Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 HUGSJONIR OG FYRIRGREIÐSLA Bókmenntir Erlendur Jónsson BRÉF til Jóns Sigurðssonar. 3. bindi. 254 bls. Bókaútg. Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinaf. Reykjavík, 1991. Þrír skrifa forsetanum í þessu bindi, Guðmundur Ólafsson, Hall- dór Kr. Friðriksson og Jón Péturs- son. Ritunartíminn spannar tæpan aldarfjórðung eða frá 1853 til 1876. Efni bréfanna er margvís- legt: fréttir, landsmál, bæði al- menn og pólitísk, persónuleg mál- efni, kvabb og óskir um fyrir- greiðslu; að viðbættu smælki ýmiss konar sem of langt mál yrði upp að telja. Guðmundur er allur í búnaðarmálunum. Hann lítur svo á að fátækt íslendinga stafi af allt of lítilli ræktun. Taki þeir á sig rögg og rækti tún og haga muni hvaðeina breytast til batnað- ar. Halldór hefur líka áhuga á búskap. Það sýnist og hafa verið eðli hans að skipta sér af hlutun- um. Slíkir eignast gjarnan sam- herja, en jafnframt andstæðinga. Náttúru- fræðingar styðja Dagsbrún í ÁLYKTUN frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga er lýst yfir stuðn- ingi við baráttu Verkamannafélags Dagsbrúnar við að knýja atvinnu- rekendur til samninga um kaup og kjör. Hvatt er til samstöðu launa- fólks um réttlátar kröfur og lýst fullum stuðningi við verkfallsað- gerðir Dasgsbrúnar. Jón Pétursson kunni að tala um peninga eins og Friðrik, tengda- faðir hans, vissi manna best. Allir voru menn þessir ólatir að skrifa. Guðmundur skrifar þeirra lengst, enda má hann hafa verið þeirra mestur hugsjónamaðurinn. Hann var þó tiltölulega jarðbundinn samanber það sem hann segir um prestana: »Það er hart að hafa jafn-fjölmenna prestastétt og við höfum, að hafa haft þá síðan ept- ir 1000 og þeir skuli ekki hafa þokað líkamlegri framför íslands fram um eitt hænufet.« Menn hugsuðu sem sé um líkamann ekki síður en andann; og reiknuðu í hænufetum. Halldór slettir dönskunni: »Það er satt, að jeg hef fengið Afsked hjá Jóni G.; en jeg tók það svo sem það væri í Naade, reyndar uden Pension ... « Latínu slettu lærðu mennirnir einnig og þótti síst tiltökumál. Ritunartími þessara bréfa var í senn þrautatími og framfaraskeið. Árferði fór versnandi. Síst var það hagstætt fyrir mann eins og Guð- mund sem dreymdi um að rækta hér bygg og hafra. Veðráttan fór raunar kólnandi allt þetta tímabil þótt hið versta kæmi ekki fyrr en síðar. Hitt gerðist ef til vill jákvæð- ast að íslendingar fengu stjórnar- 'skrá. Og sama árið máttu skilding- ar og ríkisdalir þoka fyrir krónum og aurum. Þó bréfín séu stíluð með ýmsu móti má segja að greina megi til- teknar meginreglur sem bréfritar- ar fylgdu og bar að fylgja. Bréf skyldi hefjast með ávarpi. Og ávarp fór eftir því hversu kunnug- ir menn voru. »Háttvirti herra J. Sigurðsson!« skrifar Guðmundur 1854. Ári síðar leyfir hann sér að ávarpa forsetann: »Góði vin!« En einhvetja eftirþanka hefur hann haft af að tala svona kunnuglega til Jóns Sigurðssonar því eftir það notaði hann orð eins og »Mikilsv- irti vin! V'irðulegi vin! Göfugi vin! Jón Sigurðsson Heiðraði vin!« Jón Pétursson gat verið prýði- lega sléttmáll. Eitt bréfið hóf hann t.d. á þessa leið: »Elskulegi Besti Vin! Þitt ástkæra bréf með póst- skipinu núna þakka eg þér sem best eg má, eins og alla aðra ást- semd þína ætíð.« Margt þurfti að sækja til Hafn- ar. Forsetinn var því oftar en ekki beðinn um fyrirgreiðslu af sundur- leitasta tagi. Halldór skrifaði hon- um að Anna Melsted þyifti að fá »mjólkuráhöldin«. Þar að auki þurfti hún að fá »1 - 2 ,F_ousta- ger“ af Luneborgarsalti«. í öðru bréfi kunngerist að »skóflurnar og kvíslarnar hef jeg fengið ...