Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 41 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1992 Tekjur Hitaveitu Reykjavík- ur áætlaðar 2.853 milljónir Tillögnr liggja fyrir að stefnumótun veitunnar TEKJUR Hitaveitu Reykjavíkur eru áætlaðar 2.853 mÚlj. króna á árinu 1992, og er þá gert ráð fyrir rúmlega 6% aukningu á vatnssölu milli ára. I fjárhags- áætlun borgarinnar er gert ráð fyrir 6,7% hækkun á meðalverði milli ára. Rekstrargjöld eru . áætluð 2.949 millj. króna og til framkvæmda er áætlað að verja 746 mil^. króna. I ræðu Markús- ar Arnar Antonssonar borgar- sljóra, kom fram að, tillögur að stefnumótun veitunnar um næstu framtíð liggi fyrir og að von er á skýrslu borgarendur- skoðunar um úttekt á fjárhag og sljórnsýslu Hitaveitunnar. Rekstrargjöld Hitaveitu Reykja- víkur eru áætluð 2.949 millj. og til framkvæmda er áætlað að veija „Þríbur- amir“ fá 21,8 millj. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar gerir ráð fyrir að veitt verði 21,8 milljón króna til fjarfestinga hjá þríburunum svo- kölluðu á næsta ári, Malbikunar- stöðvarinnar, Grjótnámsins og Pípugerðarinnar, en það eru fyrirtæki í eigu borgarinnar. Sagði borgarstjóri, að rekstur fyrirtækjanna hefði verið mun umsvifameiri en fjárhagsáætlun síðasta árs gerði ráð fyrir og jafn- framt að afkoma þeirra allra sé mjög góð. Framleiddar voru fleiri gerðir af malbiki en áður auk þess sem verð á innfluttu asfalti hafi verið hagstætt vegna lækkunar á olíuverði. Framleiðsla Pípugerðar- innar var meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, og rekstur hennar hefur snúist til betri vegar, miðað við undanfarin ár. í fjárhagsáætlun fyrirtækjanna fyrir næsta ár er gert ráð fyrir samdrætti bæði í framleiðslu og sölu. í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar er ekki gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrá til tekjuaukningar fyrir Rafmagn- sveitu Reykjavíkur á næsta ári og er þá miðað við að hcildsölu- verð Landsvirkjunar verði Selur borgin Borgina? VIÐ fyrri umræðu um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar, varp- aði Markús Órn Antonsson borg- arstjóri, fram þeirri hugmynd að bjóða hæstbjóðanda Hótel Borg til kaups. Borgarstjóri sagði, að í fjárlaga- frumvarpinu væri gert ráð fyrir 20 milljónum króna til undirbúnings- hönnunar, ef ákveðið yrði að kanna til þrautar möguleika á stækkun og endurbótum á Hótel Borg. „Hins vegar er erfítt að veijast þeirri hugsun í þessu árferði, að réttast væri að leggja þau áform á hilluna og bjóða hótelið frekar eins og það er nú hæstbjóðanda til kaups,“ sagði Markús Örn. samtals 746 millj. Á árinu verður unnið við síðari lotu annars áfanga Nesjavallavirkjunar og eru 53 millj. áætlað til þess auk 6 millj. til undir- búningsathugana vegna raforku- framleiðslu. Frumáætlun verður endurskoðuð og er áætlaður kostn- aður 16 millj. Til lagningar Suðuræðar verður varið 410 millj. og í Reykjavík er áætlað að veija 193 miilj. til dreifi- lagna í nýjum hverfum í Grafar- vogi en gert er ráð fyrir tengingu 500 nýrra húsa á árinu. 