Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Thorsþrymur Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Thor Vilhjálmsson: Eldur í laufi. (284 bls.) Míál og menning 1991. Thor bregður sér í allra kvikinda líki í þessu greinasafni og fer um fleSt eins og eldur i skraufþurru laufi. Það er erfitt að nefna einhvern greinilegan og gildan þráð í þessari bók. Er það ekki líka einmitt ein- kenni á ritum Thors að þræða efnið í fyrirvaralausar áttir? Einna helst sýnist mér „staða- og nafnafrásögn" (það sem enskir kalla „the narration of names and places") setja helst mark sitt á þessa bók. Afdráttarleysið hefur lengi ein- kennt ritgerðir og greinar Thors. Svo er einnig hér. I Purís-Patis segir höfundur okkur dálítið frá þessari borg sem hann þekkir mæta vel og hikar ekki við stórar játningar: „Par- ís er sú borg sem mér þykir miðset- ur lista." Heil efnisgrein lögð undir þessa málsgrein. Og svo í framhaldi stígur mannlíf og menning stræt- anna upp af blaðsíðunum. New York fær á móti slaka einkunn í greininni Einsöngs- tónleikar í Njarðvík AÐALSTEINN Einarsson bassa- söngvari heldur tónleika í Njarð- víkurkirkju 2. janúar og í Hafnar- borg, Hafnarfirði 3. janúar og hefjast báðir tónleikarnir klukkan 20,30. Miðar verða seldir við inn- ganginn. A efnisskrá eru þýzk ljóð, íslenzk sönglög og arírur úr óperum eftir Mozart og Verdi. Undirleikari er Olafur Vignir Albertsson. Aðalsteinn hefur verið búsettur í Keflavík um árabil, stundaði söngn- ám við Söngskólann í Reykjavík í 3 ár og hélt síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Lýkur hann BM- Mefisto: „Árið 1989: Ég kom frá New York. Þar þyrmdiyfir mig. Ljót- leikirm í mannlífinu. í þessum djúpu gjám milli skýjakljúfanna." Svo breytist frásögnin um leið og ákafinn streymir í stílinn. Ég leyfi mér í stutt- um blaðadómi að læða hér inn barm- afullri efnisgrein: „Sigurður Pálsson skáld sem var mér samferða af Pen- þingi þangað, gekk út á stéttina fyr- ir framan hótelið forkláraður og chic og tilbúinn að veita Ijóðinu viðtöku. einsog móttökustjóri andans og hafði varla svigrúm til að horfa upp eftir skýjakljúfunum og kanna hvort væri himinn yfir þeim, hvað þá að vitja stjarnanna, eða stjörnu í rofi, þá er maður íþeim svifum rændur á gang- stéttinni beint á móti skáldinu og gerðist svo hratt og fumlaust að skáldið hrökk öfugur fölur og fár inn ígargandi kellingafans frá Delaware með orkídeur í annarri hendi og skandínavíska pappírsfána í hinni, og klúta um hálsinn frá Krónborg- arkastala." Er ekki ýmislegt geð- þekkt við þessa málsgrein? Svo sem örugg stígandi frá sléttgreiddum Sigurði yfir í fáránlega Krónborgark- astalaklúta! Greinarnar eru skrifaðar á ýmsum Aðalsteinn Einarsson bassa- söngvari. prófi í söng í ágúst. Hann hefur komið fram sem einsöngvari með kórum hérlendis og í Bandaríkjunum, auk þess, sem hann hefur sungið nokkur hlutverk við óperuhúsið í Bloomington í Indiana. Thor Vilhjálmsson tímum. Þær elstu eru frá 1981 og þær yngstu frá þessu ári. Upphafs- grein bókarinnar Hvar ert þú nú, Vladimir? er eins konar persónulegt viðbragð við þeim hræringum sem nú skekja fyrrverandi austantjald- slönd, jafnt hverfandi Júgóslavíu sem nánast horfin Ráðstjórnarríkin. Og heiti greinarinnar límir saman meg- inþanka greinarinnar. í Þar eru rætur okkar fjallar Thor um gríska nóbelsskáldið Elytis og minnir í leiðinni á þá sögulegu ar- fleifð sem þetta skáld er með í far- teskinu. Um það leyti þegar Elytis barðist fyrir þjóð sína við ofurefli fasismans orti hann Sólarljóð sín, vonarkvæði mitt í allri eymdinni. Löngu seinna orti hann aðrar bæk- ur, s.s. Axion Esti, sem voru fullar af harmi vegna voðaverka mann- anna, heimsku þeirra og ódæðis- verka. Þessi umfjöllun Thors um Elytis er í heildina markviss og hin fróðlegasta. Álitamál er hvort allar greinarnar eigi heima í bók þótt þær hafi gegnt vel hlutverki sínu við ákveðin tilefni. Slíkar vangaveltur vega þó ekki þungt þegar haft er í huga hve þessi bók er margbreytileg. Hún