Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.1991, Blaðsíða 55
iíC&GtíNBLÁÐÍá'-ÞkíÐJUÍít/A^ljK'4,-JÚNÍ 1991 55 Jón O. Halldórs- son - Minning Guð blessi þá sem henni stóðu næst og hún bar fyrir bijósti. Sigurður Sigurðarson, Selfossi. Ingibjörg Árnadóttir var fædd í Koliabúðum 5. nóvember 1897 og lést í sjúkrahúsinu á Blönduósi 30. maí 1991. Hún var gift Jóni Daðasyni, f. 31. maí 1899, og eignuðust þau eina dóttur barna, Ólínu Kristínu Jónsdóttur, en hún er kona undirrit- aðs. Kynni okkar Ingibjargar eru orð- in löng og náin því að árið 1955 kom ég að Miðhúsum. Ingibjörg var drengur góður, vel greind og föst í skapi. Hún hafði alla þá kosti sem prýða mega hverja konu. Ingibjörg gekk í húsmæðraskól- ann á ísafirði. Var ráðskona á Bændaskólanum á Hólum í Hjalta- dal. Ráðskona á Lágafelli hjá Thor Jensen og svo rak hún matsölu í Reykjavík. Árið 1938 flyst hún að Brands- stöðum í Reykhólasveit með manni sínum og dóttur og þau búa þar í eitt ár og flytja þá að Miðhúsum sem varð heimili þeirra æ síðan. Ingibjörg var verkadijúg og verkhyggin og fyrir utan hið dag- lega amstur hafði hún mikinn áhuga á allskonar menningarmál- um. Skógrækt og skrúðgarðarækt var stór þáttur í tómstundaiðju hennar og vann hún með öðru góðu fólki brautryðjendastarf í skógrækt á Barmahlíð. Hún var vakandi og sofandi á meðan kraftar entust í að koma upp skrúðgarði á Reykhól- um. Á Reykhólum sá hún framtíð byggðarlagsins. Ingibjörg var félagshyggjukona og var lengi formaður kvenfélagsins Liljunnar og í stjórn Sambands breiðfirskra kvenna. Kirkjumál lét hún sig mikið varða enda trúkona. Hún var með gott veganesti frá móður sinni, Kristínu Hallvarðs- dóttur, og uppeldisforeldrum sínum, þeim séra Jóni Þorvaldssyni og Ól- ínu Snæbjarnardóttur á Stað á Reykjanesi. Hún var lengi hér í sóknarnefnd og lagði fram krafta sína kirkjunni til stuðnings. Þó að skoðanir hennar á trúmálum væru ákveðnar og skírar, þá umbar hún skoðanir annarra með prýði. Ingibjörg var minnug og óljúg- fróð og því var gott að leita til hennar ef sækja þurfti í sjóð liðins tíma. Alla tíð var það gamla og hið nýja jafn ferskt í huga hennar. Þegar litið er til baka þá er það lán hveijum manni að hafa átt góða tengdamömmu, en ekki er það síður mikilvægt að börnin hafi eignast góða ömmu, sem þerraði tár og uppfræddi og hvatti. Aðeins ein stutt saga í lokin til þess að sýna hve fórnfús og velvilj- uð hún var. Það var um haust og aldur Ingibjargar var farinn að nálgast sjöunda tuginn. Ekki hafði ég gefið mér tíma til þess að sækja heim bernskuslóðir. Um þetta var rætt og voru þá 10 til 12 kýr í fjósi og ef við hjón færum þá væri eng- inn til þess að mjólka, því að hand- rrijaltir voru aflagðar. Þegar ég er að mjólka eitt kvöldið kemur Ingi- björg út í fjós og segir, kenndu * mér á mjaltavélarnar og hjálpuð- umst við að um kvöldið og morgun- inn eftir þá kom Ingibjörg og mjólk- aði kýrnar hjálparlaust. Að loknum mjöltum sagði Ingibjörg að nú væri okkur ekki til setunnar boðið. Við skyldum bara drífa okkur strax af stað austur á land. Hún gæti vel mjólkað með vélunum í nokkra daga. Ingibjörg virtist eiga ráð við flestum vanda. Nú eru leiðarlok. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem leit til hennar og gladdi í veikindum hennar. Systkinabörn- um hennar ber að færa sérstakar þakkir fyrir ræktarsemina. Þakkir viljum við hjón færa starfsfólkinu á sjúkrahúsunum á Akranesi og á Blönduósi fyrir góða aðhlynningu og læknum í Búðardalslæknishéraði og héraðshjúkrunarkonu okkar fyr- ir gott starf nú sem endranær. Einnig eru sjúkraflutningamönnum færðar þakkir. Víst er að góð kona er gengin eftir langa og starfsama ævi. Guð blessi minningu hennar. Sveinn Guðmundsson Fæddur 28. ágúst 1921 Dáinn 29. maí 1991 Þann 29. maí lést elsku afi okk- ar, Jón Óskar Halldórsson. Afi var mjög góður maður og ávallt reiðu- búinn að hjálpa ef með þurfti. Hann var gjafmildur og ófáir eru þeir hlutir, sem hann lét af hendi rakna. Hann var léttur í lund og átti það til að stríða okkur systkinunum. Við búum í sama húsi og afi og amma, og vorum því vön að sjá þau á hverjum degi, en nú er afi ekki lengur hjá okkur. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Á hveijum degi fór afi út að ganga um nágrennið, og alltaf var hann léttur og hress. Daglega fór hann einnig til gamals frænda síns og bar mikla umhyggju fyrir hon- um. Okkur fannst afi alltaf bera mikla umhyggju fyrir öðrum. Sumarið 1988 fórum við ásamt afa og ömmu og foreldrum okkar til Þýskalands. Þessi ferð er okkur mjög minnisstæð, vegna þess að hún var fyrsta utanlandsferð afa og ömmu. Afi minnist þessarar ferðar mjög oft, og dreymdi um að komast í aðra slíka ferð. En nú er hans hinsta ferð hafin og við stönd- um eftir og eigum yndislegar minn- ingar um góðan afa. Við biðjum Guð að blessa hann og varðveita og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Hrefna Katrín, Óskar, Reynir, Eiríkur Bergur og Heiðdís Rós. Okkur langar til að minnast tengdaföður og afa, Jóns Óskare Halldórssonar, er lést 29. maí sl. Jón Óskar var alltaf kallaður Óskar, og í okkar huga var hann afi Óskar, hann var sá besti afi sem nokkurt barn gat átt. Barnabörnin eru orðin sextán, krökkunum fannst öllum gaman að koma til afa og ömmu, enda eru móttökurnar á Laugarásvegi alltaf góðar. Afi Óskar tók á móti krökkunum með bros á vör, og auðvitað stríddi hann þeim í leiðinni og hafði gaman af. Þær voru ekki ófáar ferðirnar með afa Óskari í strætó niður í bæ, tii að gefa öndunum eða bara til að skoða mannlífið, oftast var keyptur ís í leiðinni eða jafnvel farið á kaffi- hús, og þá var nú gaman. Amma og afi gættu Hrefnu litlu fyrir okkur í fimm ár og var það góður tími. Þegar ég kom að sækja Hrefnu iitlu eftir vinnu, þá sátu hún og afi Óskar saman og mauluðu eitthvert nammið, því það var ekki erfitt fyrir litla stelpu, að lauma lítilli hendi í þykkan og hijúfan lóf- ann hans afa, og segja: „Afi, eigum við kannski að labba út í sjoppu?“ Auðvitað stóðst afi þetta ekki og út í sjoppu var haldið, og komið til baka með nammi í poka. Eitt sinn kom ég að sækja Hrefnu litlu, og sagði við Óskar afa: „Afi, stelpan er bara þrigja ára og það er búið að gera við þtjár tennur, hún má ekki fá svona mikið nammi.“ Næsta dag kom ég að sækja Hrefnu, þá var mín manneskja brosandi út að eyrum með tyggjó, afi brosti og sagði: „Það er allt í lagi þetta er sykurlaust tyggjó." Eftir það átti afi tyggjó, og auðvitað sykurlaust. Svona var afi Óskar. Elsku amma Líng, okkur tekur sárt að hugsa til þess að afi Óskar er ekki lengur hjá okkur, en þið áttuð góðar stundir saman, og þú átt allar þínar minningar. Við viljum þakka afa Óskari fyrir allt sem hann hefur geit fyrir okkur. Við kveðjum afa Óskar. Gugga og Hrefna Líneik í dag, þriðjudaginn 4. júní, verð- ur til moldar borinn tengdafaðir minn, Jón Óskar Halldórsson. Óskar, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Halldórs Jónssonar og Jónínu Guðrúnar Hannesdóttur, sem lengst af bjuggu á Nönnugötu 5. Óskar var einn af sex börnum þeirra hjóna, þijú eru látin en eftir lifa Halidór, Sigurhans og Sigríður. