Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Skúli Svavarsson formaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Skúli Svavarsson er hér með tveimur Kenýjakonum sem hafa verið með frá upphafi. Kristmdómurinn breiðist hraðar Bygg-ing sjúkraskýlis og íbúðar- húsa er langt komin í Voitó-daln- um í Eþíópíu en Hjálparstofnun kirkjunnar leggur fram fjár- magn til bygginganna. fá fleiri boðbera. Varðandi heilsu- gæslustörf er það að segja að norska þróunarhjálpin sem hefur stutt það myndarlega er að breyta til og styður nú annað starf og þess vegna þarf að koma meira fjár- magn frá okkur í það.“ Skúli segir að ekki sé vanda- mál að.fá að starfa, í báðum löndum sé vel tekið á móti kristniboðum. íslensk kristniboðsstöð var fyrst reist í Konsó en nú eru stýra inn- lendir starfsmenn kirkjunnar öllu starfi þar. Standa þeir undir 80% kostnaðar við allt starfið. íslensku kristniboðarnir hafa hins vegar flutt sig yfir í Voitó-dalinn. Þar starfa nú Valgerður Gísladóttir og Guð- laugur Gunnarsson. Uppbygging í Voitó „Þau eru að byggja upp starfið þar ásamt norskum hjúkrunarfræð- ingi. Verið er að ljúka byggingu sjúkraskýlis og íbúðarhúsa en jafn- framt hafa þau boðað Tsemai- mönnum sem þarna búa kristna trú og byijað starf við heilsugæslu. Tvenn hjón hafa þegar tekið kristna trú og mjög margir hafa tjáð áhuga sinn og eru að athuga málið. Þetta er miklu erfiðari ákvörðun hjá þeim en við getum gert okkur grein fyr- ir. Ottinn við anda feðranna er mik- ill og ef einn tekur sig út og gerist kristinn úr þá þrýsta allir á hann að hætta við. Þess vegna þurfa kristniboðarnir að styðja fólkið og veita alla fræðslu sem hægt er.“ Skúli segir að lokum að allt kristniboðsstarfið hafi borið miklu meiri árangur en menn hafi reiknað með: „Það er uppörvandi að sjá hversu vel starfið gengur og hversu mikill vöxtur og líf er í kirkjunum. Mér finnst líka ríkja mikil bjartsýni og framkvæmdagleði á öllum sviðum ekki síst í Eþíópíu, þar eru miklu meiri framkvæmdir og vöxtur held- ur en var fyrir tveimur árum þegar ég síðast heimsótti þessi lönd. Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í því sem er að gerast í þessum lönd- um og verða vitni að því að jafnvel það litla sem við getum gert kemur að gagni þarna og vonandi fáum við enn fleiri til að leggja hönd á plóginn." jt út en við náum að fylgja eftir Um 150 manns voru á námskeiði fyrir æskulýðsleiðtoga í Konsó en þeir eiga síðan að fara um héraðið og sinna æskulýðsstarfi. er betra að eiga þann frið sem krist- in trú gefur þannig að þeir óttast ekki hefnd andanna og jafnvel þótt eitthvað kunni að skorta líkam- lega.“ „Það sem einkennir kristniboðs- starfið í Kenýju og Eþiópíu um þessar mundir er sá mikli þorsti eftir Guðs orði sem ríkir hjá fólk- inu þannig að kristniboðarnir hafa ekki undan að fræða og kenna. Þeir sem hafa komist í snertingu við kristna trú þurfa meiri fræðslu og til að veita hana þurfum við enn fleiri starfsmenn. Vegna óróleika i Eþíópíu hafa margir kristniboðar frá Norðurl- öndunum þó verið sendir heim að undanförnu eða fluttir til suð- urhluta landsins þar sém ekki ríkir hernaður. Ovissa ríkir í bili um starfið en við vonumst þó til að ástandið færist aftur í samt lag.