Morgunblaðið - 04.06.1991, Side 63

Morgunblaðið - 04.06.1991, Side 63
reej inui .1 íiuoAaui.öw<i aiuÁjaviuoíoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 63 Reykjavík: Skemmtisigling um sund- in blá í biíðskaparveðri HÁTÍÐARHÖLD á sj'ómannadaginn hófust í Reykjavík með því að fánar voru dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn kl. 8 um morguninn, en kl. 11 var haldin minningarguðsþjónusta í Dómkirkj- unni þar sem sr. Hjalti Guðmundsson minntist drukknaðra sjó- manna og þjónaði fyrir altari. Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn hófust svo kl. 13. Hátíðarhöldin við höfnina hófust með því að almenningi var boðið til skemmtisiglingar með skipum Hafrannsóknarstofnunar um sund- in við Reykjavík, og gafst fólki þar kostur á að fylgjast með störfum vísindamanna. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika sjó- mannalög kl. 13.30, og kl. 14 var samkoman sett, en það gerði Har- ald Holsvik, framkvæmdastjóri Öldunnar, sem jafnframt var þulur og kynnir dagsins. Fyrstur flutti ávarp Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, fyrir hönd ríkis- stjómarinnar. Þá fluttu ávörp þeir Eiríkur Ólafsson, framkvæmda- stjóri frá Fáskrúðsfirði, fulltrúi útgerðarmanna, og Hilmar Snorra- son, skipstjóri, fulltrúi sjómanna. Að því loknu heiðraði Guðmundur Hallvarðsson, starfandi formaður Sjómannadagsráðs, aldraða sjó- menn með heiðursmerki dagsins. Kappróður hófst á Reykjavíkur- höfn kl. 15, og var keppt bæði í karla- og kvennasveitum. Vél- smiðjan Formax sigraði í karlariðli en dömurnar frá Granda í sínum riðli. Félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík vora með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn í samvinnu við áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunna, og sýndu meðal annars björgunar- útbúnað, kappsund í flotgöllum og fleira. Félagar úr sportbátaklúbb- num Snarfara voru með báta sína í Reykjavíkurhöfn á meðan á hát- íðarhöldunum stóð. Frá kappróðrinum á laugardeginum. Morgunbiaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstaður: Sjómennirnir sem heiðraðir voru af Sjómannadagsráði frá vinstri: Bjarni Jónsson vélstjóri, Bogi Ólafs- son skipstjóri, Haraldur Ágústsson skipstjóri, Jón Eiríksson loftskeytamaður, Jón Kjartansson sjómaður og Stefán Ólafsson sjómaður. Hátíðahöld í blíðviðri í Eyjum Vestmannaeyjum. FJÖLMENNI tók þátt í hátíðar- höldum sjómannadagsins um helgina. Dagskrá var í Friðar- höfn á laugardag og á sunnudag var dagskrá við Landakirkju og á Stakkagerðistúni. Hátíðarhöldin hófust í Friðar- höfn eftir hádegi á laugardag. Þar var keppt í kappróðri, koddaslag, kararóðri, netabætingu og fleiru. Á laugardagskvöld voru síðan dansleikir á fimm stöðum og var allsstaðar fullt hús. Hátíðarhöld sunnudagsins hófust með sjó- mannamessu í Landakirkju. Að henni lokinni var athöfn við minn- isvarðann við Landakirkju. Þar minntist Einar J. Gíslason, þeirra sem drukknað hafa, farist hafa í flugslysum og hrapað í björgum. Hátíðardagskrá var síðan á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, flutti ræðu dagsins, og viðurkenningar voru veittar. Bræð- urnir, Ingólfur, Sveinn og Óskar Matthíassynir ásamt Garðari Ás- björnssyni voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu sjómannastétt- arinnar. Áhöfnin á Klakki VE var heiðruð fyrir að bjarga Unnari