Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 4. JÚNÍ 1991 Blóðhöttur gengur aftur eftir Þorvarð Júlíusson Er ei bóndans frelsi fórnað fyrir þjónsins rétt lægst á bekkinn lága stjórnað, landsins óðalsstétt. (E. Ben. 1901) Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Stórakroppi og fræðimaður, segir frá óskaplegum bitvargi, hvítum ref sem Blóðhöttur var nefndur, vegna þess að háls og haus var blóðlitað. Hann beit kindurnar á barkann og sundur hálsæðar. Því var vitað hver > hafði verið þar að verki. Loks tókst að skjóta þennan bitvarg. Hvað ertu að segja frá þessu, mun einhver spyija. Það er ekki til að segja frá þó refur deyði nokkrar kindur. En bíddu nú við. Blóðhöttur gekk aftur, í Seglbúðagervi, og var nú miklu óskaplegri en áður, eða fyrir 100 árum. Nú gaf hann út tilskipan svohljóðandi: Fækkið bændum um 2.000 og skerið 245.000 ær. Nú þótti bændum nóg að gert því Blóðhöttur lét þá karla sem höfðu þóst vera hagsmunagæslu- menn bænda gera þetta. Nú birtist Blóðhöttur í líki eins af húskörlum Denna (hann er nú úti á haug) og lagði til að fækka bændum um 1.200 og skera 70.000 ær. Næst kom Blóðhöttur í gervi húskarls Davíðs Oddssonar og hann gefur út tilskipan, skera 55.000 ær og koma þeim fyrir í fjöldagröf. Sjálfur ætlar húskarlinn að standa yfir gröfinni (í gervi Blóðhötts). Morg- unblaðið 1. maí 1991. Ekki er frá því sagt að Stalín hafi staðið yfir fjöldagröfum sem hann lét tilreiða fyrir bændur. Því má segja að einn böðull komi öðrum —meiri. Davíð Oddsson forsætisráð- herra verður að gera viðeigandi ráðstafanir gegn þessum húskarli, láta klippa úr honum vígtennurnar og hafa hann svo í teygju, eins og „Það er kominn tími til þess að bændur verði leystir undan þeirri kvöð að fóðra slíka ómaga í gegnum svo- nefnd sjóðagjöld sem eru 13 eða 15.“ Eysteinn sagði, að þeir hefðu haft það við Jónas, læriföður sinn. Og nú er Halldór Blöndal tekinn við landbúnaðarmálum. Þar mun vera ógeðugt um að líta eftir þá hálfkomma og kommúnista sem þar hafa verið næstliðin 7-8 ár. Að moka þann flór eftir þessa niður- rifs- og eyðingarmenn, sem ekki hafa séð nema eitt, skera, skera, og biksvartan botninn. Nú er að finna markað fyrir dilk- akjöt, kjöt sem er hreint og ómeng- að, máski það eina í heimi. Enda hefir verið eftir því leitað að fá héðan þetta kjöt, en SÍS hefir neit- að, viljað bara grafa nokkur hundr- uð tonn, og þetta forsmánarverk hefir svarað ásamt þeim hroðalega niðurskurði sem hálfkommar hafa framkvæmt, kaupfélög á haus og önnur á brauðfótum. Svo er að hreinsa til, niðurrifs- og eyðingaróráðið skal niður lagt. Þá karla gæti svo Halldór reynt að brúka til að planta skógi á Vaðla- heiði næstu 10 árin. Það er kominn tími til þess að bændur verði leyst- ir undan þeirri kvöð að fóðra slíka ómaga í gegnum svonefnd sjóða- gjöld sem eru 13 eða 15. Og virðisaukaskattur er ófor- skammaður, um 1.500 krónur á lamb. Þessu verður að breyta. Tilbú- inn áburð á ríkið ekki að vera að versla með, hér á frelsi að ráða. Það að hækka áburð á hveiju ári um 10-20 prósent verður að stöðva. Það er sanngjarnt að setja virðis- aukaskatt á svonefnd veiðileyfi sem svonefndir sportmenn vilja kaupa, FÉLAGSÚF UTIVIST GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Helgin 7.