Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1991 Deilu um endurgreiðslu vegna tannréttinga verður að leysa eftír Árna Þórðarson Allt frá því að ný lög um endur- greiðslu kostnaðar vegna tannn- réttinga tóku gildi í byijun árs 1990 hafa tannréttingalæknar og heilbrigðisyfirvöld deilt um fram- kvæmd laganna. Deilan snýst um það hvort faglegar forsendur séu fyrir flokkun tannréttinga, hver eigi að flokka, og hvernig að því skuli staðið. Ekki sér fyrir endann á þessari deilu, og hafa síðustu aðgerðir heilbrigðisyfirvalda síst aukið bjartsýni manna á að lausn sé í nánd. Ný lög tóku gildi í lok árs 1989, þar sem kveðið er á um að flokka skuli tannréttingasjúklinga í end- urgreiðsluhópa eftir magni og umfangi skekkjunnar. Með þessu áttu að sparast miklir ijármunir, því flutningsmenn laganna töldu að stór hluti tannréttingasjúklinga væri í „pjatt“-tannréttingum og myndi *því falla út úr endur- greiðslukerfinu. Hugmyndin að þessum flokkunarreglum er ættuð frá Noregi, en Norðmenn voru til skamms tíma eina þjóðin í veröld- inni þar sem þessari aðferð er beitt til að ákvarða endurgreiðsluhlut- fall vegna tannréttingakostnaðar, eða þar til Islendingar bættust í hópinn. Rúmt ár leið frá gildistöku lag- anna og þar til reglugerð sá loks dagsins ljós, en hún var undirrituð 31. janúar 1991. í reglugerðinni er kveðið á um 4 endurgreiðslu- flokka. Sjúklingar sem lenda í 1. flokki fá allan eða mestallan kostn- að endurgreiddan, í 2. flokki er greiddur helmingur kostnaðar, 35% í þeim þriðja en sjúklingar sem lenda í 4. flokki fá ekkert endur- greitt. Hver á að flokka? Það var svo í byijun apríl sl. sem heita átti að samkomulag hefði náðst um framkvæmd laganna, er skrifað var undir nýjan samning milli Tannlæknafélagsins og Tryggingastofnunar ríkisins (TR), en í samningi þessum var m.a. kveðið á um að eyðublað, flokkun- arblað, sem fylgdi samningnum, skyldi notað þegar sótt væri um endurgreiðslu fyrir tannréttinga- sjúklinga. Eyðublað þetta var lagt fram einhliða af hálfu TR og varð strax deiluefni, einkum vegna þess að með því að fylla út flokkunar- reiti blaðsins tekur tannlæknir að sér flokkun í endurgreiðsluhópa fyrir TR. Skýrt var þó tekið fram í samningnum að TR tæki að sér flokkun tannréttingasjúklinga, og að tannlæknar væru ekki skyldug- ir til að fýlla út flokkunarreiti eyðu- blaðsins. Þetta töldu tannréttinga- læknar höfuðatriði, því bæði erum við í grundvallaratriðum mótfallin þeim mismunun og því óréttlæti sem flokkunin hefur í för með sér og teljum það auk heldur ekki í okkar verkahring að deila út pen- ingum hins opinbera til sjúklinga okkar eftir forsendum sem við telj- um faglega út í hött. Þessi var hins vegar ekki skiiningur trygg- ingayfirtannlæknis, sem degi síðar túlkaði samninginn þannig að tannlæknar myndu í langflestum tilvikum fylla út umrætt flokkun- arblað. Það er skemmst frá að segja, að tannréttingalæknar gátu ekki sæst á að nota umrætt eyðu- blað undir þessum kringumstæð- um og gerðust því ekki aðilar að þessum samningi TFÍ og TR. Slegist um millimetra Víkjum nánar að fyrrnefndu eyðublaði. Sjúklingur sem mælist með 9 mm yfirbit fer samkvæmt flokkunarblaðinu í 3. flokk (35% endurgreiðsla), en sjúklingur sem mælist með 10 mm yfirbit í 2. flokk (50% endurgreiðsla). Þama eru reglurnar ákaflega skýrar, þó að við tannréttingalæknar skiljum ekki hvemig þessi mörk em fundin og hvaða faglegar forsendur liggja þar að baki. Öllu óljósari verður flokkunin þegar kemur að því að meta tann- þröng, því á framhlið eyðublaðsins fer umsækjandi sem greinist með „hóflega“ tannþröng beint út í kuldann — þ.e. í núll-hópinn. Hvergi er um það getið hver mun- ur er á „hóflegri" og „umtals- verðri“ tannþröng. Skv. flokkunarblaðinu fara allir umsækjendur sem greinast með „væga tannskekkju, sem leitthefur til áleitinna huglægra einkenna um vanhæfni“ í 3. flokk, þ.e. 35% end- urgreiðsluhópinn. Má því með sanni segja, að ef umsækjandi lendir ekki í einhveijum hinna þriggja endurgreiðsluflokka vegna tann- eða bitskekkju samkvæmt hinum nýju flokkunarreglum, þá em nokkrar líkur á að hann lendi samt í flokki 3 vegna „áleitinna huglægra einkenna um vanhæfni", en slík einkenni er erfitt að mæla og því ljóst, að umsækjandi hlýtur þar að eiga síðasta orðið. Allt bend- ir því til að þeir umsækjendur verði fáir, sem lenda í núllflokknum, og er þá útséð um þann stórkostlega sparnað sem lagasmiðir lofuðu að þessar breytingar hefðu í för með sér. Hvað vinnst með flokkun? Af framansögðu má ætla, að sá hópur umsækjenda verði æði stór þar sem handahófskennt mat muni ráða úrslitum um hvar í flokki við- komandi lendir. Einkum á þetta við um mörkin milli 2. og 3. flokks. sbr. fyrrnefnt dæmi um 9 mm eða 10 mm yfírbit, og 3. og 4. flokks, sbr. dæmið um umtalsverða eða hóflega tannþröng. Tryggingayfír- tannlæknir er því ekki öfundsverð- ur af hlutskipti sínu, því hann mun augljóslega verða fyrir miklum þiýstingi frá sjúklingum og/eða forráðamönnum við ákvörðun á endurgreiðsluhlutfalli. Skýrir þetta kannski að hluta lítinn áhuga hans og stofnunarinnar á að sjá um flokkunina. Þess ber þó að geta að „umsækjanda er heimilt að skjóta úrskurði tryggingayfírtann- læknis til tryggingaráðs, telji hann mat hans á endurgreiðslu fyrir umsókn sinni ekki falla að reglum um flokkun á tannskekkju eða gæslu hans á máli sínu ábótavant" svo vitnað sé orðrétt í ábendingar Árni Þórðarson „Lánleysi þeirra emb- ættismanna, sem upp- haflega stóðu að téðum flokkunarlögum og undirbjuggu samþykkt þeirra á Alþingi í lok árs 1989, með upplýs- ingum sem flestar eða allar reyndust vera rangar, er fáheyrt.“ aftan á flokkunarblaðinu. Er þess að vænta að tryggingaráði verði ekki skotaskuld úr að kveða upp úrskurð um flokkun þegar upp koma vafaatriði, t.d. um það hvort „huglæg einkenni umsækjanda um vanhæfni" réttlætti aðstoð sjúkra- trygginga. Hætt er við að slík til- vik verði mörg í framtíðinni ef regl- ur þessar ná fram að ganga. Mjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.