Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBI.ABIÐ ÞRIÐJ,URP,AGUR 4. JUNl 1931 53 - Minning: Sigrún (Gógó) Guðm undsdóttir Fædd 29. júlí 1922 Dáin 26. maí 1991 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem) Með þessum sálmi kveð ég elsku- lega æskuvinkonu mína Sigrúnu (Gógó). Eg og fjölskylda mín vottum eig- inmanni og öðrum ættingjum henn- ar okkar dýpstu samúð. Gróa M.H. Jónsdóttir Ég var einu sinni spurður að því hvað hún föðursystir mín héti — ég hef varla verið meira en átta eða níu ára gamall — og varð heldur fátt um svör hjá mér, satt að segja varð ég alveg mállaus. „Ja, hún er nú alltaf kölluð Gógó,“ stamaði ég eftir langa hríð og ætlaði alveg að deyja úr skömm. Ég forðaði mér hið snarasta frá þessari manneskju með erfiðustu spurningu lífs míns og spurði í ofboði föður minn hvað systir hans héti. Ég var svo skelf- ingu lostinn að faðir minn gat ekki stillt sig um að hlæja. „Hvað er þetta drengur, veistu ekki hvað hún frænka þín heitir, þú sem ert hjá henni öllum stundum," hló hann glaðlega. Þetta var auðvitað ægileg pína því Gógó kom næst á eftir foreldrum mínum sem helsti bjarg- vættur og nánasti ættingi. „Mikið er hún Gógó glæsileg kona,“ sagði kona mín fyrir mörg- um árum er ég kynnti hana fyrir frænku minni og manni liennar Kristjáni Ágústssyni á heimili þeirra við Laugaveginn. „Já, finnst þér það ekki,“ svaraði ég og það var ekki laust við að ég fylltist stolti. Og ég man vel hvaða tilfínningar gripu mig stuttu síðar þetta kvöld er við hjónin gengum niður Lauga- veginn. Það var einkennileg kennd, einhvers konar blanda af eftirsjá og trega, því Gógó og Kristján höfðu nokkrum mánuðum fyrr séð á eftir eina barni sínu, Erlingi Má, Kveðjuorð: Jóel B. Jacobson Fæddur 15. apríl 1924 Dáinn 26. maí 1991 Ein skýrasta minningin úr bernsku minni eru frábæru töfra- brögðin hans Jóels Blomquist Jacobsonar. Hvernig hann „galdr- aði“ fram tíkallana sem hann fann bak við eyrun á okkur krökkunum og við horfðum heiiluð á. Flest reyndu að ieika eftir honum brögð- in en ekki tókst öllum jafn vel upp. Hann kunni líka endalausa brand- ara og fyndnar sögur sem komu litlum krökkum til að hlæja. Jóel var kvæntur Fríðu ömmu- systur minni sem ævinlega er kölluð Fríða frænka á mínu heimili. Ég bjó í tíu ár skammt frá heimili þeirra, kom þar oft og hafði Jóel því mikil áhrif á val mitt á íþróttafé- lagi. Annað kom ekki til greina þegar ég byijaði að stunda íþróttir en að velja Ármann en þar var hann alla tíð virkur félagi. Jóel fylgdist vel með okkur systkinunum og gladdist með okkur þegar vel gekk. Hann var ökukennari og hafði kennt flestum í fjölskyldunni á bíl. Þegar röðin kom að mér var því sjálfgefið að leita til hans. Fráfall Jóels var mjög óvænt, aðeins fáeinum dögum eftir andlát Diddu, bestu vinkonu Fríðu og Jó- els, vinkonu sem öll fjölskyldan þekkti mjög vel. Viku áður en Jóel lést fór ég til að votta þeim samúð mína. Fann ég þá að enn var ég umvafin væntumþykju og áhuga hans á mér og lífi mínu. Ég kveð hann því með söknuði og votta Fríðu og allri fjölskyldunni samúð mína. Rebekka Sigurðardóttir Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfí Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir > allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með g rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsipantertur, -> rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR REYKJAVlKURFLUGVELLI, 101 R E Y K ] A V I K SIMI 91-22322 aðeins tuttugu og níu ára gömlum, yfir móðuna miklu. Ég geri ráð fyrir að flestir hugsi einhveiju líkt og mér var hugsað: Maður hefði nú getað verið ræktarsamari og alúðlegri, maður hefði nú getað gert þetta eða hitt. Ég held ég hafi þá ekki skilið hvílík raun það er fyrir foreldra að missa barn sitt, hvað þá einkabarn, úr heimi þess- um. Ef til vill skilur maður það aldr- ei til fulls. Lengst af bjuggu þau Sigrún og Kristján á Lynghaga 2 í Reykjavík. í minningunni er eins og ég hafi eytt flestum mínum æskustundum á heimili þeirra. Við bræðurnir sótt- um það ávallt fast að heimsækja Gógó og Kristján einfaldlega vegna þess að okkur leið fjarska vel hjá þeim og einnig var sonur þeirra mikill leikfélagi okkar. Eitt er mér sérstaklega minnis- stætt frá þessum árum. Það er óhömuðum unglingi mikilvægt að finna að hann sé tekinn alvarlega og það sé mark á honum takandi. Vissulega þjóna foreldrar og kenn- arar því hlutverki að koma ungling- um í skilning um ábyrgð og frelsi, en ef til vill gefur það mest þegar fólk, sem maður ber virðingu fyrir, tekur mann bókstaflega í fullorð- inna manna tölu með einlægri fram- komu sinni. Það er mér sérlega eft- irminnilegt þegar þau hjónin voru nýkomin heim frá útlöndum, en þau ferðuðust