-9. júní Eyjafjallajökull - Seljavallalaug. Skemmtileg ganga upp úr Þórs- — mörk eftir Hátindaleið yfir Eyja- fjallajökul niður að Seljavöllum þar sem farið verður í sund áður en ekið verður til baka i Bása með sólbrúna jöklafarana. Farar- stjóri: Reynir Sigurðsson. Básar á Goðalandi. Þar er tilvalið að slappa af eftir annríki vinnuvikunnar á þessum friðsæla og fagra stað. Göngu- ferðir við allra hæfi. Góð gistiað- staða í Útivistarskálunum. Far- arstjóri Fríða Hjálmarsdóttir. i tengslum við þessa ferð gefst kostur á að ganga yfir Fimm- vörðuháls. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Helgarferðir 7.-9. júní 1. Eyjafjallajökull-Selja- vallalaug. Skemmtileg göngu- leið yfir jökulinn. Sund i Selja- vallalaug að lokinni göngu. Gist í Þórsmörk. 2. Þórsmörk-Langidalur. Frábær gistiaðstaða í Skag- fjörðsskála, Langadal. Göngu- ferðír. Þórsmerkurferðir verða um hverja helgí fram í byrjun október. Ennfremur verða dags- ferðir á sunnudögum og mið- vikudagsferðir hefjast siðari hluta júní. Ódýr sumardvöl. Þátt- takendur í Þórsmerkurferðum Ferðafélagsins mun gefast kostur á þátttöku í land- græðsluátaki á Þórsmerkur- svæðinu. Brottför í ferðirnar er föstudagskvöld kl. 20. Far- miðar og uppl. á skrifst. Öldu- götu 3. 3. Vinnuferð í Þórsmörk- landgræðsluátak. Eflum fé- lagsstarfið með þátttöku i sjálf- boðavinnu á vegum Ferðafé- lagsins. Ýmis viðhaldsverkefni, landgræðsla o.fl. Uppl. og skrán- ing á skrifstofunni. Takmarkað pláss. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTIJ 3 S: 11798 19533 Þriðjud. 4. júní kl. 20.00 Kvöldsigling að Lundey - lundabyggð skoðuð Brottför frá Sundahöfn (Viðeyj- arbryggju). Siglt að Lundey, lundabyggð með þúsundum lunda. Gengið á land í Viðey undir lok ferðar. Einstök ferð. Hafið sjónauka meðferðis. Verð 700,- kr., frítt f. börn 15 ára og yngri með foreldrum sinum. Miðvikud. 5. júníkl. 20.00 Heiðmörk, skógræktarferð Fyrsta af þremur árlegum skóg- ræktarferðum í Heiðmörk. Takið þátt í grisjun og umhirðu hins fallega skógarreitar Ferðafélags- ins. Umsjónarmaður er Sveinn Ólafsson. Ekkert þátttökugjald. Allir velkomnir, félagar sem aðr- ir. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Söguslóðir Njálu næst- komandi laugardag, 8. júní, kl. 9.00 Fjölskyldudagur í Heiðmörk veðrur sunnudaginn 9. júnf kl. 13.00. Létt ‘jölskylduganga um skógarstíga i skógarreit Ferðafé- lagsins og nágr. Pyslulgrill og leikir fyrir yngstu kynslóðina. Nú lætur enginn sig vanta. Gerist félagar í Ferðafélaginu. Ferðafélag íslands. Listahátíð í Hafnarfirði: Virmustofa skúlptúrlista- manna opin almenningi Þorvarðui' Júlíusson þeir virðast hafa mikla peninga. Svo nefni ég það við þig Halldór land- búnaðarráðherra að þú ómerkir reglugerð sem forveri þinn í þessu starfi bjó til 4. maí árið ’90 þar sem hann gerir tilraun til eignarnáms á silunganetlögum sjávaijarða, en meira um það síðar. Sauðkindinni er þannig launuð þrautabjörgin. Leggja fé til höfuðs henni, hökusigin dusiimenni. Höfundur er bóndi að Söndum í Miðfirði. eftir ÓskarD. * Olafsson I stuttu máli, já! Þeir eru það einfaldlega því þeir eru eðlilegur hluti vistkerfisins. Þeir tilheyra lík- ama sem er fæddur til að nota. Við notum fæturna til að ganga, hjóla og færa okkur til og frá þeirra staða yfii'leitt sem þörf er