Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991
Guðmundur Hannesson prófessor
(F. 9. september 1866 - D. 1. október 1946)
eftir Hannes
Þorsteinsson
Guðmundur Hannesson, próf-
essor, var fæddur á Guðlaugsstöð-
um í Blönduhlíð í A-Húnavatns-
sýslu 9. september 1866. Það
verða því liðin 125 ár frá fæðingu
hans þann 9. september nk. í
hreinskilni sagt finnst mér óþarf-
lega hljótt hafa verið um minningu
þessa gagnmerka og fjölhæfa
manns, en segja má með nokkrum
sanni, að hann hafi fátt eða ekk-
ert mannlegt látið sér óviðkom-
andi.
Þá er og vert að hafa í huga,
að Guðmundur Hannesson var
einn af fyrstskipuðu prófessorum
við Háskóla íslands, sem stofnaður
var 1911, og helgaði síðan stofnun
þessari bróðurpartinum af lífs-
starfi sínu eða allt til ársins 1946,
þegar hann lét af starfi fyrir ald-
urs sakir. Á þessu tímabili gegndi
hann starfi rektors í tvö tímabil,
eða 1915-1916 og svo aftur 1924-
1925.
Það skal tekið fram í upphafi,
að ég undirritaður tel mig óverð-
ugan þess að vekja máls á þessum
merka áfanga í minningu G.H.
En lífið er á stundum býsna tilvilj-
anakennt og svo var einnig um
hin alltof stuttu kynni við þetta
andans mikilmenni, á haustdögum
1939.
Um sumarið hafði ég verið við
uppgröft á fornum rústum og forn-
leifum austur í Þjórsárdal, undir
handaijaðri Matthíasar Þórðar-
sonar, prófessors og þjóðminja-
varðar, og var það fyrir tilstilli
hans, að ég fékk um haustið nok-
kurra vikna vinnu við að flytja
muni Þjóðminjasafnsins ofan af
efstu hæð Safnahússins niður í
kjallara, þar sem það þótti betur
geymt, vegna mögulegs stríðs-
reksturs á Islandi, svo og loftárása
sem Þjóðveijar höfðu boðað í kjöl-
far styijaldarinnar, sem hófst
þann 1. september 1939.
Það var á þessari eyðimerkur-
göngu minni, upp og ofan stiga
Safnahússins, sem fundum okkar
G.H. fyrst bar saman. Hann frétti,
að ég hefði verið viðriðinn ofan-
greindan uppgröft og þurfti margs
að spyija. Áð sjálfsögðu reyndi ég
að greiða úr spurningum hans eft-
ir bestu getu og var þá einatt
staldrað lengur við í stigatröppun-
um en góðu hófi gegndi, enda
vinnumórallinn allt annar þá en
nú gerist.
Það fór að sjálfsögðu ekki frq,m
hjá þessum gerhugula manni, að
viðmælandi hans hafði bæði stór
og fróðleiksfús eyru og var þetta
upphaf þess, að samtalið tók fljót-
lega mynd af einskonar einræðum,
þar sem meistarinn talaði, en læri-
sveinninn settist auðmjúkur við
fótskör hans og hlutaði, eða öllu
heldur gleypti hvert orð af vörum
hans með áfergju. Guðmundur
Hannesson, prófessor, hafði alveg
einstaka frásagnarhæfileika.
Hann var síkvikur í fari, umræðu-
efnið streymdi af vörum hans.
Hann lét gjaman móðan mása og
umræðuefnið breyttist í sífellu. I
fljótu máli virtist mér hann vera
með á öllum nótum, hvort sem
hann talaði um ævistarf sitt eða
hin ströngu fræði tengd því. Hann
virtist vita allt sem á góma bar í
sögu íslands í fortíð og samtíð.