23 millj. verður varið til dælustöðvar fyrir Borgarholtshverfi auk þess sem gert er ráð fyrir 40 millj. í bygg- ingu ofan á miðhús Hitaveitunnar við Grensásveg 1 og 5 millj. til undirbúnings að birgðasvæði við Réttarháls. Þá verður unnið að við- gerðum á eldar kerfi og viðhaldi ásamt endurnýjun á stjórnkerfi dælustöðva að hluta fyrir 62 millj. Til endurbóta á stjórnkerfi Nesja- vallavirkjunar eru áætlaðar 24.4. millj. Hreinsanir og endurbætt ryð- vöm geyma á Öskjuhlíð og Grafar- holti ásamt endurnýjun götuæða í eldri hverfum munu kosta 153 millj. og viðhald dælustöðva 27 millj. Borgarstjóri vék síðan að þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað um innra skipulag Hitaveitunnar og þær tvær meginframkvæmdir sem unnið hefur verið að síðastlið- in fjögur ár, það er Nesjavallaveita og bygging Perlunnar á Öskjuhlíð, sem fóru verulega fram úr áætlun. Sagði hann að Rekstrarstofan hf. hafi verið fengin til að gera úttekt FJÁRHAGSÁÆTLUN ReyKja- víkurborgar gerir ráð fyrir 9% samdrætti í almennum vöru- flutningum vegna aflasamdrátt- ar og minni'umsvifa í þjóðfélag- óbreytt. Samkvæmt frumvarp- inu eru rekstrartekjur áætlaðar 3.155.5 milljónir króna og rekstrargjöld 3.053.6 milljónir króna. í ræðu borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárahgsáætlun borg- arinnar kom fram að, gert væri ráð . fyrir innbyrðis breytingu á taxta í gjaldskrá Rafmagnsveitunnar. Breytingin hafi í för með sér lækk- un á orkuverði til langflestra not-. enda, heimila, meðalstórra fyrir- tækja og minni fyrirtækja um allt að 2.6%. Til notenda á afltaxta hækkar orkuverð um 3 til 5%. Kostnaður við framkvæmdir í veitukerfi er áætlaður 389.4 millj. og til annarra fjárfestinga 26.7 millj. Á næsta ári verða hafnar framkvæmdir við nýja aðveitustöð við Elliðaár, sem ráðgert er að ljúka árið 1993. Auk þess sem hún leys- ir af hólmi núverandi Aðveitustöð 5 er gert ráð fyrir að útivirki við Elliðaár, svo og Varastöð Lands- virkjunar verði fjarlægð. Að frum- kvæði Rafmagnsveitunnar var áhersla lögð á að hraða skipulagi Elliðaárdalsins og gert er ráð fyrir, að því verki ljúki fyrri hluta næsta árs. á skipulagi veitunnar og að grein- argerð lægi fyrir, ásamt tillögu að stefnumótun um næstu framtíð, sem lögð hefur verið fyrir stjórn veitustofnana til umræðu. Þá væri von á skýrslu borgarendurskoðunar um úttekt á fjárhag og stjórnsýslu Hitaveitunnar. „Það er miður, ef í ljós kemur, að þekking og reynsla hafi ekki byggst upp svo fullnægjandi geti talist hjá veitunni sjálfri, vegna takmarkaðs fjölda tæknimanna, bæði að því er varðar framkvæmd- VIÐ fyrri umræðu um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar kom fram að fyrir borgarráði lægi tillaga um breytingar á gjald- skrá í stöðumæla. Felur hún í sér hækkun á gjaldi í stöðumæla í miðborginni auk þess sem gert er ráð fyrir að gjaldtökusvæðið verði stækkað um leið og nýir mælar verða teknir í notkun. Sagði borgarstjóri, að einnig væri lagt til að hækka gjald vegna stöðubrota. Þá hafa komið fram tillögur um bætta þjónustu, meðal annars með lækkun mánaðargjalda á þeim stöðum sem nýting bíla- stæða er lægst, á Bakkastæði og í Kolaporti. Einnig er tillaga um að gefa út sérstök stöðukort til íbúa í tilteknum hverfum, þar sem erfítt er um bílastæði. inu á næsta ári. Spáð er óbreytt- um olíuinnflutningi en miðað við 15% minni