er þétt- pökkuð skýrum skoðunum, heitum tilfinningum og stingandi athuga- semdum. Þar sem höfundinum er mest niðri fyrir er því líkast sem bókin breytist í hátalara og maður heyrir útvarpsrödd Thors, óþolin- móða, ákafa og jafnvel hneykslaða, þrymja yfir manni. Það er engu lík- ara. Sögnr Sólveigar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sólveig Kr. Einarsdóttir: Sögur Sólveigar. Almenna bókafélagið 1991. Sögur þessar eru sextán að tölu og er efni þeirra að mestu sótt í hugarheim kvenna. Þær gerast ýmist á íslandi eða í Ástralíu, þar sem höfundur býr nú. Við heildarúttekt á sögunum virðist mér að ellefu þeirra skipi sér saman að efni til, þar sem hlut- skipti kvenna í heimi karlaveldis er rauði þráðurinn. Endalausar pælingar kvennanna eru oftast á tilfinningalegum grundvelli þar sem karlmaðurinn er miðpunktur hugsana, stundum svikull, torræð- ur, ómögulegur — en þó eftirsókn- arverður. Geðlægur órói virðist oft stjórna hugsunum þeirra, þá er óskhyggja ekki langt undan. Þær eru uppteknar af sjálfum sér, ótt- ast um velferð sína í samskiptum við hitt kynið, sem virðast lika í flestum tilfellum heldur vonlítil. Enda karlmennirnir í þessum sög- um lítt eftirsóknarverðir. Börn koma hér lítið við sögu, sem er ofureðlilegt þar sem naum- ast örlar á þeirri ást sem einkenn- ist af fórnfýsi og einlægri sam- kennd í mannlegum skiptum. Oftlega hleður ofurmagn til- finninganna upp vandamálum sem skapast vegna ástar eða ástleysis. Veldur sektarkennd og geta þá hugsanir snúist svo í andhverfu að óskhyggja býr til dauðadóm, sem rætist. Vonbrigði og ráðleysi setja sinn svip á sögurnar, sem nokkrar eru eins og sveipaðar dulrænu, sem ekki er á valdi le- sanda að ráða í. Áðurgreindir þættir vega misþungt í hverri sögu. Sögurnar fimm sem eftir er að geta um hér koma eins og úr ann- arri átt og sýna að mínu mati betur hve Sólveig er skyggn á fjöl- Sólveig Kr. Einarsdóttir breytileika lífsins. Þar beitir hún hárfínum aðferðum til þess að ná allri athygli lesanda — og henni tekst það. í þessum sögum leitar hún í verund lífsbaráttunnar. í sögunum á bls. 33 og 56 lýsir hún samúð og sársauka mannsins í návígi við þrotlausan lífsháska dýranna og varnarleysi þeirra. Þar er samspil lífs og dauða sérlega vel útfært. Sagan á bls. 80 byggir á fölskv- alausri gleði sem tendrast fyrir skilning á hugarangri og löngun maka sem hefur orðið fyrir von- brigðum með viðtökur á hugverki sínu. Sagan á bls. 111 er í bland eilítið skopleg vegna síngimisár- áttu bónda nokkurs gagnvart konu sinni, dugmikilli og vel upplýstri. Og sagan á bls. 21 er trúverðug og grípandi, þar sem segir frá ungum kvenlækni er helgar ein- göngu starfi sínu líf sitt og krafta. Sólveig er slyngur höfundur sem knýr lesendur til umhugsunar í ölluni sögum sínum. Það er ekki á allra færi og því virðist réttlátt að gera þær kröfur til hennar að hún láti ekki staðar numið hér. Sögurnar eru á góðu máli. Kápumynd er eftir Margréti Ingólfsdóttur, í henni býr dulúð. rétta mat Rúrí Myndlist Eiríkur Þorláksson Dag hvern hellist yfir almenn- ing hér á landi ótrúlegt flóð upp- lýsinga, sem fólki er ætlað að meðtaka, melta og vinna úr til að vera að fullu upplýst um hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Það þarf mikinn kjark til að hafna þessar í holskefiu tölfræðilegra, hagfræðilegra og pólitískra sjón- armiða, sem öll teljast birta „sanna mynd af ástandinu", og fæst höfum við enn haft uppburði í okkur til að gera slíkt. Á hvaða mælistikum nær al- menningur að byggja sínar skoð- anir? Þekkir fólk almennt þá mælikvarða sem eru grundvöllur- inn að pólitískri og efnahagslegri umræðu fjölmiðla? Hvernig er framfærslukostnaður reiknaður? Við hvað miðast lánskjaravísitala? Á hvern hátt er metið hvort fram- leiðni er að aukast eða minnka? Hvað er hagvöxtur? Þekkjum við almennt þær mælieiningar sem umræður í samtímanum byggist á? — Svarið er væntanlega neik- vætt í afar mörgum tilvikum, því miður. Því eru þessar hugleiðingar settar á blað, að