Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Vináttufélag Islands og Króatíu þakkar veittan stuðning og óskar landsmönnum gleðilegrajóla. Rúskinnshettu- jnkknr 3 flíkur í einni með hettu, ón hettu, ón loökants. Verð frú kr. 31.500,- Greiðsluskilmólar. Laugavegi 66, sími 20301. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Loðfóðraðir afa-inniskór Verð: 1.495/- Litir: Grár og brúnn. Stærðin 40-46. Mikið úrval af hönskum og töskum. Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jóiagjöf. Póstsendum samdægurs - 5% stabgreidsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, Veltusundil, Kringlunni 8-l 2, sími 18519 sími 21212 sími 689212 Verða staðreyndir dregriar til baka? Opið bréf til Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings eftirÞorleif Friðriksson Kæri vin. Vafalaust áttirðu frekar von á vaðmálsklæddum jólasveini í böggluðum kýrhúðarskóm en opnu bréfi í Mogga, — þessum klassíska vettvangi marksækinna skoðana- skipta og nöldurs. Með nokkrum rétti má segja að nú þegar rökkur- kyrrðin fyllir sálina friði og bams- legri hamingju ætti maður fremur að skrifa jólakort en „opin bréf“. Sjálfur hefði ég kosið að hafa þann hátt á, en í þessum ýieimi verður ekki við allt ráðið. Ástæða þessa bréfs er grein sem þú skrifaðir í hið gagnmerka nýútkomna rit, Nýja Sögu. Það sem knýr mig til þessara skrifa er þó ekki að vekja athygli á þinni annars ágætu grein, heldur þröngvar hún mér bókstaf- lega til þess að hrista af mér frið- arslen föstunnar og veija minn volaða fræðimannsheiður á öpin- berum vettvangi. Sennilega hefði ég þó ekki nennt að elta ólar við þetta ef þú hefðir ekki átt í hlut; traustur og áreiðanlegur fræði- maður sem mark er tekið á. Sænskur lárviður í greininni sem þeim lesendum til fróðleiks er ekki hafa séð ritið, ber nafnið „Lárviður úr Svíaríki“ Ijallarðu laust og fast um átta doktorsritgerðir um íslensk efni sem varðar hafa verið við sænska háskóla síðastliðin átta ár. Sem að líkum lætur er umfjöllun þín vönduð, þótt stutt sé, og tæpast fer á milli mála að þú hefur kynnt þér rækilega innihald ritanna, sem er meira en sagt verður um marga þá sem skrifa ritdóma og bókaum- sagnir um þetta leyti árs. Margir þeirra hafa eins og þú veist náð undraverðri leikni í að fjalla um innihald bóka eftir að hafa litið á kynningartexta aftan á kápunni. Meðal þeirra átta verka sem þú fjallar um, og það sem fær hlut- fallslega mesta umfjöllun, er dokt- orsrit mitt, Den Gyldne flue, sem út kom í Kaupmannahöfn á liðnu ári. Þú segir bæði kost og löst á verkinu og ferst það að mestu leyti prýðilega úr hendi. Um þá umfjöll- un er ekkert nema gott eitt að segja. Hins vegar kemstu að þeirri kynlegu niðurstöðu að ég hafi „dregið til baka“ þýðingarmiklár staðreyndir sem varða íslenska stjórnmálasögu. Þessi ályktun þín er svo gjörsamlega röng, að VIÐ ÆGISDYR SAGA VESTMANNAEYJABÆJAR HARALDUR GUÐNASON Glœsilegt rit um sögu Vestmannaeyjabœjar, prýtt fjölmörgum myndum, kortum og teikningum. Tvö bindi í veglegri öskju. • Ómissandi bœkur hverjum þeim sem Eyjum ann. SIQþ ÍSLENSK BÓKADREIFING ómögulegt er að láta henni ósvar- að. Það er alveg rétt að danska út- gáfan er endurskoðuð þýðing bóka minna, Gullna flugan og Undir- heimar íslenskra stjórnmála, sem út komu á árunum 1987-1988. Hins vegar má það ekki gleymast að þótt hún sé „að mestu leyti þýðing" er hún sjálfstætt verk og skrifuð fyrir annan lesendahóp en íslensku bækurnar. Breytt efnis- skipðan og efnistök ber þess vegna að skoða í því Ijósi. Jafnframt er hárrétt að bækur mínar ollu nokkr- um deilum og sumum þótt ég helst til ályktanaglaður og hlutdrægur. Þú getur þess í neðanmálsgrein að um hlutdrægni mína megi ef til vill nota orð Gunnars Karlsson- ar þegar hann gagnrýndi bók Har- alds Gustavssonar: „Hlutdrægni höfundar er þannig víða til skemmtunar og skýrleiksauka.