Víðissyni skipverja af Klakki er hann féll útbyrðis síðastliðinn vet- ur. Valgarð Jónsson var einnig heiðraður fyrir björgunarafrek, en hann bjargaði skipsfélaga sínum Kristni Óskarssyni, sem tók út af Sigurbáru VE fyrir skömmu. Björgvin Siguijónsson, hönnuð- ur Björgvinsbeltisins, fékk sér- staka viðurkenningu frá Sjó- mannadagsráði og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir störf að öryggismálum sjómanna. Siglingamálastofnun veitti áhöfn Sindra VE viðurkenningu fyrir góða umgengni um skip og örygg- isbúnað þess. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir sigra í keppni laugardagsins og loks var slegið á létta strengi með barnagamni og hljómlist. Eykyndilskonur voru með árlega kaffísölu í Alþýðuhúsinu og fjöl- menntu Eyjamenn í kaffi til þeirra. Sjómenn dönsuðu síðan daginn út í Samkomuhúsinu fram á mánu- dagsmorgun. Mikil þátttaka var í hátíðarhöld- unum að þessu sinni enda einmuna veðurblíða á sunnudaginn. Sól og blíða enda voru Eyjamenn létt- klæddir og léttir i lund á sjómanna- daginn. Að vanda gaf sjómannadagsráð út myndarlegt Sjómannadagsblað sem Sigurgeir Jónsson ritstýrði. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson Keppt var í netabætingum á sjómannadaginn. Þeir hraustustu héldu upp á annan í sjómannadegi Neskaupstað. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins hér á staðnum hófust strax á föstudagsmorgun með sjóstangaveiðimóti og um kl. 9 um morgun- inn voru fánar dregnir að húni og bærinn skreyttur, opnaður útimarkaður, tónleikar haldnir fyrir yngstu kynslóðina og dansleik- ur um kvöldið. Á laugardag var dagurinn einn- ig tekinn snemma og fóru þá hin hefðbundnu hátíðahöld að koma inní dagskrána, björgunaræfing, kappróður ásamt lokum sjóstanga- veiðimótsins. Síðan á sjálfan sjó- mannadaginn var hin ómissandi hópsigling þar sem að segja má að helmingur bæjarbúa skreppi í sjóferð, jafnt ungir sem aldnir. Þá var messa og blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Ræðu- maður dagsins var Bjarni Bjarna- son (Bassi í Garði en undir því nafni þekkja Norðfirðingar hann best). Áldraðir sjómenn voru heiðr- aðir og að þessu sinni voru það Þórarinn Sveinsson og Flosi Bjarnason. Þegar að kvöldi var komið héldu Norðfirðingar á dans- leik og skemmtu sér langt fram á nótt og þeir hraustustu héldu síðaif upp á annan í sjómannadegi eins og það er kallað hér. Mjög mikið af brottfluttum Norðfirðingum kemur heim um þessa helgi og tekur þátt í þessari einni mestu hátíðarhelgi ársins hér á staðnum. Veður var ágætt yfir helgina þó svo að ekki væru nein suðurhafshlýindi eins og verið hafa undanfarnar vikur. - Ágúst. Pallhús hladin lúxus Vorum ab hefja innflutninq amerískra pallhúsa (truck campers) frá ninum þekkta framlei&anda SHADOW CRUISER Inc. Þau vekja alls stabar athygli fyrir skemmtilega hönnun og einstakan frágang. Eigum fyrirliggjandi örfá 8 og 1 O feta hús meb ýmsum sérpöntu&um aukabúna&i. □ Vi&arinnréttingar. □ Springdýna í hjónarúmi. □ ísskápur fyrir gas eba 12v. □ Ni&urfeflanlegur toppur. . □ Rafdrifin vatnsdæla. □ 10 feta húsiönefur ^ □ Sjálfvirk mibstöb fyrir gas eba aflokab salerni og fataskáp 12v sem blæs inn heitu lofti. meb slá og hillum. □ 3ja gashellu eldavél. Sýningarhús vi6 Bifreiða byggingar, Ármúla 34. Upplýsingar í síma 37730 og 10450 —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.