að fara á, en bíddu hæg(ur)! Það var svoleiðis en hefur víst eitthvað breyst síðan tæknibyltingin breytti lífi okkar. Á árinu 1914 ferðaðist hinn vest- ræni meðalmaður 2.640 km á ári og 2.090 km af þessum 2.640, fót- gangandi. í dag ferðumst við 13.000 km á ári og þar af notum við fæturna við að fara 640 km á ári. Þetta þýðir auðvitað minni hreyfingu miðað við það sem var áður og mun meiri orkueyðsla við samgöngur og þá orkueyðsla sem er oftar en ekki stórskaðleg um- hverfinu eins og t.d. útblástur bif- reiða. Gervilausnir eru einskis virði! Kostnaður við heilsugæslu hefur aldrei verið meiri og oftar en ekki er gervilausna leitað í formi lyfja. Börn eru farin að mælast með bíý- mengun í heila og er talað um hlut- fall mældra blýmengaðra barna muni vera um 1/10 í Kaupmanna- höfn t.d. Hrörnunarsjúkdómar gera æ meira vart við sig og líkur eru á því að notkun álumbúða eigi hér einhvern hlut að máli og má t.d. nefna gosdrykkjadósirnar sem dæmi. Lengi má áfram telja um tengsl umhverfisins og ástand þess við heilsufar manna en kjarninn er þessi: Við kaupum okkur ekki betra líf, við finnum engan lífselexír án þess að reka okkur aftur og aftur á það að það er náttúran og um- hverfi okkar sem á alltaf síðasta orðið. Við verðum að bera virðingu fyrir lífríki jarðar til þess einfald- lega að halda lífi. Svo einfalt er það. Fæturnir menga ekki Og þar geta fæturnir á okkur hjálpað mikið til. Með því að nota fæturna til þess sem þeir eru til skapaðir þá má eflaust fækka á götunum eiturspúandi blikkbeljun- um okkar, efla heilsuna og skynja umhverfið. hreinlega. j. réttu Jjósi. Listahátíð hófst um helgina í Hafnarfirði og mun hún standa til 13. júlí n.k. Hátíðin er fram- tak einstaklinga í bænum í sam- vinnu við Hafnarfjarðarbæ og Listamiðstöðina í Straumi. Dag- skrá Listahátíðarinnar verður tvíþætt. Annars vegar verður opin alþjóðleg vinnustofa skúlptúrlistamanna dagana 1.-14. júní í Straumi og hins vegar verða sýningar, tónleikar, fyrirlestrar og fleira. Hátíðin verður sett formlega þann 15. júní n.k. Til vinnustofunnar í Straumi hefur verið boðið 14 listamönnum, þar af tíu útlendingum, sem munu búa til skúlptúra á meðan að vinnu- stofan er opin. Verkin verða síðan gefin til hins nýja Höggmynda- garðs Hafnarljarðar. Almenningi gefst kostur á að fylgjast með lista- mönnunum við vinnu sína í Straumi. Hátíðin verður sett formlega þann 15. júní n.k. með samkomu í menningarmiðstöðinni Hafnar- borg, myndlistarsýningu þar og sýningu á skúlptúrum í miðbæ „Og mundu það næst þegar þú ætlar að fara eitthvert hvort þetta muni nú ekki í göngu- fjarlægð eða á færi þínu sem hjólreiða- manns.“ Her má skírskota til ævaforns vís- dóms indíánanna af sléttunni sem urðu alltaf að staldra við öðru hveiju á ferðalagi á hestbaki. Ástæða þessarar tafar var einfald- lega að bíða eftir sálinni, því ef of geyst var farið varð sál manns bara eftir. Athyglisverð arfleifð svona á þotuöldinni. En hvað þarf til þess að hægt sé að nota fæturna? Þú þarft góða skó til að ganga í, regnhelda úlpu og góðan bakpoka til að geyma það sem, annars hefði verið í sligandi skjalatösku. Ef þú ert meira að flýta þér og ferð lengri vegalengdir þá er hjólið alveg úrvals kostur. T.d. henta fjallahjól mjög vel á íslandi, á þeim getur þú geymt