Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 Raunhæfur o g hent- ugur kostur á ný eftir Jón Sigurðsson Sjálfsagt hafa menn varla tekið eftir því í kosningabaráttunni að Alþingi afgreiddi nú í vor ný lög um samvinnufélög (nr. 22. / 27. mars 1991) og ný lög um hús- næðissamvinnufélög (Nr. 24 /27. mars 1991). Með þessari löggjöf verða tímamót, ekki aðeins í sögu samvinnustarfs á íslandi heldur reyndar atvinnumálum yfirleitt. Lögin gefa fótfestu og viðspyrnu til framtíðar. Með þeim er hlutafé- lagsformið ekki lengur eini raun- hæfi kosturinn til að skapa al- menningi aðild að eign og stjórnun fyrirtækja. Nú eru samvinnufélög enn á ný raunhæfur, hentugur og nútíma- legur valkostur. í sem allra skemmstu máli má segja að sam- vinnufélag er lýðræðisleg almenn- ingseign, fyrst og fremst þeirra sem ekki eru fjármagnseigendur og gætu því varla öðrum kosti átt í atvinnufyrirtæki eða hafa kosið að verja meginfé sínu á öðrum vettvangi. Samvinnufélag er að mörgu leyti svipað almennings- hlutafélagi. Sérstaða samvinnunn- ar er einkum þríþætt: Lýðræði og mjög jöfn áhrif félagsmanna í at- kvæðagreiðslum; félögin eru jafn- an opin til inngöngu á sínu starfs- sviði eða svæði og stofnframlag nýs félagsmanns oftast tiltölulega lágt; við úthlutun til félagsmanna er arði skipt eftir rekstrarhlutdeild hvers og eins en ekki eftir eignar- hlutdeild. Ahrif og aðild almennings Atvinnulífið auðgast vitanlega við aukna Ijölbreytni rekstrar- forma. Og það er æskilegt að allur almenningur komi til stjórnunar og eignar í atvinnulífinu. Sam- vinnuformið hentar mörgum og það var löngu tímabært að færa löggjöfina til nútíðarhorfs, svipað og áður hafði verið gert varðandi lög um hlutafélög. I nýju lögunum um samvinnufélög eru ákaflega mörg og merkileg nýmæli. í fyrsta lagi má endurtaka að lögin hafa verið færð til nútíðarhorfs og mjög inargt sem varðar framkvæmdar- atriði og fagleg sjónarmið hefur verið tekið upp úr hlutafélagalög- unum. Í öðru lagi er fijálsræði og valfrelsi aukið um allan helming í samvinnustarfinu. Mjög margt það sem var alveg bundið í gömlu samvinnulögunum er nú fijálsara þannig að samvinnumenn eiga valkosti um fjöldamörg mikilvæg skipulagsatriði, fjárhagsleg atriði og rekstrarhætti. Sem dæmi má nefna heimild til þess að lögaðilj- ar, t.d. félög og fyrirtæki, geti fengið inngöngu í samvinnufélag og að víkja megi frá fullkomlega jöfnum atkvæðisrétti. Þá má nefna að samvinnufélag hefur nú stór- auknar heimildir varðandi meðferð stofnsjóðseignar, t.d. til útgreiðslu o.s.frv. í þriðja lagi eru í lögunum ákaflega merkileg og nýstárleg ákvæði um deildir stofnsjóðs og svokölluð samvinnuhlutabréf. Er þar ráð fýrir því gert að samvinnu- félög geti leitað sér áhættuíjár- magns í formi samvinnuhlutabréfa í svokallaðri B-deild stofnsjóðs en hlutabréfum þessum fylgir ekki atkvæðisréttur heldur réttur til upplýsinga um hag félagsins, til fundarsetu og tillögugerðar um málefni félagsins og síðast en ekki síst er m.a. gert ráð fyrir for- gangsrétti þeirra til arðs og til útgreiðslu arðs, til útborgunar við slit félags o.s.frv. Nú er það ljóst að samvinnu- hlutabréf þurfa tima til að festast í sessi og skapa sér traust. í því efni verður að vinna í áföngum. Væntanlega verður fyrst leitað til áhugasamra félagsmanna og við- skiptaaðilja samvinnufélags sem vilja binda fé í samvinnuhlutabréf- um um eitthvert skeið í fyrstu. Þetta er eðlilegt og á móti for- gangsrétti til arðs fylgir þeim t.d. ekki það vald sem við á í hlutafé- lögum, en samkvæmt sjálfu eðli samvinnufélags er þess vart að Jón Sigurðsson „í framtíðinni verður samvinnustarfið aðal- lega í sérhæfðum, fjöl- breytileg-um og sjálf- stæðum félögum sem hvert um sig starfar að sínum tilteknu við- fangsefnum og hags- munum.