nú stendur yfir í Nýlistasafninu sýning listakon- unnar Rúríar, sem hún nefnir „Mjöt“ og fjallar um hina mann- legu viðmiðun, ef svo má að orði komast. Orðið mjöt er forníslenskt og hið orð og hefur oftast merkinguna mál eða mælikvarði; í orðabók Menningarsjóðs erþað skýrt með orðunum „rétt mat, hóf“. Rúrí hefur því kosið að tákast á við hið rétta mat í mannlífinu, þá hófsemi sem öll okkar tilvera byggir á. Það er ekki nýtt að Rúrí í fjalli um hugtök af þessum toga í list sinni. Hún er einn þeirra lista- manna hérlendra sem hefur geng- ið hvað best að vinna úr hugmynd- alistinni þannig að áhorfendur hafa getað notið þeira verkefna, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Rúrí hefur t.d. lengi feng- ist við tfmahugtakið í verkum sín- um, sem er auðvitað einn mikils- verðasti mælikvarðinn í hraða nútímans. Margir minnast t.d. lit- uðu saltstólpanna í Regnbogi II, sem var settur upp við Kjarvals- staði 1985, og breyttist stöðugt og leystist að lokum upp eftir nokkrar vikur; þar var tíminn vissulega í aðalhlutverki. í sýningunni í Nýlistasafninu hverfur Rúrí aftur til þeirra mæli- kvarða sem dugðu manninum vel í gegnum aldirnar, allt til þess tíma er iðnbyltingin og raunvís- indin tóku af honum völdin; til stjarnanna og til mannsins sjálfs. Til að leggja frekari áherslu á þetta afturhvarf eru allar áletran- ir verka á sýningunni ritaðar á hinu forna máli fræðimennskunar, latínu, sem gefur verkunum ákveðinn svip, og tengir þau betur Listakonan Rúrí. en ella við viðhorf fyrri tíma. Stjörnufræðin og hreyfing himin- tungla hefur verið vegvísir manna alla tíð (skýrt aðgreint frá stjörnu- spekinni, sem hefur nært bábiljur allra tíma og er nú blómlegur iðn- aður). Rúrí minnir á þessa vegvísa með stjörnukorti (nr. 1), þar sem mælitæki tengir deplana, og sýnir að þarna eru á ferðinni mælanleg- ar einingar vísindanna, en ekki óskipulegt kraðak upplýsinga- punkta, sem enginn kann að ráða í. Líkan af minnismerki, þar sem Pólstjarnan og Karlsvagninn eru viðmiðunareiningarnar (nr. 21), sýnir einnig að stjömufræðin get- ur verið grunnúrinn að áhrifa- miklum höggmyndum, einkum ef þau eru staðsett á stöðum sem tengjast siglingum, farmennsku eða mannlegum samskiptum — alls staðar þar sem þarf góða leið- arvísa, og þar hafa stjörnurnar gegnt lykilhlutverki frá upphafi. Gierið efst í pýramídunum gegnir þar sérstöku hlutverki. Hin endanlega viðmiðun mannsins hiýtur þó ætíð að vera maðurinn sjálfur. Rúrí setur hér upp hina frægu teikningu Leonar- dos da Vincis af manninum í fullri líkamsstærð, og dregur síðan upp nokkrar teikningar, þar sem þessi mælieining, maðurinn, markar feminga, hring, þríhyrninga o.fl., samkvæmt athugunum Vitruvius- ar, Leonardos og Einars Pálsson- ar. Það kann að vekja furðu hversu eðlileg og um leið hófsöm viðmiðun maðurinn er; fjölmargir vísindamenn og heimspekingar hafa þó bent á þetta í gegnum tíðina, en samt er eins og nútím- inn hafi drekkt þeirri þekkingu í reiknilíkönum og óræðum hag- stærðum. Til frekari áherslu þess- um sannleik hefur Rúrí bætt við nokkrum fjölda metramála, sem hún hefur brotið á skemmtilegan hátt í form hins fjölbreytta heims flatarmálsfræðinnar; grunnein- ingin er samt alltaf hin mannlega stærð, og þar með hin mannlega reisn. Þessi sýning í Nýlistasafninu byggist í raun á sjálfgefnum sann- indum um gildi mannsins. En þau sannindi hafa á síðari tímum mátt víkja fyrir flóknari framsetn- ingum hins mannlega umhverfis, þannig að tölur og töflur af öllu tagi hafa tekið völdin, og hin mannlega hlið samfélagsins horfið í skuggann. Því er þessi bjarta sýning, sem byggir á einföldu myndmáli um sígild sannindi, ánægjulegt innlegg í þjóðfélags- umræðuna á þessum tíma. Hún er enn ánægjulegri fyrir þá stað- reynd, að hún sýnir ótvírætt að hugmyndalist má setja fram á þann hátt, að allir getið notið. Sýningu Rúríar í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg lýkur sunnudag- inn 22. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.