töskur fyrir farangur þinn og svo getur þú far- ið í sturtu víða um bæinn í okkar einstöku sundlaugum. Ekkert vand- amál eða er það e.t.v. bara spurn- ingin um að nenna? Verum heilbrigð á sál og líkama! Auðvitað er ýmislegt sem má bæta og aftur stórbæta. Þar má nefna göngustígana sem eru látnir mæta afgangi í gatnagerð. Það má nefna algert sinnuleysi stjórnvalda hvað varðar málefni hjólreiða- manna sem þó ættu að fá sínar hjólreiðagötur, þeir boi'ga þó alla- vega skatt eins og allir þeir sem aka um á bílum. En til að ljúka þessu með uppörv- un til þín sem einstaklings þá er allt sem þú gerir til verndar um- hverfinu mjög gott. Og mundu það næst þegar þú ætlar að fara eitt- hvert hvort þetta muni nú ekki vera í gönguíjarlægð eða á fæt'i þínu sem hjólreiðamanns. Þetta bæði hressir og kætir, líkama og anda. Höfundur er háskólanemi og félagi í Hjólreiðaféiagi Reykjnvíkur. Listamaður við gerð listaverks í Straumi Hafnarfjarðar. Tónieikar á vegum Listahátíðar verða í Hafnarborg á sunnudögum í júní, rokktónleikar heimsþekktra þungarokksveita verða á Kapla- krikavelli þann 16. júní og í veit- ingahúsum bæjarins verða jazz- og blúshljómleikar um helgar. Bók- mennta- og tónlistardagskrá verð- ur í Sjóminjasafninu og sérstök myndlistarsýning í Hafnarborg auk sérsýninga og smærri mynd- listarsýninga í veitingahúsunum A. Hansen og Fjörukránni. Undirbúningsnefnd Listahátíðar í Hafnarfirði 1991 væntir þess að framhald verði á þessari starfsemi annað hvert ár og þá með mismun- andi áherslum á listgreinar. í undirbúnings- og fram- kvæmdanefnd Listahátíðar í Hafn- arfirði eru Sverrir Ólafsson mynd- listamaður, Þorgeir Ólafsson list- fræðingur, Gunnar Gunnarsson tónlistarmaður og Eiríkur Óskars- son hái'greiðslumeistari. Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids fyrir byrjendur Fyrsta spilakvöld sumarsins var sl. miðvikudagskvöld og var spilaður 20 para Mitchell. Úrslit urðu: N/S riðill: Sturla Snæbjörnss. - Einar Pálmi Amars. 151 Stefán Geirsson—Ólafur Oddsson 138 OÍfar Guðmundsson - Anna K. Úlfarsdóttir 127 A/V riðill: SnorriSturluson-GrímurAtlason 156 Ásgeir Benediktss. - Hallgrimur Kristjánss. 138 Vilhjálmur Sigurðsson - Baldvin J. Sigurðsson 127 Nk. miðvikudag er næsta spilakvöld sem ætlað er byrjendum og vegna ljolda áskorana hefur verið ákveðið að heija spilamennsku kl. 19.00. Von- andi gefur það fleiri spilurum mögu- leika á að vera með, þar sem nú gefst heldur betri tími til að hafa sig til eftir vinnudaginn. Takið eftir kl. 19.00. Úrslit í sumarspilamennsku þriðjudaginn 28. maí 1991. Spilaður var tvímenningur með Mitchell-fyr- irkomulagi og mættu 32 pör til spilamennsku. Spiluð voru 30 spil og efstu pör urðu sem hér segir: N-S: Jón Steinar Gunnlaugsson - Guðjón Sigurðsson Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson Unnur Sveinsdóttir - Jón Þór Karlsson Ólafur Bergþórsson - Helgi Viborg Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason A-V: Sigurður Steingrimsson - Gísli Steingrímsson Jón Stefánsson - Cecil Haraldsson Sigurður Óli Kolbeinsson - Tómas Sigurðsson Ólefur Oddsson - Stefán Geirsson Dúa Ólafsdóttir - Sæbjörg Jónasdóttir Keppnisstjóri var Sveinn R. Eiríksson. Geta fætur verið umhverfisvænir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.