Hann virtist kunna íslendingasög-
urnar utanbókar, sömuleiðis al-
menna mannkynssögu, trúar-
bragðasögu og samtímasögu. List-
„Þess vegna legg ég nú
fram þá tillögu hér, að
125 ára afmælis Guð-
mundar Hannessonar,
prófessors, verði
minnst á óbrotgjarnan
og myndarlegan hátt á
hausti komandi með því
að hefja heildarútgáfu
á ritverkum hans,
prentuðum sem óprent-
uðum, sem gefi skil-
merkilega mynd af
lækninum, heilsugæslu-
manninum, ritsnillingn-
um, húsameistaranum,
skipuleggjaranum,
stj órnmálamanninum,
framkvæmdamannin-
um, sagnaþulnum,
fræðaranum og mann-
vininum Guðmundi
Hannessyni, prófess-
or.“
ir, vísindi og stjörnufræði voru
honum enginn fjötur um fót. Og
þannig mætti lengi telja. Stjóm-
mál lét hann sig og miklu skipta
og var, eins og kunnugt er, þing-
maður heimabyggðar sinnar,
Húnavatnssýslu, um árabil. Hann
var og brautryðjandi í húsagerðar-
list og skipulagi bæja og kaup-
staða á sínum bestu árum. Allt
það nám hans mun hafa verið
fengið af bókum. Hann var braut-
ryðjandi um húsagerð íslendinga
og mun hann öðmm fremur hafa
fundið sárt til þess, hve bágborin
húsakynni voru hér á landi, á sinni
tíð, en um þær mundir bjuggu
velflestir íslendinga í torfkofum,
sem byggðir voru ekki síður niðri
í jörðinni en ofan á henni og þá
höfðu þjóðir Mið- og Suður-Evrópu
búið í steinhöllum í marga manns-
aldra. Honum var fullljóst að með-
an svo horfði í byggingarmálum
var ógerningur að losna við hinar
þijár aðalplágur á íslandi, s.s.
sullaveikina, berklaveiki og holds-
veiki. Þá féll í hlut Guðmundar
Hannessonar, prófessors, að upp-
götva steinsteypuna, sem ein
myndi duga á Islandi í hinu raka
og breytilega loftslagi, enda var
hann á réttri leið þar, eins og svo
víða annars staðar.
Vart er þörf að minnast á lækn-
isstörf G.H. og störf hans að heil-
brigðismálum yfirleitt. Skurðað-
gerðir hans við frumstæðar að-
stæður voru alveg einstakar og
það sem meira var, hve vel þær
heppnuðust og sýnir það m.ö.
hversu gerhugull og vitur maður-
inn var.
Alveg ógleymanleg var frásögn
hans af því, þegar hann tók fót
af manni í heimasveit sinni, upp
við mjöðm, og maðurinn lifði góðu
lífi eftir það, árum saman og gekk
við tréfót síðan, sem G.H. hefir
vafalítið útvegað honum, ef þá
ekki smíðað hann sjálfur, því hann
var dverghagur. Forsaga þessa
máls var sú, að maðurinn þjáðist
af berklaveiki í fætinum og var
illa haldinn. Samt réðst G.H. í
þetta stórvirki áhalda- og tækja-
laus, og án aðstoðar. Skurðaðgerð-
in var framkvæmd í baðstofu bón-
dans og útihurðin var notuð sem
skurðarborð. Þessa skurðaðgerð
framkvæmdi G.H. að vel athuguðu
máli og hafði hann verið á ijátli
úti við alla nóttina áður. Hann
fann gamla ljábreddu úti á
iTÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665
NOYELL
NETKERFI
S NOVELL netkerfin tást í 2 gerðum,
NetWare v2.2 og v3.11, öflug kerfi, sem
henta öllum stærðum fyrirtækja og
stofnana.
^ Við bendum notendum NOVELL
netkerfanna á, að fram til 1. ágúst
næstkomandi munum við selja upp-
færslur á eldri kerfum með sérstök-
um afslætti. Þetta tilboð giidir fyrir
alla notendur NOVELL hugbúnaðar,
hvort sem hann er keyptur frá Gate-
way, ASTeða öðrum söluaðilum.
Allar nánari upplýsingar eru fúslega
veittar af sölumönnum okkar.
