Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 45
1G6I IMUl flUOAQUl 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Stefnumótun og forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu eftir Ingibjörgu Þórhallsdóttur Það er löng hefð fyrir því á Is- landi að veita eins góða heilbrigðis- þjónustu og mögulegt er, án tillits til kostnaðar. Á síðustu árum hefur þetta breyst lítillega, nú á að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en hún á að vera á útsölu- verði því fjármunir til að kaupa þessa þjónustu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna eru af skom- um skammti. Skynsamleg endurskoðun á markmiðum og leiðum í opinberri heilbrigðisþjónustu er nauðsynleg því ljóst er að kostnaðurinn skiptir okkur öll máli. Það þarf að ákveða hvernig þessum ijármunum verði best varið því ekki kaupum við allt fyrir sömu krónumar. Mat á ávinningi af heilbrigðis- þjónustu á vegum hins opinbera með hliðsjón af þeim kostnaði sem hann hefur í för með sér, og for- gangsröðun verkefna samkvæmt því, er nauðsynlegt. Staðreyndin er sú að þeir góðu hlutir sem heil- brigðisvísindin bjóða upp á eru nánast takmarkalausir og ef sam- neysla í heilbrigðisþjónustu á að hafa það hlutverk að bjóða upp á allt sem nútíma heilbrigðisvísindi geta boðið, getum við eytt öllu því fé sem ríkið hefur til umráða í þennan málaflokk. Vandamálinu um hver á að njóta þjónustunnar, hjá hverjum, hvenær og hversu mikið, er einatt ýtt nið- ur eftir heilbrigðiskerfinu frá stjórnmálamönnum, ráðuneytum og öðrum aðilum sem eiga að sjá um stefnumótun, til þeirra sem veita þjónustuna. Þeim er ætlað að þræða einhvern milliveg í þess- um efnum, setja hlutlæg viðmið og starfsreglur. Stjómvöld virðast oft ekki þora að taka erfiðar og stefnumótandi ákvarðanir um líf og heilsu fólks, en kjósa fremur að þyrla upp mold- viðri í kringum fyrirkomulag sem þau hafa sjálf komið á og kenna heilbrigðisstarfsfólki svo um þenslu kerfisins. (Nýlegt dæmi um þetta er fyrirgangur fyrrverandi íjármálaráðherra vegna verktaka- greiðslna til sérfræðinga.) Það er auðvelt að slá sig til ridd- ara í augum almennings með þess- um hætti. En það verður að gera þá kröfu til stjómvalda að þau forgangsraði verkefnum hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu, þannig að almenningur fái nauð- synlega þjónustu úr sameiginleg- um sjóðum og leggi til hliðar verk- efni sem ekki eru talin eins brýn. Þetta hefur verið gert varðandi ákveðna þætti tannlæknaþjónustu og þykir fáum siðlaust, þó vissu- lega komi þetta fýrirkomulag vem- lega við pyngju margra. En það á við með þörf fyrir ýmsa þætti heil- brigðisþjónustunnar að í mörgum tilfellum sköpum við sjálf þörf okk- ar fyrir þessa þjónustu með þeim lífsháttum sem við höfum tamið okkur og ættum í þeim tilfellum að vera ábyrgari fyrir þeim kostn- aði sem af hlýst. Almenningur þekkir ekki raun- virði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hann krefst og fær. Hann ætlast þó til að fá persónulega, góða og oft ótakmarkaða þjónustu á sjúkrahúsum, á heilsugæslu- stöðvum og á einkastofum sér- fræðinga, þó að í heildina séð sé það krafa skattborgara að heil- brigðiskerfið sé rekið með minni tilkostnaði. Því miður er erfítt að verða við báðum þessum kröfum. Ástæðna fyrir sífelldum kostn- aðarauka innan heilbrigðisgeirans er að leita utan hans í mörgum tilfellum. Kröfur eru gerðar um sífellt fjölþættari þjónustu í kjölfar framfara í heilbrigðisvísindum. í mörgum tilfellum tengjast þessar framfarir þróun í hátækni