Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 < CQ k> 6» Rafkaup ÁRMÚLA 24 • S: 681518 >xv <t) :<y ^vORÆrr/ hás*-0 *?■ Síðasti söludagur í Jóla-Happói a -A/,. a*l Milljónir dregnar út þriðjud. 24. des. (Aðfangadag). Vinningar birtir á annan jóladag, 26. desember. SPENNANW! - ef þú átt miða! EES o g full- veldi Islands eftir Aðalstein Sigurðsson í Tímanum 1. nóvember sl. gefur Þröstur Ólafsson í skyn að við, sem erum á moti EES-samningnum, séum að heyja heilagt stríð að ástæðulaussu, og jafnframt skorti okkur rök til stuðnings við málstað okkar. Ég verð að viðurkenna það, að margt í þessum samningi get ég ekki dæmt um, þó sumt sé aug- ljóst, eins og ég kem að síðar, enn eru þær upplýsingar, sem almenn- ingi eru aðgengilegar um hann, mjög af skornum skammti. Hefi ég þó eytt heilu kvöldi í það, að hlusta á Jón Baldvin Hannibalsson skýra samninginn. í stað þess að ræða kost og löst á honum hélt Jón um hann lofræðu eins og hann væri að draga upp glansmynd fyrir okkur áheyrendur. Þar kom næstum ekk- ert neikvætt fram. Það þarf enginn að segja mér, að jafn greindur maður og Jón Baldvin sjái ekkert neikvætt við svo viðamikinn samning. Það er hins vegar fráleitt, að hann ferðist um landið á kostnað okkar skattborgar- anna og reki áróður fyrir honum, í stað þess að fræða okkur um hann eins og hann lætur í veðri vaka að hann sé að gera. Það er að sjálfsögðu margt bæði jákvætt og neikvætt við þennan SKRIFSTOFUSTÓLLINN VINNUR MEÐ ÞÉR HUSGOGN SKÚLAGATA 61 • REYKJAVÍK SÍMI 612987 ■ FAX 612981 samning, og skora ég því á Jón Baldvin, sem auðvitað gjörþekkir þetta mál, að skýra það fyrir al- menningi frá báðum hliðum. Því hefir verið haldið fram, að EES-samningurinn sé aðeins venju- legur viðskiptasamningur og geti því ekki skert fullveldi íslands á nokkurn hátt. Ég hef hins vegar aldrei heyrt um það áður, að þurft hafi að gangast undir viðamikla lagabálka viðsemjandans til þess að auðið sé að gera slíka samn- inga, en þetta gildir þó um EES- samninginn. Þarna er heldur ekki um neinn smávægis lagabálk að ræða, heldur er hann margfalt viða- meiri en öll íslensku lögin, og verð- ur því vafalaust að fella. niður eða breyta ýmsu í okkar eigin lögum til þess að forðast ósamræmi. Er þetta ekki skerðing á ákvörðarrétti okkar? í fyrmefndri grein Þrastar Ólafs- sonar heldur hann því fram, eins og fleiri stuðningsmenn títt nefnds samnings, að þarna geti ekki orðið um fullveldisafsal að ræða þar sem EES-lögin taki ekki gildi nema Al- þingi samþykki þau. Satt er það, að samþykki Alþingis þarf til að koma, en Islendingar hafa fyrr gert samninga, sem engum dylst, að fólu í sér fullveldisafsal, eins og við Noregs konung 1262 og hinn svo- kallaða Kópavogssamning. Þó margir mætir menn séu á Alþingi þá treysti ég þeim ekki svo vel, að meirihlutinn geti ekki orðið „svo skelfilega áttavilltuer í tíman- um“ (eins og Þröstur Ólafsson kemst að orði um okkur) að hann samþykki fullveldissafsal að ein- hveiju leyti. Mér skilst líka, að ann- aðhvort þurfi að samþykkja allan pakkann bæði lög og samning, eða hafna honum. Þar er hætt við að margs megum við gjalda, ef sam- þykkt verður. Þröstur Ólafsson telur dómstól EB-EFTA eðlilegan. Fyrir því má færa rök, en hætt er við að hann verði vilhallur EB, sem skipar meiri- hluta hans. Hvað verður svo þegar EFTA-ríkjum fækkar en fjölgar í EB að sama skapi? Hver verða þá hlutföllin í dóminum? Ég er sammála Þresti þegar hann segir: „Auðvitað má velta vöngum yfir því hvernig áhrifa þessa samn- ings kemur til með að gæta meðal þjóðarinnar. Það má hugleiða áhrif hans á fasteignamarkaðinn, á vinn- umarkaðinn, á fjármagnsmark- aðinn og á hag neytenda. Það er nauðsynlegt og gagnlegt og væri einnar messu virði.“ En hvers vegna eyða forsvarsmenn samningsins ekki einni „messu“ eða jafnvel fleir- um á þessa málaflokka? Er það e.t.v. óhagstætt málflutningi þeirra? Aðalsteinn Sigurðsson „Það tók forsvarsmenn okkar margar aldir að endurheimta sjálfstæð- ið, og við megum ekki glata því aftur fyrir vafasama hagsmuni.“ Þröstur telur umræðu um full- veldisafsal óþarfa og skaðlega. Er maðurinn hræddur um að hún skemmi málstað forsvarsmanna samningsins? Ég tel þá umrseðu nauðsynlega, enda er um fjöregg þjóðarinnar að ræða þar sem full- veldið er. Það tók forsvarsmenn okkar margar aldir að endurheimta sjálf- stæðið, og við megum ekki glata því aftur fyrir vafasama hagsmuni. I þessu sambandi vil ég vitna í kvæði, sem dr. Jón Þorkelsson orti þegar íslenskir stjórnmálamenn deildu innbyrðis um samninga við Dani 1907. Þar segir meðal annars: „Þeir, sem tólf hundruð og sextíu og tvö sóru eið fyrir tæling og ásælnis-vél, þeir, sem kúgaðir voru í Kópavog undir kvalningar, meið- ing og hel, hafa afsökun þá, hvern- ig á þá var sótt með erlendu harð- ræði og prett, — en hvað sýknar oss nú, ef vér sækjum það fast að semja af oss fornan rétt?“ Við getum verið þakklát þeim, er á þessum tíma og öðrum vörðu rétt okkar eftir megni, og við meg- um ekki standa okkur verr nú. Höfundur er fiskifræðingur og ellilífeyrisþegi. STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík hefur ent frá sér eft- irfarandi ályktun: „Stóm Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, skorar á borgarstjórn að halda áfram greiðslum á hlutdeild ellilífeyris- þega í kostnaði við sjúkraþjálfun meðan ekki hefur verið frá því gengið að Tryggingastofnun ríkis- ins taki þessar greiðslur að sér“. W fí ^ -rTFiPrHR 'JeHH.11 g ðS. gg sn g nss m ÍU1t: ir n u ■ g-g—n.h a h d h Jl1 Æviskrár MA-stúdenta IV. bindi er komið út Bókin er 512 bls. meö 508 myndum og nær yfir árin 1964-1968. Áskrifendur í Reykjavík og nágrenni geta vitjaö bókarinnar hjá forlaginu að Engjateigi 9 (Verkfræðingahúsið). Einnig má hringja í síma 6861 50 og verður bókin þá send heim. Öðrum verður send bókin í póstkröfu. Æviskrár MA-stúdenta, II. og III. bindi. ■ Örfá eintök eru enn óseld af II. og III. bindi, og geta nýir áskrifendur tryggt sér eintak meðan upplag endist. Frekari upplýsingar í síma 6861 50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.