Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUPAGUR 4. JÚNÍ 1991
—---i-:-----I-1—--L—.1 I-1___i___!_____
þýskum garðhúsgögnum.
GEISIBI
Heimaslóð í hillingnm
JULiUS ANNA
ROKKLIÐIÐ
Jói, María, Raggi, Ólöf, Ingó, Sigurrós, Líney,
Arnór og Sigrún heldur uppi dúndur rokkstuði.
Hljómsveitin UPPLYFTING
leikur til kl. 3 föstudag og laugardag.
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
STRANDAPÓSTURINN. 24.
árg. 144 bls. Útg. Átthagafélag
Strandamanna. 1990.
Strandapósturinn hóf göngu
sína 1967. Hann varð strax í tölu
vandaðri héraðarita. Margir lögðu
honum lið, þar með taldir nokkrir
fræðimenn sem skrifuðu svo til
árlega i ritið. Þeir eru nú flestir
látnir. Þó máltækið segi að maður
komi í manns stað á það ekki við
í öllum dæmum. Rit eins og
Strandapósturinn byggir einkum á
þjóðlegum fróðleik í bland við end-
urminningar. Þeim sem muna fyrri
tíma lífshætti fækkar nú óðum.
Með vélaöld hófst nútíminn. Og
svo virðist sem hann þyki síður
frásagnarverður. Því er ekki að
furða þó nokkurrar þreytu sé nú
tekið að gæta á ritinu. Sést það
meðal annars á vali efnis. Birt er
smásaga sem nýlega kom út í
bók. Einnig kafli úr minningum
Thors Jensen sem Valtýr Guð-
mundsson skráði á sínum tíma.
Segir þar frá tildrögum þess að
Thor réðst kornungur til Islands-
farar og síðan frá komu hans til
Borðeyrar. Merkileg er saga sú
og héraðinu tengd. En hún er að-
gengileg á öðrum stað og óþarft
að endurprenta hana hér og nú.
Næstum hið sama má segja um
félagssögu Lýðs Björnsponar sem
er unnin upp úr bók sem kom út
fyrir fáum áram.
Að öðru leyti eru í hefti þessu
stúttir þættir, sumir örstuttir, svo
og kveðskapur. Hvort tveggja
byggist mest á endurminningum
úr héraði, en þó ekki alveg allt.
Jóna Vigfúsdóttir skrifar t.d.
Hvatning til aldraðs fólks og bein-
ir þá ekki orðum til eigin sýslunga
öðrum fremur. »Þegar við eram
orðin sextug, að ég ekki tali um
að verða sjötug,« segir Jóna, »fer
að verða ósköp dapurlegt að líta
í spegilinn, við erum búin að fá
hrukkur og aukahökur og fitu-
keppi á kjálkabörðin o.s.frv. Okkur
er sagt að við séum farin að hijóta
svo að ekki sé svefnfriður í húsinu
og allt á verri veginn. Og við drög-
um okkur í hlé. Dagarnir verða
langir, við rolumst þetta ein og
allir hugsa bara um sig.«
Allir hugsa um sig! Vafalaust
er nokkuð til í því. En Jóna vill
ekki að aldraðir uni aðgerðarleys-
inu; þeir eigi að hafa framkvæðið,
bijótast út úr einangruninni, taka
höndum saman. Og gera eitthvað!
í framhaldi af þessu má minna á
að margur aldraður hefur í gegn-
um tíðina stytt sér stundir við að
skrifa í rit eins og Strandapóstinn
og er Jóna ein slíkra. En þess
háttar iðja hentar ekki öllum, að
vísu, og mun brýning hennar því
vera bæði þörf og tímabær.
Strandapósturinn hefur frá
fyrstu tíð birt kveðskap eftir hér-
aðsskáld sín og hagyrðinga.
Stundum hefur það komið fyrir
sjónir eins og eyðufylling. Yfir
heildina litið má þó segja að höf-
undarnir hafí staðið báðum megin
við mörkin: skáldskapar og hag-
mælsku. Eins og í lausamálsþátt-
unum eru það æskuminningarnar
sem skáldin geyma í hugskotinu.
Minningar um sólfar og sveitasælu
eru felldar í rím og ljóðstafí, oft
með »skáldlegri« stílfærslu. Þótt
áhrifa gæti frá tilteknum ljóðlist-
arstefnum, sem skáldin hafa þá
vafalaust kynnst í æsku, má sjálf
tilfinningin eigi að síður vera frá
hjartanu runnin. í þessu hefti eru
m.a. ljóð eftir Guðrúnu Jónsdóttur
(hálfsystur Símonar Jóh. Ágústs-
sonar). Guðrún bjó áreiðanlega
yfir góðum hæfileikum en fékk
ekki notið þeirra sem skyldi. Ing-
var Agnarsson hefur sent frá sér
bækur og látið margs konar mál-
efni til sín taka. Hann yrkir gjarna
út frá þjóðsagnaefni og á hér
meðal annars kvæði sem TröIIá-
hlaði nefnist. Þekktastur þeirra
Ingólfur Jónsson frá Prests-
bakka
skálda, sem að staðaldri yrkja í
Strandapóstinn, er Ingólfur Jóns-
son frá Prestsbakka. Hann er
margra bóka höfundur og einn
þeirra sem lengst hafa lagt til efni
í ritið. Fjörumál nefnir hann ljóð-
rænar svipmyndir frá bernskuá-
ram, eitt erindið svona:
Hlupu létt í söltum sandi
sendlingur og már.
Léku þar sem aðfall, útsog
ýfðu þangsins hár.
Vængjaböm á lagarlandi
loftsins vegum frá.
Léttfleyg jafnt við sorta og sóllog
sumardegi á.
Skáldskapur hefði þetta verið
kallað fyrir eina tíð. En Ingólfur
geldur aldurs og tísku. Myndmál
eins og það sem honum er svo
tamt að nota er vissulega sígilt.
En anguivær saknaðarstemming-
in, sem höfðaði svo sterkt til ljóð-
aunnenda á fyrri hluta aldarinnar,
má sín nú lítils á tímum hraða og
spennu.
Stundum hefur Strandapóstur-
inn birt fréttapistla úr héraði. Að
þessu sinni hefur sveitarstjórinn á
Hólmavík tekið að sér að miðla
tíðindum af heimaslóð. Þar kemur
fram að íbúar sýslunnar séu nú
aðeins rúmt þúsund eða einungis
helmingur þess sem var fyrir
fimmtíu árum. Hins vegar greinir
sveitarstjórinn frá þvi að »mikil
tíðindi« hafí nú borist úr einum
hreppnum því hvorki fleiri né færri
en tvö börn fæddust þar á árinu!
Var það talið til fádæma þar sem
»annað eins mun .ekki hafa gerst
í 27 ár!«
Hvort þar era komin fram efni
í skáld og fræðimenn fyrir
Strandapóst framtíðarinnar skal
ósagt látið, enda nógur tíminn að
hugsa fyrir þeirri hlið málanna.
nrgmsiMapilí
Metsölubioó á hverjum degi!
HENTUGUM UMBÚÐUM
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SÖLUFÉLAG
GARDYRKJUMANNA
SMIÐJUVEGI S. 200 KÓfVWOGUR. SÍMI 43211