sem kostar gífurlegar upphæðir, en breytir oft ekki miklu tölfræðilega um heilbrigðisástand fjöldans. Ef ekki á að taka kostnað vegna þessarar nýju þjónustu af rekstri þeirrar þjónustu sem fýrir er í heil- brigðiskerfinu og minnka hana að sama skapi, verður að auka hlut- deild heilbrigðisþjónustunnar í sameiginlegum sjóðum, hækka skatta eða láta notendur greiða fyrir þjónustuna sjálfa. Dæmi um útgjaldaliði sem bæst hafa við síðustu árin eru hjartaað- gerðir erlendis og hérlendis, líffær- aflutningar, fóstureyðingar, glasa- fijóvganir erlendis, og bráðum hér heima, og íjöldameðferð alkahó- lista svo fátt eitt sé talið. Þessi þjónusta var einfaldlega ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum eða áratugum síðan en ætti að vekja okkur til umhugsunar um óendanlega vaxtarmöguleika hins opinbera heilbrigðiskerfis. Dæmi um annars konar þjónustu, sem þörf hefur aukist fyrir undanfarin ár og á enn eftir að aukast, er umönnun aldraðra og sjúklinga Ingibjörg Þórhallsdóttir „Þegar kemur að raun- særri stefnumótun í heilbrigðiskerfinu er nauðsynlegt, að stjórn- völd leiti víðar fanga við upplýsingaöflun og ráðgjöf en þeim hefur hugkvæmst hingað til þegar stórar ákvarðan- ir eru í húfi.“ með langvarandi sjúkdóma. Þetta fólk fær því miður oft ekki aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf á að halda, þó opinberlega hafi ekki verið gefið út neitt plagg sem seg- ir að þessir aðilar séu neðar í for- gangsröð en aðrir. Pjármunir hafa einfaldlega verið notaðir í önnur verkefni. Það er ekki siðferðilega rangt að takmarka og forgangsraða að- gangi fólks að heilbrigðisþjón- ustunni í framtíðinni, hjá því verð- ur ekki komist. Röng eða engin röðun, þar sem tilviljun, kunningja- tengsl, árstími og annað þess hátt- ar ræður hveijir njóta þjónustunn- ar er hinsvegar óafsakanlegt,^- nema við séum sátt við ástandið eins og það er í dag í málefnum ýmissa hópa, t.d. aldraðra. Það er ljóst að framundan era erfið og kreíjandi verkefni við stefnumótun í heilbrigðiskerfinu og seint verður komist að niður- stöðu sem öllum líkar. Það er hins- vegar tilraun til blekkingar að halda því fram að hægt sé að bjóða upp á „bestu“ alhliða þjónustu samfara stórfelldum niðurskurði, þrátt fyrir að hann fylgi í kjölfarið á verulegum stjórnskipulagsbreyt- ingum og breytingum á rekstrar- fyrirkomulagi heilbrigðisþjón- ustunnar. Það hefur hvergi tekist hvorki innan heilbrigðisþjónustu né á öðram þjónustusviðum hjá ríki eða einkaaðilum. Miðað við núverandi fjárframlög til heilbrigð- ismála þurfum við að taka ákvörð- un um hvort við ætlum að gera minna vel, í hinu opinbera heil- brigðiskei’fí, eða halda áfram að gera allt samfara stigminnkandi gæðum þjónustunnar. Þegar kemur að raunsærri stefnumótun í heilbrigðiskerfinu er nauðsynlegt, að stjórnvöld leiti víðar fanga við upplýsingaöflun og ráðgjöf en þeim hefur hugkvæmst hingað til þegar stórar ákvarðanir eru í húfí. Til dæmis er vert að , ítreka að innan heilbrigðiskerfisins starfa fleiri velmenntaðir faghópar en læknar. Án þess að gera lítið úr framlagi þeirra til stefnumótun- ar í heilbrigðismálum er óhætt að fullyrða að áhrif og þekking ann- arra faghópa er ekki síður mikil- væg við uppbyggingu heilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Ilöfundur er hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítalanum. B Y K O B R E I D D 'v; TÍMABUNDIN VERÐLÆKKUN ♦ HÚSNÚMERUM BYKO BREIDDINNI BYKO HAFNARFIRDI MJÓDDIN A 3DIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.