði kjör hins fátæka sveitafólks, æskuheimili hennar leysist upp, hún heyrði frásagnir fólks af atburðum liðinnar aldar. Hún lifði sjálf og tengdist hugsjónum aldamótanna. Hún sá þá drauma rætast og hún tók virkan þátt í því þjóðfélags ævintýri sem nú er orðið að veru- leika. Ingibjörg gerði meira en að taka þátt í þessu ævintýri. Hún gat fram til síðasta dags miðlað okkur af fróðleik sínum um liðna tíð og eftinninnilega atburði á sviði þjóð- lífs, menningar og ættfræði. Ingi- björg var þrátt fyrir þetta ekki að- eins manneskja fortíðar og sagna. Hún lifði í nútímanum og háði alla tíð menningar og félagslega baráttu fyrir sveit sína og samfélag. Kirkj- an, hin kristna trú og boðskapur hennar var hennar hjartans mál. Alúð hennar og alls heimafólks gagnvart kirkjunni, sýndi það og sannaði alla tíð. Segja má að hin hollu áhrif frá fósturforeldrum hennar hafi víða komið í ljós. Öll ræktunarstörf voru Ingibjörgu hug- leikin, enda hafði hún aflað sér þekkingar á því sviði. Skógræktar- áhugi hennar er öllum sýnilegur, þegar ekið er um Barmahlíð. Þar átti hún hlut að máli að koma upp því skógræktarátaki sem hófst þar 1944. Skrúðgarðurinn hennar á Miðhúsum ber henni þó enn gleggra vitni. Mikið starf lagði hún af mörkum í kvenfélaginu sínu, sem hún stofn- aði ásamt öðrum. Margir nutu gagns af fróðleik hennar. Hún flutti erindi um þjóðlegan fróðleik og sér- staklega áhrif Kollabúðarfundanna, á vegum Sambands breiðfirskra kvenna og Búnaðarsambands Vest- ijarða. Einnig birti hún þessar hug- leiðingar sínar í blaðagreinum. Þau hjón önnuðust vel um bú sitt. Þeim varð það mjög gagnsamt, enda eru Miðhús ein besta og notadrýgsta hlunningdajörð við innanverðan Breiðafjörð. Nokkuð gestkvæmt var á Mið- húsum, en annað fannst mér sérs- takt við það heimili og eru þar fleiri til frásagnar. Viðmót húsbænda og gestrisni leiddi til þess að dvölin varð ávallt miklu lengri en áætlað var. Hljómlisin var þar iðkuð, ausið var úr sagnabrunni þeirra hjóna, framtíðarhorfur í þjóðmálum voru skoðaðar og gagnrýndar. Ritstörf og bókmenntír sveitunga okkar, þeirra Jóns Thoroddsens, Matthías- ar Jochumssonar og Gests Pálsson- ar, voru henni alla tíð hugleikin. Þegar hún kom að Miðhúsum voru þar enn uppistandandi bæjarhúsin þar sem Gestur fæddist. Hún sat kveðjuhófið sem Matthíasi var hald- iðáStað 1913ogvarsíðastamann- eskjan sem gat sagt frá þeim við- burði. Ingibjörg var á margan hátt fjöl- hæf manneskja, hún var atorkusöm í búskapnum og hyggin búkona, matreiðslusnjöll, hugmyndarík í hannyrðum, nýtin og útsjónarsöm í verkum sínum. Þegar á lífshlaup hennar er litið þá finnst mér að hún hafi verið hamingjusöm. Þessi ágiskun mín styrkist þegar ég svip- ast um og sé hvernig hvíldarskjól hennar og ævikvöld varð á heimili dóttur hennar og tengdasonar, Sveins Guðmundssonar bónda og kennara. Börn Ólínu og Sveins eru Jón á Miðhúsum, Guðmundur, d. 1974 þá 17 ára, Ingibjörg, Blönduósi, Þrym- ur og Guðmundur á Miðhúsum. Við systkinin frá Reykhólum og önnur frændsystkin blessum minn- ingu Ingibjargar frænku. Hún var samferðafólki sínu og frændfólki, gjöful og góð. Hjörtur Þórarinsson Öllum Islendingum er vorið kær- kominn tími. Hvarvetna á landinu verður þess vart með birtu, yl og gróanda. Hvergi tekur þó vorið eins völdin og við Breiðaíjörð með iðandi lífi, sem felur í sér tækifæri til bjarg- ræðis um leið og það veitir unað þeim sem nemur það og kann að hrífast af því sem fagurt er. Ingi- björgu Árnadóttur var vorið kærast allra árstíða. Á góðu vori kvaddi hún þennan heim og gekk þá örugg til móts við það bjargræði sem hún átti víst í heilagri trú. Ingibjörg Árnadóttir fæddist hinn 5. nóvember