Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 10
 10 m>'r Wtt 'éW'VðWW MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Skrifa fyrir sem flesta - segir Ólafur Jóhann Sigurðsson, sem áritar fyrirgefningu syndanna í dag SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefning synd- anna, hefur selst mjög vel það sem af er og að sögn útgefand- ans er hún orðin meðal söluhæstu íslenska skáldsagna síðari tíma. Höfundurinn, sem býr í New York, kemur til íslands í dag, laugardag, til að árita bækur. „Ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég ætlaði ekki að koma fyrr en um sjálf jólin; ég hef alltaf eytt jólum heima enda finnst mér lítil jól vera í Ameríku miðað við ísland. En það virðist vera áhugi fyrir að ég skrifi á bækur og ég ætla að reyna að koma á laugardags- morguninn og setjast við skrift- ir, Þegar fólk tekur svona vel á móti bókinni minni yerð ég að leggja eitthvað á móti, ságði Ólafur Jóhann. Þegar hann var spurður hvéiju hann þakkaði helst -velgengni bókarinnar, sagðist hann reyna að skrifa bækur þannig að sem flestir gætu notið þeirra. „Ég hef aldrei skilið það sjónarmið að reyna að skrifa eitthvað sem . aðeins 100 manns geti skilið. Ég er ekki aðeins að skrifa fyrir sjálfan mig heldur fyrir sem flesta og hef alltaf trúað því að slíkt sé hægt án þesS að slá af þeim kröfum sem maður sjálfur gerir til svona bóka. Ég byggi vanalega einhvem spennuþátt inn í þessar bækur mínar, þann- ig að það dragi fólk áfram í gegnum bókina og lesendur geti notið hénnar á yfírborðinu en um leið kafað dýpra ef það vill. Og éf bókin selst svona vel virð- ist þétta hafa hitt á_ einhvern hátt'í mark,“ sagði Ólafur Jó- hann. , >. Um útgáfu bókarinnar í öðr- ■ um löndum', sagðíÓlafur Jóhann, að ýfír stseðtf samningaviðræður milli nmboðsmanna hans og út- ■ gáfufýrirtækja bæði í Bandaríkj- Ólafur Jóhann Ólafsson. unum og nokkrum Evrópulönd- um, þar á meðal Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og á Norð- urlöndunum, og þær viðræður gengju samkvæmt áætlun. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Brunaverðir afhentu börnunum litabækur. Brunaverðir heim- ilanna í Eyjum Vestmannaeyjum. FÉLAGAR úr Brunavarðafélagi Vestmannaeyja heimsóttu grunn- skólana í Eyjum fyrir skömmu til að fræða börnin um hættur elds- ins og hvernig bregðast eigi við ef eld ber að höndum. Rit um íslenska leiklist BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið íslensk leik- list I eftir Svein Einarsson rithöf- und og Ieikstjóra. Útgefandi kynnir bók og höfund með þessum orðum á kápu Islenskr- ar leiklistar I: „Þessi bók er fyrsta tilraun til að rekja skipulega sögu íslenskrar leiklistar, grafast fyrir um rætur hennar og segja frá helstu einkennum. Almennt hefur verið talið að leiklistarsaga okkar hefjist fyrir 250 árum með Herranætur- haldi Skálholtspilta. Hér er þó reynt að kanna hvort eitthvað hafí verið eldra, sem talist geti leiklistarkyns og sjónum einkum beint að trúðum og frásögnum af þeim í fornum rit- um, að eddukvæðunum óg síðan efeki síst galdri, seið og dansi. í öðrum kafla bókarinnar er svo lýst Herranóttinni, tengslum hennar við erlenda léiki af svipuðum toga og það sem hún fæddi af sér: íslenska leikrítun. ■ í þriðja hluta bókarinnar segir frá fyrstu leikritum íslendinga, fyrstu leikurum og leikmyndahönn- uðum og sagan rakin fram til síð- ustu aldamóta. í öðru bindi verður mennmgarráðunautur mennta- málaráðuneytisins og er nú í starfí dagskrárstjóra hjá Sjónvarpinu." Islensk leiklist I er 391 bls. að stærð og prýdd myndum. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. I skólunum gáfu þeir yngstu börnunum litabækur og brýndu þau til að halda vöku sinni heima fyrir varðandi meðferð elds og ljósa og gerðu þeim ljósa hættuna sem gæti stafað af rafmagni og óvarlegri meðferð elds. Höfðuðu brunaverð- irnir til þess að börnin ættu að vera brunaverðir heimila sinna og fylgj- ast vel með öllu. Eftir að hafa talað við börnin héldu brunaverðirnir út á skólalóðir þar sem eldur var kveiktur og kenn- arar skólanna látnir reyna sig við að slökkva hann með handslökkvi- tæki. í samtali við Morgunblaðið sögðu brunaverðirnir að þetta væri annað árið sem þeir heimsæktu börn fyrir jólin til að vara þau við hættum eldsins. í fyrra hefðu þeir heimsótt leikskóla og dagheimili bæjarins og hefði það gefið góða raun því börn- in hefðu komið boðskapnum á fram- færi heima fyrir og tekið hlutverk sitt sem brunaverðir heimilanna mjög alvarlega. Grímur Sveifrn Einarsson svo fjallað um framhaldið. Sveinn Einarsson er leiklistar- og bókmenntafræðingur að mennt, en hefur frá 1965 starfað sem leik- stjóri og á seinni árum einnig sem rithöfundur. Hann hefur auk þess gegnt ýmsum öðrum störfum, var fyrsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússtjóri, Lokabindi ættbókar íslenska hestsins BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hefur gefið út bókina Ættbók og saga íslenska hestins á 20. öld, 7. bindi, eftir Gunnar Bjarna- son. í kynningu úgefanda segir, að þetta sé lokabindið í ritverki Gunnars Bjarnason um íslenska hestinn á 20. öld og einnig síð- asti hluti starfssögu Gunnars. í þessu bindi er sagt frá útflutn- ingi hrossa hin síðari ár og birt frásögn af keppni á hestum yfir þver Bandaríkin sem íslenskir hest- ar tóku þátt í árið 1976. Einnig eru ýmsar skýrslur Gunnars og frá- sagnir af starfsvettvangi og heitir kaflinn Hestaverzlun og störf út- flutningsráðunautarins 1973 1990. Þá er kafli sem heitir að leið- arlokum, og annar, þar sem Gunnar rekur eftirmál, sem urðu af viðtali við hann í sjónvarpi, sem Óiína Þorvarðardóttir tófe. Með kaflanum Vopnin kvödd - lokaorð lýkur Gunn- ar svo þessu ritverki. I þessu bindi eru svo lýsingar á stóðhestum og hryssum sem hafa fengið dóma á árunum 1990 og 1991. Lýsing á stóðhestum frá nr. 1177 til 1233 og lýsing á hryssum Gunnar Bjarnason frá nr. 8072 til 8836. Á annað hundrað myndir eru í bókinni. Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur búið ættartölur undir prentun. Bókin er 360 bls. Prentun og bókband annaðist Prentverk Odds Björnssonar hf. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 620. þáttur Ég átti alltaf eftir að geta a.m.k. fjögurra orða í hópi jö- stofna. Þetta eru orðin mær og þír = ambátt og gyðjuheitin Frigg og Sif. Bæði þessi gyðju- heiti hafa nú verið gerð að skírn- arnöfnum kvenna og því þeim mun ríkari ástæða til að gaum- gæfa beygingu þeirra. Hún er reyndar ekki flókin nú. Þijú fyrstu föllin eru eins, en jar bætist við í eignarfalli eins og sæmir góðum jö-stofnum: Frigg-Frigg-Frigg-Friggjar; Sif-Sif-Sif-Sifjar. Ég vænti þess, að í fornöld hafí menn sagt frá Friggju og Sifju. En nú myndi sú beyging þykja í besta falli tilgerðarleg og í versta lagi ámælisverð. Hver vildi t.d. giftast eða sofa hjá Sifju (syfju)? Orðið þír er skylt sögninni að þjá, enda gamalt tal að hafa þjáningu í sömu merkingu og þrældóm. Orðið beygðist, með- an það var kvenkyns: þír-þý- þýju-þýjar (ef nógu langt er farið aftur í tímann). Hvers vegna einfalt í er í nefnifalli, en ufsílon í hinum föllunum er of flókið til að fara út í það hér og nú. Nefnifallið tók svo