Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 31

Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 4. JÚNÍ 1991 ai Boeing-þotan sem fórst á Thailandi: Tölvubilun talin hafa valdið gagn- verkan hreyfla Seattle, Vínarborg. Reuter. BOEING-flugvélaverksmiðjurnar hyggjast ekki selja þotur af gerðinni Boeing-767 í flugbann þó austurrísk yfirvöld hafi fullyrt um helgina, að Boeing 767-300 þota Lauda Air, sem fórst í Thailandi 26. maí, hafi orðið stjórnlaus og hrapað til jarðar vegna bilunar i sljórntækjum hennar. Rudolf Streicher, samgönguráð- herra Austurríkis, sagði í yfírlýsingu sem hann sendi frá sér á sunnudag, að allt benti til þess að bilun hefði orðið í tölvubúnaði sem stjórnar flugi þotunnar með þeim afleiðingum að annar hreyfill hennar hefði skyndi- lega unnið gegn hinum. Þotan hefði orðið stjórnlaus, ofrisið og brotnað í sundur er hún hrapaði tii jarðar. Komi þetta fram á segulbandsupp- töku af samtölum flugmanna þot- unnar. Þar komi jafnframt í ljós að flugmennirnir hefðu árangurslaust reynt að ná stjórn á þotunni. Að sögn Streichers skemmdist flugritinn sem skráir upplýsingar um starfsemi stjórnkerfa og vélbúnaðar þotunnar á stálþráð. Er hann það illa leikinn að ekki hefur reynst unnt að ná úr honum neinum gögnum að gagni. Randy Harrison, talsmaður Bo- eing, sagði að ekkert hefði enn kom- ið fram við rannsókn á orsökum flug- slyssins sem kallaði á nauðsyn þess að setja þotur af þessari tegund í flugbann. „Miðað við reynslu af Boeing 767 þotum er ástæðulaust að kyrrsetja þær,“ sagði Harrison en þota Lauda Air er fyrsta Boeing- 767 þotan sem ferst. Frakkar undirrita kjarnorku- sáttmála París. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu undirrita sátt- mála sem setur skorður við upp- söfnun kjarnorkuvopna. Kína verður þá eina meiriháttar kjarn- orkuveldið sem ekki hefur undir- ritað sáttmálann. Sáttmálinn var gerður árið 1968 en tók gildi tveimur árum síðar. Nú hafa rúmlega 140 ríki undirritað sáttmálann. Þar á meðal eru Sov- étríkin, Bretland og Bandaríkin. Ríki eins og Brasilía, Pakistan og ísrael sem talin eru hafa kjarnorku- vopn í vopnabúri sínu hafa ekki undirritað sáttmálann fremur en Kína. Samkvæmt mati Alþjóðaher- málastofnunarinnar í London hefur sáttmálinn skilað miklum árangri í baráttunni gegn útbreiðslu kjam- orkuvopna. Frakkar kynntu jafnframt í gær áætlun um afvopnun í heiminum sem þeir boðuðu í síðustu viku. Þar er hvatt til upprætingar efna-, og sýklavopna og að kjarnorkuvopna- birgðir verði minnkaðar svo sem unnt er án þess að skerða fælingar- mátt þeirra. ♦ ♦ Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur að sögn Streichers held- ur ekki gert ráðstafanir til að setja flugbann á Boeing-767 þotur sem búnar eru samskonar hreyflum og þota Lauda Air en Pratt og Whitney mótorverksmiðjurnar smíðuðu þá. í upphafi var álitið að sprengja hefði grandað þotunni. Hún var á leið frá Bangkok til Vínarborgar með 223 manns innanborðs og biðu þeir allir bana. Reuter Mótmæli í Albaníu Um tíu þúsund manns efndu til mótmæla í gær í Tirana höfuðborg Albaníu til stuðn- ings verkfallsmönnum þar. Nú eru 350.000 verkamenn í verkfalli, þar af eru 100 námaverkamenn í hungurverkfalli á um 120 metra dýpi í námu einni. Opin- bera fréttastofan ATA hefur ekki fengist til að staðfesta þessa frétt. Kröfur verk- fallsmanna eru m.a. þær að aðbúnaður verkamanna verði bættur og ríkisstjórn landsins segi