árið 1897 í Kollabúðum í Þorskafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Gunnlaugsson og Kristín Hallvarðsdóttir. Þau hjón eignuðust níu börn og lifði Ingibjörg öll syst- kini sín. Að Kollabúðum kom fjöl- skyldan norðan af Ströndum þar sem 6 elstu börnin voru fædd og bjuggu þau þar í tvíbýli. Aldamótaárið flutt- ust þau að Hofstöðum í Reykhóla- sveit, en þá kenndi heimilisfaðirinn þegar nokkurs heilsubrests. Hann lést 1905 aðeins fimmtíu og þriggja ára. Að hætti þess tíma lá ekki ann- að fyrir en að leysa upp heimilið. Var Ingibjörgu þá boðið fóstur hjá prestshjónunum á Stað á Reykja- nesi, þeim séra Jóni Þoi-valdssyni og Ólínu Kristínu Snæbjarnardóttur. Þar ólst hún upp við ástríki fósturfor- eldra á kunnu menningarheimili, sem henni var afar kært. Sambandi hélt hún þó við móður sína og systkini alla tíð, en næstelsta systir hennar var kona Odds Jónssonar læknis er bjó á Miðhúsum í sömu sveit og þar dvaldi móðir hennar lengi. Heimilið á Stað var, eins og þá var gjarnan um pressetrin, eins konar menning- armiðstöð sveitarinnar. Þar komu margir sem urðu Ingibjörgu minnis- stæðir. Gaman var að heyra hana segja frá heimsóknum manna eins og Matthíasar Jochumssonar er hann á efri árum vitjaði æskustöðvanna, Stefáns frá Hvítadal. Emils Thorodd- sens, séra Bjama á Bijánslæk og fleiri. Næmleiki og eftirtekt Ingi- bjargar varð til þess að hún lærði mikið af því að alast upp á slíkum stað og það vakti henni námsþorsta. Veturinn 1917 til 1918 stundaði hún nám í húsmæðraskólanum á ísafirði. Fór hún eftir það til Reykjavíkur til að nema vefnað og fatasaum. Einnig nam hún garðyrkju hjá Ragnari Ás- geirssyni í gróðrastöð Reykjavíkur. 1924 fór Ingibjörg að Hólum í Hjaltadál þar sem hún var matráðs- kona tvö.ár. Þá var Þórarinn bróðir hennar ráðsmaður þar. Eftir það réðst hún ráðskona að búi Thors Jensens að Lágafelli í Mosfellssveit. Þar kynntist hún enn góðum hús- bændum og komst í tengsl við þá menningarstrauma sem snertu það heimili. Er hún aftur fór til Reykja- víkur vann hún með Helgu Sigurðar- dóttur í matsölu Oddfellowreglunnar og rak síðan sína eigin matsölu um skeið. Leigði hún þá húsnæði af séra Magnúsi frá Vallanesi og sá þeim hjónum fyrir fæði. Varð það góð samvinna fyrir báða aðila og mynd- aðist með þeim Ingibjörgu og séra Magnúsi gagnkvæmt traust og virð- ing. Árið 1930 giftist Ingibjörg Jóni Daðasyni, sem ættaður var af Skóg- arströnd, systursonur skáldkvenn- anna Ólínu og Herdísar Andrés- dætra. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík, en hófu sveitabúskap árið 1938 á Brandsstöðum í Reykhólasveit. Ári síðar fluttust þau að Miðhúsum, sem síðar varð þeirra eignaijörð, hag- kvæmt ábýli um aldir, sem þau sátu af myndarskap. í sveit sinni lét Ingi- björg nokkuð til sín taka í félagsmál- um. Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Liljunnar og formaður þess um skeið. Hafði hún forgöngu um að kvenfélagið fékk land í Barmahlíð þar sem þær konurnar lögðu stund á skógrækt þangað til skógræktarfélag tók við þeim reit. Þau hjón tóku þátt í stofnun kirkju- kórs við Reykhólakirkju og átti Ingi- björg lengi sæti í sóknarnefnd. Eina dóttur eignuðust þau hjón, Ólínu Kristínu, sem gift er Sveini Guðmundssyni. Þau Ólína og Sveinn hófu búskap á Miðhúsum árið 1955 en börn þeirra eru Jón, Guðmundur sem er látinn, Ingibjörg, Þrymur og Guðmundur. Þetta sambýli tveggja kynslóða og svo þriggja hefur síðan staðið á Miðhúsum öllu því fólki til farsældar, en óhætt er að fullyrða að í því samfélagi var Ingibjörg áhrif- amikil alla tíð og reyndist fólki sínu traust, ráðholl og stefnuföst. Mann sinn missti Ingibjörg hinn 15. maí 