síðar áhrifsbreytingu frá aukaföllun- um og varð þý. Þá var þess ekki langt að bíða, að kyn orðs- ins breyttist og síðar merking, enda lagðist þrælahald niður, fyrirbærið hvarf. Þý varð þá smánaryrði svipað og þræll og er haft í óvirðulegum samsetn- ingum, eins og þýlyndi og leiguþý. Fyrirbærið mær er hins vegar enn til, góðu heilli. Beyging orðs- ins hefur leitt af sér tvímyndir. Annars vegar er mær-mey- mey(ju)-meyjar, hins vegar mey-mey-mey-meyjar. Ofug áhrifsbreyting, að mær sé ekki bara nefnifall, heldur og þolfall, er aftur á móti ekki „viður- kennd“. Ofan á allt þetta bætist svo, að til hefur orðið nýtt orð í veikri beygingu: meyja- meyju-meyju-meyjar. Umsjón- armaður hefur svo alltaf taugar til orðsins meyla = smástelpa, lítil stúlka, með sömu smækkun- ar- eða gæluendingu og dóttla, Surtla og frilla. Nú mun hafa orðið ofan á að segja: María mey fremur en María mær, þó hið síðarnefnda sé upphaflegra og að mínum smekk fegurra. Hún var líka þrásinnis nefnd vor frú sem samsvarar því að útlendingar segja madonna. Um Maríu mey hafa íslendingar ort meira en um aðrar persónur, svo að ég viti, en margt af því hefur ekki verið prentað. í kvæði, sem kallað hefur verið Ljómur (kvk. flt.) og eign- að Jóni Arasyni, segir frá Jó- hannesi postula og Maríu mey, er þau báðu Jesúm að vægja syndurum á dómsdegi: Þau frá ég þetta þágu þýð og Jóhannes bæði mildust Mária frú, , fólk frá fyrri plágu af feikna grimmd og æði að leiða á líknar brú. Þeirra líkn mun lengst um heiminn ganga, þau linuðu þanninn vora ánauð stranga, síðan gjörir oss fjandinn aldri að fanga, fastr i ánauð alla ævi langa. Líknar brú er vegur til hjálp- ræðis, og þarna glataðist eng- inn. Samkvæmt heimildum á Stöð tvö biðu kosningar í Tadsjekist- an ósigur. Fyrrverandi forseti landsins „sigraði kosningarnar“. Ekki var þess getið hver hefði sigraði í þessum kosningum. Óþarfi er að reykja hangikjöt, ef það hefur verið vel gerUHins vegar reykja ýmsir kjöt sem síð- an verður hangikjöt. Þá er þess og getið til öryggis, að sami óþarfi er að salta saltkjöt. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli heldur að eyjan Vigur dragi nafn af lögun sinni (sbr. 616. þátt). „Þegar flogið er yfír Djúpið og horft til eyjarinnar úr vestri bendir hún hvössum oddi að norðurströndinni. Mér er sagt að eins sé þegar horft er yfir Djúpið af fjöllunum við Skötufjörð. Mér hefur sýnst að eyjan í heild líkist þeim hluta spjóts sem var úr járni. Fjaðraspjót mun hafa breikkað frá oddi og haft eggjar til beggja hliða ...“ Halidór segir að fram eftir 19. öld hafi ýmsir skrifað „í Vigri" og gæti það verið áhrif frá Ögri (sjá enn 616. þátt). Þá minnir Halldór að vigur væri kvenkyns í Snjólfsvísum um Grundarbardaga, og hygg ég hann muni það rétt sem annað, þótt þau afbrigði Snjólfsvísna séu til, þar sem vigur er karl- kyns, eins og Halldór hefur þrá- sinnis séð í rímum. Bestu þakkir færir umsjónar- maður Halldóri frá Kirkjubóli fyrir ailan fróðieik fyrr og síðar. ★ „En Jóhannesyar klæddur með úlfbalds- hárum, og eitt ólarbelti var um hans lend- ar, en hann át engisprettur og skógarhun- ang. Hann predikaðj og sagði: Sá kemur eftir mig sem mér er styrkri, hvers að eg em eigi verðugur framfaliandi upp að leysa þvengi hans skófata. Eg skírða yður með vatni, en hann mun skíra yður með heigum anda. Það varð og á þeim dögum að Jesús af Nasaret úr Galílea kom og sklrðist af Jóhanni í Jórdan." (Markús I, 6-9; Oddur Gottskálks- son, d. 1556, þýddi úr þýsku.) ★ Umsjónarmaður býður öllum gleðileg jól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.