Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 4. JÚNÍ 1991 ai Boeing-þotan sem fórst á Thailandi: Tölvubilun talin hafa valdið gagn- verkan hreyfla Seattle, Vínarborg. Reuter. BOEING-flugvélaverksmiðjurnar hyggjast ekki selja þotur af gerðinni Boeing-767 í flugbann þó austurrísk yfirvöld hafi fullyrt um helgina, að Boeing 767-300 þota Lauda Air, sem fórst í Thailandi 26. maí, hafi orðið stjórnlaus og hrapað til jarðar vegna bilunar i sljórntækjum hennar. Rudolf Streicher, samgönguráð- herra Austurríkis, sagði í yfírlýsingu sem hann sendi frá sér á sunnudag, að allt benti til þess að bilun hefði orðið í tölvubúnaði sem stjórnar flugi þotunnar með þeim afleiðingum að annar hreyfill hennar hefði skyndi- lega unnið gegn hinum. Þotan hefði orðið stjórnlaus, ofrisið og brotnað í sundur er hún hrapaði tii jarðar. Komi þetta fram á segulbandsupp- töku af samtölum flugmanna þot- unnar. Þar komi jafnframt í ljós að flugmennirnir hefðu árangurslaust reynt að ná stjórn á þotunni. Að sögn Streichers skemmdist flugritinn sem skráir upplýsingar um starfsemi stjórnkerfa og vélbúnaðar þotunnar á stálþráð. Er hann það illa leikinn að ekki hefur reynst unnt að ná úr honum neinum gögnum að gagni. Randy Harrison, talsmaður Bo- eing, sagði að ekkert hefði enn kom- ið fram við rannsókn á orsökum flug- slyssins sem kallaði á nauðsyn þess að setja þotur af þessari tegund í flugbann. „Miðað við reynslu af Boeing 767 þotum er ástæðulaust að kyrrsetja þær,“ sagði Harrison en þota Lauda Air er fyrsta Boeing- 767 þotan sem ferst. Frakkar undirrita kjarnorku- sáttmála París. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu undirrita sátt- mála sem setur skorður við upp- söfnun kjarnorkuvopna. Kína verður þá eina meiriháttar kjarn- orkuveldið sem ekki hefur undir- ritað sáttmálann. Sáttmálinn var gerður árið 1968 en tók gildi tveimur árum síðar. Nú hafa rúmlega 140 ríki undirritað sáttmálann. Þar á meðal eru Sov- étríkin, Bretland og Bandaríkin. Ríki eins og Brasilía, Pakistan og ísrael sem talin eru hafa kjarnorku- vopn í vopnabúri sínu hafa ekki undirritað sáttmálann fremur en Kína. Samkvæmt mati Alþjóðaher- málastofnunarinnar í London hefur sáttmálinn skilað miklum árangri í baráttunni gegn útbreiðslu kjam- orkuvopna. Frakkar kynntu jafnframt í gær áætlun um afvopnun í heiminum sem þeir boðuðu í síðustu viku. Þar er hvatt til upprætingar efna-, og sýklavopna og að kjarnorkuvopna- birgðir verði minnkaðar svo sem unnt er án þess að skerða fælingar- mátt þeirra. ♦ ♦ Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur að sögn Streichers held- ur ekki gert ráðstafanir til að setja flugbann á Boeing-767 þotur sem búnar eru samskonar hreyflum og þota Lauda Air en Pratt og Whitney mótorverksmiðjurnar smíðuðu þá. í upphafi var álitið að sprengja hefði grandað þotunni. Hún var á leið frá Bangkok til Vínarborgar með 223 manns innanborðs og biðu þeir allir bana. Reuter Mótmæli í Albaníu Um tíu þúsund manns efndu til mótmæla í gær í Tirana höfuðborg Albaníu til stuðn- ings verkfallsmönnum þar. Nú eru 350.000 verkamenn í verkfalli, þar af eru 100 námaverkamenn í hungurverkfalli á um 120 metra dýpi í námu einni. Opin- bera fréttastofan ATA hefur ekki fengist til að staðfesta þessa frétt. Kröfur verk- fallsmanna eru m.a. þær að aðbúnaður verkamanna verði bættur og ríkisstjórn landsins segi af sér. Að sögn heimildar- manna