Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Þriðja umræða um frumvarp til fjárlaga: GATT Staða GATT-viðræðnanna er mikið áhyggjuefni Jóns Helgasonar (F-Sl) og Valgerðar Sverrisdóttur (F-Ne). Þingmennirnir bentu á það að nýlega hefði runnið út frestur til að gera athugasemdir við drög að fyrirhuguðum GATT-samningi. Og Islendingar hefðu látið hjá líða að styðja tillögu frá Kanadamönn- um um að löndum með kvótakerfi á framleiðslu landbúnaðarvara yrði heimilt að beita magntakmörkunum á innflutning landbúnaðarvara. Norðmenn hefðu hins vegar stutt þessa tillögu. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisisráðherra benti á það að ís- lendingar hefðu gert tilboð í GATT- viðræðunum, þetta tilboð væri enn í gildi. Þar áskildu þeir sér rétt til að viðhalda magntakmörkunum. Og Finnar hefðu fyrir tveimur dög- um, fyrir hönd Norðurlanda, áréttað að öll Norðurlöndin áskildu sér þennan rétt. Því hefði ekki verið ástæða til að taka afstöðu til þessa erindrekstrar Kanadamanna. Hall- dór Blöndal landbúnarráðherra sagði það vera alveg ljóst að ís- lenska ríkisstjórnin hefði þá stefnu að það væru magntakmarkanir sem gilda í sambandi við landbúnaðaraf- urðir. Landbúnaðarráðherra taldi tillögu Kanadamannavel í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Lög frá Alþingi í fyrradag samþykkti Alþingi, í sæmilegri sátt, fimm frumvörp sem lög frá Alþingi: Um breytingu á Iánsfjárlögum fyrir árið 1991. Um Lífeyrissjóð bænda. Um Heil- brigðisþjónustu, frumvarpið fjallar um óbreytta skipan á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur næsta árið. Um Aukatekjur rikissjóðs, fjallar um gjöld opinberra fyrir ýmis leyfis- gjöld og aðra þjónustu. Um eftir- laun til aldraðra, varðar aðallega lífeyrisréttindi þeirra sem áttu þess ekki kost að greiða í lífeyrissjóð á fyrri árum. Yið gríðarlegan vanda að etja segir Karl Steinar Guðnason formaður fj ár laganefndar Miklir skjalabunkar hafa hlaðist upp á borðum þingmanna í önnum síðustu daga. Hér er Davíð Oddsson forsætisráðherra að blaða í sinum bunka. ÞRIÐJA umræða fjárlaga hófst síðdegis i gær. Við gríðarlegan vanda er að etja. Tekjur ríkissjóðs hafa lækkað frá því sem upphaf- lega var áætlað en það á að sjá til þess að gjöldin geri það lika. Karl Steinar Guðnason, formað- ur fjárlaganefndar, gerði grein fyrir áliti meirhluta fjárlaganefndar. Að lokinni endurskoðun fjárlagafrum- varpsins í ljósi aukins efnahagssam- dráttar á næsta ári væri niðurstaðan sú að heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári lækkuðu um rúmlega einn milljarð króna, úr 106,4 milljörðum í 105,4 milljarða. Gjöld lækkuðu einnig úr 110,1 milljarði í 109,5. Halli væri um 4,1 milljarður. Karl Steinar Guðnason benti á að Sam- dráttur þjóðartekna fimmta árið í röð skapaði geigvænlega erfíðleika fyrir alla þjóðina. í fjárlagafrum- varpinu hefði verið fylgt mjög að- haldssamri stefnu í útgjöldum stofn- ana. Þess fyrir utan hefði verið ákveðið að lækka rekstrarútgjöld stofnana um 2,5 milljarða króna með jafnri skerðingu. Það hefði í för með sér að launagjöld lækkuðu um 6,7% eða 2,3 milljarða króna og önnur gjöld um 200 milljónir. Á móti þessu væri ákveðið að skilja eftir óráðstaf- að 1 milljarði til að mæta óhjá- kvæmilegum útgjöldum ráðuneyta og stofnana þeirra. Karl Steinar ræddi í nokkru máli um einstaka fjárlagaliði, t.d. St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði. Þar er lagt til að fjárveiting til hans hækki um 60 milljónir króna frá því sem fyrr hefði verið ætlað, þannig að heild- arfjárveitingin yrði um 175 milljónir króna. Eins og vænta mátti mælti for- maður fjárlaganefndar með því að frumvarpið yrði samþykkt með þeim breytingartillögum sem hann og meirihlutinn stæði að. En ein undan- tekning var þar á. Hann gerði grein fyrir tillögu sem fjárlaganefnd stendur sameiginlega að þótt skiptar skoðanir séu milli nefndarmanna. Tillagan gerir ráð fyrir að fjármála- ráherra verði heimilt að kaupa loð- dýrahús og fylgifé þeirra á jörðunum Kirlqufeiju og Kirkjufeijuhjáleigu í Ölfushreppi. Þessi tillaga væri flutt að beiðni landbúnaðarráðherra. Mál- ið snerist um að hinn 20. mars síð- astliðinn hefði þáverandi landbún- aðarráðherra undirritað kaupsamn- ing við ábúendur tveggja ríkisjarða um kaup ríkissjóðs á