« Þegar á heildina er litið gefa bréf þessi dágóða hugmynd um daglega lífið í landinu á umrædd- um tíma. Varla er nokkuð svo smátt að menn geti ekki fengið af sér að nefna það í bréfí. En þessir karlar gátu líka hugsað hátt. Og þrátt fyrir margs konar erfiðleika fól 19. öldin í sér fyrirhe- it um eitthvað betra og meira. Menn vonuðu og trúðu að bjart væri framundan. Þess vegna, með- al annars, lögðu menn á sig að skrifa öll þessi löngu, ýtarlegu og stundum líka opinskáu bréf. Pjetur á grynning- um ljóðsins Bókmenntir Jón Stefánsson Pjetur Hafstein Lárusson: Inn- höf. Fjölva útgáfa. 1991 Pjetur Hafstein Lárusson er nafn sem ljóðfróðir ættu að kannast við enda hefur maðurinn sent frá sér ellefu ljóðabækur á tæpum tuttugu árum. Nú bætist sú tólfta við; Inn- höf. í Innhöfum eru 54 ljóð í sex köflum, ansi mörg ljóð og undrast maður afkastagetu skáldsins svo mikið að spurningin um tengsl magns og gæða skýtur upp kollin- um: eru öll ljóðin frambærileg í Innhafinu? Ég verð að svara þessu neitandi; hér hefði verið lafhægt að skera svo sem helminginn burt. Allt of mörg eru andvana fædd, ljóð eins og Ljóðspurn: Því yrkja vorinu ljóð meðan kónguló spinnur því vef? Því yrkja vorinu ljóð meðan fuglarnir gera því hreiður? Því yrkja vorinu ljóð meðan Freyr yrkir moldu dýrast ljóða? Ég get ekki annað en tekið undir með skáldinu: Því yrkja vorinu ljóð? Það sem helst háir Pjetri, fyrir utan skort á sjálfsgagnrýni, eru skáld sem kunna að yrkja betur. Pjetur á erfitt með að uppfylla meginkröfu skáldskapirins; að orða hlutina upp á nýtt, ljóð hans líða fyrir það að aðrir hafa komist betur að orði. Vænting er ágætis dæmi um þetta: Hægt og virðulega afklæðast dagarnir hverri stund bijóta þær saman af natni og hengja upp í myrkum fataskáp næturinn- ar líkt og þeir vænti þess að klæðast þeim aftur að morgni Ljóðið er alls ekki slæmt; ósköp notaleg stemming um skil dags og nætur en sem ég hef séð of oft til að hrífast að gagni, til dæmis hjá Stefáni Herði Grímssyni, Óskari Pjetur Hafstein Lárusson Árna Óskarssyni og ísaki Harðar- syni svo ég grípi nöfn af handa- j hófi. Of lítil gagnrýni og skortur á frumleika verður til þess að skáldið velur auðveldustu og þekktustu | leiðina að marki sínu. Til dæmis þegar hann reynir að koma þögn óbyggðarinnar í orð þá er setningin „þar sem þögnin slær strengi" látin duga. Bestu ljóð Pjeturs verða því að öllum líkindum ekki mikið meira en snotur kveðskapur eins og Morg- ' unljóð-. Eins og þjófur að nóttu læðist morgunninn með veggjum. Fólk hraðar sér í gegnum hann án þess að veita honum sérstaka athygli og verður þess ekki vart þegar hann læðir hendi í hug þess og rænir það rónni. Innhöf er bók sem Pjetur þarf 1 alls ekki að skammast sín fyrir; hún er ekki vond þrátt fyrir full mikið af veikum ljóðum, en hún er ekki ) góð. Hætt er við að Innhöf sé bók sem gleymist ekki einfaldlega vegna þess að menn leggja hana ) ekki á minnið. Með tvær bækur 89 ára gamall Viðtal við Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson Morgunblaðið/Emilía Tryggvi Emilsson lætur ekki að sér hæða. Á nítugasta ald- ursári á hann tvær bækur í jóla- bókaflóðinu, skáldsöguna „Konan sem storkaði örlögun- um“ og barnabókina„Pétur prakkari og hestaþjófarnir“. Og hann er ekki aldeilis hætt- ur, býst við að gefa út ljóðabók á næsta ári. Breiddin í skrifum hans er mikil, því þekktastur er hann fyrir æviminningar sín- ar, sem út komu í þremur bind- um á árunum 1976 - 79. „Ég byrjaði svo seint. Verð að nota tímann meðan ég lifi og hefi hugsun til þess“, sagði Tryggvi í upphafi viðtals á heimili hans. Og þegar hann er spurður hvernig hann vinni kveðst hann eiga rit- vél.