afla vegna minnkandi kvóta, fjölgunar fiskmarkaða og aukinnar samkeppni um afla. Borgarstjóri sagði, að reiknað væri með 5% hækkun á gjaldskrá 1. janúar og að rekstrartekjur væru áætlaðar 625.2 millj., sem-er um 1,8% hækkun frá áætlaðri útkomu ársins 1991. Rekstrargjöld eru áætluð 402.2 millj., sem er 5,1% hækkun milli ára. Til framkvæmda er áætlað að veija 241.1 millj. þar af 95 millj. til framkvæmda í Sundahöfn. Stærsta verkefnið er endurnýjun Miðbakka og er áætlað að veija til þess 126 millj. Þar er um að ræða fyrsta hluta samvinnuverkefnis Reykjavíkurhafnar og borgarsjóðs, sem felur í sér að flytja legu Mið- bakkans utar í höfnina og skapa þannig rými fyrir Geirsgötu. VIÐRÆÐUR standa yfir milli borgaryfirvalda og eigenda byggingarréttar við Aðalstræti 9, um að borgarsjóður kaupi tólf íbúðir, sem þar er fyrirhug- að að byggja. Þetta kom fram í ræðu Markús- ar Arnar Antonssonar borgar- stjóra, við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun borgarinnar. Byggingarnefnd hefur samþykkt heimild til að hækka húsið um atækni og ekki síður umsjón með stærri verkefnum," sagði Markús Örn. „Þá verður að telja rétt, að séð verði um að fjölga í tækniliði fyrirtækisins, þannig að veitan geti framvegis búið að góðri þekkingu og frumkvæði við undirbúning og umsjón verka, þó svo að haldið verði áfram viðskiptum við ráðgjaf- ar- og verkfræðistofur, eftir því sem hagkvæmt getur talist, og framkvæmdaverk að sjálfsögðu boðin út sem fyrr, ásamt því að leita útboða rekstur- -og viðhalds- verkefna í frekari mæli en nú er.“ Áætlaðar tekjur bílastæðasjóðs miðast við óbreytta gjaldskrá en miðað við fyrirhugaðar fram- kvæmdir á vegum hans, byggingu bílastæðahússins við Hverfisgötu, némur ijárvöntun sjóðsins rúmlega 60 milljónum króna vegna fram- kvæmda á árinu, þrátt fyrir 242 millj. lán á næsta ári. „Með þessu áframhaldi verða skuldir sjóðsins nálægt 500 milljónum króna í árs- lok 1992,“ sagði borgarstjóri. 341 millj. í í rekstur SVR í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar, er gert ráð fyrir 341.3 miiy. króna framlagi úr borgarsjóði til reksturs Strætis- vagna Reykjavíkur. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra, er gert ráð fyrir óbreyttum fargjöldum á árinu 1992, að svo stöddu en miðað er við að þau standi undir 55% af rekstri að frádregnum vöxtum og afskriftum. Gert er ráð fyrir að fimm nýir vagnar verði af- hentir á árinu og er kaupverð þeirra áætlað 65.5 millj. í ræðu borgarstjóra kom fram, að á árinu 1991 hafi hlutfall far- gjalda í rekstrinum, verið 54% en mestan hluta ársins var það lægra. Gert er ráð fyrir rúmum 341 millj. í rekstur og er það 13 millj. króna hækkun frá framlagi til fyrirtækis- ins á þessu ári. Reikna má með að við síðari umræðu komi fram tillaga um 7 millj. króna framlag til lokafrágangs á 1. hæð skipti- stöðvarinnar í Mjódd, sem SVR hyggst leigja út. Borgarstjóri sagði, að fárþegar með vögnunum miðað við greidd fargjöld hefðu verið 6,9 millj. árið 1991 og að þeim hefði fækkað um 400 þús. miðað við árið á undan. Farþegar sem nota skiptimiða eru áætlaðir um 2.4 millj. þannig að heildarfjöldi verður um 9,3 millj. á árinu. þijár hæðir og sagði borgarstjóri, að þar sem um