Morgunblaðið - 23.07.1991, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
Hreinsun á Straumnesfjalli hafin;
Björgunarsveitir við Djúp afla
sér tekna með hreinsuninni
Tvær Chinook þyrlur frá bandaríska hernum annast þungaf lutninga
ísafirði, frá Trausta Ólafssyni, blaðamanni Morgunblaðsius.
BJÖRGUNARSVEITARMENN
frá Isafirði, Bolungarvík, Hnífsd-
al og Súðavík vinna nú að hreins-
un í ratsjárstöð Varnarliðsins á
Straumnesfjalli við norðanverða
Aðalvík, en starfsemi stöðvarinn-
ar var lögð niður árið 1960. Allt
lauslegt rusl á fjallinu verður
fjarlægt, mest af því verður urð-
að á fjallinu, en leifar rafgeyma
og blýplötur verða fluttar í
burtu. Byggingarnar á fjallinu
eru úr steinsteypu og verða þær
látnar standa. Björgunarsveitirn-
ar fá geiddar um 1,5 milljónir
króna fyrir vinnu og koma þeir
peningar sér vel fyrir starfsemi
sveitanna, að sögn forsvars-
manna þeirra.
Alls vinna i kring um 40 björgun-
arsveitarmenn við hreinsunina, að
jafnaði 25 í senn. Jón Guðbjartsson
John A. Speight
Verk eftir
John A.
Speight valið
til flutnings
ALÞJÓÐLEG hátíð samtímatón-
listar (ISCM) sem haldin er ár-
lega í mismunandi þjóðlöndum
verður haldin vorið 1992 í Varsjá
í Póllandi. Alþjóðleg dómnefnd
valdi eitt íslenskt verk til flutn-
ings á hátíðinni, Sinfóníu nr. 2
eftir John A. Speight.
Verkið, sem flutt verður í febrúar
1992 með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, er fyrir stóra sinfóníuhljóm-
sveit og dramatískan sópran.
Til hátíðarinnar í Varsjá bárust
alls 648 verk frá 43 löndum, en 63
þeirra voru valin til flutnings á
hátíðinni, þar af 13 fyrir sinfóníu-
hljómsveit.
Hugmyndina að Sinfóníu nr. 2
segist John hafa fengið út á Túnis
í fyrra og var það þrennt sem hafði
áhrif á smíði hennar. í fyrsta lagi
Sahara-eyðimörkin, stórkostleg og
60 gráðu heit, þjóðlagatónlistin sem
er gróf og ágeng og í þriðja lagi
innrásin í Kúvæt.
John samdi sinfóníuna í júlí 1990
til janúar 1991.
Samtímis hátíðinni verður haldið
þing alþjóðlegrar samtimatónlistar
og er Tónskáldafélag íslands aðiii
að þeim samtökum. Síðast var há-
tíðin haldin í Ósló haustið 1990 og
var þá flutt verk fyrir píanó eftir
Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.
formaður björgunarsveitarinnar
Ernis í Bolungarvík segir, að þeir
björgunarsveitarmenn líti á þetta
verk öðrum þræði sem æfingu fyrir
sveitirnar. Hinu sé þó ekki að leyna
að þóknunin sem þeir fá fyrir
hreinsunina komi sér vel fyrir starf-
semi sveitanna, en reiknað er með
að þóknun til þeirra nemi um einni
og hálfri milljón króna.
Jón var í hópi þeirra sem fóru í
fyrstu ferðina á fjallið um hádegis-
bilið í gær og hann mun dvalja þar
uns hreinsuninni er lokið. í fyrstu
ferðinni voru aðstæður á Ijallinu
kannaðar, en þangað voru í gær
fluttar þungavinnuvélar til að vinna
við hreinsunina, tvær dráttarvélar
ásamt kerrum og ein grafa.
Herþyrla af gerðinni CH-Chinook
var notuð til þessara flutninga og
í dag kemur til ísafjarðar önnur
þyrla af sömu tegund. Þyrlurnar
tvær verða til flutninga á fjallið og
af meðan á hreinsun stendur. Að
henni lokinni verða þær notaðar í
heræfingunum sem fyrirhugaðar
eru hérlendis.
Varnarmálaskrifstofa utanríkis-
ráðuneytisins hefur yfirumsjón með
hreinsuninni á Straumnesfjalli í
samvinnu við umhverfisráðuneytið
og Náttúruverndarráð. Áætlað er
að hreinsunin kosti íslenska ríkið
alls 2,5 til 3 milljónir króna, en
framlag Varnarliðsins til verksins
er í formi afnota af þyrlunum.
Með í fyrstu för á fjallið í gær
voru Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra. Þá var einnig í
förinni Sigurður Þráinsson líffræð-
ingur og starfsmaður Náttúru-
verndarráðs. Að sögn Sigurðar
hófst undirbúningur hreinsunarinn-
ar á Straumnesijalli af hálfu Nátt-
úruverndarráðs þegar árið 1987.
Sigurður segir að ekki hafi farið
fram neinar mengunarrannsóknir á
íjallinu. Ástæðuna segir hann vera
þá að ekki sé talin hætta á teljandi
mengun af völdum þeirra hluta sem
skildir voru eftir í stöðinni. Þó hafi
þar verið rafgeymar sem hafi
sprungið og sýran farið í jarðveg-
inn. Sigurður segir hins vegar að
fyrirhugað sé að taka sýni og greina
jarðgas til að athuga hvort einhver
mengun hafi orðið á Heiðarfjalli á
Langanesi, þar sem einnig var rat-
sjárstöð á vegum Varnarliðsins.
Reiknað er með að hreinsuninni
á Straumnesfjalli ljúki á föstudag.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra á göngu ásamt
öðrum gestum í þokunni á
Straumnesfjalli.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
CH-Chinook herþyrlan sem notuð var til að flylja vinnuvélar og mannskap á Straumnesfjall.
FJALLABILL A FINU VERÐI
Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri.
Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
Z LADA SPORT
5ÍÍMÍf>
BIFREWAR & LAHDBUHAOARVELAR HF.
Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36