mikið og dvöldu oft seinni árin langdvölum í útlindum, að ég nýfermdur unglingurinn var spurð- ur um allt það markverðasta sem gerst hafði í landinu meðan á utan- för þeirra hafði staðið; um stjórn- málin, um heimsmálin osfi'v. Og ég lét skoðanir mínar í Ijós og upp frá því held ég að samræður okkar hafi aldrei snúist um annað en það sem máli skipti; um það sem mikil- svert er. Og þrátt fyrir að Gógó hafi verið afar gjafmild í minn garð þá var þetta stærsta gjöfin sem hún gaf mér og hún var þessi góða til- finning sem ég öðlaðist; að ég væri sjálfstæð vera með mitt eigið gildi. Ef haná frænku mína hefði grun- að að það ætti fyrir mér að liggja að minnast hennar í skrifuðum orð- um er ég viss um að hún hefði ósk- að þess að greinin yrði á léttum nótum. „Einhvern tíma skulum við öll fara í heimsreisu,“ sagði hún fyrir nokkrum árum. „Já það skul- um við gera,“ svaraði ég og fannst þetta frábær uppástunga. Ekki svo að skilja að ég reiknaði með að úr ósk hennar rættist. Og þó. Þessi setning greyptist í vitund mína, mér fannst hún svo skemmtileg. Ósköp venjuleg setning, en það sem gerði hana svo skemmtilega var að það fólst svo margt í henni. Mér fannst frænka mín segja að við mættum ekki missa sjónar af hvoru öðru, að við yrðum að vera sam- ferða í lífinu. Það var hennar ein- læga ósk að þessi litla fjölskylda héldi hópinn. Nær ávallt þegar ég heimsótti frænku mína kom ég að henni við lestur einhverrar bókar. Hún las mikið. Hafði yndi af að sökkva sér í lestur skáldsagna og ævisagna. Hún glataði aldrei hæfileikanum til að hafa gaman af að lesa góða skáldsögu. Kannski hefði verið nóg að hafa minningargreinina aðeins eina setningu: Hún las mikið. í mínum huga er setningin svo mik- ið. Sá sem hefur kraft og einbeit- ingu til að eyða miklum tíma í Iest- ur, hlýtur að hafa mikinn áhuga á lífinu. En hún lagði nú bókina strax frá sér og einhver birtist og tók ávallt á móti gestkomandi með bros á vör og fallegu bliki í augunum. Og maður kvaddi hana alltaf léttur í lund því hún Gógó var heiðarleg og ráðagóð. Hún fór þó sínar eigin leiðir, hún kaus oft einveruna. Stundum lá hún undir ámæli fyrir það að vera ekki nógu mannblend- in. En eru það ekki mannréttindi að móta sína eigin lífsstefnu ef hún. er byggð á sannleika og heiðar- leika? Fólkið er svo ólíkt, tilfinning- arnar svo margbrotnar. Hvers vegna ættu menn þá ekki að fá að fara út af alfaraleið ef þeir hafa kjark til þess. Hún lifði fyrir mann sinn, sína litlu fjölskyldu og meira ætlaðist hún ekki til. Það geislaði bara þeim mun meira af henni í fjölskylduboðum og þá kom fram þessi yndislega kímnigáfa hennar. Sá dagur kemur í lífi margra að þeir spyrja: — Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Og sumir em svo lánsamir að þeir reyna að skilja kjarna tilveru sinnar. Leita. Og sú leit, ef hún er byggð á ein- lægni, leiðir til sannleika sem kæfir sjálfselskuna og upphefur óttaleys- ið. Ég veit ekki betur en að hún frænka mín hafi velt þessu töluvert fyrir sér. Hennar leit var hvorki fólgin í rómantískum draumórum né afneitun á lystisemdum heldur í sannleika, öllu heidur kærleika. í þeim skilningi var hún vel efnuð, átti fjársjóði víða. Það versta var að hún átti það til að fela þá vand- lega, rétt eins og hún óttaðist að sýna hvað hún hefði að geyma, en þegar eitthvert glitrandi djásnið kom í leitirnar gaf hún það hiklaust. Gógó var nýkomin, ásamt eigin- manni sínum, frá Bandaríkjunum þegar kallið kom. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Foreldrar mfnir heimsóttu hana daginn fyrir andlát hennar og virt- ist hún þá hress og glöð. Hún af- henti þeim síðustu gjöfina til okk- ar; það var glaðningur handa syni mínum. Konu minni var hún ómetanleg hvatning og mér var hún sönn fyrir- mynd og traustur vinur. Kristjáni votta ég mína inni- legustu samúð. Guðmundur Magnússon HÁSKÓLANÁM í 1 v 1 KERFISFRÆÐI Innritun stendur nú yfir í Tölvuháskóla VI Markmið kerfisfræðinámsiris er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Frá og með haustinu 1991 verður eingöngu tekið inn á haustin og leng- ist námið frá því sem áður var í tveggja ára nám. Kennsla á haustönn hefst mánudaginn 2. september nk. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra verkefna í lok hverrar annar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Önnur önn: Fjölnotendaumhverfi Gagnasafnsfræði Gagnaskipan Rekstrarbókhald Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1991 er til 28. júní, en umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingarfást á skrifstofu Verzlunarskól- ans frá kl. 08.00 til 16.00 og í síma 688400. Skólinn er lokaður í júlí. TÖLVUHÁSKÓLI VÍ, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.