viðkvæman stað í hjarta borgarinnar væri að ræða hafi verið rætt um að borgarsjóð- ur kaupi tólf af nítján íbúðum í húsinu. Áætlaður kostnaður er um 100 milljónir króna og eru áætlaðar 80 milljónir króna til kaupanna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að í árslok hafi borgarsjóður selt aftur einhveijar af þeim íbúð- um, sem keyptar verða. Raforka lækkar að raungildi um 2,2% Reiknað með 9% sam- drætti í vöriiflutiiingTim Miðbakki víkur fyrir Geirsgötu Tillaga um hækkun í stöðumæla í miðbænum Borgin kaupi tólf íbúðir í Aðalstræti 9 Frá afhendingu biskupskápunn- ar. Frá vinstri: Ebba Sigurðar- dóttir, _ Sigrún Jónsdóttir og herra Olafur Skúlason biskup.^ A Biskup Is- lands fær nýja emb- ættiskápu BISKUPI íslands, herra Ólafi Skúlasyni, var á miðvikudag færð ný embættiskápa ásamt stólu, sem gerðar eru af listakonunni Sig- rúnu Jónsdóttur. Þetta er fyrsta biskupakápan á seinni öldum, sem unnin er af íslendingi, segir í frétt, sem blaðinu hefur borizt. Ennfremur segir í tilkynningunni: „Á hettu kápunnar er tákn heilags anda, dúfan, í gylltu leðri. Framan á kápunni eru tólf reitir, sem tákna postulana og samfélag heilagra, sem og tákn auga Guðs sem yfir öllu vakir í kærleika. Efnið er handofið úr hvítu silki að mestu, ísaumað með rauðum, bláum og gullnum þráðum og skreytt með íslenskum steinum. Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú valdi steinana, sem Gunnar Kristjánsson steinslípari í Hafnarfirði gaf og eru þeir upprunnir af Snæfellsnesi. Kápuna hannaði og vann Sigrún í þessu augnamiði og var hún á yfir- litssýningu á verkum hennar í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar á Kirkju- listahátíð síðastliðið vor. Herra Ólaf- ur Skúlason mun bera kápuna í fyrsta sinn við jólaguðsþjónustu þá, sem sjónvarpað verður á aðfanga- dagskvöld." ----» ♦ ♦---- Landsbankinn í jólaskapi ÚTIBÚ Landsbanka íslands við Laugaveg, Bankastræti og í Aust- urstræti taka þátt í jólaundirbún- ingnum með nýstárlegum hætti í ár. I þessum útibúum verður efnt til kynningar á reglubundnuin sparnaði og annarri þjónustu sem bankinn hefur upp á að bjóða frá kl. 13 til 17 laugardaginn 21. des- ember. Ekki verður þó um neina almenna afgreiðslu að ræða, en starfsfólk tekur samt á móti gest- um og gangandi og svarar öllum fyrirspurnum um einstök innláns- form og þjónustu bankans og leið- beinir fólki eftir föngum. Frá þessu er skýrt í frétt frá Landsbankanum. Þar segir að brydd- að verði upp á ýmsu skemmtilegu þann tíma, sem kynningarnar standa yfir. Nú er „Ár söngsins" og mun Landsbankakórinn heimsækja öll fjögur útibúin og syngja jólalög. Kórinn mun hefja söngferðina klukk- an 14 í Austurbæjarútibúi, Lauga- vegi 77, en röltir síðan niður Lauga- veg, hefur viðkomu í Vegamótaútibúi og Bankastrætisútibúi, og syngur síðan í aðalbankanum um klukkan 15,30. Þá munu jólasveinar og aðrar kynjaverur vera við útibúin. I tilefni „Árs söngsins" mun sönghópur verða á ferli í miðbænum og heiemsækja aðalbankann og gleðja gesti bankans með söng sínum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur í öllum útibúunum og komið verður upp föndurhorni fyrir yngstu kynslóðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.