“ Gott ef satt er. Hlutverk sagnfræð- ingsins er öðrum þræði að draga ályktanir af heimildum fortíðarinn- ar. Slíkar ályktanir eiga þó að byggja á heiðarleika gagnvart fort- íðinni og þeim heimildum sem sagnfræðingurin hefur úr að moða. Þeirri grundvallarreglu hef ég kappkostað að vera trúr. Ég álít hins vegar engum greiði gerður með því að reyna að pakka hugsun- um mínum svo rækilega inn í fyrir- vara og gætilegar ályktanir að fátt standi eftir nema eitthvað óljóst, „svo virðist og kannski“. Það er einmitt gleðin við að draga ályktanir eftir langt söfnunarstarf heimilda sem gerir sagnfræðina að þeirri heillandi fræðigrein sem hún er. Úr undirheimum stjómmálanna í Undirheimum íslenskra stjórn- mála er vitnað orðrétt í samtal sem ég átti við fyrrverandi flokksbróður þinn, Guðmund í. Guðmundsson, sem varð eins og menn vita utan- ríkisráðherra þegar vinstri stjórnin var mynduð 1956. Hann fullyrti þar að brottför hersins hafi aldrei komið til greina á meðan hann var utanríkisráðherra, án tillits til stjórnarsáttmálaris sem kvað á um brottför. Lesendum til glöggvunar skal hér birt orðrétt það sem Guð- mundur sagði í þessu viðtali sem ■ fram fór á heimili hans þann 15. , júní 1987 og birt er í Undirheimum íslenskra stjórnmála bls. 127: „Raunar var ályktun Alþýðu- flokksins í byijun árs 1956 sem kvað á um brottför hersins for- senda þess að Hræðslubandalagið yrði myndað. Ég var þéssari ævin- týramennsku alfarið andvígur og ég er raunar viss um að mér hefði tekist að koma í veg fyrir sam- þykktina ef ég hefði verið á land- inu. Stuðningsmenn mínir hvöttu mig þá eindregið til að taka við embætti utanríkisráðherra í þeirri von að ég gæti beitt áhrifum min- um gegn þessari fyrirætlun. Ég stóð þá frammi fyrir tveimur kost- Eiríkur fráneygi eftir heimsfrægan höfund Gerist á (slandi. Verð kr. 2.680,- „Það er alveg rétt að danska útgáfan er end- urskoðuð þýðing bóka minna, Gullna flugan og Undirheimar ís- lenskra stjórnmála, sem út komu á árunum 1987-1988. Hins vegar má það ekki gleymast að þótt hún sé „að mestu leyti þýðing“er hún sjálfstætt verk og skrifuð fyrir annan les- endahóp en íslensku bækurnar.“ um og hvorugum góðum. Annað hvort að ganga út úr stjórnmálum í eitt skipti fyrir öll eða spila með. Ég valdi síðari kostinn. Þegar ljóst var að ég hefði meirihlutafylgi í stjórn Alþýðuflokksins til að takast á við embætti utanríkisráðherra upphófst einkennilegt spil. Fyrst hringdi ónefndur flokksfélagi og alþingismaður í mig og sagði mér að Benedikt Gröndal, sem þá var ritstjóri Samvinnunnar og þar með ákaflega tengdur Framsóknar- flokknum, væri á leiðinni til mín þeirra erinda að leita eftir því við mig hvort ég væri fáanlegur til að hafna ráðherrastólnum. Þessi flokksfélagi gaf það jafnframt í skyn að Benedikt væri sendimaður Hermanns Jónssonar og bað mig loks áður en hann kvaddi að neita þeirri ósk sem Benedikt bæri fram. Ég trúði þessu nú svona mátulega. En viti menn, rétt eftir að ég hafði lagt tólið á birtist Benedikt í gætt- inni og bar fram þessa ósk, en að sjálfsðögðu gat hann þess ekki hver hefði sent hann. Ég hafnaði þessu. Skömmu síðar kallaði Her- mann Jónsson mig á sinn fund og bar fram sömu ósk. Ég hafði enn. Loks kom Emil Jónsson að máli við mig og lagði til að ég skipti ráðherrastólnum með sér þannig að við gegndum embætti ráðherra til skiptis. Ég sagðist aldrei hafa heyrt annað eins og slíkt kæmi að sjálfsögðu ekki til greina. Allar þessar sérkennilegu málaleitanir voru vafalaust runnar undan rifj- um framsóknarmanna sem óttuð- ust að'ég kæmi í veg fyrir uppsögn varnarsamningsins. “ Þessi fullyrðing Guðmundar í. Guðmundssonar bregður nýju ljósi á einn þátt íslenskrar stjórnmála- sögu. Því ljósi að lítil klíka í Al- þýðuflokknum hafi gert ráð fyrir að hann settist í stól utanríkisráð- herra gagngert til þess að koma í veg fyrir þá lýðræðislegu ákvörðun ríkisstjómarinnar að láta herinn fara úr landi. Utanríkisráðherrann 1956-58 vann því ekki aðeins gegn stjórnarsáttmálanum, heldur einn- ig gegn stefnu eigin flokks, — Alþýðuflokksins og samstarfs- flokka hans. Af þessu leiðir að þegar utanríkisráðheerrann sat samningafundi með Bandaríkja- mönnum um brottför hersins af landinu hafði hann það eitt að markmiði að koma í.veg fyrir brott- för. Þetta er ekki aðeins nöturleg þversögn heldur sýnir hún okkur hversu lýðræðið má sín lítils gegn einum manni í oddaaðstöðu. Sannleiksljósið við þér brosir Þegar þessar upplýsingar komu fram í Undirheimum íslenskra stjórnmála fögnuðu ýmsir „ljósinu“ og þóttust loks hafa fengið nokkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.