“ vænta að þau geti orðið kauphall- arviðskipti í líkingu við það sem best gerist á fjármagnsmarkaði. í lögunum era skýr ákvæði sem lýsa því hvernig meta skal samvinnu- hlutabréf. Heildarfjárhæð hvorrar deildar stofnsjóðs um sig er jafnan ákveðin þannig að unnt er t.d. að meta hlutdeild B-deildar í heild- aríjármagni félagsins, gefa jöfn- unarbréf út o.s.frv. Það er alveg ljóst að deildaskiptur stofnsjóður og útgáfa samvinnuhlutabréfa gerbreytir íjárhagslegum mögu- leikum samvinnufélaganna. En úr þessu verður ekkert nema tryggð sé eðlileg arðsemi og hagnaður í rekstrinum. An arðsemi verður ekkert úrþessu öllu. Hinjárnhörðu efnahagslögmál gilda um sam- vinnufélög eins og alla aðra hag- ræna starfsemi. Margt kemur til álita Framundan eru margvísleg skipulagsverkefni sem tengjast nýju lögunum. Semja þarf fyrir- mynd um samþykktir samvinnufé- laga sem menn geta stuðst við. Til öryggis þarf að setja ákvæði í skattalög sem veita samvinnu- hlutabréfum ótvírætt sömu stöðu og önnur hlutabréf njóta. Núver- andi samvinnufélög þurfa að fá svonefnda einskiptisheimild, t.d. til uppfærslu stofnsjóðs og til að skipta honum og opna B-deild af eigin fé, m.a. til að jafna stofn- sjóðseignir félagsmanna o.s.frv. Ef til vill mun reynsla sýna að skerpa þurfi ákvæði um framleiðs- lusamvinnufélög, þ.e. fyrirtæki sem eru í eigu eigin starfsmanna, og um gagnkvæm félög. Málefni innlánsdeilda kaupfélaganna voru lögð til hliðar við afgreiðslu lag- anna en ný nefnd á að skila áliti um þær sumarið 1992. Sjálfsagt munu fleiri atriði koma í ljós við framkvæmd laganna eins og geng- ur. Samvinna hefur miklu hlutverki að gegna í framtíðinni. Samvinnu- hreyfingin á íslandi hefur verið í djúpri lægð að undanförnu en virð- ist vera að ná sér aftur víðast. Gjaldþrot KRON er auðvitað alvar- legt áfall en kemur engum á óvart og flest önnur samvinnufélög hafa snúið vörn í sókn. Sjálfsagt hlýtur að teljast að dótturhlutafélögum Sambandsins verði innan nok- kurra ára breytt í samvinnusam- bönd eða sérstök samvinnufélög samkvæmt möguleikum þeim sem nýju lögin skapa, með deildaskipt- um stofnsjóði, aðild annarra félaga p.s.frv. Mjög mikið er óunnið á íslandi á sviði framleiðslusam- vinnu og þess atvinnulýðræðis sem hún felur í sér, t.d. við hvers kon- ar þjónustustarfsemi, verkstæði, verksmiðjur, áhafnir fískibáta o.s.frv. A þessu sviði hefur fram- þróunin verið mjög hröð í nágrann- alöndunum, t.d. Bretlandi, á síð- ustu árum. í nágrannalöndunum er einnig fjöldi samvinnufélaga á öðrum sviðum, t.d. markaðssetn- ing alls konar heimilisiðnaðar og listiðnaðar, mötuneyti, barnaheim- ili, heilsugæslustöðvar, skrifstofur sérfræðinga, bókaverslanir og útgáfufélög o.s.frv. Það getur ekki heldur farið hjá því að einhveijir velti fyrir sér möguleikum gagn- kvæmra félaga, t.d. eru aðildarfé- lög Vátryggingafélags íslands hf. bæði gagnkvæm félög, og ef til vill getur framtíð innlánsdeildanna sem sparisjóða falist í endurmótun reglna um gagnkvæm félög. Sam- vinnustarf hentar ágætavel í neyt- endaverslun og t.d. geta nútíma- greiðslukort vel tryggt úthlutun arðs til viðskiptamanna í samræmi við samvinnureglur. Og enn má nefna búsetahreyfinguna sem stendur í miklum blóma. En hitt virðist ljóst að samvinn- ustarf framtíðarinnar verður ekki fýrst og fremst í alhliða héraðs- kaupfélögum innan Sambandsins. í framtíðinni verður samvinnu- starfið aðallega í sérhæfðum, fjöl- breytilegum og sjálfstæðum félög- um sem hvert um sig starfar að sínum tilteknu viðfangsefnum og hagsmunum. í framtíðinni er ekki víst að talað verði um „samvinnu- hreyfingu" frekar en nú er talað um t.d. „hlutafélagahreyfíngu". Margt bendir til þess að Samband- ið muni smám saman hverfa frá öllum rekstrarumsvifum en verða nokkurs konar félagslegur um- ræðuvettvangur til skrafs og ráða- gerða, hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum o.s.fi-v. Framtíðin verður ekki í einni heild heldur í fjölbreytni einstakra félaga eftir því sem þarfir og hagsmunir fólks- ins kalla eftir. Höfundur er skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst. hvíla þreytta fætur 7 Wicanders £2L Kork-o-Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa Imíia zi, Núlatmi, aimi atiai Þ. ÞORGRÍMSSON & CO GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 FÁNASTENGUR SNARI Starrahólum 8-111 Reykjavík - sími 72502 - Fax 72850 Upplýsingar alla daga frá kl. 9-22. Verð á SNARA FÁNASTÖNGUM með jarðfestingum, línu og hún. 6 metra fánastöng kr. 25.870,- m/vsk. 8 metra fánastöng kr. 31.270,- m/vsk. 10 metra fánastöng kr. 43.600,- m/vsk. GREIÐSLUSKILMÁLAR. SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.