loðdýrahúsum á jörðunum. Ríkislögmaður teldi að til þess að núverandi landbúnaðar- ráðherra gæti efnt samninginn á löglegan hátt bæri honum að leita heimildar Alþingis. Fjárlaganefnd teldi sér skylt að taka málið upp til ákvörðunar Alþingis en það væri álit nefndarinnar að þessir samning- ar hefðu verið skýlaust lögbrot og staðfesting þeirra fæli í sér slæmt fordæmi. Óraunhæft Guðmundur Bjarnason (F-Ne) gerði grein fyrir áliti minnihlutans. Það kom skýrt fram í hans ræðu að það hefði ekki verið létt verk að veita þessu fjárlagafrumvarpi verð- uga umfjöllun. Og ætti þar ríkis- stjómin mesta ef ekki alla sök, allt fram á síðustu stundu hefðu verið að berast tilkynningar og breyting- artillögur úr stjórnarherbúðunum. En það var langt í frá að Guðmundi þætti frumvarpið gallalaust eftir þær endurbætur allar. Þetta frumvarp stæðist engan veginn. Tekjuhliðin væri ofáætluð um a.m.k. milljarð og munaði þar mestu um slaka á inn- heimtu virðisaukaskattsins og einnig væru tekjur af sölu ríkisfyrirtækja næsta óvissar og tekjur af innflutn- ingsgjöldum yrðu minni en ætlað væri vegna samdráttar. Gjaldahliðin væri hins vegar vanáætluð um 1-2 milljarða, það væri greinilegt að út- gjöld margra stofnana væru alls ekki metin af neinu raunsæi og þjón- ustugjöld sem ýmsum stofnunum væri ætlað að innheimta væru óviss og skekktu myndina. Guðmundur hafði einnig Iitla trú á því að hinn svonefndi „flati niðurskurður" næðist fram, miðað við þær vanáætl- anir sem væru á útgjöldum ríkis- stofnana. Guðmundur gagnrýndi þjónustu- gjöld og meintan feluleik ríkisstjórn- arinnar með skatta og það að velta verkefnum yfir á sveitarfélögin eða skattleggja þau élla, tilgreindi hann sérstaklega hinn svokallaða „lög- regluskatt“. Guðmundur hvatti þess í stað ríkisstjómina til að herða á innheimtu skatta, og þá sérstaklega virðisaukaskattsins og skattheimtu af ijármagnstekjum. Einnig mætti láta jöfnunargjaldið gilda allt næsta ár en fella það ekki niður um mitt næsta ár, það myndi bæta stöðuna um 350 milljónir króna. Hann vakti einnig athygli og benti ríkisstjórn- inni á þá leið að hækka vörur ÁTVR umfram almennar verðlagshækkan- ir. 6% hækkun myndi auka tekjur ríkissjóðs um 400 milljónir. Þá Guðmundur Bjarnsson var til þess búinn að ræða áhrif ijárlaga- frumvarpsins á málefni heilsugæsl- unnar varð hann við tilmælum Björns Bjarnasonar um að gera hlé á sinni ræðu svo þingmenn gætu tekið matarhlé. Stuttar þingfréttir: Jólaljósin tendruð á vina- bæjartrénu í Keflavík Kenavík. KVEIKT var á jólatrénu í Kefla- vík við hátíðlega athöfn föstu- daginn 13. desember. Jólatréð er gjöf frá Kristiansand í Nor- egi sem er vinabær Keflavíkur og stendur það við Tjarnargötu þar sem það setur skemmtilegan svip á bæinn. Margit F. Tveiten, ritari í norska sendiráðinu, af- henti Keflvíkingum tréð, en svo skemmtilega vill til að Kristian- sand er fæðingarbær hennar. Björk Guðjónsdóttir bæjarfull- trúi veitti trénu viðtökur, en það kom síðan í hlut Þórunnar Inga- dóttur nemenda í 6. bekk Myllu- bakkaskóla að kveikja á jólatrénu. Nemendur í Tónlistaskóla Kefla- víkur léku og barnakór söng jóla- sálma. Jólasveinar komu og skemmtu og einnig var flugeldum skotið á loft. Líkt og á undanförn- um árum létu heimamenn sig ekki vanta við athöfnina. BB Jólatréð sem Keflvíkingar fengu að gjöf frá Kristiansand vinabæ sínum í Noregi stendur við Tjarn- argötu og setur skemmtilegan svip á bæinn. Þórunn Ingadóttir nemandi í 6. bekk Myllubakka- sóla tendrar ljósin á jólatrénu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Morgunblaðið/Frímann ólafsson Jólatónleikar Tónlistarskólans í Grindavík GrindAvík Tónlistarskóli Grindavíkur hélt árlegu jólatónleika sína í Grinda- víkurkirkju nú nýlega. Nemendur spiluðu jólalög úr ýmsum átt- um undir stjórn skólastjórans Siguróla Geirssonar. Yngstu nem- endurnir úr forskóla hófu tónleikana með blokkflautuleik og síðan tóku við eldri nemendur á ýmist hljóðfæri. Jólalög skipuðu veglegan sess í efnisskránni en gömlu klassísku tónskáldin, Mozart og Bach, voru einnig á efnisskránni. Hljómleikunum lauk síðan með því að blásarasveit skólans lék 3 jólalög og er myndin af sveitinni. Fjolmenni var á tónleikunum og fögnuðu hinum ungu hljóðfæraleikurum vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.