„Þegar ég varð sjötugur og hætti verkamannavinnu _t.ók ég mig til og lærði á ritvél. Ég hafði lipra fíngur og hafði lítið fyrir því. Þá veiktist ég af kransæða- stíflu og fleiru og settist alveg inn. Ég hafði verið mikið í félags- starfi, 20 ár í stjórn Dagsbrúnar og áður formaður verkamannafé- lagsins fyrir norðan, og fleira tók allan tíma minn fyrir utan vinn- una. En þá hætti ég öilu. Það þýddi ekki annað.“ Þá fór Tryggvi að skrifa bæk- ur. Hafði að vísu gefið út eina ljóðabók 1967, Rímuð Ijóð. En hann hafði alltaf ort, frá 10 ára aldri, þótt honum dytti ekki í hug að gefa út. En svo fór hann í ferð með Kristni Andréssyni til Sov- étríkjanna og kynntist honum. Kristinn kom heim til hans, valdi úr ljóðunum í bók og hvatti hann. Eftir að hann var sestur inn segir Tryggvi að minningarnar hafi far- ið að sækja á hann og hann fór að skrifa. Þær komu svo út undir nöfnunum Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan og vöktu mikla athygli.„Síðan hefi ég helst fengist við ættfræði. Gaf 1988 út „Sjómenn og sauðabænd- ur“, sem er um ættir foreldra minna. En flestir bændur stund- uðu líka eitthvað sjóinn. Það var ekki erfitt, en ég þurfti þó að fara niður á Landsbókasafn til að vinna þetta verk,“ segir Tryggvi. Og nú er hann kominn í skáld- söguna, sem er kannski erfiðasta formið. Hafði hann dreymt um að skrifa skáldsögu? „Nei“, segir Tryggvi, það hafði honum ekki dottið í hug. Hann mátti aldrei vera að því að hugsa um slíkt fyrir félagsmálastörfum og vinnu. Frá því hann kom suður 1947 hafði hann alltaf mikla vinnu. Var lengi hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðustu árin í eftirliti með fram- kvæmdum. Fyrstu sögurnar, Kona sjómannsins og Blá augu og biksvört hempa, voru mikið byggðar á því sem hafði gerst á ævi minni og atburðum sem ég þekkti,“ útskýrir Tryggvi. En bók- in sem nú er að koma út er hrein skáldsaga. „Ég byrjaði á því að segja krökkunum sögu og hugsaði þá að þörf væri á að búa til betri Grýlu. Hún er því í bókinni dóttir prests. Þegar ég fór að skrifa tók ég þetta svo allt öðru vísi. Þetta er sterk kona, temur nykur og fleira. Á að vera kona sem stork- ar örlögunum og hefur til þess krafta úr hinni ættinni sinni, frá bergrisunum. Þetta er töluvert byggt á þjóðsögum og ævintýr- um.“ Þá vaknar spurningin: Trúir Tryggvi því að til séu bergrisar, nykrar, dordinglar, Grýla og Leppalúði og þeirra synir og fleira sem fyrir kemur í bókinni? Hann svarar því neitandi en bætir við: „Þetta var manni allt saman kennt. Og ég hefi séð ýmislegt sem ég átta mig ekki á.“ Barnabókin er þannig til orðin að sagan hafði komið út í blaði. Tryggvi segir frá því að kennslu- kona hafi lesið söguna fyrir börn- in og látið þau teikna hana og hún kom til hans og færði honum teikningarnar. Nú hefur þessi saga verið gefin út með myndum Grétu V. Guðmundsdóttur. Þórar- inn Friðjónsson, dóttursonur Tryggva, hefur gefið þessar bæk- ur hans út. Hann er bókmennta- fræðingur, var hjá Vöku-Helga- felli og er áfram viðriðinn útgáfu- starfsemi. Ekki er Tryggvi hættur skrift- um þrátt fyrir háan aldur. Hann kvaðst i vera að ganga frá ætt- fræðibcjk til útgáfu. Og um næstu jól muhdi hann iíklega gefa út ljóðabók. Og þótt hann eigi mikið af ljóðum frá allri sinni ævi þá verða það ekki gömul ljóð. E.Pá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.