Þetta er spurning, sem vert er að ieita
svara við hjá okkur, því við veitum al-
hliða ráðgjöf um tölvuvæðingu.
Tæknival h.f. er söluaðili fyrir NOVELL
hugbúnað og bjóðum við nú nýjustu út-
gáfurnar af NOVELL netkerfunum, sem
eru þau útbreiddustu í heiminum í dag.
ER VERIÐ AÐ FJÖLGA TÖLVUM í FYRIRTÆKINU,
ER HUGSANLEGA ÞÖRF Á NETKERFI ?
Guðmundur Hannesson
skemmuvegg. Braut af henni hæf-
ilega langan bút. Hvatti síðan
eggjárnið á hverfisteiní og þá var
vopnið tilbúið til atlögu.
Dýjamosa fann hann í upp-
sprettulind í túnfætinum, en þar
taldi hann hitastigið vera um eða
neðan við 4° heitt á C og um leið
sem næst dauðhreinsað. Þetta
voru svo smyrsl þau, er hann lagði
við sárið og getur hver gert sér í
hugarlund, hver stærð þess hefír
verið. Og allt fór fram eins og ráð
hafði verið gert fyrir og sem fyrr
greinir. Þegar svo þess er gætt,
að þessa aðgerð gerði skólasveinn,
sem verið hafði aðeins 2 ár í lækn-
askóla, þá tekur sagan óneitanlega
á sig svip ævintýris í bestu merk-
ingu þess orðs.
Þegar best lét leiftruðu augu
G.H. meðan á frásögninni stóð og
var þá næstum sama, hvort frá-
sögnin snerist um stærri eða
smærri atburði. Það lætur að lík-
um, að svona atburðir geymast
lengi í minni og fyrir mér, sem
þetta ritar, eru þessar minningar
annað og meira en gildur ijársjóð-
ur á veraldlega vísu. Það eru svona
menn, sem gefa lífinu lit. Gera
snauða ríka, auðuga auðugri og
vitra vitrari.
Með þessar minningar í þakkl-
átum huga er hér með komið á
framfæri við hlutaðeigandi og þá
sennilega helst Háskóla íslands,
hvort ekki sé kominn tími til þess
að helja heildarútgáfu á ritverkum
Guðmundar Hannessonar, próf-
essors? Þar ætti vel undirbúin
ævisaga G.H. auðvitað að skipa
öndvegi. Svo væri ekki lítill fengur
í því fyrir samtíðarfólk að eignast
læknablaðið, sem hann hóf útgáfu
á, fyrir eigin reikning, árið 1901
og gaf það síðan út í 3 ár, eða til
ársins 1904. Þetta blað skrifaði
hann með eigin hendi að lang
mestuleyti, ritaði það á einskonar
stensil og íjölritaði eða hectogi-a-
feraði það og sendi síðan öllum
starfandi læknum á íslandi.
Ekki ber ég kvíðboga fyrir Ijár-
hagslegu hliðinni á þessu fyrir-
tæki, enda má gera ráð fyrir að
allir læknar á Islandi og þótt viðar
væri leitað, vildu eignast slikt rit.
Svo má gera ráð fyrir að vel flest-
ir, sem eiga og lesa bækur, myndu
vilja eignast þetta rit, fræðast af
því og geyma.
Þess vegna legg ég nú fram þá
tillögu hér, að 125 ára afmælis
Guðmundar Hannessonar, próf-
essors, verði minnst á óbrotgjarn-
an og myndarlegan hátt á hausti
komandi með því að hefja heildar-
útgáfu á ritverkum hans, prentuð-
um sem óprentuðum, sem gefí
skilmerkilega mynd af lækninum,
heilsugæslumanninum, ritsnill-
ingnum, húsameistaranum, skipu-
leggjaranum, stjómmálamannin-
um, framkvæmdamanninum,
sagnaþulnum, fræðaranum og
mannvininum Guðmundi Hannes-
syni, prófessor.
Höfundur er fyrrverandi
stórka upmaður.