“ segir Skúli Svavarsson formaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga en hann heim- sótti fyrir nokkru kristniboða SIK sem eru á störfum í Afríkul- öndum og sat með þeim ráðstefn- ur um starfið. Einnig hefur hann nýlega átt fund með fulltrúum samstarfsaðila SIK á Norðurl- öndunum. Skúli starfaði sem kristniboði í þessum löndum um árabil. En hvers vegna þyrstir fólks svo eftir að heyra: „Fólk hefur fengið að reyna kristna trú og mátt hennar í sínu daglega lífí. Trúin veitir því frið og leysir undan þeim illu öflum sem hafa stjórnað því svo mikið,“ segir Skúli. „Skilin verða jafnframt skarpari milli kristnindóms og heiðninnar og seiðmennirnir og aðr- ir andstæðingar kristninnar reyna að herða tök sín á fólkinu. Núna þegar rigningar hafa brugðist og uppskerubrestur er yfirvofandi segja þeir að fólk hafi brugðist og ekki fómað öndunum því sem þeim bar og þess vegna sé nú verið að refsa mönnum, andarnir séu reiðir af því menn hafi verið skeytingar- lausir. Hinir kristnu láta þetta ekki á sig fá og þeir hafa fundið að það Starfssvæðið stækkar í Kenýju starfa hjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnars- son en þau koma heim í leyfí nú í sumar og þá fara Valdís Magnús- dóttir og Kjartan Jónsson út en þau hafa verið í leyfí að undanförnu. íslensk kristniboðsstöð er í norð- vesturhluta landsins meðal Pókot- manna og heitir Cheparería. Út frá henni hafa síðan vaxið tvær aðrar starfsstöðvar, Kongelai og Kapeng- uria. „Kristindómurinn hefur í raun breiðst hraðar út en við höfum náð að fylgja eftir og starfssvæði okkar hefur stækkað mjög mikið. Um leið og hinn kristni söfnuður myndast og fer að starfa breiðist trúin út þegar menn segja frá reynslu sinni. Kristniboðarnir hafa því ekki undan að kenna á skírnarnámskeiðum og veita uppfræðslu í kristinni trú því jafnframt þarf að mennta innlenda leiðtoga sem taka við starfinu. Auk kristniboðanna starfa nú um 10 menn í hlutastarfi við ýmsa að- stoð og predikun. Síðustu árin hefur verið lögð mikil áhersla á að ná með fræðsluna í gegnum útvarp og bækur og rit og nýlega kom Nýja testamentið út á pókotmáli í nokkur þúsund eintökum. Pókotmenn geta keypt það fyrir 20 til 30 krónur enda er það niðurgreitt með styrk frá íslandi en þetta eru samt sem áður miklir peningar fyrir þá, um það bil daglaun verkamanns. Mér fínnst hafa orðið mjög mikil breyting frá því við hófum störf þarna fyrir einum 12 árum. Nú eru þarna fjölmennir söfnuðir og fólkið er ákaft í að vitna um trú sína og hafa Guðs orð um hönd. Margt af þessu er fólk sem var í barnaskólan- um þegar ég var þarna við störf. Ég þekkti það ekki aftur en margir mundu eftir mér og sögðu að ég hefði skírt þá og nú er þetta fólk að vaxa úr grasi og er sjálft komið með börn sem það sendir í skólann og kirkjuna." Enn einn íslendingur er við störf í Kenýju á vegum SIK en það er Kristín Bjarnadóttir kennari. Hún er kennari á skóla norska kristni- boðsins í Nairobi en sér auk þess um kennslu barna íslensku kristni- boðanna í þeim skóla. Um það bil 110 kristniboðar frá Norðurlöndunum eru við störf í Eþíópíu og segir Skúli það sama vera uppi á teningnum þar, fleiri kristniboða vantar, einkum við heil- sugæslu og boðunarstarf. „Þetta er sérstaklega mikilvægt núna því múhameðstrúarmenn hafa verið duglegir við að breiða út trú sína og sent miklu fTeiri menn til starfa heldur en við og samstarfsfélög okkar hafa gert síðustu árin. Við þurfum því að leggja áherslu á að “T W 33 MHz Tölva OFURKRAFTUR - ÓTRÚLEGT VERÐ >art i: að- '2-M _____________ Puása tyrir 2 5,25" dri 'C'GiRErape Ughr i«gíulbamiclsstöö og riass itynsi aiwssílKBTn Org. r.a: riarðá diska Landmark 149 4 MH (6>4i KB fiyririniifqini1. fiW BOS Rauf tyrir D-LiNK nefsp'ald. oq 3 aðrar Tilboösveró frá kr. 187.500 Suöurlandsbrauí 20, símar 813777 og 814779
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.