innan albönsku stjórnarandstöð- unnar á sunnudag mun ríkisstjórn lands- ins fara frá og ný fjölflokkastjórn, sem m.a. mun skipuleggja nýjar kosningar, taka við. Heimildarmaðurinn sagði að Kastriot Islami, forseti albanska þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, hefði tilkynnt að þetta hefði verið sam- þykkt á fundi með helstu stjórnmálaflokk- um Albaníu. Núverandi ríkisstjórn tók við í apríl sl. eftir fyrstu fjölflokka kosningar í landinu í meira en 40 ár en hefur sætt síaukinni gagnrýni og kröfur hafa orðið æ háværari um að hún fari frá. ■ TÓKÝÓ - Unzen-eldfjallið á eynni Kyushu í Japan byrjaði skyndilega að gjósa í gær með þeim afleiðingum að japanskur lögreglu- þjónn beið bana er bifreið hans varð fyrir hraunstraumi. Að minnsta kosti 20 manns til viðbótar slösuðust og um 20 manna var saknað, þar á meðal 10 erlendra blaðamanna. Lítilsháttar eldgos varð í fjallinu í nóvember sl. en þar áður hafði gosvirkni legið þar niðri í 200 ár. -HA TIÐ % afsláttur við í tilefni þess að á Islandi verður 25 ára í haust, höldum hátíð og gefum 15 og 25% afmælisafslátt 4., 5., 6. og 7. júní. WÉLEDA WELEDA eru lífrænt ræktaðar eðalvörur - breiðlína. IMatíiIíl notar einungis lífrænt ræktaðar jurtir í fram- leiðsluna, sem er undir ströngu eftirliti lækna óg lyfjafræðinga. iMrtHiftl notar engin gervi-, litar- eða geymsluvarnarefni. Engin dýrisk efni. Tilraunadýr eru ekki notuð. vörurnar eru ofnæmisprófaðar á fólki við sérstakar aðstæður. Lhi/aHUilolíur og krem setjast ekki utaná húðina. Húðin tekur þau til sín. 25% afsláttur: GIGTAROLÍA NUDDOLÍA HÁRLOS/FLASA TANIMKREM BARNAVÖRUR SLITOLÍA SÓLKREM - Svartþyrniolía, arnika og olíur úr birkilaufi, rósmarin, lavandell. Ótrúleg verkan við gigt, verkjum og vöðvabólgu. - Sítrónuilmur. Olía úr kalendula, kamómill, birkilaufi. Uppáhald þeirra sem stunda sund. Hindrar húðþurrkun klórvatns. - Gegn hárlosi og flösu. Rosmarin hárvatn, shjampó, olía. Mettað af svavel, kísilsíru, blöndu af piparrótarbl. o.fl. - Snefilefni sjáfar. Seyði af raranhiujurt, myrru, sláþyrnualdinum, kastaníuberki, freyðir ekki. Örvar lífeðlislega sjálfhreinsun tannanna. - Krem, oliur, sápa. Kremundirstaða úr býflugnavaxi og völdum jurtaolium m.a. kamillu og kalendula. Þekkt frá alda öðli fyrir vermandi, hreinsandi, græðandi og bólgueyðandi áhrif. Yndislega milt. Gott fyrir alla fjölskylduna. - fyrir verðandi mæður. Fjölvirk og notaleg. Hefur sannað gildi sitt í 60 ár. - vörn, brúnka, næring. UV filter. Vörn 3. Geymir valdar oiíur svo sem gulrótarolíu, lecetin, hamamelis o.fl. 15% afsláttur: KREMLÍNAN - Rakakrem, næturkrem, dagkrem, colkrem, húðkrem, andlitsmöndluolía, hreinsimjólk, maskar, hreinsandi, nærandi og mjúkir. Baðolíur, lotion, fótakiem gegn svita, pirringi og kulda, sápur, handáburður o.fl. ÍÞRÓTTAFÓL'K - notar WELEDA með frábærum árangri. ASMA- og ofnæmissjúklingar nota WELEDA, enda ráðlagt af læknum. Hulda Jensdóttir,L snyrtifræðingur/ljósmóðir, kynnir WHHm og gigtar-nuddtækið novafon íbarnafata- og snyrtivöruversluninni Þumallínu. Nú ertækifærið að kynnast þessum einstöku eðalvörum. Verðið á sér engan líka. mmn} í samhljóman við náttúruna. Einusinni alltaf W££H . Nýr lífsstíll fyrir nútfmafólk, konur og karla. ÞUMALINAl Leifsgötu 32, opið kl. 11-18 virka daga. Nægbílastæði. Póstsendum. Símar 12136 - 23141.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.