Morgunblaðið - 26.07.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 26.07.1991, Síða 4
Lítrc, MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. JULI 1991 Gjaldþrot BCCI-bankans: Ekkert í húfi fyr- ir íslenska banka BCCI-BANKINN kom lítilsháttar við sögu skreiðarviðskipta hér á iandi á fyrri helmingi níunda áratugarins en þær upplýsingar fengust lyá bönkunum að þessir samningar væru að fullu greidd- ir og yrðu bankarnir ekki fyrir neinum skakkaföllum þótt bank- inn yrði lýstur gjaldþrota. Björn Tryggvason, aðstoðar- sem væri útistandandi væru tvær bankastjóri í Seðlabankanum, síðustu skreiðarsendingarnar sem sagði að þeir skreiðarsamningar hefðu verið seldar án banka- sem BCCI-bankinn hefði ábyrgst ábyrgðar. Sömu svör fengust hjá ^æra áð'íullu greiddir. Það eina*" viðskiptabönkuniim! Húsavík: Dýpka þarf hðfnína fyr- ir 160 milljónir króna Eimskipafélagið telur höfnina varasama stærri skipum HÖFNIN á Húsavík er varasöm stærri skipum, að mati Eimskipafé- lags íslands hf. í bréfi félagsins til bæjarstjórnar Húsavíkur er bent á, að skip félagsins hafi orðið fyrir verulegum botnskemmdum í höfninni undanfarin ár og verði ekki bætt úr, telji félagið höfn- ina of varasama fyrir Mánafoss og önnur stærri skip. Halldór Blönd- al samgönguráðherra hefur látið vinna áætlun um framkvæmdir við endurbætur á höfninni og lagt málið fyrir ríkisstjóm. Halldór segir að áætlað sé, að endurbæturnar kosti 160 milljónir króna og að í þær verði að ráðast þegar á næsta ári. Halldór Blöndal sagði í samtali telji félagið að áætlunarsiglingar við Morgunblaðið, að í maí síðastl- iðnum hafi Eimskipafélagið ritað bæjarstjóm Húsavíkur bréf og skýrt frá því að skip félagsins hefðu orðið fyrir verulegum botn- skemmdum í Húsavíkurhöfn síð- astliðin ár. Halldór sagði að í bréfinu komi fram að ef ekki verði ráðist í dýpk- unarframkvæmdir í höfninni, þá til Húsavíkur séu of varasamar fyrir Mánafoss eða önnur stærri skip og að þessi hafnaraðstaða setji félaginu verulegar skorður varðandi frekari þróun áætlunar- siglinga til Húsavíkur. Um Húsavíkurhöfn fara meðal annars flutningar frá Kísiliðjunni við Mývatn og hefur Mánafoss meðal annars annast þá flutninga. Auk dýpkunarframkvæmda þarf að endurbæta ýmis hafnarmann- virki. Samgönguráðherra sagði afar bfynt að skjótt verði brugðist við. „Eg tók þetta mál upp við bæjar- stjóra fyrir skömmu og síðan hefur hafnamálastjóm unnið áætlun um hvað nauðsynlegt sé að gera. Þá erum við að tala um framkvæmdir fyrir um 160 milljónir króna sem yrðu að vinnast á næsta ári. Ég geri mér vonir um að það takist að fá viðunandi úrlausn á næsta ári, en þetta mál er í afgreiðslu í ríkisstjórninni og er þar í athug- un,“ sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. Nauðsynlegt að fækka í hreindýrastofmnum - segir Aðalsteinn Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal NAUÐSYNLEGT er að fækka hreindýrum til að koma í veg fyrir að stofninn bíði skaða af of mikilli fjölgun, að sögn Aðalsteins Aðal- steinssonar, bónda á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Umhverfisráðuneyt- ið hefur ákveðið að í ár megi veiða 1.097 dýr en það er um fjögur hundruð dýrum fleira en veiða mátti í fyrra. Að sögn Aðalsteins Htur vel út með veiðina í ár en veiðitímabilið hefst þann 10. ágúst nk. og stendur til 15. september. „Hreindýrin ganga á kjarrgróð- urinn og ef þau verða of mörg þá endar það með hruni. Mest munar um fléttugróður sem dýrin nærast á yfir veturinn og