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför OTTÓS J. GUNNLAUGSSONAR listmálara. Jón Gunnlaugsson, Þórhalla Gunnlaugsdóttir, Börkur Karlsson, Gunnlaugur Guðmundsson, Oktavía Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Hrafnhildur Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Eggert Ólafsson, Hulda Eggertsdóttir, Örn Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Ólafsson, Ingibjörg Hjartardóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturföður, tengdaföður og afa, SVEINS H. VALDEMARSSONAR, Heiðarbæ 9, Reykjavík. Elísabet Jónsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Benedikt Þ. Ólafsson, Valdemar Sveinsson, Ingi Geir Sveinsson, Særún H. Ragnarsdóttir, Berglind Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson, Hinrik J. Þórisson, Kristín Þórisdóttir, Vincent Newman og barnabörn. Hvern hefði grunað, þegar tengdaforeldrar mínir komu hress og kát úr sólarlandaferð, að hann yrði allur aðeins þrem vikum síðar. Fréttin um lát hans kom eins og reiðarslag þótt vitað væri að hnn gengi ekki heill til skógar. Óskar var vel liðtækur í fótbolta á yngri árum, enda hafði hann alla tíð brennandi áhuga fyrir íþróttum. Barnabörnin voru Óskari sérlega hugleikin og bar hann velferð þeirra mjög fyrir bijósti og fylgdist vel með þeim í leik og starfi. Jólaboðin hjá ömmu og afa á Laugarásvegi voru tilhlökkunarefni allra í fjölskyldunni, þannig leið BLOM I BLIÐU OG STRIÐU ^67 U 70 Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Símaþjónusta - kreditkortaþjónusta - sendingarþjónusta þeim vel, að hafa allan hópinn sinn í kring um sig. Óskar var góður maður og greið- ugur, okkur tengdabörnunum tóku þau hjón sem sínum eigin og betri og umhyggjusamari tengdaforeldra var ekki hægt að hugsa sér. Óskar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Hrefnu Líneik Jónsdóttur frá Seljanesi, þann 14. febrúar 1948 og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Halidór vélstjóri, kona hans er Helga Björnsdóttir og eiga þau þijú börn; Stefán vélstjóri, kona hans er Arnfríður Hansdóttir og þau eiga tvö börn; Svavar trésmiður, kona hans er Guðný Eiríksdóttir og þau eiga fimm börn; Nína Sólveig sjúkr- aliði, iiennar maður er Kristján Bergsson og eiga þau ijögur börn; Jón Hrafn málari, kona hans er_ Guðbjörg Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. Mikill er missir tengdamóður minnar því samhentari hjón var var varla hægt að hugsa sér. Ég minn- ist Óskars með virðingu og þakk- læti. Elskulegri tengdamóður minni og öllum ástvinum Óskars votta ég mína innilegustu samúð. Helga Björnsdóttir BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON fyrrv. forstjóri, Bjarmalandi 1, verður jarðsetturfrá Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. júnikl. 13.30. Sigríður Sveinbjarnardóttir, Árnbjörg Árnadóttir, Sigrún E. Árnadóttir, Eggert Atlason, Kristján Árnason, Sigríður Þórhalisdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför ÁRMANNS JAKOBSSONAR frá Tálknafirði, Álftahólum 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins. Jóndís Einarsdóttir, Jónína Vigdís Ármannsdóttir, Einar Brandsson, Jakob Einar Ármannsson, Guðjóna Ólafsdóttir, Erla Svandís Ármannsdóttir, Þórarinn Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, mágur og frændi, VIGFÚS JÓNSSON, Austurgötu 31, Hafnarfirði, verður jarðsuriginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. steinunn I. jonsdottir, Magnús Jónsson, Ásta V. Jónsdóttir, Sigríður Áslaug Jónsdóttir, Gunnar Kr. Jónsson, Jón Gestur Jónsson, Sigrún Einarsdóttir, Haukur Jónsson, Hörður Jónsson, Einar Þórir Jónsson, og systkinabörn. uuujuii oiyuijuiibbuil, Elin Guðjónsdóttir, Hermann Björnsson, Margrét Eyþórsdóttir, Rósa Arnórsdóttir, Yngvi Guðmundsson, Guðný L. Jóhannsdóttir, Kristin S. Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.