af sér. Að sögn heimildar- manna innan albönsku stjórnarandstöð- unnar á sunnudag mun ríkisstjórn lands- ins fara frá og ný fjölflokkastjórn, sem m.a. mun skipuleggja nýjar kosningar, taka við. Heimildarmaðurinn sagði að Kastriot Islami, forseti albanska þingsins, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, hefði tilkynnt að þetta hefði verið sam- þykkt á fundi með helstu stjórnmálaflokk- um Albaníu. Núverandi ríkisstjórn tók við í apríl sl. eftir fyrstu fjölflokka kosningar í landinu í meira en 40 ár en hefur sætt síaukinni gagnrýni og kröfur hafa orðið æ háværari um að hún fari frá. ■ TÓKÝÓ - Unzen-eldfjallið á eynni Kyushu í Japan byrjaði skyndilega að gjósa í gær með þeim afleiðingum að japanskur lögreglu- þjónn beið bana er bifreið hans varð fyrir hraunstraumi. Að minnsta kosti 20 manns til viðbótar slösuðust og um 20 manna var saknað, þar á meðal 10 erlendra blaðamanna. Lítilsháttar eldgos varð í fjallinu í nóvember sl. en þar áður hafði gosvirkni legið þar niðri í 200 ár. -HA TIÐ % afsláttur við í tilefni þess að á Islandi verður 25 ára í haust, höldum hátíð og gefum 15 og 25% afmælisafslátt 4., 5., 6. og 7. júní. WÉLEDA WELEDA eru lífrænt ræktaðar eðalvörur - breiðlína. IMatíiIíl notar einungis lífrænt ræktaðar jurtir í fram- leiðsluna, sem er undir ströngu eftirliti lækna óg lyfjafræðinga. iMrtHiftl notar engin gervi-, litar- eða geymsluvarnarefni. Engin dýrisk efni. Tilraunadýr eru ekki notuð. vörurnar eru ofnæmisprófaðar á fólki við sérstakar aðstæður. Lhi/aHUilolíur og krem setjast ekki utaná húðina. Húðin tekur þau til sín. 25% afsláttur: GIGTAROLÍA NUDDOLÍA HÁRLOS/FLASA TANIMKREM BARNAVÖRUR SLITOLÍA SÓLKREM - Svartþyrniolía, arnika og olíur úr birkilaufi, rósmarin, lavandell. Ótrúleg verkan við gigt, verkjum og vöðvabólgu. - Sítrónuilmur. Olía úr kalendula, kamómill, birkilaufi. Uppáhald þeirra sem stunda sund. Hindrar húðþurrkun klórvatns. - Gegn hárlosi og flösu. Rosmarin hárvatn, shjampó, olía. Mettað af svavel, kísilsíru, blöndu af piparrótarbl. o.fl. - Snefilefni sjáfar. Seyði af raranhiujurt, myrru, sláþyrnualdinum, kastaníuberki, freyðir ekki. Örvar lífeðlislega sjálfhreinsun tannanna. - Krem, oliur, sápa. Kremundirstaða úr býflugnavaxi og völdum jurtaolium m.a. kamillu og kalendula. Þekkt frá alda öðli fyrir vermandi, hreinsandi, græðandi og bólgueyðandi áhrif. Yndislega milt. Gott fyrir alla fjölskylduna. - fyrir verðandi mæður. Fjölvirk og notaleg. Hefur sannað gildi sitt í 60 ár. - vörn, brúnka, næring. UV filter. Vörn 3. Geymir valdar oiíur svo sem gulrótarolíu, lecetin, hamamelis o.fl. 15% afsláttur: KREMLÍNAN - Rakakrem, næturkrem, dagkrem, colkrem, húðkrem, andlitsmöndluolía, hreinsimjólk, maskar, hreinsandi, nærandi og mjúkir. Baðolíur, lotion, fótakiem gegn svita, pirringi og kulda, sápur, handáburður o.fl. ÍÞRÓTTAFÓL'K - notar WELEDA með frábærum árangri. ASMA- og ofnæmissjúklingar nota WELEDA, enda ráðlagt af læknum. Hulda Jensdóttir,L snyrtifræðingur/ljósmóðir, kynnir WHHm og gigtar-nuddtækið novafon íbarnafata- og snyrtivöruversluninni Þumallínu. Nú ertækifærið að kynnast þessum einstöku eðalvörum. Verðið á sér engan líka. mmn} í samhljóman við náttúruna. Einusinni alltaf W££H . Nýr lífsstíll fyrir nútfmafólk, konur og karla. ÞUMALINAl Leifsgötu 32, opið kl. 11-18 virka daga. Nægbílastæði. Póstsendum. Símar 12136 - 23141.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.