1977. Sjálf bjó hún lengi við nokkuð skerta heilsu þó að henni lánaðist að vera starfandi framundir það síð- asta. Andlegu atgervi sínu hélt hún óskertu til loka. Eins og sjá má af þessu ágripi um ævi Ingibjargar Árnadóttur var hún að ævistarfi húsmóðir í sveit. Hins vegar er líka ljóst að mótun hennar og viðfangssefni á yngri árum voru með nokkuð fjölbreyttari hætti en þá var algengt um ungar konur. Þess gætti líka í fari hennar alla tíð, að hún hafði sitthvað séð fyrir sér og var kunnáttumanneskja á mörg- um sviðum eins og svo vel nýttist í heirnilishaldi hennar. í framkomu var Ingibjörg stillt og háttvís. Hún var komin á efri ár er ég kynntist henni. Af kynnunum varð manni fljótt ljóst að þar fór kona sem lært hafði af lífsreynslu sinni og var óhrædd að draga af þeim lærdómi sínar sjálfstæðu álykt- anir. Hún hafði þá löngu lært, að ekki koma allir dagar yfir í einu, og að stóryrði og buslugangur ávinna ekki mikið. Þannig var hún hnitmið- uð í orðum og orðum hennar fylgdi oft þung alvara og festa þess manns, sem ekki efast um tilgang viðleitni sinnar og á ekki í neinum vanda um að móta lífi sínu stefnu. Iðja hennar og áhyggja snerist fyrst og fremst um fjölskylduna og framgang hennar allrar enda er hún nú kvödd í þökk og virðingu af því fólki. Ingibjörg var greind kona, bókelsk og næm. Minni hennar var afburða gott. Vel var hún heima í ættum og sögu síns héraðs og var unnandi ljóða og fagurbókmennta. Góðskáldin, sem tengdust Reykhólasveit, voru henni ekki hvað síst hugstæð og mátti vel nema af máli hennar, að hún hafði ekki aðeins lagt sig eftir verkum þeirra, heldur kynnt sér og íhugað persónulega sögu þeirra og örlög. I verkum sínum var Ingibjörg vönduð og vinnusöm reglumanneskja í hvívetna. Hún var höfðingi heim að sækja og veit ég að margur á góðar minningar um heimsóknir til þeirra hjóna. Jón fagnaði gestum af glaðværð og örlyndi, sem húsfreyjan fylgdi eftir með höfðinglegum beina. Eflaust má segja að Ingibjörg væri skapmikil og stjórnsöm. Gerð hennar var slík að hún var fallin til forstöðu í sínum verkahring, enda var þess þörf við þær aðstæður sem þau hjón bjuggu er þau voru að byggja upp bú sitt á Miðhúsum. Ég veit að ég er einn af mörgum, sem eiga afar kærar minningar um samvistir við Ingibjörgu. Þannig var um foreldra mína, Stefaníu og Sig- urð Pálsson, er faðir minn um fimm ára skeið þjónaði Reykhólapresta- kalli. Þá tókst mikil vinátta með þeim og Ingibjörgu og því Miðhúsaheimili öllu. Minnisstætt var að heyra hana rekja atburði frá gamalli tíð. Skírnar- faðir hennar var frændi minn, séra Filippus Magnússon, glæsimenni og vinsæll af sóknarbörnum sínum, en rataði í þá ógæfu að vera vikið frá kalli skömmu fyrir ótímabært fráfall hans. Eftirtektarvert var að heyra hvað þessi siðavanda og hreinlífa kona fjallaði um það allt af mikilli samúð og nærfærni. Og svona mætti áfram telja. Raunar hefurþessi þekk- ing Ingibjargar á gömlum tíma ekki glatast með öllu því að til eru skráð- ir minningaþættir eftir hana. Þar kemur fram hve gott vald hún hafði á tungunni og hve fær hún var um að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Eins og fyrr kom fram var Ingi- björg kirkjurækin. Hún rækti trú sína af alvöru og lét mótast af henni. I því eins og öðru var hver hlutur á sínum stað, engin hálfvelgja eða upplausn. Það er því óttalaust sem við felum þessa ágætu konu að leið- arlokum Drottni á vald, og megi sú birta sem nú ljómar um Breiðafjörð og þá undurfríðu Reykhólasveit minna okkur á hið eilífa ljós, sem Ingibjörg Árnadóttir fól sig og sína á ævidögum sínum. Guð blessi minningu hennar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.