er mjög lengi að vaxa,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Dýrin eru auk þess farin að ganga mikið niður í byggð á veturn- ar og hafa sótt í skógræktina sem er héma. Að mínu mati er ástæðan fyrir því efnaskortur sem hijáir þau. Þau naga börkinn og smærri tré, sérstaklega vissar tegundir, af því að það vantar efni í fæðu þeirra,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en í vetur hve mörg fullorðnu hreindýrin voru en talið er að í hreindýrastofninum séu nú rúmlega 4.000 dýr. „Annað nýmæli er nauðsynlegt og athyglisvert í nýju reglum um- hverfisráðuneytisins en það er að veiða megi tiltekinn fjölda af törf- um, kúm og kálfum í hveiju sveitar- félagi. Þetta er nauðsynlegt til að halda dýmnum í jafnvægi og tryggja betri nýtingu á afurðum,“ sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson. Patreksfj örður: Fékk 140 kg lúðu á færi Patreksfirði. ÞAÐ var líf og fjör við höfnina á Patreksfirði þegar fréttarit- ari leit þar við einn góðviðrisdaginn. Ánægðastur allra var áreið- anlega Leifur Egilsson úr Keflavík, sem var að landa einhverri stærstu lúðu sem hér hefur sést um langan aldur. Menn fengu vatn í munninn af tilhugsuninni um rafabeltið. En lúðan var sett beint í gám og fer á markað fyrir sunnan. Lúðan reyndist vega 140 kg og fékkst á færi 22 sjómflur norðvestur af Blakk. Leifur hafði snör handtök og batt ferlíkið upp á síðuna, svona rétt eins og hvalfangarar fara að og hélt til lands. Þetta er fyrsta úthald Leifs á skaki en hann er þó enginn nýliði til sjós enda brást hann alveg hárrétt við og sóaði ekki kröftunum í að reyna að innbyrða skepnuna. Hann keypti bát sinn, Pollý KÓ 44, 23 feta mótunarbát, í vor á kaupleigusamningi og líst vel á að komast frá því, enda búinn að gera það gott síðan hann kom hingað 19. júní. Svona happafeng- ur hlýtur að boða gott fyrir mann sem er að hefja útgerð. - Hilmar Leifur og lúðan. Morgunblaðið/Hilmar Árnason VEÐURHORFUR í DAG, 26. JÚLÍ YFIRLIT: Um 400 km suðaustur af Hvarfi er víðáttumikil 994ramb læað sem þokast austur. SPA Suðlæg átt. Rigning víða um land fram eftir morgni, en stytt- ir upp og hlýnar norðaustanlands í kringum hádegi. Aftur riging norðanlands undir nótt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG:Suðaustlæg átt. Skýjað og rigning eða skúrir víða um land, síst þó á Vestfjöröum og í inn- sveitum vestantil á Norðurlandi. Hiti verður 9-12 stig um landið sunnanvert, en 10-18 stig norðanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður n/. y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar IV. Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda Skýjað / * / * * * Alskýjað * * * * Snjókoma VEÐUR I/ÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 12 skýjað Reykjavík____11 rigningogsúld Bergen 21 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 16 Narssarssuaq 16 Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 13 23 21 11 skýjað skýjað rlgning skýjað léttskýjað skýjað léttskýjað súldásfð.klst. Algarve Amsterdam Barcelona Berlln Chlcago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 24 heiðskirt 17 skúr 6 sfð. klst. 18 rigning 22 hálfskýjað 17 léttskýjað 29 léttskýjað 16 þrumuveður 22 léttskýjað 20 skýjað 19 skýjað 19 alskýjað 16 skúrásfð.klst. 30 heiðskírt 26 mistur 31 hálfskýjaS 20 léttskýjað 22 þrumuveður 24 léttskýjað 16 rignlng 21 skýjað 27 hálfskýjað 23 skýjað 22 þrumuveður 11 léttskýjað 'r VEÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.