Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 43
43; MORGUNBLADIÖ1 PRlÐJUDAGUR 'Í;JÚNÍ 199 i1 Söguleg tónlistar skýring Morgunblaðið/Gugu __________Jass____________ Guðjón Guðmundsson Lokatónleikar á Rúrek jasshát- íðinni voru í Borgarleikhúsinu sl. sunnudag og léku þar tvær sam- norrænar sveitir undir stjóm Norðmannsins Per Husby og seinni hlutanum stjómaði Daninn Pierre Dörge. Æfingar sveitanna höfðu staðið linnulítið yfír í fímm daga, sem er ekki langur tími, en þrátt fyrir það svingaði sveitin vel í fyrri hlutanum sem að stórum hluta var byggður á tónsmíðum Tad Damerons. Karin Krog, norska stórsöngkonan, hefur mik- ið dálæti á söngum Damerons og hún söng nokkra af þeim þekkt- ari, eins og Lady Bird og 1 am never happy anymore, af mikilli fágun. Stórsveitin var skipuð þrettán manns þegar Askell Más- son slagverksleikari og tónskáld hefði bæst við í Part Five. Einnig var farið í smiðju Husbys og Krog söng The Song you never sing við texta Chan Parkers, ekkju Charlie Parkers. Fyrri hluta tónleikanna lauk á góðum blús þar sem Sigurð- ur Flosason og Ulf Adáker fóru á kostum í einleiksköflum. Reyndar má segja að þama hafí verið á ferð ein af betri stórsveitum sem hér hafa leikið í seinni tíð, enda skipuðu hana úrvalshljóðfæraleik- arar og Per Husby, stjómandinn Samnorræna frumskógarsveitin. náði að fínpússa allar innkomur og hljómstyrk svo að allt varð eins og það gerist best. Seinni hluti tónleikanna hófst í reykjarmekki og fmmskógar- stemningu. Bassaklarinetta Sig- urðar Flosasonar og tenórsaxa- fónn Mortens Carlsens kölluðust á og síðan tíndust hljóðfærin inn á sviðið eitt af öðru og primitívur rytminn varð að lagrænum tón- hendingum. Samnorræn frum- skógarsveit Pierre Dörges var komin með nokkurs konar sögu- lega tónlistarskýringu þar sem leitað var til upphafsins, dokað við á sálmatímabili og ekki staðnæmst fyrr en á fönktímabili. Þannig spann tónlistin flest svið jasstón- listar, en hið primitíva var jafnan útgangspunkturinn. Óþarfi er að tíunda hér heiti verkanna sem flutt voru en þau voru samin af Pierre Dörge og eiginkonu hans, Irene Becker. Þar með lauk glæsilegri jasshá- tíð Rúrek ’91. Hátíðin verður lengi í minnum höfð fyrir fyölbreyrtileika og góða aðsókn, en auk þess gegna slíkir jassdagar því mikilvæga hlutverki að skapa tengsl og efna til samstarfs á milli norrænna jass- leikara, tengsl sem eru íslenskum jassleikumm bráðnauðsynleg. Skipuleggjendur hátíðarinnar eiga heiður skilinn fyrir gott starf og vonandi sjáumst við á Rúrek ’92 að ári. Dr. Ingólfur A. Jóhannesson. Doktor í kennslu- fræðum INGÓLFUR Á. Jóhannesson, sagnfræðingur, Skútustöðum, Mývatnssveit, varði 23. apríl sl. doktorsritgerð í Bandaríkjunum í námskipunar- og kennslufræð- um við háskóla Wisconsinfylkis í Madison. Lausleg þýðing á titli ritgerðarinnar er Baráttuvett- vangur íslenskra menntaumbóta og félagsleg skilningarvit mennt- afrömuða. Aðalleiðbeinandi var prófessor Thomas S. Popkewitz. Fjallar tigerðin um baráttuna um menntaumbætur á íslandi sl. 25 ár frá stofnun Skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins til 1991. Ritgerðina má skoða í tvenns konar samhengi. Annars vegar sem grein- ingu á hugmyndastraumum og bak- grunni menntaumbóta á Íslandi og á þann máta framlag til íslenskrar uppeldisfræði. Hins vegar er ritgerð- in framlag til alþjóðlegrar þróunar í pólitískri félagsfræði menntaum- bóta en ritgerðin hagnýtir og þróar kenningaramma franska félags- og mannfræðingsins Pierre Bourdieus. og notar sér sögulegan skoðunar- máta franska sagnfræðingsins og heimspekingsins Michel Foucaults. Höftindurinn, Ingólfur Á. Jóhann- esson er fæddur 1954, sonur hjón- anna Gerðar Benediktsdóttur og Jóhannesar Kristjánssonar. Stund- aði nám í Bama- og unglingaskól- anum á Skútustöðum, í Héraðsskó- lanum að Laugum, Menntaskólanum á Akureyri og Háskóla fslands þar sem hann lauk BA-prófí 1979 og cand.mag.-prófi 1983 í sagnfræði. Kennaraprófi lauk Ingólfur 1980 frá HÍ og kenndi um nokkurra ára skeið m.a. í Breiðholtsskóla og Mennta- skólanum við Sund. Ennfremur hef- ur Ingólfur skrifað einn eða í félagi við aðra nokkrar kennslubækur og kennslugögn sem Námsgagnastofn- un hefur gefíð út og um árabil starf- aði hann sem landvörður á sumrum. (F róttatilkynning) w w IURVALI VÍROG VÍRNET Túngirðingarnet, 5, 6 og 7 strengja, galvanhúðuð. Lóðanet, galvanhúðuð og plasthúðuð. Vírlykkjur, stagavír, . strekkjarar og vírlásar. Zinkhúðaður gaddavír. v V GIRÐINGAR- STAURAR Girðingarstaurar í úrvali - galvanhúðaðir járnstaurar, gegnvarðir tréstaurar sívalir og kantaðir - báðar gerðir yddaðar. Auk þess rekaviðarstaurar. SKRAUTNET Plasthúðað skrautnet vel varið gegn veðrum og ryði og hentar sérstaklega vel til girðingar á viðkvæmum gróðri. CASANET - fínriðin net bæði galvanhúðuð og plasthúðuð. RAFGIRÐINGAR Notkun rafgirðinga hefur aukist með hverju ári hér á landi. Hðfum HOTLINE- spennugjafa og úrval rafgirðingaefnis. Notkun randbeitíngar eykur nýtingu beítílands. MR búðin • Laugavegi 164 símar 11125 • 24355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.